Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 37
ÚR VESTURHEIMI
G
ífurlegur vöxtur er í
öllu í Calgary um
þessar mundir. Ný
hverfi rísa eins og
gorkúlur, borgin teyg-
ir sig í allar áttir og viðskipti
blómstra í þessari um milljón
manna borg. Margir af íslenskum
ættum sáu snemma möguleika í
Calgary umfram möguleika á
sléttum Manitoba og Saskatchew-
an og flestir þeirra hafa ávaxtað
vel sitt pund í „olíuborginni“ í Al-
berta.
Atorkukonur í fararbroddi
Þessi mikli uppgangur hefur
haft jákvæð áhrif á allt félagsstarf
og Íslendingafélagið Leifur Ei-
ríksson hefur notið góðs af því.
Margrét Sigvaldadóttir Geppert
frá Ausu í Borgarfirði og Ásthild-
ur Gísladóttir Mixa fóru fyrir
stofnendum félagsins 1973 en
Carol Blyth er núverandi formað-
ur. „Tilsjónarprófessor minn í
Calgary-háskóla átti í raun hug-
myndina og við fylgdum henni eft-
ir,“ segir Margrét sem er enn
virkur félagsmaður.
Íslendingar og fólk af íslenskum
ættum býr víða í Norður-Ameríku
og á mörgum stöðum heldur þetta
fólk uppi öflugu félagsstarfi. Í fé-
laginu í Calgary eru um 240 með-
limir og er lögð áhersla á að þeir
taki virkan þátt í starfinu. Það
hefur gengið bærilega undanfarin
ár og sérstaklega er áberandi
hvað mikið af ungu fólki mætir á
árlegar skemmtanir.
Áskrift greidd
fyrir félagsmenn
Sjálfboðaliðsstarf félagsmanna í
spilavítum færir félaginu nægt
rekstrarfé. Spilavítispeningarnir
eru meðal annars notaðir til að
greiða áskrift fyrir skuldlausa fé-
lagsmenn að Lögbergi-Heims-
kringlu, elsta blaði þjóðarbrots
sem gefið hefur verið samfellt út í
Norður-Ameríku og fjallar um Ís-
lendinga og fólk af íslenskum ætt-
um í Vesturheimi og á Íslandi.
Stjórn félagsins í Calgary tók
þessa ákvörðun fyrr á árinu og
Norðurljós, félagið í Edmonton,
fylgdi fljótlega í kjölfarið. Þjóð-
ræknisfélag Íslendinga hefur einn-
ig ákveðið að allir sem taka þátt í
ferðum félagsins til Norður Am-
eríku á næsta ári fái áskrift að
Lögbergi-Heimskringlu með í
pakkanum. „Lögberg-Heims-
kringla er sem lím sem heldur öllu
saman og um leið og við styrkjum
útgáfuna eflum við félagsstarfið,“
segir Ron Goodman varaformaður,
sem átti hugmyndina að þessari
leið.
Auk þess að styrkja eina „ís-
lenska“ blaðið í Vesturheimi gefa
Calgarymenn út fréttabréf fimm
til sex sinnum á ári og verið er að
vinna í því að fá vefstjóra til að
halda úti vefsíðu félagsins.
Fjölbreytt dagskrá
Helstu hátíðir eru vegna sum-
ardagsins fyrsta, hausthátíð og
jólahátíð auk þess sem félagið tek-
ur þátt í árlegri hátíð í Marker-
ville í tengslum við þjóðhátíðardag
Íslendinga. Að frumkvæði Rons og
dr. Hallgríms Benediktssonar,
kjörræðismanns Íslands í Calgary,
byrjaði félagið á því í fyrra að
bjóða upp á röð fyrirlestra þar
sem sérstakir fyrirlesarar voru
fengnir til að fjalla um ákveðin
efni. Þetta mæltist vel fyrir og
hefur verið framhald á í vetur en
meðal annars hefur verið rætt um
írsk áhrif á Íslandi, sögu Íslend-
inga í Vesturheimi, hlutverk
kvenna á Íslandi, geimferðir og
mállýskur á Íslandi. „Við höfum
fengið allt upp í 150 manns á
þessa fyrirlestra og þar á meðal
hafa verið margir utanfélags-
menn,“ segir Ron. „Þessi fyrir-
lestraröð er liður í því að ná til
fleiri og vekja enn meiri athygli á
málefnum sem tengjast okkur.“
Norrænu félögin reka
saman samkomuhús
Norrænu félögin í Calgary eiga
og reka samkomuhús, The Scand-
inavian Centre, þar sem félögin
eru með margvíslega starfsemi.
Þar er meðal annars bókasafn og
boðið er upp á íslenskukennslu og
kóræfingar. Sérstök nefnd hefur
málefni aldraðra á sinni könnu og
sinnir þeim á einhvern hátt á sér-
stökum tímamótum og þegar erf-
iðleikar eins og til dæmis veikindi
setja strik í reikninginn. Þátttak-
endur í Snorraverkefninu eru
styrktir til Íslandsferðar og í raun
miðast starfið að því að reyna að
koma til móts við þarfir flestra
með varðveislu og uppbyggingu ís-
lenskrar menningar í huga. „Tak-
markið hjá okkur er að ná til fé-
lagsmannanna með því að bjóða
upp á margvíslega dagskrá svo
allir geti fundið eitthvað við sitt
hæfi,“ segir formaðurinn Carol
Blyth. „Þetta hefur gengið bæri-
lega hjá okkur og ég hætti sátt
sem formaður á aðalfundinum í
janúar.“
Mikill kraft-
ur í félaginu
í Calgary
steg@mbl.is
Íslendingafélagið í Calgary í Kanada er eitt öflug-
asta félagið í Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vestur-
heimi. Fyrir skömmu gekkst félagið fyrir sér-
stökum barnadegi sem heppnaðist vonum framar
og flytja þurfti árlega jólahátíð í stærra húsnæði
vegna mikillar þátttöku. Steinþór Guðbjartsson
ræddi við forsvarsmenn félagsins um starfsemina.
Morgunblaðið/Steinþór
„Fjallageiturnar“ Christine-Stuart Smith, Margrét Geppert og Alda Sigvaldason eru allar virkar í Íslendinga-
félaginu og styrkja sig til frekari dáða í Klettafjöllunum.
Morgunblaðið/Steinþór
Krakkar á öllum aldri skemmtu sér vel á jólaballinu í Calgary á dögunum.
Morgunblaðið/Steinþór
Carol Blyth, formaður Íslend-
ingafélagsins Leifs Eiríkssonar í
Calgary í Kanada.