Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÓLAÓRATÓRÍA Jóhanns Sebast- ians Bachs er þekktasta og stór- brotnasta tónverk sem samið hefur verið í tilefni af fæðingarhátíð Krists og er sjálfsagður hluti af hátíðarbrag jólanna um allan heim. Fyrri hluti þessa mikla verks (kantötur I–III) verður fluttur í Hall- grímskirkju kl. 17 í dag og á morgun. Tónleikarnir eru lokaviðburður Tónlistarhátíðar á jólaföstu sem Listvinafélag Hall- grímskirkju gengst fyrir. Hér er um merkan viðburð í íslensku tón- listarlífi að ræða því á tónleikunum mun verk Bachs í fyrsta sinn hljóma í barokkflutningi hér á landi. Leikið verður á hljóðfæri frá barokktímanum eða eftirlíkingar slíkra hljóðfæra og útgangspunktur túlkunar verksins er söguleg og stílhrein nálgun við tónlist meist- arans. Alþjóðleg barokksveit frá Hollandi, The Hague International Baroque Orchestra, flytur verkið ásamt kammerkórnum Schola can- torum og ungum íslenskum ein- söngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar. The Hague International Baroq- ue Orchestra samanstendur af ung- um hljóðfæraleikurum frá sautján þjóðlöndum í fjórum heimsálfum sem allir hafa sérhæft sig í túlkun barokktónlistar á upprunaleg hljóð- færi. Einsöngvararnir á tónleikunum, þau Elfa Margrét Ingvadóttir sópr- an, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Benedikt Ingólfsson bassi, eru í framvarðasveit yngri kynslóðar ís- lenskra söngvara. Þau koma öll úr röðum fyrrverandi og núverandi fé- laga Schola cantorum. Má ekki sykra hendingarnar um of Eyjólfur Eyjólfsson fer með hlut- verk guðspjallamannsins, sem er eitt stærsta hlutverk sem ten- órsöngvarar takast á við. „Já, það er margt í þessu hlut- verki. Í fyrsta lagi er það ofboðs- lega fallegt, og svo er hægt að kafa endalaust í það og læra. Svo finnst mér það líka mikil prófraun á smekkvísi í söng. Söngvarinn má ekki sykra hendingarnar of mikið, hann verður að halda sig við þá staðreynd að hann er sögumað- urinn og er að segja sögu, en ekki að syngja lög. Þetta fannst mér svolítið erfitt, því laglínurnar eru svo fallegar og auðvelt að gleyma sér í þeim.“ Eyjólfur segir það hafa verið óhemju skemmtilegt að læra hlut- verk guðspjallamannsins, en þetta er í fyrsta sinn sem hann syngur það. Hann fékk nokkra kennara sína við óperudeildina í Guildhall- tónlistarskólanum í London til að leiðbeina sér með það. Einn þeirra er Rudolf Piernay. „Það hefur ver- ið mjög gaman að heyra skoðanir kennara minna á hlutverkinu og fá innsýn þeirra í verkið. Svo verður maður bara að velja það besta úr því sem maður lærir.“ Eyjólfur samsinnir því að hlut- verk guðspjallamannsins sé þess eðlis að allir hafi á því skoðun – og það jafnvel sterka, og telji sig vita hvernig best fari á túlkun þess. „Pierney er þýskur og hann var ofsalega óánægður með það hvern- ig ég gerði þetta til að byrja með. En þá var ég nú líka bara að byrja, og honum fannst ég syngja hlut- verkið of mikið. Þetta þarf að vera talsvert minimalískt og núna er ég sammála honum um það. Sönglesið er mikið, en inn á milli koma þó línur, þar sem röddin má fá að njóta sín betur; til dæmis þar sem sagt er frá því að María sé þunguð. Það augnablik má taka sinn tíma, og guðspjallamaðurinn má leyfa línunni að njóta sín. Það er alveg í samræmi við boðskapinn. En ég hlakka til og æðislegt lið sem ég er með.“ Í flutningi ekta barokkhljóm- sveitar hljómar verkið hálftóni neð- ar en ella væri, og segir Eyjólfur það gott fyrir sig. „Í nútímaflutn- ingi þarf maður að taka meira á. Þar fer maður upp á a, en as í barokkflutningnum – en svo liggur þetta líka talsvert hátt allan tím- ann. Þótt þetta sé ekki nema hálftóni lægra er strax auðveldara að koma textanum til skila, en guð- spjallamaðurinn ber söguna uppi og tengir öll önnur atriði verksins saman. Þetta er búið að vera æðislegur skóli fyrir mig að ganga í gegnum og ég hlakka til að fá að syngja þetta oftar. Þetta er gott verk til að læra að setja sig inn í texta án þess að þurfa að vera að syngja á útopnu,“ segir Eyjólfur. Þess má geta að á tónleikum helgarinnar býðst aðdáendum síð- asta tækifæri að sinni til að hlýða á söng Schola cantorum, því hlé verður gert um hríð á starfsemi kórsins að þeim loknum. Tónlist | Eyjólfur Eyjólfsson er guðspjallamaður í barokktúlkun Jólaóratoríunnar Prófraun á smekkvísi í söng Morgunblaðið/Jim SmartLeikið á barokkhljóðfærin á æfingu í vikunni. Eyjólfur Eyjólfsson Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveitin Upplyfting í kvöld Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort á Toscu - Upplögð gjöf fyrir tónelska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í kr. 6.500 – og allt þar á milli. - 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafakorts. Gjafakort seld í miðasölu. Miðasala á netinu: www.opera.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 12/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI Nemendasýning - tónlist - dans. Lifandi tónlist og ball í forsal Í kvöld kl 20:30 - kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20, Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning þri 28/12 - UPPSELT Fi 30/12 kl 20, Lau 8/1 kl 20 Su 9/1 kl 20 GJAFAKORTIN OKKAR GILDA ENDALAUST Ævintýrið um Augastein Frábær jólasýning fyrir alla fjölskylduna! Sun. 12. des. kl. 14.00 ÖRFÁ SÆTI Sun. 19. des. kl. 14.00 ÖRFÁ SÆTI Sun. 26. des. (annar í jólum) kl. 14.00 ÖRFÁ SÆTI Miðasala í síma 866 0011 og á senan@senan.is Leikhópurinn Á senunni - www.senan.is ☎ 552 3000 AUKASÝNING Í JANÚAR VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR • Sunnudag 12/12 kl 20 UPPSELT • Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ www.loftkastalinn.is ELVIS Í JÓLAPAKKANN! Gjafakort í leikhúsið - skemmtileg og öðruvísi jólagjöf í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Í kvöld lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 örfá sæti laus, lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1 örfá sæti laus, lau. 15/1 nokkur sæti laus, lau. 22/1 nokkur sæti laus. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 12/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning örfá sæti laus, sun. 9/1 kl. 14:00. ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. þri. 28/12 örfá sæti laus, 3. sýn. mið. 5/1 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Í kvöld lau. 11/12 örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. mið. 29/12, fös. 7/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 7/1, fös. 14/1, fim. 20/1. NÍTJÁNHUNDRUÐ SÍÐASTA SÝNING FYRIR JÓL Í KVÖLD! Lau . 11 .12 20 .00 UPPSELT F im. 30 .12 20 .00 UPPSELT Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! gjafakort - tilvalin jólagjöf Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 UPPSELT Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Jólasöngvar Vox academica Stjórnandi Hákon Leifsson. Háteigskirkja laugardaginn 11. desember kl. 17.00. Aðgangseyrir 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.