Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingunn Björns-dóttir fæddist á Stóru-Ökrum 18. júlí 1922. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki mánudaginn 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Gunn- arsdóttir húsfreyja á Stóru-Ökrum, f. 22.11. 1894, d. 10.10. 1985, og Björn Sig- urðsson bóndi og símstöðvarstjóri þar, f. 4.8. 1894, d. 21.10. 1985. Systkini Ingunnar eru: Gunnfríður Ingibjörg, f. 29.2. 1920, Herdís, f. 23.12. 1925, Gunnar, f. 14.8. 1927, d. 28.10. 1988, og Sigurður, f. 14.8. 1927. Maður Ingunnar var Geir Ax- elsson, f. 23.11. 1922, d. 20.5. 2002. Foreldrar hans voru Val- gerður Stefánsdóttir frá Hall- dórsstöðum á Langholti og Axel Jóhannesson bóndi á Torfum í Eyjafirði. Ingunn og Geir eign- uðust sjö börn. Þau eru: 1) Sig- rún, f. 20.5. 1945, gift Gunnari Helga Magnússyni. 2) Gerður, f. 16.10. 1946. 3) Grét- ar, f. 20.3. 1948, kvæntur Sigrúnu Lóu Jósefsdóttur. 4) Herdís Aðalheiður, f. 26.9. 1951, sam- býlismaður Jóhann Ólafsson. 5) Gísli Hólm, f. 3.7. 1953, kvæntur Sólveigu Sigríði Einarsdótt- ur. 6) Erna, f. 22.3 1956, gift Gísla Frostasyni. 7) Val- gerður Sigríður, f. 12.12. 1960, sam- býlismaður Birgir Valdimarsson. Barnabörn Ing- unnar og Geirs eru 20 og barna- barnabörnin 30. Ingunn og Geir bjuggu fyrstu árin í Bakkaseli en Björn faðir Ingunnar rak þar greiðasölu. Fluttu þau síðan að Hrólfsstöðum þar sem þau bjuggu í 8 ár, eða þar til þau eignuðust jarðirnar Litladal og Brekkukot en þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Sauðárkrók árið 1982. Útför Ingunnar fer fram frá Miklabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hjá vöggu minni mamma söng í myrkum næturskugga. Þau kvæðin voru ljúf og löng og lægnust mig að hugga. Á hvítum svæfli svaf ég rótt og sveif í draumalöndin þá signdi mig svo milt og hljótt þín mjúka kærleikshöndin. Ó, elsku góða mamma mín, þín mynd í hug mér ljómar, er ljúfa vögguvísan þín svo viðkvæmt til mín hljómar. (Margrét Jónsdóttir.) Þá er þetta búið, minningarnar streyma fram í hugann svo ótal, ótal margar. Þær lifa áfram. Takk fyrir allt og allt. Megi góður Guð varðveita þig elsku mamma mín. Þín Herdís Aðalheiður. Það er oft skrýtið hvernig börn skynja hluti sem maður skilur ekki. Eitt kvöldið á dögunum vorum við að sýna Ástrós Hind myndir frá því um síðustu jól og rifja upp hvað allir heita. Þá kom mynd af Ingunni ömmu og Ástrós Hind spyr hvað hún heiti, Langa segir Hugrún og Ástrós Hind segist vilja hitta hana. Hálf- tíma seinna hringir mamma og segir mér að amma sé dáin, hafi dáið fyrir rúmum hálftíma. Úr því sem komið var, var það besta sem gat gerst að amma fengi að fara, orðin mjög slöpp. Ekki lík þeirri konu sem ég man eftir og mað- ur hugsaði að ætti helst heima á Al- þingi. Hún hafði skoðanir á öllum hlutum í þjóðfélaginu og sagði sínar meiningar, sem flestar voru hliðholl- ar Framsóknarflokknum. Hún sat oft við eldhúsbekkinn eða við endann á eldhúsborðinu og þusaði því út sem hún meinti. Það var alltaf gott að koma til ömmu og vera hjá henni og afa. Fyrst man ég eftir þeim í Brekku- koti en þar var ég ósjaldan og hafði það gott. Amma hafði gaman af tón- list og þar lærði maður að hlusta á Hauk Morthens og Ragga Bjarna, Haukur var sérstaklega í miklu uppáhaldi. Þegar hún var svo flutt á Hólaveginn var það Bubbi frændi Hauks sem varð uppáhalds. Amma alþingismaður var nútímakona að því leyti. Í Brekkukoti kenndi amma mér tvo hluti sem munu erfast til af- komenda minna, það er að fara alltaf með Faðirvorið áður en maður fer að sofa og heyra söguna af Búkollu við og við. Reyndar sagði amma mér hana alltaf áður en ég fór að sofa. Mér þótti það líka sport þegar amma var að þvo afa um hárið í eld- húsvaskinum, ég vildi endilega fá þvott líka. Aldrei sagði amma nei. Eftir að þau fluttu á Hólaveginn var ég orðinn eldri og auðveldara fyrir mig að heimsækja þau, maður fór bara með Axel þegar maður vildi. Maður var ekki fyrr kominn inn en hún fór að bjóða manni að borða og þannig var það allan tímann. Maður fór aldrei svangur frá ömmu. Hún sat þó sjaldnast við borð með manni, var allan tímann að bæta á borðið og sýsla eitthvað við eldhúsbekkinn og tíndi upp í sig mat jafnóðum. Enda- laus jólakaka, brúnkaka og kinda- kæfa voru meðal þess sem enginn gerði betur en amma. Það var nær fastur liður þegar ég kom að hún sendi mig í búðina, oftast til Erlings, enda stutt að fara. Þá fékk maður pening og keypti mjólk og eitthvert smotterí og svo fékk maður pínu nammi. Það var ósjaldan sem ég kom í tengslum við körfuboltaleiki til ömmu og afa og alltaf spurðu þau hvernig handboltinn hefði gengið, veit ekki hvort það var stríðni eða fá- fræði. Á þeim tíma varð ég alltaf pirraður en grunar nú í seinni tíð að þarna hafi þau verið að stríða mér. Ég man árið sem mamma og pabbi ákváðu að nú skyldum við vera á að- fangadag í Varmahlíð, ekki hjá ömmu og afa líkt og tíu fyrstu jólin mín. Ég skildi ekki að það væri hægt að vera ekki hjá ömmu um jólin. Hlusta á jólaplötuna með Ragga Bjarna, Helgu Möller og fleirum. Nú er æviskeiði ömmu lokið, því miður náðum við ekki að hitta hana um jólin en við vitum að henni líður vel þar sem hún er nú og það er fyrir mestu. Takk amma fyrir allt sem þú kenndir mér í lífinu. Rúnar Birgir og fjölskylda. Elsku amma mín, nú er þessu lok- ið og þú farin á þinn stað í sveitina þína. Ég vil þakka fyrir öll árin sem ég fékk að vera hjá þér, ég veit ekki einu sinni hvað þau voru mörg. Alla- vega man ég alltaf eftir mér í Brekkukoti að sýsla eitthvað hjá þér, annaðhvort í töluboxinu eða í leggja- kassanum. Ég man þegar við fórum að gefa Dínu og Trínu sem eltu okkur um allt til að athuga hvort ekki væri meira að fá. Blesi er eini hesturinn sem ég man eftir sem þú reiðst á bæði á ásinn og svo niðr’í Akra. Þú teymdir stundum undir okkur krökkunum en svona í seinni tíð fór ég að hugsa um hvaða tíma þú hafðir í það því að það var alltaf nóg að gera bæði inni og úti. Gefa okkur öllum að borða, fara til verka og hugsa um allt sem á bænum var, bæði girðingar og viðhald annað. Takk fyrir allt elsku amma, svo ekki sé talað um alla ull- arsokkana og lopapeysurnar, það var gott að þú kenndir mér að prjóna því annars þyrfti ég að kaupa mér ullarsokka. Guð blessi þig og verndi því að þú varst góð kona. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Hjartanskveðja Kolbrún. Nú er hún amma dáin. Hún varð þó 82 ára eftir allt saman, blessunin. Hún átti svo sem ekki slæmt líf – nei, ég held það hafi bara verið harla gott. Amma bjó í litlu koti lengst uppi í fjalli við litla uppsprettu. Bærinn var lágreistur torfbær, kannski svona 50 fm með fjósi. Með Glóðafeyki og Dalsána á aðra höndina og Akrafjall- ið á hina. Lax í ánni, rollur og beljur á beit. En amma og afi hafa örugg- lega þurft að nýta hvern dag vel til að fæða sig og krakkana í kotinu. Afi drýgði tekjur með vegavinnu svo amma sá að miklu leyti um búið. Hún fussaði alltaf yfir fjósalyktinni en nostraði samt við þær, talaði við þær meðan hún mjólkaði þær. Þoka, Hyrna, Huppa og Skjalda. Fullar fötur af freyðandi mjólk bornar út í dyr og hellt í brúsann. Afi fór svo með brúsann niður á veg á leið í vinnu morguninn eftir. Heyskapurinn var bland af gamla og nýja tímanum. Heyinu rakað í stæður og stæðurnar fluttar heim að fjósi. Amma með mjólk á flösku og smurt brauð. Amma borðaði aldrei með okkur. Hún snerist í kringum okkur og sá til þess að allir borðuðu vel og svo nartaði hún í það sem eftir var. Svo var flutt í nýja bæinn. Stein- hús, með rennandi vatni, olíukynd- ingu og síma. Tvær stuttar og ein löng. Svo fékk hún ísskáp. Allt í einu komin með rafmagn og sjónvarp. Nú var brekka niður að fjósi, löng og brött, fannst mér, og grasið náði manni í brjóst. Amma hélt á fullum fötum af mjólk á leið úr fjósinu, en rétti alltaf út litla puttann svo maður gæti haldið í og látið tosa sig upp brekkuna. Úr Brekkukoti og Litla-Dal á ég flestar mínar bestu æskuminningar. Ég sá það löngu seinna að þarna uppgötvaði maður náttúru landsins seint á kyrrum sumarkvöldum og engin hljóð nema niður í Dalsánni og söngvar lóunnar. Það eru ekki marg- ir sem eru svona ríkir í dag eins og þú varst, amma. Nú borga menn mikla peninga fyrir svona jarðir til þess eins að geta farið þangað og hvílt sig. En nú er loks komið að hvíldinni þinni, amma. Megi guð dekra við þig það sem eftir er. Ég bið að heilsa afa. Geir. Ég hef séð á mynd ömmu í Brekkukoti, stadda heima hjá for- eldrum mínum á Miklubrautinni í Reykjavík um svipað leyti og ég fæddist. Hún er í ullarkápu með prjónahúfu og er glöð í bragði, eins og hennar var von og vísa, en af því hún er í Reykjavík verður myndin töluvert á skjön við þá mynd sem ég hef gert mér af ömmu. Þar er hún mín fyrstu ár húsfrú á bóndabæ og getur ekki leyft sér að fara frá kún- um skreppitúr í borgina. Hún sinnir störfum sínum af fádæma alúð og umhyggju jafnt fyrir mönnum og dýrum; er nýtin og útsjónarsöm. Umhyggja hennar var ekki bara á yfirborðinu og því ekkert einföld eða þægileg. Til marks um það er þegar hún vildi ekki leyfa að hesti yrði fargað og tók hann í sína umsjá, en hann var á lit sem ekki þótti eftir- sóknarverður. Hún ól hann á afgöng- um undir húsvegg og barðist fyrir tilveru hans hvern dag. Þessa sögu sagði mér móðurbróðir minn sem getur tilgreint lit hestsins af ná- kvæmni, en hestalitina þekki ég ekki. Það er margt fleira sem ég þekki ekki úr heimi ömmu í sveitinni, en fyrir lífi hennar og tilveru vex stöðugt hjá mér áhugi og virðing, og þótt við höfum búið hvort í sínum landshlutanum og samverustundir okkar tiltölulega fátíðar og stuttar í gegnum tíðina finn ég sterkt fyrir já- kvæðum áhrifum hennar á mig og sé þau á öllu hennar fólki. Nýtnin hjá ömmu gat tekið á sig undarlegar myndir, sérstaklega eftir að þau afi fluttu á Krókinn og ekki var kannski svo mikil ástæða lengur til að spara skápapláss til dæmis, en það gerði hún með því að skera ofan af Cheer- ios-pökkunum eftir því sem lækkaði í þeim, svo á endanum var bara botn- inn eftir í annars galtómri hillunni. Kannski lágu aðrar ástæður að baki, ég gæti hafa misskilið þetta. Hún hefur kannski haft einhver sérstök not fyrir kartonið. Það er allavega öruggt að hún hefur ekki hent því. Þó svo amma hafi verið síðustu mánuðina svo til rúmföst á dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki tókst henni í sumar að hæna að sér annan hest til að hafa áhyggjur af. Hún gerði sér reyndar góða grein fyrir að það færi best á að hann væri í umsjá dóttur hennar og tengdasonar, en hún fylgdist vel með honum, spurði ítrekað frétta og sannfærði sig um að vel væri farið með hann. Eins er ég sannfærður um að það fari vel um þig núna, amma, og ég kveð þig með sömu orðum og þú, þegar þú kvaddir mig í haust: bless elskan. Pétur Már Gunnarsson. Jæja, elsku amma mín, þá fékkst þú að sofna svefninum langa og örugglega búin að finna afa þarna uppi. Ég bið að heilsa honum. Þegar mamma hringdi og sagði mér að þú værir farin helltust yfir mig minningar, sérstaklega úr Brekkukoti. Fljótlega fann ég að mig langaði að koma þeim á blað til þín svo að hér koma þær, þ.e. eitthvað af þeim. Í minningunni var ég oft ein hjá þér, þ.e. ekkert af hinum barna- börnunum þínum til að leika við og þú hafðir nóg að gera í húsverkunum og stundum ef ég var leið þá fannst þú alltaf eitthvað handa mér að gera eins og sauma fyrir gatið á þvotta- pokunum eða sópa flugurnar úr stofuglugganum og gólfinu, mjög hagnýtir leikir. Ef þeir dugðu ekki var alltaf hægt að dunda sér niðri við ræsi, láta blóm, strá og annað fljóta í gegn, klukkustundum saman. Stund- um voru Anna Guðrún og Rúnar Birgir líka hjá þér og þá var margt brallað eins og að leika sér í fjárkörf- unni hans afa og drullumalla, baka og elda á gömlu eldavélinni sem var ofan við hús. Vera uppi í rétt að leika sér og fylgjast með þegar Diddi var eitthvað að brasa við hrossin, fékk t.d. að sjá þegar graðhestur var van- aður og þarf ekkert að sjá það aftur! Fara með þér niður í fjós og eltast við hænurnar úti meðan þú barðist við Hjálmu gömlu inni, við að koma á hana hafti svo þú gætir mjólkað hana og oft varstu búin að blóta í sand og ösku en alltaf hafðist það með þrjóskunni og við löbbuðum heim brekkuna með nýja mjólk og egg. Þú kenndir mér að spila löngu-vitleysu og spilaðir oft við okkur. Þú lést ým- islegt eftir okkur eins og að hamast í gamla snúna símanum, skoða í kist- ilinn hennar Völu og leika með dúkk- una hennar, Dóru, og dótið þótt hún væri búin að harðbanna þér að leyfa okkur að koma nálægt því, hí hí. Við fengum að fara í skápana og klæða okkur upp í föt sem þú geymdir af þeim systrum, dætrum þínum. Við héldum mörg teboð með rauða plast- stellið og til hátíðabrigða fengum við að nota hvíta leirstellið, þetta brot- hætta. Þú eltist við dillur í okkur eins og að ég vildi alltaf fá teið mitt í gulu og brúnu könnunni sem snerist þeg- ar maður hrærði í. Svo fluttuð þið á Krókinn og þá varð umhverfið allt annað. Þegar við vorum hjá þér var maður alltaf sendur í Pippabúð með brúna veskið með bilaða lásnum, að kaupa eitt og annað fyrir þig, og oft máttum við eiga smápeningana í veskinu og það var enginn smágróði því lásinn var bilaður vegna of- hleðslu. Elsku amma, minningarnar eru endalausar og allar hlýjar og þegar ég hugsa til þín sé ég þig í teygjubux- um, bol og gollu, berfætt í inniskóm, búin að toga ermarnar upp að oln- boga og skálmarnar upp að hné, með nælur nældar í barminn á gollunni eða í ermarnar. Elsku hjartans amma mín, takk fyrir að gefa mér allar þessar fallegu minningar og ljúfa samveru. Guð geymi þig. Þín Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir. Elsku langamma mín. Mikið á ég eftir að sakna þín og alls þess góða sem við gerðum sam- an. Ég minnist þess þegar ég kom svo oft til þín á Hólaveginn og við sátum og spiluðum, drukkum heitt kakó og kaffi og fengum okkur gómsætar smákökur. En nú ertu á góðum stað þar sem þér líður betur og fylgist vel með mér. Ég veit að allir þurfa að deyja en það er mjög erfitt að missa þig. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Minning þín mun lifa í hjarta mér að eilífu. María Ósk. INGUNN BJÖRNSDÓTTIR Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.