Morgunblaðið - 11.12.2004, Side 41

Morgunblaðið - 11.12.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 41 UMRÆÐAN mundsson fiðluleikari. Síra Árni ávarpaði gestina, minntist á hraust- lega baráttu þeirra við Ægi og þakk- aði þeim fyrir vel unnið æfistarf til gagns fyrir land og lýð. Síðan voru sungnir nokkrir sálmar og því næst skemti Þórarinn Guðmundsson með fiðluleik. Þá tóku gömlu mennirnir tal með sjer og fóru að segja frá slarkferðum sínum í gamla daga. Lifnuðu þeir allir við það og urðu sem ungir í annað sinn. Báru þeir saman sjómennsku í ungdæmi sínu og sjómennsku nú og bar þeim mjög saman um það, að í gamla daga hefði það ekki verið heigl- um hent, að gerast sjómenn, en nú væri það bara barnaleikur að vera sjómaður. – Klukkan 7 um kvöldið voru gömlu mennirnir fluttir heim til sín í bílum og munu þeir eflaust minnast þessa skemmtilega dags það sem þeir eiga eftir ólifað.“ Enn er minnst á sjóðinn góða sem kenndur er við Valdemar prins og Maríu prinsessu í Morgunblaðinu 8. nóvember 1931. Þar segir: „„Prins Valdemar og Prinsesse Maries Fond“. Þessi fjelagsskapur, sem hefir starfsemi um allan heim, hjelt hátíðlegt 60 ára starfsafmæli í Kaupmannahöfn 8. okt. s.l. Á hátíð þessari mættu fyrir hönd íslensku deildarinnar, Skúli Skúlason úrsmið- ur á Ísafirði og Lárus Blöndal stýri- maður á Dettifossi. Færðu þeir stofn- uninni fagran íslenskan fána í afmælisgjöf. Skúli Skúlason kom frá Höfn með Íslandi síðast. Bað hann Morgunblaðið að flytja íslensku fje- lögunum kærar kveðjur frá stjórn stofnunarinnar.“ Árið 1930 eru gamlir nágrannar mínir frá æskuárum á Framnesvegi tilnefndir. Má þar nefna bræðurna Gunnlaug og Þórð Péturssyni á Framnesvegi 1 og 6. Þórður Gunn- laugsson var sonur Gunnlaugs. Hann var vel látinn kaupmaður á Framnes- vegi 1. Pétur sjómaður í Oddgeirsbæ var sonur Þórðar. Þórður sonarsonur Þórðar Péturssonar, síðar þingvörð- ur, var leikbróðir drengjanna á Bráð- ræðisholti enda náfrændi Steinabæj- arsystkinanna. Þórður lék listilega með fótboltann í sjónvarpsauglýsingum. Höfundur er þulur. Valdemar prins og kona hans, María prinsessa, ásamt Georgi I. bróður hans, sem var konungur af Grikklandi, við Bernstorff-höllina. Myndin var tekin um 1885. Franz Håkansson, veitingamaður í Iðnó, var umboðsmaður Valdemars prins. Hann heldur hér á syni sín- um, Vilhelm, sem enn er á lífi, kom- inn yfir nírætt. Álnabær Síðumúla 32 108 Reykjavík S: 588 5900 Tjarnagötu 17 230 Keflavík S: 421 2061 Glerárgötu 32 600 Akureyri S: 462 5900 Jólagardínur Ljósboginn - Hafnargötu 25 - S. 421-1535 Sjónvarp á tilboði 14" sjónvarp kr 9.900 „ÞJÓÐARHREYFINGIN“ safn- ar nú fjármagni til að geta birt heil- síðuauglýsingu í New York Times – um að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafi ekki haft umboð til að setja Ís- land á lista hinna staðföstu þjóða. Höfðu þeir ekki umboð? Ísland er lýðveldi. Valdið er þrískipt skv. stjórnarskrá. Alþingi hefur löggjafarvald, dómstólar dómsvald og ríkisstjórn fram- kvæmdavald. Meirihluti Alþingis myndar ríkis- stjórn – framkvæmda- vald. Um þetta er yfir- leitt ekki deilt. Hvað varðar um- deildan lista „hinna staðföstu þjóða“ þá liggur fyrir samþykkt Alþingis á gildandi varnarsamningi okkar við Bandaríkin. Alþingi hefur einnig samþykkt aðild að NATO. Í ljósi þessara staðreynda hafa ráð- herrar í ríkisstjórn Íslands fullt um- boð Alþingis til framkvæmda um samstarf við vestrænar lýðræðis- þjóðir. Framkvæmd og ákvarðanir varðandi umdeildan lista voru í sam- ræmi við stjórnskipun og tilgreindar samþykktir Alþingis. Frakkar voru mest skaðlegir vest- rænu samstarfi í Íraksmálinu (eins og oft áður) enda frönsk ríkisfyrir- tæki á bólakafi í sukki með Saddam Hussein og fengu í staðinn olíu á dúndrandi „afsláttarkjörum“. Þess vegna voru Frakkar á móti og drógu þýska grænfriðunga með sér á asna- eyrunum! Erfiðleikar í Írak í dag og önnur staða þeirra mála en ætlað var þegar ákvarðanir voru teknar um þennan lista breytir engu um að ákvarða- ferlið var faglega hárrétt. 1. gr. laga um ráðherraábyrgð (nr. 4. 19. febr. 1963) hljóðar svo: „Ráð- herrar bera ábyrgð á stjórnarfram- kvæmdum öllum eftir því sem fyrir er mælt í stjórnarskrá og lögum þessum.“ Umrædd tilvitnun staðfestir enn frekar, að framkvæmdavald er í höndum ráðherra, – ella bæru þeir ekki ábyrgðina. Er umboð skipstjóra svona: „Skipstjóri stjórnar skipinu að höfðu samráði við nei- kvæða áhafnarmeð- limi“? Umboð til stjórn- unar verður að vera hreint og ótvírætt – ekki eitthvert „víðtækt kjaft- æði á breiðum grund- velli“. Telji einhver í stjórn- málum að ráðherrar hafi tekið ákvörðun sem ekki stenst stjórnarskrá eða landslög á að meðhöndla málið sam- kvæmt lögum um ráðherraábyrgð – en ekki bulla tóma steypu eða vaða með ósannindi sem auglýsingu í New York Times! Af hverju borga félagar í „Þjóðar- hreyfingunni“ ekki sína endaleysu úr eigin vasa, og auglýsa sem ein- staklingar (ekki blanda Íslandi í málið!) í stað þess að plata saklaust fólk til að borga fyrir sig – þegar þeir eru að drepast úr löngun til að verða sér til skammar? Þessi „kaffi- húsahreyfing“ getur svo sem aug- lýst eins og hún vill. En ég mótmæli því harðlega að nafni Íslands verði blandað í þessa auglýsingu. Þessi hreyfing hefur ekki umboð til að verða mér til skammar. Það er alla vega 100% öruggt. Auglýsing í New York Times? Kristinn Pétursson fjallar um aug- lýsingu Þjóðarhreyfingarinnar ’Þessi „kaffihúsahreyf-ing“ getur svo sem aug- lýst eins og hún vill. En ég mótmæli því harð- lega að nafni Íslands verði blandað í þessa auglýsingu.‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóð- félagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttar- dómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófessorsmálinu““. Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkj- un, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignar- land, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölg- ar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.