Morgunblaðið - 11.12.2004, Page 43

Morgunblaðið - 11.12.2004, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 43 UMRÆÐAN Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. H ön nu n: G ís li B . Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu. 271 stæði.Traðarkot FLESTIR eiga að vita að áfengi er hættulegt heilsu manna. En of margir kæra sig kollótta eða virða staðreyndir að vettugi, að því er bezt verður séð. Ef hins vegar læknar eða hjúkrunarfræðingar taka vara við áfengi er það allt í einu orðin dauðans al- vara. Menn setur hljóða og fara vonandi að hugsa um eigin áfengisneyzlu eða mis- notkun. Í Accent, virtu er- lendu riti um þessi mál, fjallar merkur sérfræðingur, Lars Nilsson, um þetta efni. Hér koma nokkrar glefsur úr annars yf- irgripsmikilli grein. Nilsson er yfirmað- ur á endurhæfing- ardeild fyrir áfengissjúklinga við Akademiska sjukhuset í Uppsölum. Nilsson segir að aukning áfeng- isneyzlunnar í sænsku samfélagi komi greinilega fram á endurhæf- ingardeildinni. Hann hittir þarna mikinn fjölda venjulegs fólks sem leitar hjálpar, foreldra smábarna, verkamenn og aðra sem maður hefði ekki ætlað að tengdust misnotkun áfengis og fólk þar sem drykkju- fýsnin setur mark sitt á hversdagslífið. Nilsson segir: „Það sem við sjáum og reyn- um í dag er aðeins topp- urinn á ísjakanum.“ Við sjáum sem sagt aðeins hluta vandans af völd- um áfengisneyzlunnar samkvæmt orðum hans. Nilsson staðhæfir að sífellt fleiri muni þurfa að leita hjálpar vegna áfengisneyzlu sinnar. Hann bendir ennfremur á, hversu þýðingarmikið það sé að vera vel vakandi fyrir því tjóni, sem áfengið valdi, og heilbrigðisstarfsfólk horfi ekki framhjá þeirri hlutdeild sem áfengið á í svo fjölmörgum sjúkdóm- stilfellum. Fjölmargar rannsóknir sýna að áfengisneyzla er orsök að ótal meinum, heilsubresti eða van- heilsu. U.þ.b. tíu af hundraði fólks á eftirlaunaaldri eiga við veikindi að stríða vegna áfengisneyzlu. Sjúk- dómar einkennandi fyrir þetta eru t.d. lifrarskemmdir og briskirt- ilsbólga en þessir sjúkdómar fara vaxandi. Ofneyzla áfengis getur einnig legið til grundvallar í tilfellum svefntruflana og þunglyndis. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að líta til heildarmyndar, átta sig á hvernig áfengisneyzla og ákveðnar tegundir sjúkdóma falla saman. Svo eru hér nokkrar staðreyndir um áfengisnotkun frænda vorra Svía og þær gætu án efa átt erindi til vor. U.þ.b. 5.000 Svíar látast árlega um aldur fram vegna ofneyzlu áfengis. Nær 75% af þeim sem fremja of- beldi í Svíþjóð gjöra það undir áhrif- um áfengis. Áfengisneyzla kemur við sögu 50% þolenda ofbeldisverka. 50% þeirra sem láta lífið af eigin völdum hafa neytt áfengis. Heildarneyzla áfengis í Svíþjóð er nú rúmir tíu lítrar. Skyldu þessi atriði ekki einnig eiga erindi við oss hér á voru ágæta landi Íslandi – og ennþá frekar til umhugsunar fyrir þá sem opna vilja nær allar gáttir fyrir áfengisflóðinu? Áfengi – sjúkdómar – staðreyndir Björn G. Eiríksson skrifar um áfengismál ’Heildarneyzla áfengis í Svíþjóð er nú rúmir tíu lítrar.‘ Björn G. Eiríksson Höfundur er sérkennari og á sæti í fjölmiðlanefnd IOGT. Á MAÐUR að nenna að atast út í gagnrýnendur? Hvað þá þegar stjörnugjöfin er upp á heilar fjórar stjörnur. Það er samt ekki viðunandi að í annars ágætum dómi um Vetr- arljóð Ragnheiðar Gröndal skuli gagnrýnandinn Grétar Mar Hregg- viðsson finna hjá sér þörf til að ata mig að- eins út og gera for- sendur útgáfunnar tor- tryggilegar. Hann ýjar að því að græðgi útgef- andans ráði ferðinni; … á köflum hljómar þetta frekar eins og plata útgefandans en sólóplata Ragnheiðar Gröndal, að ákveðið hafi verið að gefa út auðseljanlega plötu. Hyggilegra hefði verið fyrir alla (nema kanske útgefandann) að bíða með þessa út- gáfu … – Það er gam- alkunnug klisja að halda því fram að út- gefandinn taki ákvarð- anir með gullglampa í augunum og klingjandi peningahljóð í eyrum og gefi ekkert fyrir langtímahagsmuni listamannsins. Það upplýsist því hér að hugmyndin um gerð þessarar plötu og samstarf okkar Ragnheiðar kviknaði í desember 2003, en þá hafði Ragnheiður m.a. sungið inn á plöt- una Íslensk ástarljóð, sem undirrit- aður gaf út. Sala þeirrar plötu í lok ársins 2003 nam rétt um 3.000 ein- tökum og var kostnaður útgáfunnar þá rúmlega einni milljón yfir tekjum. Vetrarljóð er afrakstur sérlega góðs samstarfs listamanns, upptökustjóra og útgefanda, þar sem síst hallaði á listamann, eins og gefið er í skyn. Því eru vangaveltur gagnrýnandans ein- ungis hans eigin hugarburður, at sem hittir hann sjálfan fyrir og setur blett á annars ágæt skrif. Eftir ára- tugi í tónlistargeiranum er ég enn að horfa á Tónlistann og allar auðselj- anlegu plöturnar sem skora ekki þar. Ef Grétar Mar býr yfir auðselj- anlegu-plötu-formúlunni er hann kannski tilbúinn að deila henni með einu útgefandagreyi? Fyrst ég er farinn af stað ætla ég líka að gera aðra athugasemd. Grét- ar Mar notar sem fyrirsögn: Jóla eða ekki jóla? Og segir síðan í dómnum: Plata þessi geldur fyrir að vera hálf- gildings jólaplata, sem er klaufa- legt … Annaðhvort eru plötur jóla eða ekki jóla. – Þetta er ekki rökstutt frekar, en skilja má hin skýru skil þ.e. ef orðið jól kemur fyrir í text- anum þá er lagið jólalag. Eins og fram er komið þá heitir platan Vetrarljóð. Jólin eru jú órjúf- anlegur hluti vetrarains hér á norð- urhveli jarðar. Af þessu tekur val ljóðanna mið og ásamt útsetningum laganna er þeim ætlað að mynda heild hvert sem umfjöllunarefni text- ans er. Þess var sérstaklega gætt að forðast allt glingur í ljóðagerðinni og útsetningum laganna. Má minna á að um langt skeið hefur það verið stundað hérlendis að taka annarra landa dægurlög, misþyrma höfund- arrétti með því að troða jólaorðum í textana og hengja á þau glysútsetn- ingar til að gera að ís- lenskum jólalögum. Er það jóla? Öndverð að- ferðafræði var notuð við val á þeim jólalögum sem er að finna á Vetr- arljóðum. Má þar nefna t.d. Jól við ljóð Arnar Arnarsonar, fjallar um örbirgð, sem blasir aldr- ei skýrar við börnum en á jólunum. Í laginu Gleði- og friðarjól er horft út frá jólunum og bent á misskiptingu og raunir náungans um leið og kærleiksboðkapur er ítrekaður. Lagið Jóla- kötturinn á sér tilvísun í einn óvætt þjóðsagna- hefðarinnar og í Jóla- kveðju segir: En veiztu þegar hjá þér ég er, að þá eru alltaf jól. Alltaf jól? Er hægt að taka svona fullyrðingu alvar- lega eða á að skilja hana sem ástar- játningu? Og hvort er lagið þá jóla- eða ástarlag? Að lokum vil ég deila með gagn- rýnandanum einu þeirra ljóða sem íhugað var að gera (jóla?)lag við, varð ekki úr, en hollt er að rifja upp: Jól Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns. Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu, og klukknahringing og messur og bænargjörð. Það er kannske heimskast og andstyggi- legast af öllu, sem upp var fundið á þessari voluðu jörð. Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann. (Steinn Steinarr.) Jóla eða ekki jóla? Aldeilis brennandi spurning það. Jólaat Steinar Berg Ísleifsson fjallar um tónlistargagnrýni ’Það er gam-alkunnug klisja að halda því fram að útgef- andinn taki ákvarðanir með gullglampa í augunum …‘ Höfundur er tónlistarútgefandi. Steinar Berg Ísleifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.