Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loksins, loksins! Sannleikurinn um Ísland / ba gg al ut ur .is Viðeyjardóninn afhjúpaður! Allt um lesbíuna í Sandey! Hvað gerist í F élagi eldri bor gara? Hvaðan kom Brúðubíllinn? * ósýnilega mannsins 30% afsláttur Baggalútur les úr bókinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! Alfræði Baggalúts Einskis er svifist til að koma efninu á framfæri og engum hlíft. Brot úr lærlegg* fylgir hverri seldri bók! Ísland eins og það er í raun og veru! FRAMTÍÐ í nýju landi er nafn til- raunaverkefnis til þriggja ára sem hleypt var af stokkunum í gær og snýst um aðstoð við ungmenni af asískum uppruna við að setja sér markmið um menntun, færni og að- lögun að íslensku samfélagi og leita úrræða til að ná þeim. Að verkefninu standa Alþjóðahúsið, félagsmála- ráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Rauði kross Íslands, Reykjavíkur- borg og Velferðarsjóður barna. Skrifað var undir samstarfssamning aðila í gær og var það fyrsta opin- bera embættisverk Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur í embætti borgarstjóra. Verkefnisstjóri verður Anh-Dao Tran, menntunarfræðingur og ráð- gjafi, sem hefur starfað mikið meðal innflytjenda hérlendis og erlendis. Aðsetur verkefnisins verður í Al- þjóðahúsi. Í ávarpi sínu sagði Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri að Anh-Dao Tran hefði einkum haft forgöngu um undirbúning verkefn- isins sem staðið hefði síðustu tvö ár- in. Hún sagði 25 ár frá því fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað, haustið 1979, og eru nú um 400 manns af víetnömskum uppruna búsettir hérlendis. Búa um 96% þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Koma í veg fyrir brottfall Borgarstjóri sagði verkefnið bein- ast að um 60 ungmennum á aldr- inum 15 til 25 ára úr þessum hópi en rannsóknir hafi sýnt að brottfall unglinga af asískum uppruna úr framhaldsskólum sé meira en geng- ur og gerist. Borgarstjóri sagði einnig að ýmsar stofnanir þjóð- félagsins hefðu verið lítt undir það búnar að taka á móti fólki af erlend- um uppruna en vilji væri fyrir því að gera betur á þessum sviðum. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra minnti á að mikilvægt væri einnig að fólk af erlendum uppruna varðveitti bakgrunn sinn og menn- ingu og Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sagði ánægjulegt hversu margir ættu að- ild að samstarfinu. Kvaðst hún vona að fleiri nemendur af erlendum upp- runa sæktu framhaldsskóla. Menntakerfið byði öllum tækifæri til að mennta sig og þeir sem flyttust til landsins þyrftu að njóta sömu tæki- færa og aðrir þegnar landsins. Anh-Dao Tran sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi fyrsti mark- hópur verkefnisins, ungt fólk af víet- nömskum uppruna, yrði öðrum fyrirmynd og hvatning til að leita framhaldsmenntunar. Sagði hún brýnt að brúa bilið milli grunnskóla og framhaldsskóla og ýta undir vilja ungmenna til að halda áfram námi hérlendis. Sex aðilar í samstarf um verkefnið Framtíð í nýju landi Ungt fólk aðstoðað við að laga sig að íslensku samfélagi Morgunblaðið/Sverrir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir í hópi ungmenna af asískum uppruna. RÍKISSAKSÓKNARI krefst allt að 5 ára fangelsis yfir karlmanni sem tekinn var með tæp tvö kg af kókaíni og amfetamíni við komuna til lands- ins í maí sl. Maðurinn játaði sakar- giftir en segist ekki hafa flutt inn efnin til að græða á þeim sjálfur heldur hafi hann verið burðardýr fyrir ónefndan mann. Málið var flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og sagðist ákærði hafa átt fyrrnefndum aðila skuld að gjalda og því fallist á að sækja fíkni- efni fyrir hann til Amsterdam. Skuldin sem um ræðir er talin hafa verið á þriðju milljón króna. Menn- irnir tóku upp kunningjasamband í fangahjálpinni Vernd á sínum tíma en höfðu haft einhver kynni í gegn- um innheimtustofu sem ákærði rak fyrr á tíð. Ákærði hætti hjá stofunni þegar hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fjársvik og skjalafals og sagðist hafa verið í miklum kröggum þegar hann var laus úr fangelsi. Þar hafi kunninginn komið til skjalanna með peningalánum. Ákærði hélt að kunninginn hefði selt íbúð og ætti því peninga en taldi ekki að hann væri að lána fé sem hann hefði haft upp úr glæpastarfsemi. Þar kom að ákærði fór í fíkniefna- ferðina en var tekinn af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli í Leifsstöð með fulla vasa af fíkniefnum. Játaði hann sakir en var mjög óttasleginn vegna yfirvofandi hefndaraðgerða af hálfu fyrrnefnds manns. Þrátt fyrir að málið hefði verið upplýst kom nafn umrædds manns aldrei fram og var hann ekki ákærður fyrir að skipu- leggja smyglið. Rauf skilorð með brotinu Fram kom hjá Kolbrúnu Sævars- dóttur, fulltrúa ákæruvaldsins, að amfetamínið hefði verið veikt eða með 29% amfetamínbasa. Engu að síður taldi ákæruvaldið að brotið hefði verið alvarlegt auk þess sem ákærði hefði með smyglinu rofið skilorð vegna fjársvikadómsins. Björn Þorri Viktorsson, verjandi ákærða, krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og taldi ekki rétt að beita hörðum refsingum í fíkniefna- málum enda hefði það sýnt sig að þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Betra væri að fræða neytendur um skaðsemi fíkniefna og beita nútíma- refsipólitík. Vísaði hann í þessu sam- bandi til nýfallins dóms í Hæstarétti yfir tveimur sakborningum sem fengu eins og tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á 1 kg af amfeta- míni og 1 kg af hassi auk tilraunar til innflutnings á einu kg til viðbótar af amfetamíni. Ásgeir Magnússon hér- aðsdómari fer með málið og kveður upp dóm 20. desember. Var með 2 kg af hörðum fíkniefnum Krafist allt að 5 ára fangelsis 25 ÁRA karlmaður hefur verið dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan mann með bjórflösku í höfuðið þannig að sex sentímetra langur skurður myndað- ist í hársverði hans. Árásina gerði hann eftir að hann komst að því að unnusta hans hafði gist hjá þeim sem fyrir árásinni varð, en sá er barns- faðir hennar. Í niðurstöðum dómsins segir að við ákvörðun refsingar sé annars vegar litið til greiðlegrar játningar mannsins en hins vegar til þess að þótt hann kunni að hafa verið í upp- námi vegna tengsla við konuna hafi hann beitt mjög hættulegu áhaldi við árásina auk þess sem hún var gerð á heimili árásarþola þar sem barn var inni. Refsingin fellur niður haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Ingveldur Einarsdóttir, héraðs- dómari í Reykjavík, kvað upp dóm- inn. Dæmdur fyrir að slá mann með bjórflösku AUGLÝSINGASTOFAN Jónsson & Lémacks vann til evrópsku auglýs- ingaverðlaunanna (EPICA) fyrir auglýsingaherferðina „Klæddu þig vel“ fyrir 66° norður. „Herferðin er röð dagblaða- og tímaritaauglýsinga sem sýna vel klædda Íslendinga í þungri og hrikalegri íslenskri veðráttu,“ seg- ir í tilkynningu frá stofunni. Verðlaunin voru veitt í flokki tískufatnaðar. Sigurvegarar síð- ustu þriggja ára í þessum flokki eru gallabuxnafyrirtækin Levis, Lee og Diesel. Viggó Örn Jónsson, yfirumsjón- armaður hugmynda og hönnunar hjá auglýsingastofunni, segir verð- launin fyrst og fremst vera viður- kenningu á því starfi sem hafi verið unnið. Hann á ekki von á því að ein- hver peningaverðlaun eigi eftir að fylgja verðlaununum. Athygli vakin á þeim sem skara framúr fyrir frumleika „Hugmyndin á bak við svona keppni er sú að verðlauna það sem vel er gert til þess að vekja athygli á þeim sem eru að skara fram úr í frumleika og gæðum í faginu,“ seg- ir Viggó og bætir við að EPICA auglýsingaverðlaunin séu meðal þeirra virtustu í heiminum, en þetta var í 18. sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Viggó segir auglýsingastofuna vera unga, aðeins um ársgamla, og er þetta í fyrsta sinn sem hún send- ir inn auglýsingu í slíka keppni. Að auglýsingaverðlaunum standa fag- tímarit auglýsingagerðarmanna í Evrópu og er dómnefnd skipuð starfsfólki þeirra tímarita að sögn Viggós, en formlega verður tekið við verðlaununum í janúar í Búda- pest í Ungverjalandi. „Ljósmyndirnar í herferðinni eru teknar af Ara Magg. Hér á landi hafa auglýsingarnar verið birtar ýmist á ensku eða íslensku enda er- lendir ferðamenn stór hluti af við- skiptavinum 66° norður,“ segir í til- kynningu um verðlaunin. 5.000 auglýsingar tilnefndar Valið var úr tæplega 5.000 inn- sendum auglýsingum frá 41 landi og aðrir sigurvegarar í keppninni þetta árið eru m.a.: Smirnoff, Guinness, Visa, Sony, BMW og Nike,“ segir í tilkynningunni. Íslensk auglýsingastofa vann til evrópskra verðlauna Verðlaunamyndin sem auglýsir fatnað fyrirtækisins 66 gráður norður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.