Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 43 MINNINGAR Þú varst besta amma og vinkona sem hugsast getur. Edda Björk. Amma mín í Álfheimum var skemmtilegasti sögulesari sem ég hef þekkt. Enginn sem ég hef þekkt hefur getað gætt sögur því- líku lífi, þá aðallega barnasögur. Hún geislaði af frásagnargleði. Þetta voru stundum sögur sem hún hafði þekkt úr sinni æsku, en stundum voru þetta frumsamdar sögur, og amma var ekki í vand- ræðum að búa til alveg bráð- skemmtilegan söguþráð um leið og sagan var sögð. Sögustundin var oftast á kvöldin, og var öruggasta leiðin til að koma okkur í ró og svefn. Stundum var fjölmennt á sögustundunum, ýmist inni í svefn- herbergi eða uppi í rúmi hjá ömmu. Þetta var verkefni ömmu því afi sat þá kannski fyrir framan sjónvarpið eða hlustaði á einhverj- ar af öllum þeim sinfóníum sem voru hans líf og yndi. Amma var afskaplega félagslynd og hafði afskaplega gaman af því að halda veislur. Þá var öllum fín- heitunum sem hún átti tjaldað til. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar amma og afi héldu upp á sjö- tugsafmælið. Ég var þá unglingur en fékk það hlutverk hjá ömmu að ganga á milli gestanna og bjóða nýbökuð horn. Amma tók þátt í uppeldi barna- barna sinna af lífi og sál, og hluti af því var að treysta okkur fyrir alls kyns verkefnum. Sem kennari fylgdist hún vel með skólagöng- unni og var óþreytandi að fylgjast með og hvetja okkur þegar henni fannst að kannski væri verið að slá slöku við. Það var eins og amma fyndi það á sér þegar eitthvað slíkt væri á ferðinni. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að fara í ferðalag með ömmu og afa til Englands árið 1987 í hópferð með St. Georgsskát- um. Það var alveg ógleymanleg ferð. Það var eins og það væri eng- in aldursmunur á okkur ömmu þegar við fórum í búðir, hún hafði ekki síður smekk fyrir því sem mín kynslóð vildi kaupa en því sem hún var að velta fyrir sér að kaupa á sig eða aðra eldri. Afi fór með í þessar verslunarferðir, en ég held að það hafi ekki verið neinar skemmtiferðir fyrir hann. Hann vildi miklu frekar setjast niður og fá sér hressingu. Þrátt fyrir að amma hefði oft mikið að gera, bæði sem kennari og í alls konar félagslífi, gaf hún sér alltaf tíma til þess að elda góð- an mat fyrir okkur börnin þegar við komum í heimsókn, ekki síst okkur sem bjuggum norður í landi. Hún eldaði þann allra besta kjúk- ling sem ég gat hugsað mér. Mér var einu sinni sagt að amma væri svo góður kokkur að hún gæti búið til veislumat úr skósóla! Ef það er hægt, þá gat amma það. Elsku amma mín, nú ert þú farin til afa, og ég veit að þar hafa orðið fagnaðarfundir. Ég kveð þig, elsku amma mín, með söknuði en þakk- læti. Bjartar minningar um góða ömmu verða eilífar. Það voru viss forréttindi að eiga þig að alla tíð. Arnheiður Kristín Geirsdóttir. Frænka mín kær er horfin frá okkur hér en seint mun fjúka í spor þessarar merku konu, sem snart svo mjög alla þá, er áttu því láni að fagna að fá að kynnast henni. Um hugann líða margar fagrar myndir liðinna ára. Ragna frænka að kenna mér ungum eftir veikindi að lesa og skrifa og að taka fyrstu sporinn í reikningi. Ragna frænka að segja okkur börnunum sögur en hún hafði sérstaka hæfileika til að gæða sögurnar sjálfstæðu lífi þannig að það var sem á leikrit að horfa er hún brá sér ein í gervi allra sögupersónanna svo eftir- minnilega að við ungu hlustendur og áhorfendur lifðum okkur inn í heim atburðarásarinnar. Ragna hafði sérstaka hæfileika til að laða að sér börn en það var rík í eðli hennar umhyggjan og áhuginn á að hlúa að, styrkja og efla. Þetta skynjuðu ekki aðeins við frændur og frænkur hennar ungu, heldur einnig nemendur hennar mörgu gegnum árin. Og mikil gleðiefni var að sækja heim þau Guðstein heitinn, eigin- mann hennar ljúfa, rólega og glaða. Þar nutum við systkinin öll mikillar gestrisni á fallegu heimili með frændsystkinum okkar, Geiri Agnari, Finni Jakob og Guðlaugu, sem sterku böndin mynduðust við á árum uppvaxtarins. Og við minn- umst þess að í áratuga búsetu okk- ar hjóna erlendis var snar liður og sérstaklega eftirminnilegt í öllum heimferðunum að eiga stund heima hjá þeim Rögnu og Guðsteini. Margt var sótt í smiðju þeirra, ekki síst virðing fyrir samferðar- mönnum og sérkennum þeirra og að allir hefðu hæfileika til að leggja sitt af mörkum til sam- félagsins. Þá er í fersku minni heimsókn þeirra Rögnu og Guð- steins til okkar hjóna þegar við bjuggum í Montreal; áhugi þeirra á öllu sem fyrir bar, ekki aðeins fallegu umhverfi heldur ekki síður menningu og mannlegum sam- skiptum þar. Kom þá enn aftur vel í ljós andlegt víðfeðmi þeirra beggja. En sérlega ljúf er minn- ingin úr níræðisafmælishófi henn- ar, þegar hún veik konan stóð upp með reisn og þakkaði gestum kom- una með kjarnyrtum og velvöldum orðum. Við Kristín og systkini mín vott- um nánustu fjölskyldu Rögnu dýpstu samúð okkar og þökkum með miklum söknuði að hafa fengið að njóta nærveru hennar. Gunnar Finnsson. Þegar föðursystir mín Ragnheið- ur Finnsdóttir kveður þennan heim er farin yfir lækinn bæði einlæg og einbeitt manneskja. Hún var fjöl- reynd merkiskona. Það vill svo til þegar hún kveður, að kennarar standa upp að hnjám í vandræðum og margir kunna sér ekki fóta- forráð. Ragna var, seint og snemma, kennari og skólastjóri af þeim skóla sem kenna má við Snorra Sigfússon, en hann var áhrifavaldur í skólamálum vestur á Flateyri og síðar á Norðurlandi. Ekki veit ég hvort hlýjan sem frá Rögnu streymdi kom vegna þeirr- ar visku sem hún lærði í skóla, en hlýjan er endingargóð eins og hjartans glóð. Ragna þjáðist nú síðustu árin af veikindum sem háðu samskiptum hennar við um- heiminn. Engu að síður minnisgóð á 90 ára afmælinu þegar ég hringdi í hana og við rifjuðum upp átt- hagafróðleik sem hún gaf mér fyrir löngu. Ég lofaði einu og öðru m.a. lífsgleðinni. Slík loforð er skemmti- legt að efna og minnast og alls staðar er skemmtilegt að minnast samskipta við Rögnu. Hún varð fyrst barna til þess að fæðast í steinhöllinni vestur á Hvilft. Ég er það síðasta. Hún taldi að hún hefði fyrst kvenna gifst í steinkirkjunni á Flateyri 1945, en mundi ekki al- veg hvort einhverjir hefðu „sloppið þar inn“ í sömu erindagjörðum, á undan þeim Guðsteini. Manninum í hennar lífi. Hún sagði grínsögur af honum, hann skellti sér á lær, tók bakföll og hló dátt og hún á móti. Eitt sinn að kvöldlagi kom ég að vestan og beiddist gistingar hjá þeim, og hann við kleinusteikingu í eldhúsinu í Álfheimum – Ragna steinsofandi uppi. Hann spurði hvernig mér litist á. Ég spurði hvort hlutföllin væru rétt í húsinu og hann hló. Skemmti sér kon- unglega og við settumst niður og fengum okkur kellingasérrí, klein- ur, og eitthvert gutl að vestan. Þetta varð sögustund um föðurætt mína og líf þeirra hjóna. Síðla næt- ur kom Ragna niður, leit inn og bættist í fjörið við ómælda ánægju, hitað var te og haldið áfram með hlutverkaleikinn, ættina, með frá- bærum leikara, dansara og mús- íkant; Rögnu! Ég vaknaði endur- nærður og til í daginn. Samskiptum við Rögnu fylgdi allt- af lifandi bjartsýni, lifandi munn- mæli aftan úr nítjándu öldinni, jafnt og smáatriði um þjóðþekkta Íslendinga svo sem Stein Steinarr og lífið á uppvaxtarárunum vestra. Ragna var ákveðin í skólamál- um, þó deilt hafi verið um mennta- og skólastefnur. Hún hefði sómt sér vel við að eyða áttleysunni í dag. Jafnvel með kímni sem nú heitir spaug og djók! Hún skar sig úr í hvívetna og fylgdi eftir eigin sannfæringu og þeirri lífsást sem henni varð auðið. Hennar nutu ríkulega börn hennar þau Geir, Finnur og Guðlaug. Ég sendi þeim og öllum þeirra fjölskyldum rót- góðar samúðarkveðjur og vona að bjartsýnin lifi áfram í þeirra hug- um. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Í dag er ástkær föðursystir, Ragnheiður Finnsdóttir, kvödd hinstu kveðju. Ragna frænka eins og við systkinabörnin kölluðum hana ætíð var næstelst 11 systkina frá Hvilft í Önundarfirði. Að lýsa frænku minni í fáum orðum er varla gerlegt. Stórbrotinn persónu- leiki, leiftrandi gáfur, leiftrandi kímni og síðast en ekki síst kenn- ari af Guðs náð. Í orðsins fyllstu merkingu hófust kynni okkar frá blautu barnsbeini því hún var við- stödd fæðingu undirritaðrar. Allar götur síðan hef ég í ríkum mæli notið væntumþykju og umhyggju frænku minnar sem óþreytandi fylgdist með lífi og velferð okkar systkinabarnanna sem nú mörg hver fylla afa- og ömmuhópinn. Í bernsku okkar var Ragna frænka einn eftirsóttasti gesturinn í barnaafmælum. Hún var frábær sögumaður sem fór á kostum. Lág- vaxin dökk yfirlitum, glaðleg með sterka útgeislun sem hreif fólk. Miðdepill í stórum barnaskara sem sat í kringum hana á gólfinu horf- andi stjörfum augum og opnum munnum á sögumann gersamlega hrifinn burt á vit ævintýra og hins óraunverulega. Nútíma tölvuvædd afþreying má sín lítils fyrir slíkum viðburðum. Síðar meir tóku öðru- vísi sögur við, þjóðsögur, Íslend- ingasögur, mannlífssögur sem sögumaður glæddi svo meistara- lega lífi og lit og dillandi hláturinn skammt undan. Kennarinn Ragn- heiður er ekki einungis mér ógleymanleg heldur einnig þeim fjölda barna og unglinga sem hún kenndi um ævina. Þeir voru henni einnig ógleymanlegir. Nöfn, staður og stund sérkenni nemendanna, allt var þetta á hreinu og svo virt- ust nær allir hafa verið indælir! Oft var leitað til frænku með nem- endur sem áttu í námsörðugleik- um. Á snilldarlegan hátt tókst henni að leiða þeim fyrir sjónir að námsefnið var ekki óyfirstíganleg- ur þröskuldur. Það eru alltaf til leiðir. Orðum eins og agavandamál, ofvirkni, athyglisbrestur fór lítið fyrir. Ragna frænka var lánsmann- eskja í einkalífinu. Eiginmaður hennar var Guðsteinn Sigurgeirs- son húsgagnabólstrari. Einstakt ljúfmenni, mikill skáti og útilífs- maður. Þau voru sérlega samhent hjón. Það var frænku minni þung- ur róður þegar Guðsteinn féll frá 1993. Nú er Ragna frænka látin í hárri elli södd lífdaga, heilsan þrotin. Það eru ómetanleg forréttindi að hafa fengið að njóta samvistar svo einstakrar konu sem frænka mín var. Blessuð sé minning hennar. Arndís Finnsson. Tímar breytast, vinir hittast og vinir kveðjast. Í dag kveðjum við kæra vinkonu, starfsfélaga og góð- an granna, Ragnheiði Finnsdóttur. Við hittumst fyrst í Langholtsskóla þar sem við unnum saman í um 30 ára skeið. Það var á þeim árum sem Heima- og Vogahverfi voru að byggjast og mörg börn í skólanum. Árið 1957 hófu nokkrir kennarar skólans ásamt mökum byggingu raðhúsa við Álfheima nr. 8–24. Þegar dregið var um húsnúmer vildi svo til að nöfnin Ólöf, Vilborg, Ragnheiður og Signý drógust hlið við hlið í húsnúmerunum 8 til 14. Þar með hófst það nána samfélag sem varði yfir 20 ár er fyrstu frumbyggjarnir tóku að hverfa á braut. Við ólum upp börnin okkar saman og mæður okkar áttu góð kynni. Raðhúsafólkið ferðaðist saman og vann saman. Ekki var haldin svo fjölskylduveisla í ein- hverju þessara fjögurra húsa, að íbúar hinna þriggja þættu ekki jafn sjálfsagðir gestir og skyld- mennin. Nú eru allir frumbyggjarnir farnir og aðrir fætur trítla um rað- húsin í Álfheimum. Við söknum góðu gömlu daganna og kveðjum Ragnheiði með inni- legu þakklæti fyrir ógleymanleg kynni. Börnum hennar og Guð- steins og fjölskyldum þeirra send- um við hluttekningarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Ólöf, Vilborg og Signý. Það er mér bæði ljúft og skylt að minnast hér ágætrar samferða- konu minnar, Ragnheiðar Finns- dóttur, fyrrverandi kennara og skólastjóra. Eins og ég var hún Vestfirðingur og stolt af uppruna sínum enda lágu rætur hennar djúpt, komin af Vestfirðingum í marga ættliði. Þótt hún flyttist ung frá Vestfjörðum var hugur hennar oft bundinn við æskuslóðirnar, fjöllin, firðina og dalina. Ragnheiður var kona sem alla jafna talaði tæpitungulaust um alla hluti. Hún var fordómalaus og færði jafnan góð og gild og oft skemmtileg rök fyrir máli sínu. Það var ekki henni að skapi að fara í grafgötur um neina hluti. Það var í lok sjötta áratugarins sem við hófum að byggja í félagi raðhús við Álfheimana, sem þá töldust úthverfi í Reykjavík. Þá gerði maður sér í engu grein fyrir þeirri gæfu sem fólgin er í góðum nágrönnum. Samgangur var mikill, ekki síst á hátíðarstundum sem voru ófáar, en oftar en ekki tengd- ar börnunum. Eru mér hugstæðar stundir í barnaafmælum sem ná- grannarnir áttu ekki síður þátt í en ættingjar. Í dag þætti eflaust ein- hverjum óðs manns æði að halda álfabrennu við Glæsibæ, en á þess- um árum var hún engu að síður staðreynd og mikil skemmtun ung- um sem öldnum. Allra góðra stunda sem ég og fjölskylda mín átti með þessari sómakonu og fjölskyldu hennar minnist ég nú með hlýjum hug. Konfúsíus sagði: „Mikill er sá sem varðveitir barnshugann.“ Það gerði Ragnheiður, á löngum kennsluferli og í starfi sínu átti hún alltaf mjög auðvelt með að ná til nemenda sinna. Átti hún jafnan vináttu þeirra og virðingu á kennsluferli sem var í senn langur og farsæll. Ragnheiður var glaðvær, hún bjó yfir þessari einlægu gleði þess sem ánægður og stoltur getur litið yfir lífshlaup sitt, hún var vel gerð per- sóna, hlý og traustvekjandi í allri umgengni. Þess er ekki kostur að skrá hér baráttukaflana úr lífssögu hennar, enda er sú saga samofin hinni vaknandi þrá þeirra sem báru hita og þunga dagsins, þessari óstöðv- andi sókn til betri lífskjara, enda lifði Ragnheiður mestu framfara- tíma þjóðar okkar og víst að hún lá ekki á liði sínu. Ragnheiður átti fastmótaða lífsstefnu og stóð fast á því sem hún taldi rétt. Í trúmálum átti hún örugga og bjargfasta stefnu sem aldrei haggaðist, en átti samt mikla víðsýni og umburðar- lyndi til að ætla hverjum að ráða sínu veganesti. Með Ragnheiði er fallinn í valinn einn af þeim traustu meiðum sem áttu mikilvægan þátt í að treysta og byggja upp þann þjóðlífsgrunn sem núverandi kynslóð stendur á og ber vonandi gæfu til að varð- veita. Um leið og ég þakka Ragnheiði samfylgd með þessum fátæklegu orðum óska ég ástvinum hennar Guðs blessunar. Guð blessi minningu Ragnheiðar Finnsdóttur. Árni Jóhannsson. Ragnheiður Finnsdóttir, eða Ragna eins og ég kallaði hana alltaf, er dáin eftir langa og far- sæla ævi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Rögnu og eiginmanni hennar Guðsteini í byrjun árs 1988. Á þeim tíma var ég í húsnæðisleit og bauðst að koma í viðtal og líta á lausa íbúð við Álheima 12. Ég flutti inn og bjó í Álfheimunum í tæp átta ár. Á þessum árum höfðum við mikið og gott samband og þau hjónin reynd- ust mér alla tíð eins og best verður á kosið. Milli mín og Rögnu mynd- aðist góð og trygg vinátta, og þær eru ófáar stundirnar sem við höf- um setið saman yfir kaffi og heimabakkelsi inni í eldhúsinu hennar og skraflað. Ragna var kennari að mennt og það var gaman og lærdómsríkt að heyra hana miðla af reynslu sinni, og hlusta á hvernig hún af ein- stakri alúð og virðingu talaði um fyrrverandi nemendur sína og samstarfsfólk. Ragna var fróð og skemmtileg kona sem gott var að eiga að og heimsækja. Kæri Finnur, Guðlaug, Geir og fjölskyldur, ég og fjölskylda mín vottum ykkur samúð. Megi minn- ingin um Rögnu lifa með ykkur um ókomin ár. Vala. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS BJARNASONAR, Hraunbóli, Brunasandi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar- heimilinu Kirkjubæjarklaustri. Matta Friðriksdóttir, Benedikt Bjarnason, Helga Friðriksdóttir, Bára Friðriksdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför bróður míns og mágs, ÓLAFS KJARTANSSONAR, Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks deildar B5, Landspítala Fossvogi. Sigríður Kjartansdóttir, Garðar Sveinbjarnarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.