Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í baráttu fyrir mannréttindum skiptir sköpum að hafa sann- leikann að leiðarljósi; að gæta þess að láta ekki blekkjast af þeim, sem vilja síður virða hið sem sannara reynist. Sagan geymir fjöl- mörg dæmi um mistök við að ná háleit- um markmiðum í nafni mannréttinda vegna þess að aðferð og málflutningur baráttumanna stóðst ekki gagnrýni. Trúverðugleiki og traust eru lykilorð, þegar metið er, hvort einstaklingar eða samtök þeirra búi yfir styrk til að ná árangri í nafni mannréttinda Fjárlög Nokkrar umræður hafa orðið um þá ákvörðun við gerð og samþykkt fjárlaga fyrir árið 2005, að hætta að nefna Mannréttindaskrifstofu Íslands sér- staklega sem móttakanda 4 milljóna króna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu annars vegar og 4 milljóna króna frá utanríkisráðuneytinu hins vegar, eða samtals 8 milljóna króna úr ríkissjóði. Í stað þess að nefna Mannréttinda- skrifstofu Íslands sérstaklega er í fjár- lögum ársins 2005 gert ráð fyrir, að 8 milljónum króna verði varið til mann- réttindamála og það verði í höndum ráðuneytanna tveggja að úthluta þessu fé. Ástæðan fyrir því, að orðalagi um þennan málaflokk var breytt í fjár- lögum, er einföld og skýr og lýsti ég henni á alþingi hinn 3. nóvember síðast- liðinn, þegar ég svaraði fyrirspurnum Kolbrúnar Halldórsdóttur. Spurning- arnar og svör mín birtast hér í heild: „1. spurning: Hverjar eru ástæður þess að ekki er gert ráð fyrir fjár- framlagi frá dómsmálaráðuneyti til Mannréttindaskrifstofu Íslands í frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 2005? Svar: Því er til að svara að und- anfarin fimm ár hafa fjárframlög sem merkt hafa verið Mannréttinda- skrifstofu á fjárlögum skipst á milli skrifstofunnar og Mannréttinda- stofnunar Háskóla Íslands, en að Mann- réttindastofnuninni standa Háskóli Ís- lands, Dómarafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands. Þessi skipting fjárframlaganna byggðist á skriflegum samningi milli þessara mannréttindasamtaka sem gerður var að tilhlutan dóms- og kirkju- málaráðuneytisins og utanríkisráðu- neytisins, en bæði ráðuneytin styrkja starfsemi þessara samtaka. Samkvæmt 2. gr. samnings þessa sem tók gildi 1. janúar 1999 var við það mið- að að 15% af almennum fjárveitingum hins opinbera til skrifstofunnar rynnu til Mannréttindastofnunar til fræðilegra rannsókna. Eftir þessu samningsákvæði hefur verið farið undanfarin ár þangað til á þessu ári að Mannréttindastofnunin fær enga hlutdeild í fjárveitingunni. Það byggist á því að samningnum var sagt upp af hálfu Mannréttindaskrifstofu miðað við árslok 2003 og telur Mann- réttindaskrifstofan sig ekki lengur bundna af því að deila fjárveitingunni með Mannréttindastofnuninni. Þessi uppsögn bindur hins vegar ekki hendur ráðuneytisins og þegar Mann- réttindastofnunin ritaði ráðuneytinu fyrr á þessu ári og óskaði eftir að fá beina fjárveitingu til sín í stað niðurfall- innar hlutdeildar í fjárveitingu Mann- réttindaskrifstofunnar – Mannréttinda- skrifstofan ritaði einnig ráðuneytinu og bað um hærri fjárframlög – varð að ráði að hætta að eyrnamerkja fjárveitinguna ákveðnum samtökum heldur ætla hana mannréttindamálum þannig að bæði þessi samtök gætu sótt um fé til verk- efna á sviði mannréttindamála af þess- um fjárlagalið. 2. spurning: Er það ásetningur rík- isstjórnarinnar að Mannréttinda- skrifstofu Íslands verði lokað? Svar: Að sjálfsögðu ekki og ég vil minna á að Mannréttindaskrifstofan hefur notið fjárframlaga frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu árlega frá árinu 1996. Þó að fjárveiting til mannréttinda- mála sé ekki lengur eyrnamerkt Mann- réttindaskrifstofu Íslands kemur ekkert í veg fyrir að hún geti notið stuðnings af þeirri fjárveitingu sem af ráðuneyt- inu er ætluð til að styrkja verkefni á sviði mannréttindamála. Það getur hins vegar ekki verið á valdi Mannréttinda- skrifstofu Íslands að ákveða að Mann- réttindastofnun Háskóla Íslands fái ekki lengur hlutdeild í fjárveitingu ráðuneytisins til mannréttindamála, og eins og ég hef rakið er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að leggja til að umrædd fjárveiting dóms- og kirkju- málaráðuneytisins til mannréttinda- mála væri ekki lengur eyrnamerkt Mannréttindaskrifstofu Íslands ein- göngu. 3. spurning: Með hvaða hætti vilja stjórnvöld þróa samstarf við frjáls fé- lagasamtök á sviði mannréttindamála og fjárhagsleg samskipti þessara aðila? Stjórnvöld vilja eiga gott samstarf við öll þau frjálsu fé- lagasamtök sem stuðla vilja að varðveislu og efl- ingu mannréttinda hér á landi. Það verður best gert með því að styðja t.d. með fjárframlögum verkefni sem unnin eru á vegum slíkra samtaka og ætla má að horfi til efl- ingar fræðslu og vitundar almennings um grund- vallarréttindi sín. Í tilefni af orðum fyr- irspyrjanda um að í þess- ari ákvörðun fælist ein- hver andúð á störfum Mannréttindaskrifstofu þá er það algjörlega úr lausu gripið og á ekki við nein rök að styðjast. Þá vil ég einnig geta þess að ráðuneytið gerði Mannréttinda- skrifstofu grein fyrir því með bréfi hinn 11. júní síðastliðinn að ekki væri sjálfgefið að Mannréttindaskrifstofan hefði fasta áskrift á fjárlagaliðinn þannig að það er ekki þannig að Mann- réttindaskrifstofan hafi ekki vitað að þarna kynnu að verða breytingar. Loks vil ég láta þess getið að ég hef átt viðræður við forráðamenn Mann- réttindaskrifstofunnar og greint þeim frá afstöðu ráðuneytisins þannig að það hefur ekki með neinum hætti af hálfu ráðuneytisins verið farið leynt með þessar ákvarðanir.“ Mannréttindaskrifstofa Íslands sendi mér bréf dagsett 17. nóvember 2004, þar sem hún sækir um styrk til starf- semi sinnar frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og nefnir ýmis verk- efni. Ekki hefur verið tekin afstaða til bréfsins, enda lýsti ég yfir því á alþingi 3. nóvember, að auglýst yrði eftir um- sóknum um styrki, ef frumvarpstextinn yrði að lögum. Aðdragandinn Ég fer þess á leit við Morgunblaðið, að það birti þessi svör mín í heild, því að svo virðist, að þeir, sem hafa látið sig þetta mál varða, meðal annars með bréfasendingum til alþingismanna, hafi einfaldlega látið undir höfuð leggjast að kynna sér málavexti. Þegar stjórnarformaður Mannrétt- indaskrifstofunnar, framkvæmdastjóri hennar og einn stjórnarmanna hennar komu á fund minn og ráðuneytisstjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytisins ræddu þau meðal annars upphaf þess, að tekið var að nefna skrifstofuna í fjárlögum, en hún var stofnuð 12. mars 1994 og hlaut fé af fjárlagalið undir dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá árinu 1996. Ég minnist þess, að á árinu 1998 ræddu fulltrúar utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- málaráðherra, hvernig best yrði staðið að fjárhagslegum stuðningi við skrif- stofuna auk þess sem hugað yrði að stuðningi við Mannréttindastofnun Há- skóla Íslands, en stofnunin fékk einnig opinberan stuðning. Lögðum við þrír ráðherrar á árinu 1998 tillögu fyrir ríkisstjórnina um þá skipan, sem gilti um fjárveitingar til Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Ís- lands, þar til skrifstofan rifti samn- ingnum einhliða, eins og áður er getið. Með vísan til þeirrar riftunar þótti mér eðlilegt að breyta orðalagi í fjárlögum, til að svigrúm gæfist til að styrkja fleiri aðila, sem sinna mannréttinda- málum, en Mannréttindaskrifstofu Ís- lands. Halldór Ásgrímsson hefur einnig sagt, að eftir samstarfsslit þessara að- ila væri málið í raun komið á byrj- unarreit aftur. Sannsögli Ég árétta undrun mína yfir því, að þeir, sem leituðust við að hafa áhrif á þingmenn með bréfum fyrir loka- afgreiðslu fjárl laugardaginn 4 að hafa þessa f svo sem lélegum upplýsingum h færi erlendis, j að mannréttind uðu þjóðanna. Nokkrir þing afstöðu sinni ti féllu um fjárlög irnir Lúðvík Be G. Sigurðsson v sagði meðal an áru gr til sem þe Ma lan he Al þa tilt vin stö ins me isb Ha ve hef lands árið 1997 Voru þessi u tíunduð í fjölm isfréttum hljóð ber hófst löng f orðum: „Halldór Ásg isráðherra, lag sjö árum að Ma lands fengi fjár þingi en ekki fr eins og raunin þetta mikilvæg sjálfstæði stofn breytingartillag á Alþingi við fj ákvörðun ríkiss var felld á Alþi degi.“ Að kvöldi 4. sjónvarps ríkis þennan veg: „Það er eitth þess stjórnkerf við starfsemi sj indaskrifstofu s fylkingarinnar þingi í dag. Bre stjórnarandstö indaskrifstofa Í fjárlögum var f minnisblað Hal sætisráðherra þ ríkisstjórn að M fengi fjárveitin að tryggja sjálf umræðu við atk Bergvinsson, S sammála gömlu framsóknarmen Stjórnarandsta ingu stjórnvald sem hefði vakið landsteinana.“ Af nokkurri skynsamlegt hj að sannreyna o tveggja, áður e ar með þau að menn kjósi að b brögðum á slík inn í fréttir fjöl vandir að virðin vitnuðu fréttum varðandi gildi þ isblaðs“. Halldór Ásgr að þeir Lúðvík sjálfsögðu með Þegar forráð skrifstofu Íslan ráðuneytisstjór málaráðuneytin höndunum, sem isblað utanríkis arinnar, en á þ inguna 15. aprí „Drög frá H.Á. 15/5.“ Af þekkingu sáum við ráðun hér var ekki um isstjórnar að ræ óskalista í líki m skjalið komið fr indaskrifstofu í embættismenn Björn Bjarnason Eftir Björn Bjarnason Fjárlög, mannréttindi o TENGSLIN YFIR ATLANTSHAFIÐ Colin Powell, utanríkisráðherraBandaríkjanna, varð tíðrætt um sættir á fjögurra daga fundum í Evrópu fyrr í þessari viku. Powell hóf för sína í Búlgaríu á tveggja daga fundi Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu, hélt þaðan á utanríkis- ráðherrafund Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel og í gær ræddi hann við forustumenn í Evrópusam- bandinu í Haag. Powell sagði í gær að nú væri verið að leysa úr ágrein- ingnum sem hefði sprottið úr Íraks- stríðinu. Hann sagði að ágreiningur- inn milli Bandaríkjanna og Evrópu vegna Íraks hefði oft verið ýktur, en játti því að einhverjir „brestir“ væru í samskiptunum yfir Atlantshafið. Á fundi utanríkisráðherra NATO þrýsti Powell á starfsbræður sína í bandalaginu að senda aukinn liðsafla til Afganistans og Íraks. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær lagði hann áherslu á nauðsyn sam- stöðu innan NATO og sagði að Bandaríkin og Evrópuþjóðirnar yrðu að vinna saman gegn nýjum ógnum samtímans. „Hvað sem líður ágreiningi okkar um hið liðna og um Íraksmálin horf- um við nú fram á við,“ sagði Powell á miðvikudag. „Við viljum rétta út sáttahönd til Evrópu og við vonum að Evrópa muni gjalda í sömu mynt.“ Greinilegt er að Bandaríkjastjórn hyggst nú leggja mikið upp úr því að bæta samskiptin við þau ríki Evrópu sem hafa lagst gegn stríðinu í Írak. För Powells ber því vitni og sömu- leiðis ákvörðun George Bush Banda- ríkjaforseta að láta það verða sitt fyrsta verk, eftir að hann hefur svar- ið embættiseið að nýju á komandi ári, að fara til Brussel. Ein ástæðan fyrir þessu viðmóti er vitaskuld sú að Bandaríkjamönnum veitir ekki af aðstoð í Afganistan og sérstaklega í Írak. Ástandið þar gef- ur ekki tilefni til bjartsýni og það verður þrekvirki takist að halda þar trúverðugar kosningar í upphafi næsta árs. Bandaríkjamenn er hægt að gagn- rýna að mörgu leyti fyrir það hvern- ig þeir hafa haldið á málum í Írak. Þar hafa verið gerð ýmis mistök og enn eru þeir í miklum vandræðum. „Menn eru á eitt sáttir um að halda áfram stuðningi við lýðræðisþró- unina í Írak,“ sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að loknum fund- inum í Brussel. „Það voru engar raddir uppi um það hér að það ætti að fresta kosningunum þar eða að [bandaríska] herliðið ætti að hverfa á burtu frá Írak. Menn vilja ljúka verkinu og það er þýðingarmikið.“ Framtíð Íraks skiptir miklu máli. Þótt deilur hafi skapast um innrás- ina í Írak er það í þágu allra að veita lýðræði brautargengi í landinu og það ætti því að vera sameiginlegt markmið Bandaríkjanna og ríkja Evrópu og vettvangur samstarfs og samvinnu. ÞÁTTUR SANNGIRNI OG SJÁLF- BÆRRAR ÞRÓUNAR Í FRIÐI UmhverfisverndarsinninnWangari Maathai varð í gærfyrst afrískra kvenna til að taka við þeim mikla heiðri sem fylgir friðarverðlaunum Nóbels fyrir árið 2004. Verðlaunin fær Maathai, sem er aðstoðar umhverfisráðherra Ken- ýa, fyrir starf sitt í þágu umhverf- ismála og réttinda barna og kvenna. Starf hennar hefur leitt til víðtækra félagslegra, efnahagslegra og menn- ingarlegra umbóta án þess að vegið sé að umhverfi og náttúru. Wangari Maathai er stofnandi hreyfingar sem kennd hefur verið við „Græna beltið“ en á hennar vegum hefur 20– 30 milljónum trjáa verið plantað í Afríku til að vega upp á móti eyð- ingu skóga og útbreiðslu eyðimarka. Ole Danbolt Mjøs, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði í kynningu sinni á Maathai við at- höfnina í gær að verndun umhverf- isins væri orðin enn ein leið sem hægt væri að fara í átt að friði. „Það eru tengsl á milli friðar annars veg- ar og umhverfisins hins vegar, þar sem deilt er um takmarkaðar auð- lindir á borð við olíu, vatn, málma og timbur.“ Alltof oft hefur verið litið fram hjá þessu samhengi í alþjóða- samfélaginu, enda þjónar það ekki alltaf málstað þeirra sem deila að viðurkenna hverjir raunverulegir hagsmunir þeirra eru. Sú áhersla sem veiting friðarverðlaunanna í ár ber vott um er því mikils virði. Í ræðu sinni við móttöku verð- launanna í gær sagði Mathaai m.a. að „friði verði ekki náð án sann- gjarnrar þróunar og það getur ekki orðið nein þróun nema umhverfinu sé stjórnað á sjálfbæran hátt á lýð- ræðislegum og friðsömum stað“. Hún lagði jafnframt áherslu á það að þeir sem stunda iðnað og sömu- leiðis stofnanir heimsins „yrðu að skilja að það að tryggja efnahags- legt réttlæti, sanngirni og vistfræði- leg heilindi sé meira virði en nokkur annar gróði“. Það er Vesturlandabú- um þörf áminning að afrískur frið- arverðlaunahafi, fulltrúi þeirrar álfu sem á við hvað alvarlegust vandamál að stríða í heiminum í dag, skuli taka svona til orða. Augljóst er, með tilliti til framtíðarinnar, að ekki verður hægt að stuðla að auknum friði í veröldinni nema þeir sem mestan auðinn eiga, eða eru í að- stöðu til að nýta hann annars staðar en heima hjá sér, temji sér meiri sanngirni í samskiptum sínum við náungann en tíðkast hefur fram að þessu. Arðrán, hvort sem það bein- ist gegn fátæku fólki eða sjálfri náttúrunni, bitnar að lokum á vel- ferð allra jarðarbúa. Boðskapur fólks á borð við Wangari Maathai er því orð í tíma töluð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.