Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 39 laga ársins 2005 á þingi 4. desember, skuli kjósa forsögu að engu. Virðist m eða jafnvel röngum afi verið komið á fram- afnvel við þá, sem vinna damálum í nafni Samein- gmenn gerðu grein fyrir il málsins, þegar atkvæði gin. Samfylkingarmenn- ergvinsson og Björgvin voru í þeim hópi. Lúðvík nars, að fyrir nokkrum um hefði Halldór Ás- rímsson ritað minnisblað ríkisstjórnarinnar, þar m hann hefði talið að til ess að tryggja sjálfstæði annréttindaskrifstofu Ís- nds yrðu framlög til ennar að koma beint frá þingi. Það gengi ekki, að au kæmu frá einhverju teknu ráðuneyti. Björg- n óskaði eftir skýrri af- öðu Framsóknarflokks- s til málsins sérstaklega eð tilliti til þess minn- blaðs, sem hann sagði, að alldór Ásgrímsson, þá- randi utanríkisráðherra, fði skrifað ríkisstjórn Ís- 7. mmæli þingmannanna iðlum og í hádeg- ðvarps ríkisins 4. desem- frétt um málið á þessum grímsson, þá utanrík- ði til í ríkisstjórn fyrir annréttindaskrifstofa Ís- rveitingu beint frá Al- rá dómsmálaráðherra varð. Ráðherrann taldi gt til að leggja áherslu á nunarinnar. Nú var þetta ga stjórnarandstöðunnar árlagafrumvarpið gegn stjórnarinnar. Tillagan ingi nú rétt fyrir há- desember hófst frétt ins um þetta mál á hvað rotið í innviðum fis sem ekki vill styðja jálfstæðrar mannrétt- sagði þingmaður Sam- í atkvæðagreiðslu á Al- eytingartillaga ðunnar um að Mannrétt- Íslands væri áfram á felld. Sjö ára gamalt lldórs Ásgrímssonar for- þar sem hann lagði til í Mannréttindaskrifstofan ngu beint frá Alþingi til fstæði hennar kom til kvæðagreiðsluna. Lúðvík Samfylkingunni, sagðist u tillögunni og vonaði að nn væru það líka. aðan sagði stefnubreyt- da órökstutt hneyksli ð athygli langt út fyrir reynslu hefði verið já fréttamönnum ríkisins orð þingmannanna en þeir sömdu fréttir sín- leiðarljósi. Þótt þing- beita óvönduðum vinnu- kt ekki að rata óbrenglað lmiðla, sem vilja vera ngu sinni. Í hinum til- m er enginn fyrirvari þessa svonefnda „minn- rímsson hefur upplýst, og Björgvin fóru að ð rangt mál. ðamenn Mannréttinda- nds komu á fund okkar rans í dóms- og kirkju- nu voru þeir með blað í m þeir töldu vera minn- sráðherra til ríkisstjórn- ví má lesa dagsetn- íl 1998 og einnig orðin . skv. samtali fundi okkar á slíkum skjölum neytisstjórinn strax, að m minnisblað til rík- æða heldur einskonar minnisblaðs. Töldum við frá fulltrúum Mannrétt- í viðræðum þeirra við utanríkisráðuneytisins. Lýstum við þeirri skoðun við for- ráðamenn Mannréttindaskrifstofunnar og töldum þetta blað marklaust skjal um afstöðu stjórnvalda. Þeir Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðs- son kusu hins vegar að líta skjalið öðr- um augum og blekkingin varð að höf- uðmáli í fréttum um afgreiðslu fjárlaganna! Síðan hefur Halldór Ásgrímsson skýrt frá því, að fangamarkið H.Á. á skjalinu sé ekki sitt heldur Helga Ágústssonar, sem var ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins á þessum tíma. Alvörumál Vegna þessa máls hef ég verið op- inberlega sakaður um að hafa látið óvild í garð Mannréttindaskrifstofu Ís- lands ráða ákvörðunum á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Mér sé í nöp við skrifstofuna vegna umsagna hennar um lagafrumvörp mín og annarra ráðherra. Gott ef ég á ekki að vera andvígur mannréttindum, og er það helst Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri/grænna, sem heldur þessum sjónarmiðum á loft. Yfirlýs- ingar af þessu tagi styðjast ekki við neitt annað en innræti höfunda þeirra. Ég dreg ekki í efa, að umsagnir Mannréttindaskrifstofu Íslands um lagafrumvörp og hvaðeina annað, sem inn á hennar verksvið kemur, séu unn- ar af alúð. Ég er á hinn bóginn alls ekki fær um að fella dóma um efni þeirra, því að þær hafa ekki verið sendar til mín og ég hef ekki sér- staklega borið mig eftir þeim. Þær skipta einfaldlega engu máli í þessu efni. Þegar forráðamenn skrifstofunnar ræddu við okkur ráðuneytisstjórann var höfuðáhersla lögð á mikilvægi þess starfs hennar, sem lyti að alþjóðlegu samstarfi. Það yrði að gera fram- kvæmdastjóranum kleift að vera þar virkur þátttakandi fyrir hönd lands og þjóðar í nafni skrifstofunnar. Ég tel baráttu fyrir mannréttindum mikið alvörumál og hef látið mig hana skipta bæði sem blaðamaður og stjórn- málamaður. Á sínum tíma lá ég undir ámæli áhrifamikilla manna og fyr- irtækja vegna skrifa minna um stjórn- arhætti í Sovétríkjunum og var ég þá meðal annars sakaður um að spilla við- skiptahagsmunum Íslands með því að lýsa einræði kommúnista tæpitungu- laust, reiddust ekki síst síldarseljendur og olíukaupendur þeirri skoðun. Skömmu eftir að ég var kjörinn á þing settist ég í nefnd á vegum Þor- steins Pálssonar, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, til að vinna að lög- festingu mannréttindasáttmála Evrópu hér á landi. Þá sat ég eitt kjörtímabil á þingi Evrópuráðsins og tók þar oft þátt í umræðum um mannréttindamál. Grein þessa skrifa ég til að mótmæla harðlega árásum á mig og aðra ráð- herra vegna þessa máls. Árásirnar eiga ekkert skylt við umhyggju fyrir mann- réttindum. Málflutningurinn er á þann veg, að hann stenst ekki kröfur um traust og trúverðugleika. Að lokum minni ég á, að alls ekki er sjálfgefið, að unnendur mannréttinda eigi að vera háðir fjárveitingum úr rík- issjóði. Á vefsíðu Íslandsdeildar Amn- esty International má lesa: „Amnesty International er óháð öll- um stjórnvöldum, stjórnmálastefnum, efnalegum hagsmunum og trúar- brögðum. Samtökin hvorki styðja né eru andsnúin nokkrum stjórnvöldum eða stjórnmálakerfi, né styðja þau endilega viðhorf þeirra einstaklinga, sem eru viðfang mannréttindabaráttu samtakanna. Til að tryggja sjálfstæði sitt leitar Amnesty International hvorki eftir né þiggur fé frá rík- isstjórnum eða stjórnmálaflokkum í starf sitt við að skrásetja og berjast gegn mannréttindabrotum. Fjáröflun samtakanna byggir á framlögum félaga þeirra um heim allan, og annarri fjár- öflun.“ Mér finnst þetta virðingarvert við- horf samtaka í baráttu fyrir mannrétt- indum og skil vel þá hugsun, sem býr því að baki. Ég vil að lokum lýsa þeirri von minni, að sú fjárveiting til mannrétt- indamála, sem alþingi hefur með fjár- lögum falið dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu að úthluta, nýtist vel til að efla mannréttindi og skilning á gildi þeirra. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. og sannsögli E ndurskoðun stjórnarskrár- innar – grundvallarlaga ís- lenska lýðveldisins – stend- ur fyrir dyrum. Ef marka má orð forsætisráherra Halldórs Ásgrímssonar mun þessi endur- skoðun taka til flestra þátta stjórnarskrár- innar en einskorðast ekki við valdsvið for- setaembættisins eins og skilja mátti af umræðunni sl. sumar. Í þessu sambandi vísa ég til orða for- sætisráðherra í stefnuræðu hans á Alþingi þann 4. okt. sl. en þar minntist hann á þá staðreynd að við lýðveldisstofnun hafi einu verki verið vísað til komandi kynslóða og það hafi verið endurskoðun stjórnskip- unarinnar og ákvarðanir um framtíð- arstjórnskipun Íslands. Í ræðu í Þjóð- menningarhúsinu þann 6. des. sl. lagði hann svo áherslu á nauðsyn þess að við tækjumst nú á hendur þetta verkefni sem aldrei hefði verið leitt til lykta með full- nægjandi hætti. Verkefnið Ég hlýt að fagna þessum yfirlýsingum forsætisráðherra enda eru þær í samræmi við tillögu til þingsályktunar sem þing- flokkur Samfylkingarinnar flutti nú á haustþingi. Í þeirri þingsályktun eru nefnd helstu verkefni sem við teljum að bíði um- fjöllunar og úrlausnar hjá stjórn- arskrárnefnd. Þessi verkefni eru m.a. að gera tillögu um hvernig tryggja megi í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum; leiða megi í stjórnarskrá ákvæði um rétt kjósenda til þjóðaratkvæðagreiðslu; treysta eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu; setja ákvæði um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana; end- urskoða mannréttindakaflann m.t.t. al- þjóðlegra mannréttindasáttmála; huga að sambandi ríkis og kirkju; afnema heimildir til setningu bráðabirgðalaga nema í neyð- artilvikum; gera landið að einu kjördæmi og leita almennt leiða til að auka réttindi og áhrif einstaklinga og kjósenda. Öll þessi verkefni kalla á mikla umræðu og vandaða málsmeðferð enda mikilvægt að sem mest sátt ríki um þau grundvall- arlög sem við setjum um íslenska stjórn- skipan. Lögin þurfa að vera skýr og gegnsæ þannig að ekki sé reynt að toga þau og teygja á alla enda og kanta eftir hentugleikum þeirra sem með völdin fara hverju sinni, eins og gerðist í sumar. Þau þurfa að byggja á víðtækri samstöðu sem flestra til að fyrirbyggja eins og kostur er að upp komi deilur um stjórnskipan lands- ins. Þjóðin setji leikreglurnar Þegar stjórnarskráin á í hlut dugir hvorki einfaldur meirihlutavilji né heldur að stjórnmálamennirnir komi sér saman um það, þvert á flokksbönd, hver sé hin besta skipan mála. Grundvallarlögin okkar þurfa að endurspegla þjóð- arviljann þannig að tryggt sé að með breytingu á stjórnarskrá séu stjórn- málamenn ekki að gæta sinna eigin hagsmuna eða valda. Það þarf að vera hafið yfir allan vafa að breyting- arnar séu einvörðungu í þágu lands og þjóðar. En hvernig leitum við eft- ir vilja þjóðarinnar? Eru það ekki stjórnmálamenn- irnir sem endurspegla best þennan vilja? Starfa þeir ekki í umboði þjóðarinnar? Vissulega en valdið er henn- ar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og setur þeim sem starfa við stjórnskipan landsins þær leikreglur sem þeir eiga að fara eftir. Það kann að vera snúið að finna vilja þjóð- arinnar í flóknu og viðamiklu máli eins og endurskoðun stjórnarskrárinnar óneit- anlega er, en það er alls ekki ógerlegt. Mikilvægt er að stjórnarskrárnefndin, sem skipuð verður á næstunni, hugi vel að þeim leiðum sem færar eru í því efni. Má í því sambandi nefna að hægt er að skipu- leggja n.k. þjóðfundi í byggðum landsins þar sem tiltekin álitaefni eru lögð fram til umræðu og afgreiðslu. Þegar tillögur að stjórnarskrárbreytingum liggja fyrir má leggja þær í dóm þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu þannig að hún geti tekið afstöðu til einstakra tillagna. Þá má nefna tillögu sem m.a. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sett fram um að kjósa sérstakt stjórnlagaþing sem hefði það eitt verkefni að semja ný grundvallarlög fyrir þjóðina. Pólitísk einsýni Til þess eru vítin að varast þau og sl. vor og sumar sáum við hvernig ekki á að standa að vinnu og umræðu um mál sem hafa víðtæka pólitíska skírskotun og al- menningur lætur sig miklu varða. Þegar fjölmiðlamálið er skoðað í spegli tímans hlýtur maður að furða sig á því hvernig þetta mál gat lent á þessum fádæma villi- götum. Hvernig hægt var að setja allt samfélagið á annan endann vegna máls sem ekki þarf að vera mikill ágrein- ingur um ef grannt er skoð- að. Þar veldur sá er á heldur. Eins mikilvægt og það er að láta ekki illdeilur sumars- ins lita allt pólitískt starf, verður engu að síður að gera þá kröfu til ríkisstjórn- arinnar að hún læri af þeim mistökum sem hún gerði í fjölmiðlamálinu. Frumvarpið sem þá var lagt fram byggði á pólitískri einsýni sem hafði áhrif á allt ferlið og eyðilagði málið. Stjórnarandstöðunni var hvergi hleypt að málinu á undirbúningsstigi, verksvið nefndarinnar sem vann fjölmiðlaskýrsluna var alltof þröngt, enginn tími gafst til að ræða skýrsluna áður en frumvarp var lagt fram og hvorki var byggt á né kallað eftir bestu fáanlegu sérfræðiþekkingu á sviði fjölmiðl- unar. Af þessum sökum var frumvarpið fullkomlega á skjön við veruleikann. Þetta má ekki endurtaka sig. Við endur- skoðun stjórnarskrárinnar skiptir veru- legu máli að allir sem að þeirri vinnu koma nálgist viðfangsefnið af ábyrgð og virð- ingu. Nú ríður á að fulltrúar stjórn- málaflokkanna vandi sig og sýni og sanni að þeir vilja fara vel með það vald sem þeim hefur verið falið. Þjóðarviljinn og stjórnarskráin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Í gær, 10. des., lauk 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem UNIFEM á Íslandi ásamt 17 öðr- um aðilum, sem allir láta sig málið varða, hafa haft forgöngu að. Það er ástæða til að fagna þessu átaki því að það beinist að máli sem því miður snertir okkur öll. Ofbeldi gegn konum er alvarlegt vandamál í okkar þjóðfélagi sem erfitt er við að eiga. Þó er ljóst að þessi málaflokk- ur hefur hlotið verðskuldaða athygli und- anfarin ár og mikil vinna verið lögð í úr- bætur á lagaumgjörð og málsmeðferð. Hins vegar er jafnframt ljóst að mál af þessum toga eru vandasöm og viðkvæm og krefjast þess að við höldum vöku okkar og skirrumst ekki við að grípa til þeirra aðgerða sem þörf er á. Því miður eru umræður um þetta efni nauðsynlegar, jafnvel í þjóðfélögum sem telja sig standa framarlega meðal siðmenntaðra þjóða. Sem dómsmálaráðherra reyndi ég eftir bestu getu að takast á við þau vanda- mál sem tengjast ofbeldi sem beinist sérstaklega að konum með ýmsum hætti. Það er staðreynd að þolendur ofbeld- isbrota eru konur að stórum hluta og reyndar eru þær þolendur í mun fleiri mál- um en þeim sem koma upp á yfirborðið og fá meðferð innan réttarkerfisins. Aðgerðir til þess að vernda konur sérstaklega fyrir ofbeldi var einn veigamesti liðurinn í átaki mínu til að efla verulega vernd brotaþola. Ég tel verulega margt hafa áunnist á því sviði. Á undanförnum áratug hafa verið gerðar víðtækar breytingar á refsilögum, lögum um meðferð refsimála fyrir dóm- stólum til þess að auka refsivernd og bæta stöðu þolenda ofbeldisbrota sem hefur komið konum og börnum sérstaklega til góða. Má þar fyrst nefna lög um greiðslu ríkissjóðs til þolenda afbrota sem tryggja þolendum ofbeldisbrota greiðslu úr rík- issjóði. Einnig vil ég nefna víðtækar breyt- ingar á lögum um meðferð opinberra mála sem tryggja brotaþola í ofbeldismálum að- stoð réttargæslumanns í tengslum við rannsókn og rekstur sakamáls gegn meintum brotamanni. Þá má einnig nefna að reglur um nálg- unarbann hafa verið lögfestar, sem að mínu mati var mjög markverð réttarbót fyrir þolendur ofbeldisbrota, sérstaklega konur og var stórt skref í viðleitni til þess að sporna við heimilisofbeldi. Með því að beita nálgunarbanni má koma í veg fyrir heimilisofbeldi og bregðast við því í þeim tilvikum sem því hefur verið beitt. Markmið nálgunarbanns er þannig að vernda fórn- arlamb ofbeldisbrota og fyr- irbyggja frekara ofbeldi. Nú þegar komin er reynsla á þess- ar lagabreytingar er eðlilegt að skoða og meta hvernig til hefur tekist og hvað má betur fara. Enn eru þá ótalin ákvæði um vitnavernd, sem mjög hef- ur verið í deiglunni hin síðari ár. Ofbeldi í ýmsum myndum er því miður staðreynd hér á landi. Það drepur hér á landi eins og annars staðar í hljóði og í skugga þagnarinnar. Ein leið til að stemma stigu við kynbundnu of- beldi er einmitt að draga vandamálið fram í dagsljósið og leita lausna á því. Öll op- inská umræða um þetta efni er nauðsyn- leg. Við megum ekki gleyma því að kyn- ferðisofbeldi og heimilisofbeldi er glæpur sem þrífst vel í skjóli þagnarinnar og gjarnan innan veggja heimilisins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að á vettvangi dóms- málaráðuneytisins sé verið að huga að inn- taki ákvæða almennra hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þegar kemur að því að rannsaka, ákæra og dæma heimilisofbeldi. Ofbeldið sem slíkt er vitaskuld refsivert. Það greinir hins vegar heimilisofbeldi frá öðrum tegundum ofbeldis, að þolandi sætir slíkri kúgun af hálfu brotamanns að örðugt getur reynst að kæra verknaðinn til lögreglu. Þá mun dómsmálaráðuneytið kanna sérstaklega, hvort setja beri verklagsreglur um kvaðn- ingu réttargæslumanns, þegar fórnarlamb heimilisofbeldis leitar til bráðamóttöku sjúkrahúsa. Til þess var raunar lagt fram fjármagn í minni ráðherratíð. Athugun ráðuneytisins mun byggjast á þeim skýrslum og gögnum sem gerð hafa verið að því er þennan mikilvæga málaflokk varðar, auk þess sem leitað verður eftir samvinnu við þá sem til málaflokksins þekkja. Við mat á refsilöggjöfinni er mikil- vægt að hafa í huga að ofbeldi er refsiverð- ur verknaður, og ekki víst að sérákvæði um heimilisofbeldi leysi allan vanda. Öðru máli gæti gegnt um þætti er varða rann- sókn heimilisofbeldis; það er að segja ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála. Til þess að við getum beitt úrræðum sem réttarkerfið býður upp á til þess að berjast við hvers konar ofbeldi gegn kon- um, verðum við að fá þessi mál upp á yfir- borðið. Stígamót, Kvennaathvarfið, Neyð- armóttaka vegna nauðgana eru bara nokkur þeirra samtaka sem gegna lykil- hlutverki í stuðningshlutverki sínu við þol- endur kynferðisafbrota, þegar kemur að þeirri erfiðu ákvörðun þolanda að aflétta þagnarhjúp af þeirri skelfilegu misgerð sem kynferðisbrot og ofbeldisbrot eru, hvort sem er innan veggja heimilisins eða utan. Ég vil að lokum leggja áherslu á að ábyrgðin í þessu máli hvílir ekki aðeins á stjórnvöldum, þó að vissulega sé brýnt að yfirvöld skerpi á í baráttunni. Þetta er vandi sem allt samfélagið stendur frammi fyrir og okkur ber að vinna saman að því að leysa úr því. Átak gegn ofbeldi ætti að standa alla daga og við verðum að halda vöku okkar fyrir því að það getur átt sér stað hvar sem er og hvenær sem er. Sjálfstæðisflokk- urinn væntir góðs samstarfs við samtökin í þessu baráttumáli og ég óska þeim alls góðs í því mikilvæga starfi sem þau hafa fyrir höndum á þessu sviði. Átak gegn kynbundnu ofbeldi Sólveig Pétursdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Eftir Sólveigu Pétursdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.