Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRÓÐIR húsfreyjunnar á Geiteyj- arströnd I í Mývatnssveit var að gefa á garðann þegar gólf brast undan fjórðungi fjárhússins þannig að það féll ofan í haughúsið. Má hann teljast heppinn að sleppa nán- ast ómeiddur. Hann fór ekki á kaf í forina og gat skriðið upp eftir garð- anum þar sem annar endi hans hékk enn fastur. Rúmlega 100 fjár féllu niður, 19 kindur drápust samstundis eða fljótlega og ein ær til viðbótar gaf upp öndina í fyrrinótt. Héðinn Sverrisson, bóndi á Geit- eyjarströnd I, segir að húsið hafi verið byggt árið 1979 eftir þeim kröfum sem gerðar voru til fjár- húsa á þeim tíma. Hann hefur það eftir ráðunauti að kröfur um burð- arþol hafi ekki verið nægilega mikl- ar og því líklegt að burðarþoli gólfa í fjárhúsum sé víða ábótavant. Þörf sé á því að gera úttekt á þessum málum á landsvísu. Syntu út úr húsinu Héðinn segir að aðkoman á fimmtudag hafi verið hrikaleg. Sumar kindurnar svömluðu um í forinni en aðrar voru skorðaðar undir spýtnabraki og gátu sig hvergi hreyft, komu kannski rétt snoppunni upp úr til að anda. „Mitt fyrsta verk var að stökkva upp í traktorinn og keyra á hurðina á haughúsinu og brjóta hana úr. Þá kom strax nokkuð góður hópur syndandi út,“ sagði hann. Lára Ingvarsdóttir húsfreyja, þýska vinnukonan Katarina Wiesch- orkowsky og vinnumaðurinn sem fyrr er nefndur, Jóhann Ingvars- son, stóðu ásamt fleirum í ströngu við að ná fénu út. Ísköld forin var um mittisdjúp og þar var erfitt að athafna sig vegna spýtnabraks og ísklumpa. Kippur kom í björg- unarstörf þegar björgunarsveitin Stefán kom á vettvang þar sem margir björgunarsveitarmanna voru klæddir í vatnshelda galla. Hrútarnir fljótir að ná sér Þá kostaði það talsverð átök að ná hrútunum 13 sem féllu niður upp úr forinni. „Þar var einn helvít- is voða dólgur, grár, kollóttur. Þeg- ar ég kom að honum var hann skorðaður undir garðanum og bara með nefið upp úr smáholu. Þannig náði hann andanum. Ég gat síðan troðið honum niður og náð honum upp á betri stað,“ segir Héðinn. Tveir hrútar drápust en ellefu lifðu. Héðinn segir að hrútarnir hafi verið fljótir að ná sér. Um leið og tekist hafði að draga féð út úr haughúsinu var það drifið í volgt bað, ýmist með því að dýfa þeim í fiskikar eða sprauta á þær volgu vatni úr slökkvibíl. Gat skriðið upp eftir garðanum Morgunblaðið/Birkir Fanndal Lára Ingvarsdóttir og Héðinn Sverrisson þurftu ásamt öðrum að hafa hraðar hendur við að bjarga fé sem féll ofan í haughús. Maður féll niður í haughús þegar fjárhúsgólf brast á Geiteyjarströnd I HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær tvo menn, tæplega fimmtugan Ísraelsmann og Pólverja um tvítugt, fyrir innflutning á sam- tals um 300 grömmum af hassi sem þeir földu innvortis. Mennirnir við- urkenndu að hafa ætlað að selja hluta af hassinu hér á landi. Ísraelsmaðurinn er í dómnum sagður hafa skipulagt, fjármagnað og undirbúið brotið og fengið Pól- verjann til að taka þátt í því. Fram kemur fram að Pólverjinn hefur þekkt Ísraelann frá barnsaldri og fengið fjárhagsstuðning frá honum. Mennirnir komu með sömu flugvél frá Kaupmannahöfn þann 4. desem- ber. Annar var handtekinn á Kefla- víkurflugvelli en hinn var gómaður á leiðinni til Reykjavíkur. Pólverjinn játaði sinn þátt í málinu, aðstoðaði lögreglu við að upplýsa það og naut hann þess við ákvörðun refsingar. Hlaut hann 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Ísraelinn var á hinn bóginn ekki samvinnufús og það, auk þess að hann átti upptökin að smyglinu, skipulagði það og fjármagnaði, varð til þess að hann hlaut 30 daga óskil- orðsbundinn fangelsisdóm. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli flutti málið f.h. ákæruvaldsins. Verj- endur voru hæstaréttarlögmenn- irnir Jóhannes Albert Sævarsson og Sveinn Andri Sveinsson. Ingiríður Lúðvíksdóttir kvað upp dóminn. Smygluðu hassi innvortis og hugðust selja LAGT hefur verið til að fargað verði rúmlega 400 fjár á bænum Austur- hlíð í Biskupstungum þar sem riða greindist í byrjun vikunnar í tveimur ám. Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir hjá rannsóknadeild yfirdýra- læknis í smitsjúkdómum að Keldum, segir að riða sé því komin upp í öllum þremur varnarhólfum Biskups- tungna. Náist samstaða um aðgerð- irnar í Austurhlíð má búast við að fénu verði lógað í næstu viku. Siguður sagði riðu á þessu svæði ekki koma á óvart vegna fyrri sögu um riðuveiki annars staðar í Bisk- upstungum, nú síðast í haust. Hlíðarbæirnir svonefndu eru í efsta varnarhólfi Biskupstungna en í hinum hólfunum tveimur, Ytri- Tungu og Eystri-Tungu, hefur kom- ið upp riða. Er þannig nýverið búið að lóga fé frá Gýgjarhólskoti vegna riðu sem greindist þar í haust. Sig- urður segir riðuveikina, sem þar kom upp, af gerð sem greindist fyrst í Noregi árið 1998 og er að því leyti frábrugðin eldri tegund riðuveiki að hún leggst fremur á eldri ær og stundum ekki nema á eina kind á bæ og virðist því ekki eins smitandi. Sig- urður segir hins vegar að veikin í Austurhlíð sé af eldri gerðinni en þar greindist hún eins og fyrr segir í tveimur ám. Fénu líklega lógað í næstu viku KARLMAÐUR um fertugt kast- aði gashylki úr Soda Stream-tæki í gegnum rúðu á vesturgafli skála Alþingis, sem stendur við hlið al- þingishússins, um miðjan dag í gær. Hann hljóp á brott en lögregl- an í Reykjavík hafði hendur í hári hans í Þingholtunum skömmu síð- ar. Hann hefur áður verið handtek- inn fyrir að ónáða ráðherra og fleiri ráðamenn landsins. Hylkið kom inn um rúðu á mannlausri skrifstofu Guðlaugs Ágústssonar yfirþingvarðar. Guð- laugur sagði í samtali við Morgun- blaðið að engin truflun hefði orðið á þingstörfum vegna rúðubrotsins og ekki hefði verið gripið til ann- arra ráðstafana en að hringja á lög- reglu og skipta síðan um rúðu. Starfsmaður Alþingis sá til manns- ins fyrir utan skálann og gat gefið lögreglu lýsingu á honum. Að sögn lögreglunnar gaf mað- urinn þá skýringu á athæfi sínu að hann væri ósáttur við hversu illa væri mætt í þingið. Læknir var fenginn til að ræða við hann. Kastaði gashylki í gegnum rúðu á skála Alþingis ÞAÐ sem af er árinu hafa 66 sótt um hæli hér en í fyrra sóttu 80 einstak- lingar frá 30 löndum um hæli. Aðeins einu sinni hefur verið samþykkt um- sókn um stöðu flóttamanns hér á Ís- landi en oft hafa hælisumsækjendur fengið dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. Þó virðist sem dregið hafi verulega úr slíkum veitingum á und- anförnum árum: árið 1998 sóttu 24 um hæli og þar af fengu 13 dvalar- leyfi af mannúðarástæðum, 1999 sóttu einnig 24 um hæli og fengu þá 12 dvalarleyfi, árið 2000 voru 25 um- sóknir en þá fengu aðeins sex dval- arleyfi, 2001 sóttu 53 um hæli en að- eins átta fengu dvalarleyfi. Árið 2002 voru 117 umsóknir en aðeins sex fengu dvalarleyfi og í fyrra voru 80 umsóknir en þar af fengu aðeins þrír dvalarleyfi. Þetta kom fram í máli Katrínar Theódórsdóttur lögmanns á mál- þingi í Norræna húsinu um málefni flóttamanna og hælisleitenda á Ís- landi. Hún sagði að tregðan við að viðurkenna stöðu flóttamanns hér á landi væri alþekkt en sagðist þó von- ast til þess að þessar tölur um veit- ingu dvalarleyfa af mannúðarástæð- um fælu ekki í sér stefnubreytingu af hálfu Íslands gagnvart flóttamönn- um. Auk Katrínar héldu framsögu þær Katla Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International, og Rósa Dögg Flosadóttir, forstöðu- maður leyfasviðs Útlendingastofn- unar. Sagðist Rósa Dögg telja að þessi þróun væri tilviljunin ein, það væri undantekningaregla að slík leyfi væru veitt. „Ég held að það sé tilviljun ein að tölurnar rokki svona upp og niður. Það þýðir ekki endi- lega að það verði færri á næsta ári.“ Nokkrar umræður urðu um stöðu þeirra sem sækja um hæli á Íslandi og kom fram veruleg gagnrýni á „stefnu“ stjórnvalda í málefnum flóttamanna sem aftur birtist í af- greiðslum Útlendingastofnunar. Þá var það og gagnrýnt að hælisleitend- ur fengju ekki lögfræðiaðstoð á fyrstu stigum heldur aðeins síðar eftir að skýrslutökur hefðu farið fram. Færri dvalarleyfi af mannúðarástæðum               ! " ##  # " # $  %   RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann fyrir tilraun til mann- dráps með því að skera leigubíl- stjóra á háls í Vesturbæ Reykjavík- ur í júlí í sumar. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manninum fram til 16. febrúar nk., eða þar til dómur gengur í máli hans. Maðurinn hefur ekki tjáð sig um árásina í yfirheyrslum hjá lög- reglu eða fyrir dómi og borið því við að hann sé haldinn minnisleysi um þessa nótt sökum mikillar áfengisneyslu. Vitni sem lögregla hefur rætt við vegna málsins beri á hinn bóginn öll um að hann hafi ráðist á leigubílstjórann. Brot sem þetta varðar allt að 16 ára fangelsi. Ákærður fyrir til- raun til manndráps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.