Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 15 ERLENT www.toyota.is Öryggi þitt í umferðinni veltur á útsýninu og rúðuþurrkurnar eru því eitt mikilvægasta öryggistæki bílsins. Toyota Optifit þurrkublöðin eru búin sérstökum slitmæli sem gerir þér viðvart þegar skipta þarf um þurrkublað. Þurrkublöðin smellpassa og ná yfir mesta hugsanlegan flöt á framrúðunni. Sjáðu betur út úr bílnum þínum í vetur. Komdu og fáðu það öruggasta sem völ er hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 06 7 1 0/ 20 04 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570-5070 Sjáðu betur í vetur Rúðuþurrkur með slitmæli fyrir allar gerðir Toyota Optifit rúðuþurrkur, verð frá 490 kr. EFTIR þrjá mánuði tekur gildi alþjóðlegur sáttmáli um baráttu gegn reykingum að því er fram kom hjá talsmanni WHO, Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, í gær. Þá varð Perú 40. ríkið til að skrifa undir hann. Samkomulag varð um þennan sáttmála á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna á síð- asta ári en þá hafði staðið í stappi um hann milli tóbaks- framleiðenda og baráttumanna gegn reykningum í fjögur ár. Ríki, sem hann undirrita, gang- ast undir að banna tóbaksauglýs- ingar og kostun tóbaksfyrirtækja, að banna sölu tóbaks til fólks undir lögaldri og skera upp herör gegn smygli. Þá er þeim gert að skylda framleiðendur til að hafa stærri viðvörunarmiða á vörunni. WHO segir, að nú kosti tóbaks- notkunin fimm milljónir manna lífið á hverju ári og óttast er, að sú tala muni tvöfaldast á næstu 25 árum. Banatilræði við forseta Serbíu TALIÐ er, að reynt hafi verið að ráða Boris Tadic, forseta Serbíu, af dög- um í fyrradag en þá reyndu ókunnir menn á svörtum Audi- bíl að aka á bíl forsetans er hann var á ferð í Belgrad. Komu lífverðir forsetans í veg fyrir að það tækist og er nú Audi-bílsins leitað. Tadic, sem berst fyrir umbót- um og aðild að Evrópusamband- inu í fyllingu tímans, sagði í gær, að hvorki hótanir né ofbeldi myndu stöðva hann á þeirri braut. „Lýðræðið verður að sigra í þessu landi. Annaðhvort verðum við hluti af hinu evrópska sam- félagi eða einangrað útkjálkaríki um aldur og ævi,“ sagði Tadic. Ekki eru liðin tvö ár síðan Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu og flokksbróðir Tadic, var drep- inn af leyniskyttu. Sarkozy ögrar Chirac NICOLAS Sark- ozy var um síð- ustu helgi kjör- inn leiðtogi Lýðfylking- arinnar, UMP, flokks Jacques Chirac, forseta Frakklands. Af þeim sökum hef- ur hann nú látið af embætti fjármálaráðherra og við því tekið Herve Gaymard. Var hann áður landbúnaðarráðherra. Eftir kjörið hét Sarkozy því að hrista upp í hlutunum með víð- tækum umbótum og gaf í skyn, að tími Chirac væri brátt á enda. Hafa þeir lengi eldað grátt silfur saman enda ósammála um margt, meðal annars aðild Tyrkja að ESB en Sarkozy er andvígur henni. 166 náma- menn fórust LJÓST er orðið, að kínversku kolanámamennirnir 166, sem lok- uðust inni í námu vegna gas- sprengingar, eru látnir. Brugðust ættingjar manna ævareiðir við tilkynningunni og efndu til upp- þota, réðust inn á stjórn- arskrifstofur og börðu á starfs- mönum þeirra. Námaslys eru afskaplega tíð í Kína og kosta þau meira en 7.000 manns lífið á hverju ári. Þeir, sem berjast fyrir bættum vinnuskilyrðum, segja raunar, að talan 20.000 sé nær lagi. Alþjóðasáttmáli gegn reykingum Nicolas Sarkozy Boris Tadic JORGE Sampaio, forseti Portúgals, ákvað í fyrradag að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Sagði hann ástæðuna þá, að núverandi rík- isstjórn mið- og hægriflokka, sem set- ið hefur í fjóra mánuði, virtist ófær um að tryggja stöðugleika í landinu. Hugsanlegt er, að kosið verði strax í febrúar, en ekki hafði verið búist við kosningum fyrr en 2006. Pedro Sant- ana Lopes forsætisráðherra sagðist í gær mundu virða ákvörðun forsetans þótt hann væri henni algerlega and- vígur en að undanförnu hefur efna- hagsstefna hans verið harðlega gagn- rýnd af talsmönnum verkalýðsfélaga og atvinnulífsins og jafnvel eigin flokksmönnum. Þess má geta, að þeir, sem kalla sig sósíaldemókrata í nokkrum Suður-Evrópuríkjum, eru hægrimenn en jafnaðarmenn aftur nefndir sósíalistar. Santana Lopes tók við sem for- sætisráðherra af Jose Manuel Barr- oso er hann sagði af sér til að verða nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Santana Lopes er sagður meiri hægrimaður en Barroso en hann hef- ur líka verið sakaður um lýðskrum. Þykja fjárlögin fyrir næsta ár bera þess merki en með þeim gerði hann hvorttveggja í senn að lækka skatta og hækka lífeyrisgreiðslur og laun op- inberra starfs- manna. Hafa margir kunnustu hagfræðingar í Portúgal gagn- rýnt þetta harð- lega og einnig Anibal Cavaco Silva, fyrrverandi forsætisráðherra sósíaldemókrata. Segir hann fjárlögin aðeins ávísun á meiri halla en leyfilegur sé innan evr- ópska myntbandalagsins. Þingið á raunar enn eftir að af- greiða fjárlögin frá sér en vegna þeirra hefur alþjóðlega matsfyrir- tækið Standard & Poor’s breytt mati sínu á horfunum í portúgölskum þjóð- arbúskap úr „stöðugum“ í „slæmar“. Stjórnin hefur einnig verið sökuð um ótilhlýðileg afskipti af fjölmiðlum, þ.e. að reynt hafi verið að þagga niður í gagnrýnum fréttamönnum. Vinsæll fréttaskýrandi og fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins hætti störfum hjá óháðu sjónvarpsstöðinni TVI í síðasta mánuði og var það rakið til þess, að einn ráðherranna, Rui Gomes da Silva, hafði úthúðað honum fyrir að gagnrýna stjórnina. Í síðustu viku ákvað síðan Santana Lopes að gera Gomes da Silva að næstráðanda sínum. Lissabon. AP, AFP. Pedro Santana Lopes Boðar kosningar í Portúgal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.