Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nei, nei, þú verður að vera með skriflegt leyfi frá nafnanefnd ef þú vilt að peyjarnir verði
skírðir þessu nafni, þetta er nýyrði.
Barnæskan birtist íýmsum myndum;drengir og stúlkur
hirða úr öskuhaugum í
Manila, börn neydd til að
bera AK-47-byssur í frum-
skógum Kongó, börn
þvinguð í vændi á götum
Moskvu, börn betla fyrir
mat á götum Rio de Jan-
eiro, munaðarlaus börn í
Bótsvana.“
Þetta er upphaf skýrslu
Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF, um
stöðu barna í heiminum.
Skýrslan ber yfirskriftina
„Barnæskunni ógnað“. Í
skýrslunni segir að réttindi
yfir eins milljarðs barna
séu ekki virt. Þetta er um helm-
ingur allra barna í heiminum. Meg-
inástæðurnar fyrir þessu séu fá-
tækt, stríðsátök og eyðni.
„Allt of margar ríkisstjórnir eru
að taka ákvarðanir sem geta í raun
skaðað börn,“ sagði Corol Bellamy,
framkvæmdastjóri UNICEF, þeg-
ar skýrslan var kynnt. „Fátækt á
sér rót; stríðsátök myndast ekki af
engu, HIV/eyðni breiðist ekki út af
sjálfu sér. Þetta eru okkar ákvarð-
anir.“
Milljónir munaðarlausar
af völdum eyðni
Eyðnifaraldurinn snertir millj-
ónir barna með mjög áþreifanleg-
um hætti. Árið 2003 voru 15 milljón
börn yngri en 18 ára munaðarlaus
vegna þess að þau höfðu misst ann-
að eða báða foreldra sína úr eyðni.
Í skýrslunni er bent á að þessi tala
hafi hækkað óhugnanlega hratt á
síðustu árum. Aðeins tveimur ár-
um fyrr voru 11,5 milljónir barna
munaðarlausar af völdum eyðni.
Átta af hverjum tíu þessara barna
búa í Afríku, sunnan Sahara. Því er
spáð að árið 2010 hafi 18 milljónir
barna yngri en 18 ára misst annað
eða báða foreldra sína úr eyðni.
Áhrif eyðni á líf barna eru marg-
vísleg. Milljónir barna búa á heim-
ilum þar sem jafnframt búa veikir
og deyjandi einstaklingar. Það hef-
ur að sjálfsögðu mikil áhrif á lífs-
afkomu barnanna þegar foreldrar
þeirra eru dánir. Börnin eiga þá
erfiðara með að stunda skóla því
þau þurfa sjálf að afla sér lífsvið-
urfæris. Börnin eru því oftar en
ekki svipt barnæsku sinni og falla
enn dýpra í gryfju fátæktar.
Fátæktin sviptir börn
tækifærum
Í skýrslunni kemur fram að börn
upplifa fátækt öðruvísi en fullorðn-
ir og að ekki sé hægt að styðjast við
mælingar á tekjum fólks eða
neyslu til að sjá hvernig fátækt
hefur áhrif á börn. Vegna fátæktar
fái börn ekki nægilega gott atlæti,
en fátæktin svipti þau líka tæki-
færum. Í kafla skýrslunnar um fá-
tækt kemur fram að 640 milljónir
barna hafa ekki nægilegt skjól, um
500 milljónir hafa ekki aðgang að
hreinlætisaðstöðu, um 400 milljón-
ir barna hafa ekki aðgang að
hreinu vatni, um 270 milljónir
barna hafa engan aðgang að
heilsugæslu, um 140 milljónir
barna, meirihluti stúlkur, hafa
aldrei farið í skóla og um 90 millj-
ónir barna fá ekki nægilega mikinn
mat og næringu.
Tekið er fram í skýrslunni að fá-
tækt sé ekki bundin við þróunar-
lönd. Í ellefu af fimmtán iðnríkjum,
þar sem sambærilegar tölur voru
fáanlegar, kemur fram að hlutfall
barna sem búa á heimilum með
lágmarkstekjur hefur hækkað á
síðasta áratug.
Í skýrslunni er bent á að um
helmingur þeirra 3,6 milljóna
manna sem látist hafa í stríðsátök-
um frá árinu 1990 er börn. Þessi
stríð eru sjaldnast milli ríkja held-
ur innan þeirra. Af 59 stríðsátök-
um sem nefnd eru í skýrslunni
voru 55 innan landa en ekki milli
þeirra.
Dánartíðni hefur víðast
hvar lækkað
Þó að í skýrslunni sé dregin upp
dökk mynd af aðstæðum barna í
heiminum má einnig lesa út úr
henni að í flestum löndum heims
hafa orðið framfarir. Dánartíðni
ungbarna (fimm ára og yngri) var
198 af hverjum 1.000 lifandi fædd-
um börnum árið 1960, en var 80 í
fyrra. Framfarirnar eru hins vegar
minnstar í Afríku sunnan Sahara.
Þar deyja að meðaltali 175 af
hverjum 1.000 lifandi fæddum
börnum meðan talan fyrir iðnríkin
er sex.
Staðan hefur versnað í nokkrum
ríkjum þar sem stríðsátök hafa
verið. Á síðasta áratug hækkaði
dánartíðni barna í Rúanda, Kenýa,
Fílabeinsströndinni og Kamerún.
Hvergi hefur afturförin þó verið
eins mikil og í Írak. Árið 1990 lét-
ust 50 af hverjum 1.000 lifandi
fæddum börnum, en í fyrra var
þessi tala komin upp í 125.
Dánartíðni barna er hæst í
Sierra Leone, 284. 24 af þeim 25
löndum heims þar sem dánartíðnin
er hæst eru í Afríku. Eina landið
sem er þar fyrir utan er Afganist-
an.
Í mörgum löndum fer saman há
dánartíðni barna og mikil frjósemi.
Í Angóla t.d. deyja 26% allra barna
áður en þau ná fimm ára aldri, en
þar eignast hver kona að meðaltali
7,2 börn.
Fréttaskýring | Ný skýrsla UNICEF um
aðstæður barna í heiminum
Æsku barna
er ógnað
Munaðarlausum börnum vegna eyðni
fjölgar hratt en þau eru nú 15 milljónir
Milljónir hafa misst foreldra sína úr eyðni.
Dánartíðni barna í heim-
inum er lægst á Íslandi
Ísland kemur mjög vel út í
skýrslu UNICEF um aðstæður
barna í heiminum. Dánartíðni
ungbarna er lægst á Íslandi, Jap-
an, Noregi, Svíþjóð og Singapúr
eða þrjú börn af hverjum 1.000
lifandi fæddum. Allt önnur mynd
blasir við um helmingi allra
barna í heiminum, sem býr við
fátækt, stríðsátök og afleiðingar
eyðni. UNICEF segir að æska
þessara barna sé „hörmuleg lífs-
reynsla“.
egol@mbl.is
TENGLAR
.................................................
www.unicef.is