Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 33 MENNING Jólablað Leonard fylgir Morgunblaðinu á miðvikudag og skoðaðu blaðið á www.leonard.is www.leonard.is Taktu forskot á sæluna Jólab lað L eona rd …er komi ð á n etið Viltu vinna gjafakort? Sendu SMS skilaboðin LEONARD í númerið 1900 og þú gætir unnið 25.000 kr. gjafakort í Leonard Dregið 23. desember 2004 Sá einstaki viðburður verður á morgun aðnýtt íslenskt tónverk, Stjarnan mín ogstjarnan þín, eftir Hildigunni Rúnars- dóttur verður flutt á tveimur stöðum með aðeins klukkustundar millibili. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflytur verkið á jólatónleikum sínum í Akureyrarkirkju kl. 16, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, en Hildigunnur stjórnar sjálf Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Seltjarnarneskirkju kl. 17. „Það var Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands sem pantaði þetta verk hjá mér,“ segir Hildigunnur. „Hún á því frumflutningsréttinn. En ég spurði hvort ég mætti nota það hér í borginni á sama tíma – eða klukkustund síðar, og þeim fannst það góð hugmynd. Það er óvenjulegt, og ég veit ekki til þess að verk hafi verið frumflutt áður á Íslandi á tveimur stöðum í einu svo að segja sam- tímis.“    Stjarnan mín og stjarnan þín er jólasaga fyriralla fjölskylduna að sögn Hildigunnar. Sag- an er lesin, milli þess sem hljómsveitin leikur, eins og margir þekkja til dæmis úr Pétri og úlf- inum. „Þetta er saga um lítinn strák sem fær kart- öflur í skóinn, en uppgötvar svo hvers vegna það gerist. Ég vonast til að fullorðnir hafi gaman af þessu líka. Óþekki strákurinn á sitt stef sem heyrist nokkrum sinnum í ýmsum tilbrigðum og jólasveinninn á líka sitt stef. Þar nota ég þekkt jólasveinastef eftir Ingunni Bjarnadóttur – vitna í hana, og stjörnustefið er fyrst svolítið undarleg útgáfa af stefinu Bjart er yfir Betlehem – í moll og svolítið sorglegt, en undir lokin – þegar strákurinn er búinn að átta sig, heyrist stjörnu- stefið á sinn eðlilega hátt – stjarnan er orðin fal- leg. Engillinn í verkinu á líka sitt stef. Það á að vera auðvelt að fylgja sögunni í músíkinni.“    Þau tímamót verða fyrir Hildigunni á tón-leikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, að þar verður hún í fyrsta skipti að stjórna sin- fóníuhljómsveit opinberlega. Ingvar Jónasson víóluleikari er aðahljómsveitarstjóri SÁ, en gestastjórnendur hafa líka fengið tækifæri með hljómsveitinni. Hildigunnur er menntuð úr tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík, hefur líka próf í söng upp á vasann, en lærði þó fyrst af öllu á fiðlu, og hefur reyndar leikið með hljóm- sveitinni. „Þetta er mjög gaman og ég fæ vonandi að stjórna einhverntíma aftur. Ingvar er að draga sig í hlé vegna aldurs, og nú er bara verið að máta mögulega arftaka við hljómsveitina. Hann hringdi í mig fyrir nokkrum mánuðum og spurði hvort ég sæti, og bað mig að setjast þegar ég sagði honum að ég stæði. Hann bauð mér þetta, en ég sagði ekki já alveg strax – vildi aðeins spá í þetta. Ég hef ekki lært mikið til stjórnunar, en sótti þó tíma í hljómsveitastjórn í eitt ár. Takts- lagið þvælist svosem ekkert fyrir mér – þetta er spurning um hvað maður hefur að gefa og segja í tónlistinni.“ Fjölskyldutónleikar er ekki óalgeng yfirskrift tónleika á aðventu, og fyrir Hildigunni eru tón- leikar hennar sannkallaðir fjölskyldutónleikar, því tvö systkini hennar Hallveig og Ólafur syngja með hljómsveitinni í verkum eftir Mozart og Händel. Þá leikur Fífa Jónsdóttir, 12 ára dóttir Hildi- gunnar á fiðlu með hljómsveitinni. „Jú, þetta eru sannarlega fjölskyldutónleikar hjá mér, en það var reyndar lagt upp með það. Ingvar bauð mér strax upp á þetta – sagði að ég þyrfti ekki að leita langt eftir söngvurum. Þau eru bæði mjög frambærilegir söngvarar – ég hef engar áhyggj- ur af því.“ Jólatónverk Hildigunnar frumflutt á tveim stöðum í einu á landinu ’Þetta er saga um lítinn strák sem fær kartöflur í skóinn, en uppgötvar svo hvers vegna það gerist.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildigunnur Rúnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.