Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 69
Bernie Mac, Matt Damon, Casey Affleck, Scott Caan, Vincent Cassel, Carl Reiner, Catherine Zeta-Jones. Árið 2001 endurvann Steven Sod- erbergh Oceans 11, fertuga gam- anmynd um ósvífið spilavítisrán, ár- angurinn varð feikivinsæll og nú er röðin komin að fyrstu framhalds- myndinni. Forsprakki þjófanna Danny Ocean (Clooney) og kær- astan hans Tess (Roberts) ákveða ásamt öðrum úr genginu að end- urtaka leikinn og nú skal láta greip- ar sópa um fjárhirslur þriggja spila- víta – í Róm, London og Berlín. Aðgerðin er geysiflókin, krefst of- urnákvæmni og verður að fram- kvæmast samtímis í borgunum þremur. Til að gera hlutina enn flóknari er spilavítiseigandinn Terry Benedict (Garcia), sem Ocean og fé- lagar rændu í fyrri myndinni, á hæl- um þeirra með illvígan hóp mann- drápara og leitar hefnda … THE INCREDIBLES/ HINIR ÓTRÚLEGU (Háskólabíó, Sambíóin. Frumsýnd á annan í jólum.) Leikstjóri: Brad Bird. Íslensk raddsetning. Ensk radd- setning: Holly Hunter, Samuel L. Jackson, Jason Lee, John Ratzen- berger, Craig T. Nelson, Sarah Vo- well. Enn ein tölvuteiknimyndin frá Pixar (Toy Story, Finding Nemo), sem tyllir sér á topp aðsóknarlist- anna og margir segja sú besta. Að- alhetjan að þessu sinni er Bob Parr, eða Herra ótrúlegur, fyrrum einn mesti garpur veraldarsögunar. Ef einhver var í bráðri lífshættu eða átti í útistöðum við illmenni og skúrka var Bob mættur á staðinn. En í dag, 15 árum síðar, er öldin önnur því Bob og kona hans, sem einnig var ofurhetja af guðs náð, eru komin í borgaralegar stellingar. Lifa ósköp hversdagslegu lífi ásamt þremur börnum sínum í úthverfi borgar þar sem Bob brauðfæðir fjöl- skylduna sem starfsmaður trygg- ingafélags. Hann berst bæði við leið- indi og línurnar og þráir gömlu, góðu dagana þegar líf og fjör var í tuskunum. Bob fær nýtt tækifæri þegar honum berast dularfull skila- boð um að mæta á enn leyndardóms- fyllri fund á fjarlægri eyju. BLADE: TRINITY (Laugarásbíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri. Frumsýnd annan í jólum.) Leikstjóri: David S. Goyer Leikarar: Wesley Snipes, Kris Kristofferson, Ryan Reynolds, Jess- ica Biel, Parker Posey o.fl. Blóðsugur eru nánast ódrepandi, blóðsugubanar verða þó, skyldu sinnar vegna, að vera mun lífseigari, a.m.k. harðjaxlinn Blade (Snipes), sem birtist hér í þriðja skipti. Leik- stjórinn Guillermo del Toro lengdi lífdaga hans með Blade 2, sem fékk mun meiri aðsókn en reiknað var með. Í Trinity er illa komið fyrir oss því dómsdagur er í nánd og jörðin að komast í klærnar á hinum djöfulleg- ustu vampírum. Aðeins einn maður getur bjargað mannkyninu, vita- skuld Blade. Hann þarf ekki aðeins að berjast við blóðsugurnar því þær hafa einnig æst lögregluyfirvöldin upp á móti okkar manni. LEIÐIN TIL GAYA/ BACK TO GAYA (Laugarásbíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri. Frumsýnd annan í jólum.) Leikstjórar: Holger Tappe, Lenard Fritz Krawinkel. Teiknimynd með íslenskri talsetn- ingu. Sögusviðið í teiknimyndinni Leið- in til Gaya er samnefnt ævintýra- land þar sem Boo og Zino heyja endalausa baráttu við óvini sína, Snurkana. Engin persónanna gerir sér grein fyrir því að þeir eru í rauninni sögu- hetjur í sjónvarpsteiknimyndaþátt- um fyrr en undarlegir atburðir eiga sér stað og teiknimyndafígúrurnar ranka við sér í bláköldum raunveru- leikanum. Leiðin til Gaya er ein af fyrstu, evrópsku tölvuteiknimyndunum. Í TAKT VIÐ TÍMANN (Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri og Sel- fossbíó. Frumsýnd annan í jólum.) Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Leikarar: Egill Ólafsson, Ragn- hildur Gísladóttir, Eggert Þorleifs- son, Jakob Frímann Magnússon, Ás- geir Óskarsson, Tómas M. Tómasson, Þórður Árnason, Hösk- uldur Ólafsson. Íslenska jólamyndin í ár, Í takt við tímann, er e.k. framhaldsmynd einnar vinsælustu myndar í sögu ís- lenskrar kvikmyndagerðar og jafn- framt fyrstu íslensku költmynd- arinnar, Með allt á hreinu. Rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan hin sprellfjöruga Stuðmannamynd gerði allt vitlaust um landið þvert og endi- langt. Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær per- sónur 22 árum eldri og væntanlega reyndari líka. Í framlínunni eru söngvararnir Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermund- ardóttir, en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildi á þjóðhátíð í Herjólfs- dal, eins og alþjóð er kunnugt. Stuð- menn eru í upphafi myndar aðeins lítið tríó á hótelbar á Spáni, þó að hljómsveitarstjórinn Frímann eigi sér enn drauma um litríkan frama á tónlistarbrautinni. Stuðmenn vita líka að Ísland er land tækifæranna, þar sem nýsköpunarverkefnin bjóð- ast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið al- mennilega í gegn. En þar með er ekki öll sagan sögð … NATIONAL TREASURE (Háskólabíó, Sambíóin. Frumsýnd á nýársdag.) Leikstjóri: Jon Turteltaub. Leikarar: Nicolas Cage, Justin Bartha, Sean Bean, Harvey Keitel, Christopher Plummer o.fl. Nýjasti smellur Cage og framleið- andans Jerryss Bruckheimers (The Rock, ConAir) segir af hópi fjár- sjóðsleitarmanna undir stjórn forn- leifafræðingsins Gates (Cage). Hann er áttundi afkomandinn í ætt sen hefur sett sér það markmið að finna gífurleg auðæfi sem þeir földu á sín- um tíma, forsetarnir George Wash- ington, Thomas Jefferson og Benjamin Franklin. Fjársjóðinn átti að nota til að fjár- magna frelsisstríðið, en þær áætl- anir breyttust. Gatesættin telur sig vita hvar lykilinn að leyndarmálinu er að finna; hann sé rammlega hul- inn í texta stjórnarskrár Bandaríkj- anna og á baki hennar sé jafnvel kort af staðnum. En það eru ófá ljón í veginum. Í takt við tímann: Stuðmenn í nýjasta tauinu, fyrirmyndarlandkynning. saebjorn@heimsnet.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 69 ÞAÐ ER alltaf gaman að því þegar fjölhæfir listamenn koma saman og leika sér að því að skapa skemmti- legan gjörning. Víkinga- sveitalubba- heimsenda- revían er afurð slíks móts lista- manna. Þar ægir saman tónlist og ljóðalestri, söngvum og hinum ýmsu tónlistarstefnum og mikið lagt upp úr merkingarþrung- inni ljóðlistinni. Þetta samvinnuverk- efni Michael Dean Pollock tónlistar- manns og Ron Whitehead skálds er í senn fjölbreytt og skemmtilegt áhlustunar og fullt af áhugaverðum ljóðrænum vangaveltum og tónlist- arpælingum. Helstu styrkleikar plötunnar eru tveir, annars vegar sú einlægni og al- úð sem augljóslega hefur verið lögð í vinnslu verksins og hins vegar sá kraftur, gleði og fjölbreytni sem knýr áfram þetta áhugaverða verkefni. Fyrsta lag plötunnar, Never give up, ku vera boðskapur Dalai Lama til Ron Whitehead þegar þeir hittust forðum. Þó tónsmíðin sé ekki eins sterk og boðskapur trúarleiðtogans nær hún í gegn og er síðan fylgt eftir með kraftmiklu rokkljóði, I will not bow down, þar sem Ron Whitehead segir landi sínu til syndanna og lýsir yfir sjálfstæði sínu sem manneskju og listamanns. Platan heldur síðan áfram með áhugaverðri blöndu ljóða, rokks, blústónlistar, þjóðlagatónlistar og ólíkra stíla, þar sem margvíslegra áhrifa gætir, m.a. sækir Michael kvæðið um Lóu til meistara Megasar og skilar því þýddu í einfaldri blús- rokkútsetningu. Einhverjir gætu álitið þessa margbreytni löst, að plat- an sé ekki nógu einbeitt, en það er einmitt það sem hún virðist snúast um, að vera fjölbreytt og nálgast hvert ljóð út frá þess eigin for- sendum. Söngvar og ljóðalestur skiptast á og hafa ólík áhrif. Sér- staklega er lagið Desert sterkt og myndar góða tengingu milli ólíkra hluta plötunnar. Þá segir lagið Snake Bite eftir Michael Pollock líka skemmtilega sögu af arfleifð foreldra og samskiptum föður og sonar. Lagið Long journey home slær síðan hreint ágætan endapunkt á plötuna. Sandy Elizabeth flytur þar heilbrigðan og ómþýðan sveitasöng með frábærri rödd sinni. Undir hljómar síðan skemmtilegur sveitalubbakór, sem fær mann til að velta fyrir sér hvað hugtakið víkingasveitalubbi er frá- bær skilgreining á menningar- tengslum Íslendinga við Vesturheim. Einhvers konar gys að stað- almyndum, en um leið góðlátleg við- urkenning á sjálfsmynd þessara ólíku, en skyldu þjóða. Listamennirnir komast almennt vel frá flutningi og virðist vel vandað til plötunnar, þó vissra pönkáhrifa gæti víða, eðlilega. Leikandi taktar og góðar laglínur ljá tónlistinni mik- inn og góðan þokka og frjálslegan anda. Maður fyllist í raun forvitni og langar til að heyra innihald plötunnar flutt lífs, því hljóðið er lífrænt og gef- ur vel í skyn að flutningur á efni plöt- unnar gæti sómt sér vel í innilegu umhverfi góðs og viðarklædds tón- leikastaðar. Í heildina má segja að þetta sam- starfsverkefni Ron Whitehead og Michael Pollock hafi heppnast afar vel. Pólítískur og mannlegur kveð- skapur kallast á við áhugaverðar tón- listarpælingar og fjölbreyttan flutn- ing. Kannski er helsta kreppa gagnrýnandans hvort skoða eigi plöt- una sem ljóðaplötu eða tónlistarverk. Hún stendur sterk á báðum sviðum og gefur hún fyrirheit um skemmti- lega kvöldstund með víkinga- sveitalubba heimsendarevíunni. Ljóð tengja lönd TÓNLIST Íslenskar plötur Tónlist og ljóð eftir Ron Whitehead, Michael Dean Odin Pollock og fleiri. The Viking Hillbilly Apocalypse Revue  Svavar Knútur Kristinsson jbs-nærföt Aldrei spurning Karlmenn á öllum aldri og um allt land treysta á gæði jbs-nærfatanna. En fáa grunar hvað úrvalið er í raun mikið. Þú færð einhvern hluta af hinni breiðu jbs-línu á eftirtöldum sölustöðum: Höfuðborgarsvæðið: Debenhams - Guðsteinn Eyjólfsson - Herrahúsið - Íslenskir karlmenn - Herra Hafnarfjörður - Hagkaup - 66°norður • Akranes: Bjarg • Blönduós: Húnakaup Borgarnes: KB • Hellissandur: Blómsturvellir • Ísafjörður: Olíufélag útvegsmanna - Silfurtorg Hvammstangi: KVH • Sauðárkrókur: Sparta • Dalvík: Úrval • Akureyri: J.M.J. Akureyri - Joes Akureyri - Úrval, Hrísalundi • Egilsstaðir: Samkaup Úrval • Neskaupstaður: Lækurinn Höfn: Lónið • Kirkjubæjarklaustur: Kjarval • Hvolsvöllur: 11-11 • Hella: 11-11 Selfoss: Nóatún - Barón - Efnalaug Suðurlands • Vestmannaeyjar: H. Sigurmundsson, Smart Keflavík: Samkaup Úrval - Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Grindavík: Samkaup Úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.