Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 25
ERLENT
FYRRUM ofursti í her Chile hefur
verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á
morðinu á vinsælasta söngvaskáldi
landsmanna, Victor Jara, í valdarán-
inu þar syðra árið 1973. Ákæru þessa
bar fram dómari einn, Juan Carlos
Urrutia, á fimmtudag en herforing-
inn heitir Mario Manriquez Bravo. Í
ákærunni segir að fullnægjandi sann-
anir liggi fyrir um að herforinginn
hafi borið ábyrgð á glæpaverki þessu.
Herinn rændi völdum í Chile 11.
september 1973. Yfirmaður heraflans
var Augusto Pinochet, sem enn lifir.
Um 5.000 stjórnarandstæðingum
var safnað saman á þjóðarleikvangi
Chilebúa í höfuðborginni, Santiago. Í
þeim hópi var Victor Jara. Fjórum
dögum síðar var hann tekinn af lífi, að
því er fram kemur í ákæru dómarans.
Mario Manriquez Bravo var hæst
setti herforinginn á þjóðarleikvang-
inum og bar sem slíkur alla ábyrgð á
því sem þar fór fram. Segir dómarinn
að hann hafi því verið á staðnum og
hefði í krafti stöðu sinnar getað kom-
ið Jara til hjálpar. Hann hafi því
„skapað skilyrðin“ fyrir morðinu.
Victor Jara var fæddur 23. sept-
ember 1932. Hann naut gífurlegra
vinsælda í heimalandi sínu og enn er
hann víða haldinn því sem næst í tölu
dýrlinga í Rómönsku-Ameríku. Hann
var afkastamikið ljóðskáld og laga-
smiður og orti einkum um hag alþýðu
manna, rangláta skiptingu auðsins og
baráttu fyrir mannréttindum. Hann
samdi m.a. mörg vinsælustu ljóð og
lög vinstri sinna sem studdu Salvador
Allende, forseta Chile, sem steypt var
af stóli í valdaráninu. Allende týndi
lífi í valdaráninu, enn er deilt um
hvort hann var myrtur eða hvort
hann stytti sér aldur.
Í ákæru Urrutia dómara segir að
Jara hafi verið misþyrmt á þjóð-
arleikvanginum. Fingur hans hafi
verið mölbrotnir með byssuskeftum
en Jara lék á gítar. Nelson Caucato,
lögfræðingur sem bar fram ákæruna
á hendur Bravo, segir að pynting-
arnar sem Jara sætti hafi verið
„táknrænar“ í ljósi þess að fingur gít-
arleikarans voru brotnir. „Þeir myrtu
hann vegna þess að söngvar hans, list
hans og dansar voru tileinkaðir fólk-
inu og herinn leit á hann nánast sem
verðlaunabikar,“ segir Caucato enn-
fremur í samantekt sinni en hann er
lögmaður Joan Turner, ekkju Jara.
Í ákæru dómarans kemur fram að
Jara hafi verið skotinn til bana á þjóð-
arleikvanginum. Byssukúlum hafi
verið dælt í líkama hans og sennilega
hafi sjálfvirkum skotvopnum verið
beitt. Líki hans „var fleygt“ ásamt
fimm öðrum við kirkjugarð einn í
borginni nærri járnbrautarteinum.
Herstjórnin í Chile var við völd í 17
ár, fram til ársins 1990. Þjóð-
arleikvangurinn ber hins vegar í dag
nafn Victors Jara.
Sakaður um morðið
á Victor Jara
AP
Victor Jara var ástsælasta söngvaskáld Chilebúa. Ekki er vitað hvenær
mynd þessi var tekin. Fingur Jara, sem lék á gítar, voru mélaðir áður en
hann var tekinn af lífi í septembermánuði 1973.
Santiago. AFP.
Meira á mbl.is/ítarefni
OPEC, Samtök olíuframleiðsluríkja,
samþykktu í gær að draga úr vinnslu
um eina milljón olíufata frá og með
næstu áramótum. Með því vilja þau
koma í veg fyrir, að olíuverðið haldi
áfram að lækka.
Aðildarríki samtakanna, sem eru
11, ákváðu að hafa framleiðslukvót-
ann, 27 milljón föt á dag, óbreyttan en
draga úr þeirri framleiðslu, sem um-
fram hefur verið. Chakib Khalil, olíu-
málaráðherra Alsírs, sagði eftir fund-
inn, að tilgangurinn væri að draga úr
verðlækkun á olíunni en hún hefði
verið nokkuð mikil á skömmum tíma.
Að undanförnu hefur eftirspurn
eftir olíu verið minni en búist hafði
verið við og OPEC-ríkin hafa áhyggj-
ur af því, að hún muni síðan taka
mikla dýfu þegar vora fer á norður-
hveli. Þar fyrir utan hefur fallandi
gengi á dollaranum komið illa við
framleiðendur en olíuverð er skráð í
þeim gjaldeyri.
Búist er við, að ákvörðun OPEC-
ríkjanna muni hafa einhver áhrif á ol-
íuverðið á næstunni.
Dregið úr olíuframleiðslu
Kairó. AFP.
Fu
llt
n
af
n:
H
ei
m
ili
sf
an
g:
Pó
stn
úm
er
:
Sv
ei
ta
rfé
la
g:
Sí
m
i:
D
æ
m
i u
m
n
ýj
un
g
frá
O
sta
- o
g
sm
jö
rs
öl
un
ni
á
á
rin
u
20
04
:
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn