Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 47

Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 47                           Þvottavél - rúmlega árs gömul Electrolux þvottvél til sölu. Verð- hugmynd - 35 þús. Upplýsingar gefur Daníel í s. 552 3085. Kauphúsið ehf. S: 552 7770 & 862 7770. Skatta- bókhalds- & uppgjörsþjón. allt árið, f. einstakl. & félög. Eldri framtöl. Leiðrétt. Kærur. Stofna ný ehf. Eigna- & verðmöt. Sig. W. Lögg. faste.sali. Fyrirtæki - námsfólk athugið! Tek að mér þýðingar, prófarka- lestur og vinnslu texta á ísl./ ensku. Veiti ráðgjöf um uppsetn- ingu texta. Býð uppá einkatíma í ensku fyrir nemendur. Sími 899 4512. Samfellur. Ofsalega flottar og langar. Stærðir, 75B til 90G. Litir ivory og svart. Verð kr. 10.750. Misty, Laugavegi 178, sími 551 2070. Rafbylgjumælingar & varnir Virðist hafa áhrif á: Mígreni, höfuðverk, síþreytu, svefntruflanir, vöðvabólgu, exem, þurrk í húð vegna tölvu, fótaverki, liðkast í mjöðm. Klettur ehf., símar 581 1564, 892 3341. GÓÐ JÓLAGJÖF Notalegir inni- skór í úrvali - verð frá kr. 750,- til 2.790, Misty-skór, Laugavegi 178, s. 551 2070. Gestabækur, sérmerktar, frá kr. 8.500. Reyndór ehf., afgreiðsla í Faxatúni 36, 210 Garðabæ, s. 565 8588/897 2690/896 0588. reyn@mi.is www.simnet.is/reyndor Fjárhagserfiðleikar? Viðskipta- fræðingur semur um skuldir við banka, sparisjóði og aðra. FOR, sími 845 8870. www.for.is Fallegir loðfóðraðir kvenjakkar 5 litir, 4 stærðir. Verð aðeins 3.900. Fatalínan, Laugavegi 103. sími 551 1610 Ódýrar bensínrafstöðvar 800W. Létt og meðfærileg rafstöð. 230V og 12V. Þyngd 21 kg. Verð 24.000 m. vsk. Loft og raftæki, sími 564 3000 - www.loft.is. Toyota Corolla LB 1600 árg. '99, sjálfskiptur, sk. '05, ekinn 90 þús. km, rauður, ný snjódekk. Upplýsingar í síma 864 0695. Lexus IS 200, árgerð 2001, ekinn 68.000 km, beinskiptur. Ný vetrardekk. Reyklaus bíll. Verð 1.870 þús. Uppl. í síma 699 7002 e. kl. 19.00. Camac jeppadekk - tilboð gildir til 3. desember 4 stk. 31x10.5R15 + vinna kr. 49.800. 4 stk. 30x9.5R15 + vinna kr. 46.000. 4 stk. 235/75R15 + vinna kr. 43.900. 4 stk. 195R15 + vinna kr. 35.500 Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, símar 544 4333. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuvegi 22, s. 564 6415 - gsm 661 9232. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Bjóðum upp á varahluti í flestar gerðir bensín- og díselvéla frá við- urkenndum. Framleiðendum sem standast þínar kröfur. Erum alltaf á sama stað í Brautarholti 16. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Terrano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl. Ódýr jólalager. Til sölu jólalager, 120 jólatrésfætur og 220 jóla- stjörnur með ljósi. Verð 77.000 kr., smásöluverð ca 300.000. Sími 898 9097. Jólasveinabúningar - Sala/ leiga Einnig laust skegg og húfur m. hári. Upplýsingar í s. 845 2510 og 692 4321. Jólabasar á Kleppi JÓLABASAR iðjuþjálfunar á Kleppi er haldinn í dag, fimmtu- daginn 2. desember. Basarinn er haldinn í húsnæði iðjuþjálfunar og verður opinn frá kl. 12– 15. Málþing um fegurð Reykjavíkur EMBÆTTI byggingarfulltrúans í Reykjavík er 100 ára á þessu ári. Af því tilefni verður haldið mál- þing í Ráðhúsi Reykjavíkur föstu- daginn 3. desember n.k. kl 14–16 og er það opið öllum. Frummælendur á málþinginu eru Andri Snær Magnason, rithöf- undur, Áslaug Thorlacius , mynd- listarmaður, Egill Ólafsson, tón- listarmaður, Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og Ómar Ragnarsson, fréttamaður og munu þeir leitast við að svara spurning- unni: Er Reykjavík falleg borg? Borgarstjóri mun jafnframt ávarpa málþingsgesti og bygging- arfulltrúi, Magnús Sædal Svav- arsson rekja stuttlega sögu emb- ættisins. Að loknum framsögum munu frummælendur sitja fyrir svörum í pallborði ásamt byggingarfulltrúa. Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur, mun stýra mál- þinginu og pallborði. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Ólafar Hallgrímsdóttur frá Vogum í Mývatnssveit í frétt sem birtist á bls. 18 í blaðinu í gær og fjallaði um kynningu samtakanna Lifandi landbúnaðar. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. Rangt nafn á forlagi Rangt var farið með nafn forlags- ins sem gefur út bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Kiljan, í blaðinu í gær. Það er Bókafélagið sem gefur bókina út en ekki Nýja bókafélagið eins og stóð. Erlingur knapi ársins Þau leiðu mistöku urðu í hesta- þætti í blaðinu í gær að niður féll texti sem fjallaði um val á kynbótaknapa ársins Erlingi Er- lingssyni í grein um val knöpum ársins. Erlingur sýndi fjölda kyn- bótahrossa á landsmóti auk vor- og síðsumarsýninga á árinu. Hæst bar árangur hans á tveimur hryss- um sem efstar stóðu hvor í sínum flokki á landsmóti. Í fimm vetra flokki var það Frigg frá Miðsitju en í fjögra vetra flokki Björk frá Litlu-Tungu sem var að margra mati skærasta stjarnan í hópi kyn- bótahrossa á landsmóti. Náði Er- lingur þar að setja nýtt met í hæfi- leikaeinkunn hjá fjögra vetra hryssum. Vakti það allnokkra at- hygli að hryssan var stöðugt að bæta sig allt frá vorsýningu og allt fram til síðustu stundar lands- mótsins. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Morgunblaðið/Vakri Ljósin kveikt á heimstré Í ÁR verður heimstré SOS- barnaþorpanna á 1. hæð í Smára- lind, fyrir framan Debenhams, þar sem einnig eru til sölu jólakúlur, allan desembermánuð, með merki SOS-barnaþorpanna og rennur all- ur ágóði af sölu þeirra til bygg- ingar nýs SOS-barnaþorps í Úkra- ínu. Í dag kl. 14 mun Birgitta Hauk- dal kveikja ljósin á heimstrénu og vekja athygli á málstaðnum. Hún mun m.a. ganga í kringum tréð með börnum og syngja jólalög. Öllum er velkomið að vera með í Heimstrénu og sérstaklega börnum. Þeim er jafnframt boðið að koma með sitt kort með kveðju til barna í Úkra- ínu, í hvaða formi sem hverjum og einum hentar, og hengja það á tréð. Þegar barnaþorpið tekur til starfa munu kveðjurnar verða hengdar upp í „íslenska“ húsinu í Brovary í Úkraínu með sérstakri kveðju frá íslenskum börnum. NJARÐARSKJÖLDURINN hefur verið veittur í níunda sinn og að þessu sinni hlaut verslunin ELM á Laugavegi 1 skjöldinn. „Það sem einkum stendur upp úr við valið að þessu sinni er einkar skýr og glæsileg ímynd þeirrar hönnunar sem í boði er í versl- uninni að Laugavegi 1. Verslunin sérhæfir sig í hágæða kvenfatnaði sem allur er hannaður af eigendum ELM, þeim Lísbet Sveinsdóttur, Ernu Steinu Guðmundsdóttur og Matthildi Halldórsdóttur,“ segir í rökstuðningi. Verslunin var opnuð í nóvember 1999 í kjölfar þátttöku í tískusýn- ingu í New York. ELM er með um- boðsmenn fyrir fatnaðinn í París, Mílanó og New York og hefur náð mestum árangri í Bandaríkjunum og hefur einnig tekið þátt í fjöl- mörgum tískusýningum á erlendri grund. Áhersla er lögð á stílhreint, klassískt umhverfi verslunar og persónulega þjónustu. „Merkingar eru áberandi og greinargóðar upplýsingar um vör- urnar og endurgreiðslu á virð- isaukaskatti. Þekking og tungu- málakunnátta starfsfólksins og stílhreinar innréttingar gerir þessa verslun að glæsilegum fulltrúa í verslunarflóru miðborgar Reykja- víkur fyrir erlenda ferðamenn jafnt sem heimamenn,“ segir ennfremur í rökstuðningi fyrir verðlaununum. Njarðarskjöldurinn er hvatning- arverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar en að henni standa Félag íslenskra stórkaup- manna og Kaupmannasamtök Ís- lands. Markmiðið með veitingu verðlaunanna er að hvetja til bættr- ar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Þórólfur Árnason borgarstjóri, Erna Steina Guðmundsdóttir, Matthildur Halldórsdóttur og Lísbet Sveinsdóttir. ELM hlýtur Njarðarskjöldinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.