Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 55
húss Seyðisfjarðar. Guð blessi ykkur
öll.
Þín afabörn
Arnheiður, Daði og Þórunn.
Sérlega kær vinur okkar
hjónanna, Kristmann Jónsson út-
gerðarmaður og fiskverkandi á
Eskifirði er látinn. Á þingmannsár-
um mínum kom ég ótal sinnum á
myndarlegt menningarheimili
þeirra hjóna við Lambeyrargötu á
Eskifirði. Oft bar mig að garði eftir
erfið ferðalög um víðlent kjördæmi
og var alltaf tekið opnum örmum.
Kristmann var fæddur í Eskifjarð-
arseli og ólst upp í stórum systk-
inahópi við mikla fátækt. Hann var
aðeins níu ára gamall, þegar hann
missti föður sinn og fór þá í fóstur
hjá Gunnari bónda á Fossvöllum í
Jökulsárhlíð. Kristmann var glæsi-
legur maður, ágætur íþróttamaður
og langaði til náms í Íþróttaskóla
Sigurðar Greipssonar í Haukadal, en
komst ekki vegna féleysis. Þetta var
hlutskipti margra efnismanna á
þeirri tíð. Hins vegar gekk Krist-
mann á Eiðaskóla og lauk námi það-
an vorið 1937. Þá heyrði ég hans
fyrst getið en þeir voru skólabræður
hann og Þorvarður heitinn bróðir
minn. Hafði Þorvarður orð á að
Kristmann hefði verið einn vaskasti
maður skólans. En hugur Krist-
manns var alltaf bundinn við sjó-
mennsku og útgerð. Að námi loknu
hélt hann til Hríseyjar á síld, en
fyrsti vísir að útgerð hans hófst í
Borgarfirði eystra, þar sem hann
gerði út trillu ásamt félaga sínum.
Árið 1945 stofnaði Kristmann út-
gerðarfélag ásamt fleirum og þeir
festu kaup á 55 lesta eikarbáti. Hann
var svo áfram lengi í útgerðarrekstri
ásamt Hilmari Bjarnasyni og gerðu
þeir út aflaskipið Seley og raunar
einnig aðra Seley, sem þeir keyptu
árið 1966.
Á öndverðum áttunda áratugnum
hætti Kristmann farsælum útgerð-
arrekstri. Hann hafði áður jafnframt
útgerðinni fengist við síldarsöltun,
en eftir að síldin hvarf hóf hann salt-
fiskverkun. Hugur hans var jafnan á
sjónum og við úrvinnslu sjávaraf-
urða. Hann valdi sér sess sem sjó-
maður, útgerðarmaður og fiskverk-
andi. Það má með fullum rétti segja,
að útgerðar- og útvegsmenn 20. ald-
arinnar hafi átt ríkulegan þátt í stór-
kostlegum framförum og uppbygg-
ingu, sem gjörbreytti öllum hag
íslensku þjóðarinnar. Kristmann
kunni þó jafnan best við sig meðal
starfsfólks síns. Hann var sannar-
lega maður fólksins.
Árið 1949 var mikið hamingju- og
happaár í lífi Kristmans. Þá gekk
hann að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína Arnheiði Klausen. Adda var
glæsileg kona, sem bjó þeim hjónum
og fjölskyldu frábært heimili. Þau
bjuggu við mikið barnalán og eign-
uðust fimm mannvænleg börn, sem
öll eru uppkomin, en urðu fyrir
þeirri sorg að missa kornunga tví-
bura. Heimili þeirra hjóna var ein-
staklega aðlaðandi og þar sveif góð-
ur andi yfir vötnunum. Kristmann
var mjög félagslyndur og fórnfús í
félagsstarfi, enda ljúflingur í allri
framkomu. Hann var lengi forystu-
maður Framsóknarmanna á Eski-
firði. Þá var hann formaður ung-
mennafélagsins og alla tíð
áhugasamur um íþróttir. Hann var
um árabil félagi í Lionsklúbbnum á
Eskifirði. Hann varð snemma
frammámaður í sveitarstjórnarmál-
um. Sat í hreppsnefnd fyrir Fram-
sóknarflokkinn árin 1963–1974 og
bæjarfulltrúi Eskifjarðarkaupstaðar
til ársins 1978. Var hann fyrsti for-
seti bæjarstjórnar hins nýstofnaða
kaupstaðar. Síldarútvegsnefnd hafði
mikil umsvif á þessum tíma. Var
Kristmann kosinn af Alþingi í nefnd-
ina og varð formaður hennar árin
1981–1989 og varaformaður 1990–
1991.
Nú er þessi glæsilegi maður geng-
inn og má enginn sköpum renna.
Með þessum fátæklegu orðum vil ég
minnast drengskaparmanns, bar-
áttufélaga og vinar okkar hjónanna.
Við sendum Öddu og þeirra mynd-
arlega frændgarði innilegar samúð-
arkveðjur með þökkum fyrir allt og
allt.
Tómas Árnason.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 55
MINNINGAR
✝ Bjarnþór Eiríks-son fæddist í
Langholti í Hraun-
gerðishreppi 10. jan-
úar 1934. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
3. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Eiríkur
Ágúst Þorgilsson
bóndi í Langholti, f.
19. ágúst 1894, d. 11.
september 1967, og
kona hans Lilja
Bjarnadóttir, f. 11.
janúar 1896, d. 23.
maí 1988. Bjarnþór á fimm al-
systkini, þau eru: Tryggvi, f. 26.
september 1921, d. 21 febrúar
1996, Þorgils, f. 14. ágúst 1927,
Rósa, f. 7. ágúst 1929, d. 23.
ágúst 1929, Sigríður, f. 11. októ-
ber 1930, Sighvatur, f. 9. nóv-
ember 1938, Eydís Lilja, 10. jan-
úar 1943, og hálfbróðir
samfeðra, Karl, f. 9. júní 1916.
Hinn 27. ágúst 1961 giftist
Bjarnþór Önnu Jóhannesdóttur,
f. 15. maí 1937. Börn þeirra eru:
A) Hrönn, f. 9. ágúst 1956, maki
Sigurjón Sigurjónsson f. 15. júlí
1953, sonur þeirra er Ágúst Þór,
sambýliskona Þóra Stefánsdóttir.
B) drengur, f. 17. apríl 1960, d.
sama dag. C) Geir, f. 25. maí
1961, maki Sandra Björgvins-
dóttir f. 2. febrúar 1962, börn
þeirra eru Anney Ýr og Bergþór
Vikar. D) Lilja, f. 13. mars 1963,
maki Jóhannes Rúnarsson f. 9.
júní 1962. Börn þeirra eru Atli
Rúnar og Íris Mjöll. Fyrir átti
Lilja Maríönnu með
Magnúsi Ver Magn-
ússyni, f. 23. apríl
1963. E) Jóhanna, f.
26. nóvember 1966,
maki Egill Jónsson,
f. 24. nóvember
1967. Synir þeirra
eru Bjarnþór, Þor-
geir og Hrannar
Þór. Fyrir átti
Bjarnþór dótturina
Eygló, f. 6. maí 1955
með Erlu Eyjólfs-
dóttur. Eygló var
gift Gunnari Ing-
ólfssyni, f. 18. sept-
ember 1955, d. 19. apríl 1988.
Dætur þeirra eru Linda Dröfn,
maki Hrannar Sigrúnarson, dæt-
ur þeirra eru Embla Rut, d. 25.
janúar 2002, og Auður Erla. Erla
Björg, sambýlismaður Erlendur
Egilsson, sonur þeirra Gunnar
Tumi. Fyrir átti Erla dótturina
Köru Björk. Barnsfaðir Eyglóar
er Stefán Pétur Þorbergsson f.
23. ágúst 1956, synir þeirra eru
Arnar Pétur og Fannar Pétur.
Bjarnþór og Anna hófu sinn
búskap í Þorlákshöfn og byggðu
sér hús á Oddabraut 11. Þar hafa
þau verið búsett síðan. Bjarnþór
var lengi vel sjómaður í Þorláks-
höfn en einnig starfaði hann sem
bifreiðastjóri í ýmsum verkefn-
um. Árið 1988 tók hann við stöðu
húsvarðar í Grunnskóla Þorláks-
hafnar og var hann þar til ársins
2003.
Útför Bjarnþórs fer fram frá
Þorlákskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi, mikið á ég eftir að
sakna þín. Löngum, erfiðum veikind-
um þínum er lokið. Þú tókst veik-
indum þínum af æðruleysi og rósemi
sem þér einum er líkt.
Barnabörnin voru stolt þitt. Börn-
in mín eiga eftir að sakna hvatninga
þinna og góðra ráða, þú hvattir þau
og náðir til þeirra á jafningjagrund-
velli. Á afa tóku þau mark, enda var
æsingurinn hvergi nærri. Stundirn-
ar sem við áttum saman í lokin heima
í Þorlákshöfn, á Landspítalanum og
á líknardeildinni eru mér dýrmætar
og mikils virði. Pabbi, þær gáfu mér
svo mikið.
Þessi ljóðabrot eru mér kær og
lýsa þér svo vel, elsku pabbi, hvernig
þú tókst á við veikindi þín og studdir
okkur og huggaðir í leiðinni.
Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því, að þér á herðar
þyngri byrði’ ei varpað er
en þú hefir afl að bera.
Orka blundar næg í þér.
Þerraðu kinnar þess er grætur
þvoðu kaun hins særða manns
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta
hjálp í lífsins vanda’ og þraut.
(Erla skáldkona.)
Þín dóttir
Lilja.
Elsku besti afi, nú ert þú farinn
frá okkur en skilur eftir þig röð
minninga sem við munum varðveita
að eilífu. Þú hefur alltaf verið til stað-
ar fyrir okkur öll, barnabörnin þín,
hvað sem á hefur gengið. Alltaf
stóðst þú við bakið á okkur og hvattir
okkur áfram, alveg sama hvað það
var.
Hvað þú elskaðir tónlist og hvað
þú hafðir unun af því að spila með
okkur á harmonikku eða hvað sem
hendi var næst. Bestu dæmin um
hvað þú varst ákveðinn að styðja
okkur í tónlist er þegar þú fórst og
keyptir bassa fyrir Þorgeir og gafst
Atla harmonikku.
Ferðalög áttu alltaf ákveðinn stað
í hjarta þínu og okkar líka. Mörg
voru þau ferðalög sem við fórum með
þér og ömmu í heimaútbúnum hús-
bílum hvert á land sem er. Allar þær
stundir sem við höfum öll átt hjá þér
og ömmu á Oddabrautinni í Þorláks-
höfn, lékum okkur í garðinum og þú
fannst alltaf eitthvað fyrir okkur til
þess að leika með, alveg sama hvort
það voru sprengjumælar eða stærsta
tjaldið sem til var. Það var líka alltaf
gaman að koma í heimsókn og fá að
fara í heita pottinn sem þú bjóst til
bak við hús. Bílskúrinn þinn hefur
allt verið eins og fjársjóðskista í okk-
ar augum, það var svo margt þar að
finna og gaman að koma þar inn með
þér að leita að einhverju spennandi.
Öll höfum við eytt löngum tíma hjá
ykkur í Þorlákshöfn, oft yfir sum-
artíma og seinast var það hann Þor-
geir sem var hjá þér og spilaði fót-
bolta með Knattspyrnufélaginu Ægi.
Það var mjög gaman að fara með
þér og fjölskyldunni í gróðurreitinn
sem þú komst upp úti á sandi. Á
hverju ári fórum við og gróðursett-
um fullt af trjám og skemmtum okk-
ur í leikjum og svo var grillað þegar
við vorum búin.
Afi, þú hefur verið stoð okkar og
stytta í lífinu, hvað sem á bjátaði þá
gast þú reddað hlutunum. Það var
alltaf gott að koma og gista hjá þér
og ömmu. Takk fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir okkur, alla hjálpina og
trú þína á okkur.
Elsku afi við söknum þín svo mik-
ið.
Bless elsku afi og guð geymi þig.
Ástarkveðja,
barnabörnin þín.
Elsku afi minn. Núna ertu farinn
frá mér og ég mun alltaf sakna þín.
Þú verður mér aldrei gleymdur,
öll þín ást og kærleikur verður ávallt
í mínu hjarta.
Nú er þessari löngu og erfiðu bar-
áttu þinni við þennan vonda sjúkdóm
loks lokið.
Þetta eru búnir að vera erfiðir
tímar hjá okkur öllum. En það var
hugsað vel um þig á líknardeildinni í
Kópavogi og þar leið þér vel flesta
daga. Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til þín á líknardeildina þó
að stundum tæki það verulega á mig.
Þegar þú varst í Þorlákshöfn þá
varstu alltaf að gera eitthvað á fullu;
vinna, gera eitthvað í bílskúrnum
eða bara dunda þér við að búa til
hina ýmsu hluti. Ef þér datt í hug að
búa til einhvern hlut, þá fórstu bara
út í bílskúr og gerðir það. Þegar ég
var lítil kom ég oft til þín og Bjarn-
þór líka og við Bjarnþór lékum okk-
ur í moldarkofanum með Símoni og
þú tókst þetta upp á vídeó.
Ég vildi vera sem oftast í Þorláks-
höfn hjá ömmu og afa, ég var mikil
ömmu- og afastelpa. Er það reyndar
ennþá.
Það er mjög erfitt fyrir mig að
sleppa af þér takinu og horfast í
augu við þá staðreynd að þú sért
ekki lengur hjá okkur. Ég veit að
þetta var þér fyrir bestu og að núna
líður þér vel og þjáist ekki lengur af
þessum slæma sjúkdómi. Núna verð
ég að halda áfram að lifa og læra all-
ar lífsins listir og allt það sem þú
hefðir viljað að ég myndi gera. Þú
studdir mig í öllu sem ég gerði, alveg
sama hvað það var, nema þú varst
ekki alveg nógu ánægður þegar ég
fór að æfa fótbolta, því það væri
strákaíþrótt, en fljótlega breyttust
viðhorf þín og annarra til kvennafót-
bolta og þá fékk ég allan þinn stuðn-
ing sem þú gast gefið.
Afi minn þú varst með svo stórt
hjarta, þú gast rúmað svo mikla ást
þar og kærleik. Ég elska þig af öllum
lífs- og sálarkröftum og þér mun ég
aldrei gleyma, alltaf verður þú mér
efst í huga.
Takk fyrir að vera besti og frá-
bærasti afi í heimi.
Þín afastelpa
Maríanna Magnúsdóttir.
Í dag er borinn til grafar afi minn
en þar sem ég er búsett erlendis get
ég ekki fylgt honum hans hinstu leið.
Það er erfitt að geta ekki kvatt á
hinn formlega hátt en ég geri það á
minn hátt í staðinn. Ég hugsa um
stundirnar sem við áttum saman.
Dýrmætar minningar og gullmola
sem ég finn að eiga sérstakan stað í
hjarta mínu.
Sem barn fór ég stundum til afa og
ömmu í Þorlákshöfn. Þar var alltaf
tekið vel á móti mér enda leið mér
alltaf eins og lítilli prinsessu. Hæst
standa allar ferðirnar í heita pottinn
hans afa. Það var alveg sama hvenær
eða undir hvaða kringumstæðum
litla prinsessan vildi fara í pottinn
um leið og óskin barst var byrjað að
láta vatnið renna. Félagsskapurinn
var bestur við þessar pottaferðir því
aldrei var maður látinn fara í pottinn
einn. Þessar bernskuminningar
gleymast aldrei.
Það sem stendur næst hjarta mínu
í dag er þegar afi hjálpaði litla aul-
anum mér að flytja að heiman og
finna mér bíl. Hann kom margar
ferðir í bæinn til að keyra um bílasöl-
ur Reykjavíkur með mér enda átti ég
að eignast besta bílinn á hagstæð-
asta verðinu. Fyrir mér snérist þetta
minnst um bílakaup heldur miklu
meira um yndislegan félagsskap. Ég
fékk tækifæri til þess að kynnast afa
mínum upp á nýtt ekki lengur sem
lítil frek prinsessa heldur fullorðinn
einstaklingur. Það var gott að labba
við hliðina á honum, spá í bílana,
spjalla um hversdagsleikann, grínast
og hlæja. Það var bæði auðvelt og
notalegt að vera í kringum hann.
Honum fannst það heldur ekkert
leiðinlegt að allir bílasalarnir héldu
að hann væri pabbi minn. Ekki mér
heldur.
Afi varð aldrei gamall maður því
hann var bæði unglegur í anda og út-
liti. Hann hafði mikla útgeislun og
fallegu brúnu augun hans höfðu að
geyma góðmennsku sem maður gat
alltaf treyst á. Ég mun alltaf vera
stolt af honum afa mínum.
Guð geymi þig, elsku afi.
Elsku amma og systkinin öll. Ég
er með ykkur í anda.
Erla Björg.
Í dag kveðjum við Bjarnþór, fyrr-
um húsvörð við Grunnskólann í Þor-
lákshöfn. Hann hafði átt við illvígan
sjúkdóm að stríða sem lagði hann að
lokum að velli, tók hann alltof fljótt
frá okkur.
Haustið 1988 kom ég til starfa sem
skólastjóri í Þorlákshöfn. Er stutt
var liðið á haustið var Bjarnþór ráð-
inn húsvörður við skólann. Við höf-
um því verið samhliða í farsælu sam-
starfi hér undanfarin 16 ár, en með
Bjarnþóri var einstaklega gott að
starfa og ekki man ég til þess að
nokkurn tímann hafi borið skugga á
okkar samstarf. Það var sama hvað
ég bað hann um, hann var ætíð boð-
inn og búinn og gerði hlutina fljótt og
vel. Mér er minnisstætt hve hjálp-
samur hann var þegar við vorum að
setja upp leikverk með nemendum
ár eftir ár, en við uppsetningu á slík-
um verkum er svo ótal margt sem
gæta þarf að og þar var Bjarnþór
ætíð tilbúinn að leggja sitt af mörk-
um. Þegar við settum upp Járnhaus-
inn fyrir nokkuð mörgum árum vant-
aði hljóðfæraleikara í eitt atriðið og
þá var Bjarnþór strax tilbúinn með
nikkuna en hann var ágætur harm-
onikkuleikari.
Bjarnþór var alla tíð samvisku-
samur starfsmaður sem tók starf sitt
alvarlega. Hann var hagleiksmaður
og gerði sjálfur við flest það sem af-
laga fór. Bjarnþór var vinsæll af
nemendum skólans og var alltaf boð-
inn og búinn að hjálpa þeim. Margar
ferðir fór hann með þá en hann átti
litla rútu sem hentaði ágætlega fyrir
eina bekkjardeild og var því gott að
geta gripið til hans með stuttum fyr-
irvara. Það er stór hópur af ungu
fólki sem hefur farið í gegnum
Grunnskólann okkar á þeim árum
sem Bjarnþór starfaði þar og nem-
endur sjá nú á eftir traustum, róleg-
um, hjálpfúsum manni sem alltaf var
hægt að leita til.
Bjarnþór var mjög félagslynd per-
sóna. Hann tók virkan þátt í starf-
semi Starfsmannafélags Grunn-
skólans og eftir að hann hætti
störfum var hann gerður að heiðurs-
félaga þess. Við, starfsmenn skólans,
söknum Bjarnþórs, bæði sem sam-
starfsmanns okkar og ekki síður sem
vinar og félaga til margra ára. Hug-
ur okkar er nú hjá eftirlifandi fjöl-
skyldu hans.
Elsku Anna og fjölskylda, megi
góður Guð styrkja ykkur í sorg og
söknuði ykkar á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Halldór Sigurðsson.
Hugurinn leitar til æskuáranna.
Hópur af krökkum stendur á bölum,
að slíta humar, ný vinnsla er hafin í
Höfninni. Mikill atgangur er í körl-
unum í kringum okkur; Jenna,
Massa, Gvendi Hall, Jóa Karls og
einn af þeim; Bjarnþór, ber á borð til
okkar. Í öllum þessum hávaða og lát-
um gaf Bjarnþór sér stund til að
spjalla við okkur: „Og hvað ætlið þið
að verða svo þegar þið eruð orðin
stór?“ var ein af þeim spurningum
sem hann lagði fyrir okkur og hann
kímdi yfir svörum okkar og hafði
gaman af. Þessir eðliskostir voru
Bjarnþóri eiginlegir. Hann átti gott
með samskipti, var spaugsamur og
hafði létta lund.
Bjarnþór og Anna Jóhannesdóttir,
kona hans, voru í hópi frumbyggja
Þorlákshafnar, þau reistu sér hús við
B-götu 11 og hefur heimili þeirra
staðið þar æ síðan. Þeim varð fjög-
urra barna auðið; Hrönn, Geir, Lilja
og Jóhanna, áður átti Bjarnþór eina
dóttur, Eygló.
Bjarnþór stundaði í fyrstu sjó-
mennsku, var mótoristi eins og það
var nefnt þá, hjá Baldri Karls og
seinna meir keyptu þeir bát saman,
Rán, sem þeir gerðu út um hríð. Er
Bjarnþór kom í land má segja að
hans aðalstarf hafi verið bifreiða-
akstur. Síðustu starfsárin sín vann
hann sem húsvörður í Grunnskóla
Þorlákshafnar. Í öllum þessum störf-
um nutu hans eðlislægu kostir sín
vel. Bjarnþór var handlaginn, átti
létt með að vinna með öðrum, brosið
var aldrei langt undan og öll hans
verk gengu vel fyrir sig. Bjarnþór
var karlmannlegur á velli, bar sig
vel, léttleikinn geislaði frá honum og
á góðum stundum greip hann í nikk-
una og samstundis var hraustlega
tekið undir og dansinn stiginn. Síð-
asta ár var honum erfitt og ljóst að
hverju stefndi, en öllu þessu tók
hann af æðruleysi.
Góður drengur er kvaddur í dag
og ég sendi Önnu konu hans og börn-
um sem og öðrum aðstandendum
hans mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Bjarn-
þórs Eiríkssonar.
Þorsteinn Garðarsson.
BJARNÞÓR
EIRÍKSSON