Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 55 NÚ ER hinn finnski frændi okkar Renny Harlin kominn með nýja bíómynd og alls ekki svo ósvipaða sínum fyrri. Frekar ófrumleg og hálfgerð della, en handbragðið vandað og spennan til staðar. Reyndar svipar henni mjög til Deep Blue Sea þar sem vís- indamenn á einangraðri eyju þurfa að berjast við gáfaða hákarla sem gera uppreisn. Nú eru það nemendur FBI sem vinna lokaverkefnið sitt. Þau eru send á einangraða eyju þar sem þau setja á svið skuggalegan glæp. Það er þeirra að lesa huga morð- ingjans, hvert verður hans næsta skref og að koma í veg fyrir að hann geti fullkomnað verkið. Hins vegar reynist glæpurinn ekkert plat, heldur er einhver í hópnum morðinginn, og nú þurfa nemend- urnir að reyna að reikna hver ann- an út. Það er gamalt þema að einn drepist af öðrum og enginn veit hver er að verki. Myndin Identity frá því í fyrra var einmitt þannig og varð ansi vinsæl, enda virðist þetta vera formúla sem ekki klikkar. Mér finnst skemmtileg hug- myndin með nemendurna sem reyna að skilja alla í kringum sig og hver annan og væri alveg til í að sjá sjónvarpsþáttaröð um þau án þess að verða drepin þó. Hér hefði samt mátt taka þann áhugaverða þátt mun lengra, en hann drukknar í spennu- og hryllingsklisjunni. Verra er hins vegar að þótt hug- myndin sé góð og handritshöfund- urinn með magnað hugmyndaflug þá er myndin mjög ótrúverðug. Eftir myndina velti maður því fyrir sér hvernig morðinginn fór að því að framkvæma óhugnaðinn og kemst alls ekki að neinni nið- urstöðu, sem er mjög svekkjandi. Leikurinn er líka í slappari kant- inum jafnvel þótt leikararnir séu alls ekki af verri endanum. Val Kilmer og Christian Slater eru fín- ir, en ég veit að Clifton Collins Jr. og Johnny Lee Miller geta gert mun betur. En það er kannski því að kenna að í raun eru allar per- sónurnar mjög grunnar og standa bara fyrir viss persónuleika- einkenni í stað þess að vera full- mótaðar. Myndin á áreiðanlega eftir að fá fullt af áhorfendum, enda virkar hún sem spennukikk þá stundina sem á hana er horft. Hún mun þó líklega renna manni mjög fljótt úr minni, nema kannski atriði í loka- uppgjörinu. Það var neðansjáv- arskotbardagi sem mér fannst frek- ar svalur. Morðingja leitað KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Keflavík Leikstjórn: Renny Harlin. Aðalhlutverk: Eion Bailey, Clifton Collins Jr., Will Kemp, Val Kilmer, Johnny Lee Miller, Kathryn Morris, Christian Slater, LL Cool J og Pat- ricia Velasquez. Kvikmyndataka: Robert Gantz. 106 mín. BNA. Columbia 2004. Mindhunters  Hildur Loftsdóttir ROKKSVEITIN Úlpa heldur tónleika í Þjóðleikhúskjall- aranum klukkan 22 í kvöld í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan kveikt var á fyrstu ljósaperunni á Íslandi, en sá at- burður gerðist í Hafnarfirði, heimabæ Úlpu. Úlpa mun þar flytja jólalagið sitt og leika efni af fyrstu breiðskífu sinni ásamt allri nýju plötunni sem væntanleg er í byrjun næsta árs. Sveitin vakti heilmikla athygli á síðustu Airwaves-hátíð þar sem hún lék á Nasa fyrir fullu húsi gesta. Var mál manna hversu þétt sveitin væri þá orðin og því spennandi tækifæri að sjá þá nú á heilum tónleikum. Ásamt Úlpu kemur fram tónlistarmaðurinn Rúnar, sem einnig stefnir að útgáfu plötu eftir áramót. Tónlist | Úlpa í Þjóðleikhúskjallaranum Fagna komu ljóssins Morgunblaðið/Golli Liðsmenn Úlpu og Rúnar sem kemur fram með sveitinni í Kjallaranum. Tónleikar Úlpu og Rúnars hefjast kl. 22, miðaverð er kr. 500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.