Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 64
Skemmtanir Cafe Catalina | Stórsveit Adda M.. Café Victor | Disco, 80’s – Dj Gunni spilar. Celtic Cross | Hljómsveitin Póstur & sími leikur í kjallaranum. Frítt inn. Klúbburinn Gullinbrú | Milljónamæringarnir, Páll Óskar og Bjarni Ara. Café Rosenberg | Halli Reynis og band með tónleika. Kringlukráin | Hljómsveitin Upplyfting frá kl. 23. Kristján X | Gilitrutt leikur á Kristjáni X. Að- gangur ókeypis. Laugavegur 22 | Plötusnúðurinn Benni sér um tónlistina á efri hæð. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Hilmars Sverrissonar um helgina. Tónlist Fella- og Hólakirkja | Breiðfirðingakórinn heldur jólatónleika kl. 17. Hallgrímskirkja | Jólaóratóría Bachs (kant- ötur I–III) hljómar í barokkflutningi í fyrsta sinn á Íslandi á laugardag og sunnudag kl. 17. Kammerkórinn Schola cantorum og frá- bærir einsöngvarar syngja með alþjóðlegri barokksveit, The Hague International Baro- que Orchestra. Stjórnandi er Hörður Áskels- son. Hverfisbarinn | Rappsveitin Igore heldur út- gáfutónleika í kvöld í tilefni útgáfu plötunnar Níu líf. Igore kemur fram ásamt hljómsveit og góðum gestum; Andrea Gylfadóttir, Danni og Mike Pollock og Rúnar Júlíusson mæta á svæðið. Safnaðarheimili Laugarneskirkju | Jóla- kaffi og jólasöngur Borgarkórsins verður í Safnaðarheimili Langholtskirkju laugardag- inn 11. des. kl. 16. Boðið er upp á kaffi, kakó og veitingar, ásamt jólasöng Borgarkórsins. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börnin. Smekkleysa – plötubúð | Í dag kl. 15 mæta þau Mugison og Indigo og skemmta gestum og gangandi með lifandi tónlist. Sunnuhlíð | Sönghópurinn Með sínu nefi í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og Kór Linda- kirkju halda sameiginlega jólatónleika í dag- stofu kl. 15.30. Sönghópur Sunnuhlíðar er sjálfsprottinn og hefur æft og sungið af miklum krafti. Söngstjóri er Hannes Bald- ursson. Allir velkomnir. Kvikmyndir Bæjarbíó | Kvikmyndin 79 af stöðinni (Pig- en Gogo) verður sýnd í Bæjarbíó kl. 16 í dag á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ Myndlist Á næstu grösum | Rakel Steinarsdóttir – Hringrás vatnsins með manninum. Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej- anninn – málverk Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan Gallerí 101 | Daníel Magnússon – Matpr- jónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heim- ilisins. Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson – Arki- tektúr. Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteinsson – Ókyrrar kyrralífsmyndir. Gallerí Tukt Fjölbreytt skúlptúrverk. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn. Grafíksafn Íslands | Í dimmunni Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Ís- lendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Jón Ingi Sigurmundsson – olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggerz Pét- ursdóttir sýnir í Menningarsalnum. Hönnunarsafnið | Sænskt listgler – þjóð- argjöf í Hönnunarsafninu. Kirkjuhvoll Akranesi | Gylfi Ægisson sýnir um 60 akrýlmyndir. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guðjónsson – Hýsill. Listasafn Árnesinga | Tumi Magnússon – Innsetning. Listasafnið á Akureyri | Patrick Kuse – Encounter. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný ís- lensk gullsmíði í austursal, Salóme eftir Richard Strauss í vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið Síðumúla 34 | Verk Valtýs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Eilífðin er líklega núna. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk. Suzuki-bílar | Björn E. Westergren – myndir málaðar í akrýl og raf. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – –sKæti– Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sól- stafir frá öðrum heimi. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer laugardagsins 11. desember er 66311. Fundir Samtökin FAS | Samtök foreldra og að- standenda samkynhneigðra, FAS, bjóða til samverustundar á aðventu kl. 16–18 í Regn- bogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 4. hæð. Gestur fundarins er Hörður Torfason söngvaskáld og mun hann flytja tónlist. Hóp- ar sem vinna að málefnum samkynhneigðra segja frá starfi sínu. Bækur Iða | Kl. 11 les Bryndís Víglundsdóttir upp úr bók sinni Jólablaðið og Jólasveinarnir í Hamrahlíð fyrir börn. Huldar Breiðfjörð les upp úr Múrnum í Kína klukkan 16 og Bagga- lútar kynna Sannleikann um Ísland kl. 16.30. Kynning Guerlain í Hygeu | Heiðar Jónsson snyrtir er staddur á landinu og verður í Hygeu í Kringl- unni í dag milli 13 og 18 og ráðleggur við val á jólailminum og snyrtivörunum. Veitingahús Á næstu grösum | Spessi útbýr friðarmáltíð ársins kl. 19. Þórdís Björnsdóttir les upp úr bók sinni Ást og appelsínur. Staður og stund http://www.mbl.is/sos 64 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er nýtt tungl, notaðu daginn til þess að gaumgæfa hvernig þú getur auk- ið færni þína í vinnu, aflað þér frekari menntunar eða dýpkað skilning þinn á veröldinni. Þekking er vald. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er kjörinn dagur til þess að spá í hvernig þú sýnir gildismati annarra virð- ingu (eða ekki). Það skiptir máli að átta sig á því að við aðhyllumst ekki öll sömu lífsskoðanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Í dag er nýtt tungl í bogmanni, sem er beint á móti tvíburanum. Gott er að setja sér ný markmið á nýju tungli, gætir þú bætt samskiptin við þína nánustu? Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er tími til kominn að snúa við blaðinu í vinnunni. Hvernig getur þú bætt vinnuaðstöðuna og tengslin við þá sem þú ert samvistum við dags daglega? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Framundan er tveggja ára tímabil sem bætir ástarsambönd, rómantík, tengslin við smáfólkið og viðhorf þitt til lista. Búðu þig undir mikið fjör. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Veltu því fyrir þér hvernig þú getur bætt um betur á heimilinu og í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er upplagt að ríða á vaðið á nýju tungli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú leggur mikið upp úr því að koma vel fram við aðra því félagsskapur fólks er þér mikilvægur. Á nýju tungli er kjörið að leita leiða til þess að bæta framkomu sína. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Kannski sérðu nýja tekjumöguleika í dag. Ef þú færð góðar hugmyndir er ekki vitlaust að skrifa þær hjá sér. Þú átt að gefa þeim gaum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýtt tungl er í þínu merki í dag. Nýtt tungl þýðir nýtt upphaf, hví ekki að fara yfir klæðaburðinn, sjálfsmyndina og velta fyrir sér hvernig aðrir sjá þig? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er frábær tími til þess að komast í kynni við sinn innri mann. Mundu, það sem gerist innra með manni leiðir til breytinga á umheiminum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu vel yfir vinahópinn. Átt þú kynni við vandað fólk? Vinir manns hafa mikil áhrif á lífshlaupið því þeir hafa talsvert að segja um leiðina sem við veljum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nýtt tungl er í hávegum í sólarkortinu þínu. Veltu því fyrir þér hvaða stefnu líf þitt er að taka og hvert þú stefnir. Hvar sérðu þig fyrir þér eftir fimm ár? Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ert áköf og íbyggin manneskja og tek- ur alvarlega það sem er þér einhvers virði. Þú ert árangursmiðuð og ákveðin að eðlisfari og kraftmikil líkamlega. Þetta er öflug samsetning sem gerir þig áhrifamikla á þínu sviði. Ódrepandi kraftur þinn hjálpar þér til þess að ná áttum verðir þú fyrir stórum áföllum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 traustur, 8 víð- kunnugt, 9 kynið, 10 tími, 11 mólendið, 13 fyrir inn- an, 15 sól, 18 fjarstæða, 21 að, 22 vagga, 23 snjó- lausan, 24 ræpu. Lóðrétt | 2 borðar allt, 3 falla, 4 truflun, 5 kven- dýrið, 6 reiðum, 7 röskur, 12 eyktamark, 14 synjun, 15 jurt, 16 tittur, 17 óhreinkaðu, 18 fáni, 19 glerið, 20 fífl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skálm, 4 bitur, 7 rellu, 8 rúmba, 9 rúm, 11 rugl, 13 örvi, 14 ágeng, 15 holt, 17 nafn, 20 stó, 22 lygin, 23 lævís, 24 nusar, 25 negla. Lóðrétt | 1 skrár, 2 áflog, 3 maur, 4 barm, 5 tímir, 6 róaði, 10 úrelt, 12 lát, 13 ögn, 15 hælin, 16 logns, 18 alveg, 19 nísta, 20 snar, 21 ólin.   1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 cxd4 7. cxd4 Rge7 8. b4 Rf5 9. Bb2 Bd7 10. g4 Rh6 11. Hg1 Hc8 12. Rc3 Ra5 13. Ra4 Dc6 14. Hc1 Rc4 15. Bxc4 dxc4 16. Rc5 b6 17. Rxd7 Dxd7 18. Rd2 b5 19. Re4 Be7 20. Hc3 f5 21. exf6 gxf6 22. g5 fxg5 23. Dh5+ Rf7 24. Hf3 Hf8 25. Rxg5 Bxg5 26. Hxg5 Dc6 Staðan kom upp í fyrrihluta Ís- landsmóts skákfélaga sem lauk fyrir nokkru í húsakynnum Menntaskólans í Hamrahlíð. Sigurður Daði Sigfús- son (2.288) hafði hvítt gegn Stefáni Þór Sigurjónssyni (2.175). 27. d5! exd5 28. He3+ Kd7 29. Hxd5+ Rd6 30. Dxh7+ og svartur gafst upp enda er hann að verða mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is GRADUALE Nobili-kór Langholtskirkju heldur jólatónleika við kertaljós í Lang- holtskirkju kl. 21 í kvöld. Á efnisskrá eru tvö verk fyrir kvenna- kór og hörpu. Fyrra verkið er „Dancing Day“ eftir John Rutter, sem var frum- flutt i dómkirkjunni í Coventry 26. jan- úar 1974. Verkið er byggt á sex jóla- söngvum við latneska og enska texta, m.a. hið þekkta lag „Coventry carol“. Það hefst með forleik fyrir hörpuna og eftir þrjú fyrstu lögin kemur Interlude eða millispil. Seinna verkið er „Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Britten, sem samdi það eftir þriggja ára happasæla dvöl í Bandaríkjunum. Hann tók sér far heim um miðjan mars árið 1942 með sænsku flutningaskipi. Ferðin tók nærri mánuð og lenti hann í allmiklu volki. Í ferðinni hóf hann að semja þetta verk fyrir þrí- radda kór og hörpu. Það er rammað inn í hinn forna gregorska söng „Hodie Christus natus est“. Britten notar síð- an níu ensk miðaldaljóð sem lýsa með ýmsum hætti komu jólanna, fæðingu frelsarans, Maríu sem syngur son sinn í svefn og fleiri atburðum tengdum jól- unum. Millispil leikið á hörpu brýtur svo verkið upp þannig að kaflarnir eru ell- efu. Elísabet Waage leikur á hörpu og sex kórfélagar, Guðríður Þóra Gísladóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, María Vig- dís Kjartansdóttir, Rannveig Björg Þór- arinsdóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir og Þórunn Vala Valdimarsdóttir, syngja einsöng. Stjórnandi Graduale Nobili er Jón Stefánsson. Morgunblaðið/Sverrir Hugljúfir jólatónleikar við kertaljós Fréttasíminn 904 1100 NOKKRIR skáldsagnahöfunda Eddu út- gáfu verða í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, í dag milli kl. 14 og 17. Þegar rithöfundar hafa lokið við að skrifa bækur sínar og þær eru komnar út í búðirnar tek- ur starfsfólk bókabúðanna til við að selja þær. Þá munu rithöfundar bregða sér í hlutverk afgreiðslufólks og standa bak við búð- arborðið í Bókabúð Máls og menningar. Tilboð verða á skáldsögum og höfundarnir ætla að vera starfsfólki búðarinnar til að- stoðar við afgreiðslu og önnur tilfallandi störf. Þá verða höfundarnir einnig tiltækir til skrafs og ráðagerða og boðnir og búnir að árita og veita viðskiptavinum aðstoð við val á jólabókum. Skáldsagnahátíð í Máli og menningu Höfundarnir verða á staðnum sem hér segir: Birna Anna Björnsdóttir kl. 14 Þórarinn Eldjárn kl. 14 Gerður Kristný kl. 14.30 Einar Kárason kl. 15 Þorsteinn Guðmundsson kl. 15 Auður Jónsdóttir kl. 15.30 Eiríkur Örn Nordahl kl. 15.30 Stefán Máni kl. 16 Hallgrímur Helgason kl. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.