Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JÓLAÓRATÓRÍA Jóhanns Sebast-
ians Bachs er þekktasta og stór-
brotnasta tónverk sem samið hefur
verið í tilefni af
fæðingarhátíð
Krists og er
sjálfsagður hluti
af hátíðarbrag
jólanna um allan
heim. Fyrri hluti
þessa mikla
verks (kantötur
I–III) verður
fluttur í Hall-
grímskirkju kl.
17 í dag og á morgun. Tónleikarnir
eru lokaviðburður Tónlistarhátíðar
á jólaföstu sem Listvinafélag Hall-
grímskirkju gengst fyrir. Hér er
um merkan viðburð í íslensku tón-
listarlífi að ræða því á tónleikunum
mun verk Bachs í fyrsta sinn
hljóma í barokkflutningi hér á
landi. Leikið verður á hljóðfæri frá
barokktímanum eða eftirlíkingar
slíkra hljóðfæra og útgangspunktur
túlkunar verksins er söguleg og
stílhrein nálgun við tónlist meist-
arans. Alþjóðleg barokksveit frá
Hollandi, The Hague International
Baroque Orchestra, flytur verkið
ásamt kammerkórnum Schola can-
torum og ungum íslenskum ein-
söngvurum undir stjórn Harðar
Áskelssonar.
The Hague International Baroq-
ue Orchestra samanstendur af ung-
um hljóðfæraleikurum frá sautján
þjóðlöndum í fjórum heimsálfum
sem allir hafa sérhæft sig í túlkun
barokktónlistar á upprunaleg hljóð-
færi.
Einsöngvararnir á tónleikunum,
þau Elfa Margrét Ingvadóttir sópr-
an, Guðrún Edda Gunnarsdóttir
alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og
Benedikt Ingólfsson bassi, eru í
framvarðasveit yngri kynslóðar ís-
lenskra söngvara. Þau koma öll úr
röðum fyrrverandi og núverandi fé-
laga Schola cantorum.
Má ekki sykra
hendingarnar um of
Eyjólfur Eyjólfsson fer með hlut-
verk guðspjallamannsins, sem er
eitt stærsta hlutverk sem ten-
órsöngvarar takast á við.
„Já, það er margt í þessu hlut-
verki. Í fyrsta lagi er það ofboðs-
lega fallegt, og svo er hægt að kafa
endalaust í það og læra. Svo finnst
mér það líka mikil prófraun á
smekkvísi í söng. Söngvarinn má
ekki sykra hendingarnar of mikið,
hann verður að halda sig við þá
staðreynd að hann er sögumað-
urinn og er að segja sögu, en ekki
að syngja lög. Þetta fannst mér
svolítið erfitt, því laglínurnar eru
svo fallegar og auðvelt að gleyma
sér í þeim.“
Eyjólfur segir það hafa verið
óhemju skemmtilegt að læra hlut-
verk guðspjallamannsins, en þetta
er í fyrsta sinn sem hann syngur
það. Hann fékk nokkra kennara
sína við óperudeildina í Guildhall-
tónlistarskólanum í London til að
leiðbeina sér með það. Einn þeirra
er Rudolf Piernay. „Það hefur ver-
ið mjög gaman að heyra skoðanir
kennara minna á hlutverkinu og fá
innsýn þeirra í verkið. Svo verður
maður bara að velja það besta úr
því sem maður lærir.“
Eyjólfur samsinnir því að hlut-
verk guðspjallamannsins sé þess
eðlis að allir hafi á því skoðun – og
það jafnvel sterka, og telji sig vita
hvernig best fari á túlkun þess.
„Pierney er þýskur og hann var
ofsalega óánægður með það hvern-
ig ég gerði þetta til að byrja með.
En þá var ég nú líka bara að byrja,
og honum fannst ég syngja hlut-
verkið of mikið. Þetta þarf að vera
talsvert minimalískt og núna er ég
sammála honum um það. Sönglesið
er mikið, en inn á milli koma þó
línur, þar sem röddin má fá að
njóta sín betur; til dæmis þar sem
sagt er frá því að María sé þunguð.
Það augnablik má taka sinn tíma,
og guðspjallamaðurinn má leyfa
línunni að njóta sín. Það er alveg í
samræmi við boðskapinn. En ég
hlakka til og æðislegt lið sem ég er
með.“
Í flutningi ekta barokkhljóm-
sveitar hljómar verkið hálftóni neð-
ar en ella væri, og segir Eyjólfur
það gott fyrir sig. „Í nútímaflutn-
ingi þarf maður að taka meira á.
Þar fer maður upp á a, en as í
barokkflutningnum – en svo liggur
þetta líka talsvert hátt allan tím-
ann.
Þótt þetta sé ekki nema hálftóni
lægra er strax auðveldara að koma
textanum til skila, en guð-
spjallamaðurinn ber söguna uppi
og tengir öll önnur atriði verksins
saman.
Þetta er búið að vera æðislegur
skóli fyrir mig að ganga í gegnum
og ég hlakka til að fá að syngja
þetta oftar. Þetta er gott verk til
að læra að setja sig inn í texta án
þess að þurfa að vera að syngja á
útopnu,“ segir Eyjólfur.
Þess má geta að á tónleikum
helgarinnar býðst aðdáendum síð-
asta tækifæri að sinni til að hlýða á
söng Schola cantorum, því hlé
verður gert um hríð á starfsemi
kórsins að þeim loknum.
Tónlist | Eyjólfur Eyjólfsson er guðspjallamaður í
barokktúlkun Jólaóratoríunnar
Prófraun á smekkvísi í söng
Morgunblaðið/Jim SmartLeikið á barokkhljóðfærin á æfingu í vikunni.
Eyjólfur Eyjólfsson
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Hljómsveitin
Upplyfting
í kvöld
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
SÍÐUSTU SÝNINGAR
sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14
Gjafakort á Toscu
- Upplögð gjöf fyrir tónelska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini
Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í kr. 6.500 – og allt þar á milli. - 20% afsláttur af völdum
útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafakorts.
Gjafakort seld í miðasölu.
Miðasala á netinu: www.opera.is
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Su 12/12 kl 20,
Mi 29/12 kl 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögum
Böðvars Guðmundssonar
Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT
Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT
Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST
Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400
Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000
VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
- pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 2/1 kl 14,
Su 9/1 kl 14,
Su 16/1 kl 14
Su 23/1 kl 14,
Su 30/1 kl 14
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20
KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI
Nemendasýning - tónlist - dans.
Lifandi tónlist og ball í forsal
Í kvöld kl 20:30 - kr. 1.500
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20,
Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco Í samstarfi við LA
Frumsýning þri 28/12 - UPPSELT
Fi 30/12 kl 20,
Lau 8/1 kl 20
Su 9/1 kl 20
GJAFAKORTIN OKKAR
GILDA ENDALAUST
Ævintýrið um Augastein
Frábær jólasýning
fyrir alla fjölskylduna!
Sun. 12. des. kl. 14.00 ÖRFÁ SÆTI
Sun. 19. des. kl. 14.00 ÖRFÁ SÆTI
Sun. 26. des. (annar í jólum)
kl. 14.00 ÖRFÁ SÆTI
Miðasala í síma 866 0011 og á
senan@senan.is
Leikhópurinn Á senunni - www.senan.is
☎ 552 3000
AUKASÝNING Í JANÚAR
VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR
• Sunnudag 12/12 kl 20 UPPSELT
• Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI
• Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ www.loftkastalinn.is
ELVIS Í JÓLAPAKKANN!
Gjafakort í leikhúsið - skemmtileg og öðruvísi jólagjöf
í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
• Stóra sviðið kl. 20:00
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Í kvöld lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 örfá sæti laus,
lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1 örfá sæti laus, lau. 15/1 nokkur sæti laus, lau. 22/1 nokkur sæti laus.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Sun. 12/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning örfá sæti laus, sun. 9/1 kl. 14:00.
ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson
Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. þri. 28/12 örfá sæti laus, 3. sýn. mið. 5/1 örfá
sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1.
• Smíðaverkstæðið kl. 20:00
NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco
Í kvöld lau. 11/12 örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. mið. 29/12, fös. 7/1.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
• Litla sviðið kl. 20:00
BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson
Fös. 7/1, fös. 14/1, fim. 20/1.
NÍTJÁNHUNDRUÐ
SÍÐASTA SÝNING FYRIR JÓL Í KVÖLD!
Lau . 11 .12 20 .00 UPPSELT
F im. 30 .12 20 .00 UPPSELT
Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18
Lokað á sunnudögum
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
ÓLIVER!
gjafakort - tilvalin
jólagjöf
Óliver! Eftir Lionel Bart
Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums.
Mið 29/12 kl 20 UPPSELT
Fim 30/12 kl 16 UPPSELT
Fim 30/12 kl 21 UPPSELT
Sun 2/1 kl 14 UPPSELT
Sun 2/1 kl 20 örfá sæti
Fim 6/1 kl 20 örfá sæti
Lau 8/1 kl 20 UPPSELT
Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti
Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti
Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti
Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
Jólasöngvar
Vox academica
Stjórnandi Hákon Leifsson.
Háteigskirkja
laugardaginn 11. desember kl. 17.00.
Aðgangseyrir 1.000 kr.