Morgunblaðið - 11.12.2004, Síða 61

Morgunblaðið - 11.12.2004, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 61 FRÉTTIR Hann segir að óbyggðanefnd fallist á kröfur landeigenda að mestu leyti um jarðamörk að jökli, þó með und- antekningum á svæðum við Skóga- fjall, Borgartungu og Hólatungu, sem gerð voru að þjóðlendu. Mestu vonbrigðin séu þó varðandi Þórs- mörk. Þar hafi landeigendur lagt fram ítarleg rök fyrir því að um eign- arlönd sé að ræða. Langt fram eftir öldum hafi verið búið í Þórsmörk. „Ég á eftir að fara betur yfir úr- skurðina ásamt mínum umbjóðend- um og ákvarða um framhaldið en ég er alveg viss um að óánægja er með- al heimamanna með þessa niður- stöðu. Hins vegar er ljóst að kröfu- línu ríkisins undir Eyjafjöllum og víðar er alfarið ýtt út af borðinu,“ segir Bragi, sem jafnframt er hæst- ánægður með niðurstöðuna fyrir landeigendur í Fljótshverfi. Þar hafi náðst fullnaðarsigur gegn ríkinu. Bragi bendir á að dæmdur máls- kostnaður af hendi óbyggðanefndar dugi engan veginn upp í raunkostnað landeigenda af málflutningi og vinnslu. Gríðarleg vinna liggi að baki hverju máli. „Það er skelfilegt að landeigendur og bændur þurfi að standa straum af kostnaði við að verjast ágangi rík- isins á þeirra jarðar. Þeir eru bara að verja sín réttindi,“ segir Bragi en samkvæmt úrskurðunum níu í gær nemur ákvarðaður málskostnaður- inn alls um 13 milljónum króna til ell- efu lögmanna. „Skoðum rétt okkar“ Guðmundur Ingi Guðlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, var viðstaddur uppkvaðningu úrskurð- anna í gær. Hann sagði það hafa komið sér verulega á óvart að óbyggðanefnd úrskurðaði út fyrir kröfulínu ríkisins á hluta af Rang- árvöllum. Um er að ræða svæði sem er í sameiginlegri eigu lögbýla og sveitarfélagsins, innan gamla Rang- árvallahrepps. „Nefndin tekur það upp hjá sjálfri sér að leggja land undir þjóðlendu sem ríkið gerði ekki kröfu um. Þetta er svæði sem ekki hefur verið talið til Rangárvallaafréttar. Við munum skoða það vandlega hvort við leitum réttar okkar og áfrýjum,“ sagði Guð- mundur Ingi. Bragi Björnsson tekur undir með Rangæingum að það sé nokkuð sér- stakt að óbyggðanefnd fari „niður fyrir“ kröfulínu ríkisins, þ.e. nær sjó. Landeigendur hafi ekki talið sig þurfa að verjast neðan við línu rík- isins en á því sé greinilega að verða breyting. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Óbyggðanefnd kvað upp úrskurði sína í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík en með aðstoð fjarfundarbúnaðar gátu áhugasamir fylgst með athöfninni í Grunnskóla Mýrdalshrepps í gær. Mæting var ágæt og ríkti almenn ánægja meðal viðstaddra með úrskurðina.  Meira á mbl.is/ítarefni Mikið úrval af Henson göllum og skóm á börn og fullorðna. Frábært verð. Sendum í póstkröfu um allt land. Garðatorgi, Garðabæ s. 565 6550 Hafnarstræti 106, Akureyri s. 462 5000 Laugavegi 62 sími 511 6699 Glæsibæ sími 511 6698 Gar›atorgi sími 511 6696 afsláttur50% af barnaumgjörðum til jóla! Á Garðatorgi í dag laugardag: Stór handverksmarkaður. Lifandi tónlist og spennandi uppákomur. Verslanir opnar til kl. 18:00. Rangt nafn Í myndatexta á forsíðu Morgun- blaðsins í gær var farið rangt með nafn Guðnýjar Bjarnheiðar Stefáns- dóttir Snæland, fyrrverandi ábú- anda á Sjónarhóli á Vatnsleysu- strönd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT FÉLAGAR úr Náttúruvaktinni af- hentu alþingismönnum leir úr Jöklu. Með því vildu þeir minna þingmenn á afleiðingar sem þeir segja að fylgi myndun Hálslóns við Kárahnjúka. „Þessi fíngerði leir huldi bakka Jöklu þegar vatnavöxtunum slotaði síðastliðið sumar. Ef Hálslón verð- ur að veruleika mun svona leir þekja 40 ferkílóm. svæði af lón- stæðinu í þykkum breiðum fram eftir hverju sumri. Þar mun hann þorna og fjúka yfir fjölskrúðug gróðurlönd á Vesturöræfum, kæfa þau smátt og smátt og breyta þeim í eyðisand. Megi þessi leir minna þig á hvernig þarna verður umhorfs og hverjir bera ábyrgð á því,“ sagði í yfirlýsingu sem Náttúruvaktin af- henti þingmönnum. Á myndinni er Ásta Þorleifs- dóttir jarðfræðingur að afhenda Halldóri Ásgrímssyni leirinn. Gáfu þing- mönnum leir úr Jöklu Morgunblaðið/Árni Torfason HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt þrjá menn, Guðjón Þór Jónsson, Ívar Björn Ívarsson og Sigurð Ragnar Kristinsson í tveggja ára fangelsi fyr- ir að hafa kveikt í íbúðarhúsi við Suð- urlandsbraut í fyrrasumar. Talið var sannað að Sigurður hefði sparkað gat á útidyrahurð og þeir hellt um 10 lítrum af bensíni í anddyri hússins og á tröppur og veggi utan dyra. Kveiktu þeir síðan í og blossaði upp eldur. Að mati Hæstaréttar var talið að ákærðu hefðu átt að sjá að mönnum væri búinn bersýnilegur lífsháski af verknaðinum, svo og að al- mannahættu hefði leitt af íkveikjunni. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arni Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Guðrún Erlendsdótt- ir. Kjartan Reynir Ólafsson varði Ív- ar, Sveinn Andri Sveinson Guðjón og Brynjar Níelsson Sigurð. Sækjandi var Ragnheiður Harðardóttir frá rík- issaksóknara. Tveggja ára fangelsi fyrir brennu Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.