Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 45
Atvinnuauglýsingar
Vélaverkstæði Hjalta Einars ehf.
Við óskum eftir
manni vönum reisningu byggingakrana og
viðgerðum á byggingakrönum. Jafnframt ósk-
um við eftir vélvirkjum, vélstjórum eða mönn-
um vönum járnsmíðavinnu til starfa í vélsmiðju
okkar.
Nánari upplýsingar veittar í síma 565 1240 á
skrifstofutíma.
Sölu-
og afgreiðslustarf
Sólargluggatjöld leita að áhugasömu
starfsfólki til verslunar- og sölustarfa
Sólargluggatjöld er rótgróið fyrirtæki, sem
byggir á stórum hópi viðskiptavina. Við leitum
að þjónustuliprum og áhugasömum einstakl-
ingi, sem er tilbúinn til þess að takast á við
krefjandi og skemmtileg verkefni.
Þekkingar- og hæfniskröfur:
Þjónustulund og reynsla af afgreiðslustörf-
um nauðsynleg
Góð samskiptahæfni.
Heiðarleg og áreiðanleg vinnubrögð.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð tölvukunnátta.
Umsóknir óskast sendar á albert@solar.is
eða í pósti, stílaðar á Sólargluggatjöld,
Skeifunni 11, 108 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2004.
Reykhólaskóli
Austur-Barðastrandarsýslu
Kennarastöður
Lausar eru eftirfarandi kennarastöður
við Reykhólaskóla:
Vegna barnseignaleyfa vantar okkur kenn-
ara í tvær hlutastöður, um er að ræða 2/3
starfshlutfall:
a) Yngri barna kennsla 1.—4. bekkur, íslenska,
stærðfræði og náttúrufræði. Ráðningartími
frá 1. janúar 2005 og út skólaárið.
b) Smíði og myndmennt í 1.—10. bekk og líf-
fræði í 10. bekk. Ráðningartími frá 15. febrú-
ar 2005 og út skólaárið.
Vegna leyfis kennara frá störfum vantar
okkur kennara í rúmlega eina stöðu eða
36 kennslustundir á viku:
c) Stærðfræði í 8.—10. bekk, eðlisfræði í 5.—10.
bekk, tölvunotkun í 1.—10. bekk og tón-
mennt í 1.—7. bekk. Ráðningartími frá 1. jan-
úar 2005 og út skólaárið. Til greina kemur
að raða kennslugreinum saman á annan
máta en tiltekið er hér að ofan, ef umsækj-
endur sýna áhuga á slíku.
Reykhólaskóli er grunnskóli með 41 nemanda
í 1.—10. bekk. Samkennsluhópar/bekkir eru
af þægilegri stærð og nemendur einstaklega
ljúfir í allri umgengni. Reykhólar er lítið nota-
legt þorp í fögru umhverfi og í mikilli uppbygg-
ingu þessa stundina. Þriggja tíma akstur er frá
Reykjavík og vegir góðir. Flutningsstyrkur og
húsnæði í boði.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2004.
Nánari upplýsinga skal leita hjá skólastjóra
í síma 434 7806 (skrifstofa skólastjóra) eða
434 7731 (kennarastofa). Einnig má hafa sam-
band við sveitarstjóra í síma 434 7880
(sveitarstjórnarskrifstofa).
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Atvinnuhúsnæði
Til leigu
skrifstofuhúsnæði
Í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eru
4-5 skrifstofuherbergi til leigu. Aðgangur
að kaffistofu og fundarherbergi.
Upplýsingar eru veittar í síma 568 7811
frá kl. 9.00—13.00 virka daga.
Fundir/Mannfagnaður
Sjálfstæðisfélögin
í Reykjavík
Jólateiti
Laugardaginn 4. desember næstkomandi
efna sjálfstæðisfélögin í Reykjavík til hinnar
árlegu jólateiti í Valhöll frá
kl. 17.00 til 19.00.
Geir H. Haarde, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og fjármála-
ráðherra, flytur hugvekju.
Við hlýðum á tónlistaratriði og
þiggjum léttar veitingar.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðis-
menn í Reykjavík til að líta upp úr jólaönnunum
og hittast í góðra vina hópi.
Allir velkomnir.
Vörður - Fulltrúaráðið.
Tilboð/Útboð
Áhugasamir verktakar
óskast
Á.Ó. eignarhaldsfélag ehf. auglýsir eftir áhuga-
sömum aðilum til að byggja vörugeymslu og
skrifstofur fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf. við
Köllunarklettsveg 6 í Reykjavík.
Helstu stærðir eru:
Grunnflötur: 1. áfangi 1.730 m²
(3.460 m² fullbyggt)
Milligólf: 520 m²
Lofthæð: 14 m
Umsóknir verktaka þurfa að innihalda
eftirfarandi:
Almennar upplýsingar um verktaka.
Upplýsingar um sambærileg verk sem
verktaki hefur unnið.
Staðfestingar á fjárhagslegu hæfi verktaka.
Umsóknum skal skila á skrifstofu VSÓ Ráðgjaf-
ar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eigi síðar en
kl. 16:00 mánudaginn 6. desember, merktum:
Á.Ó. eignarhaldsfélag ehf.,
Köllunarklettsvegur 6,
vörugeymsla og skrifstofuhúsnæði.
Nánari upplýsingar veitir VSÓ Ráðgjöf í síma
585 9000.
Tilkynningar
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
Breyting á dagskrá
Af óviðráðanlegum ástæðum fellur niður fyrirlestur
sr. Sigfinns Þorleifssonar um Jólin og sorgina
sem átti að vera í Fossvogskirkju í kvöld.
En að venju verður helgistund fyrir syrgjendur á aðventu
í Grensáskirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 20.
Allir velkomnir.
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Hagamelur 8, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Staðarstaður ehf., gerðar-
beiðandi Iceland Excursion Allrahand ehf., mánudaginn 6. desember
2004 kl. 15:00.
Melabraut 12, 0101, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Kristján G. Snædal
og Sólrún Þ. Vilbergsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunar-
manna og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, mánudaginn 6. desember
2004 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
1. desember 2004.
Félagslíf
I.O.O.F. 11 1851228½
Landsst. 6004120219 VII
I.O.O.F. 5 1851228 M.A. *
Fimmtudagur 2. des
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Ræðumaður:
Valdimar L. Júlíusson.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Opið jólahús laugardaginn
4. desember kl. 14 til 17
í Þríbúðum, Hverfisgötu 42.
Boðið verður upp á jólakaffi
og kökur. Jólin sungin inn
með lofgjörðarsveit Samhjálpar.
Hlökkum til að sjá þig.
Þriðjudagur 7. desember
Ungsam í Þríbúðum, Hverfis-
götu 42, kl. 19:00.
Uppbyggilegt starf fyrir ungt
fólk í bata.
www.samhjalp.is
mbl.is
ATVINNA
Úrslitin í enska boltanum
beint í símann þinn