Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Leifur Jónssonfæddist á Hval- skeri í Patreksfirði 5. júlí 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Finnboga- dóttir, f. í Krossadal í Tálknafirði 14.10. 1909, d. 31.5. 1998, og Jón Guðmunds- son, f. í Tálknafirði 30.11. 1895, d. 5.12. 1990. Leifur átti fimm bræður sam- mæðra, Jón f. 1930, Finnboga Helga, f. 1931, d. 1984, Ríkharð, f. 1933, Pálma, f. 1936, d. 1975, og Ólaf, f. 1939. Leifur átti fjórar syst- ur samfeðra, Magneu Guðrúnu, f. 1923, látin, Sigurrós, f. 1924, Ernu, f. 1925, og Gerðu, f. 1930. Leifur ólst upp á Hlaðseyri í Pat- reksfirði hjá móður sinni og stjúp- föður, Magnúsi Jónssyni. barn. Barnabarnabörn þeirra eru átta. Leifur byrjaði ungur að stunda sjómennsku, 17 ára gamall var hann orðinn skipstjóri á bát er hann gerði út í félagi með bræðr- um sínum Jóni og Finnboga frá Patreksfirði. 1954 fluttist fjöl- skyldan til Ólafsvíkur þar sem hann heldur áfram sjómennsku sinni og er skipstjóri á Þórði Ólafs- syni. 1960 flytur fjölskyldan að Rifi þar sem hann var skipstjóri á Hólmkeli og Arnkeli. Sökum heilsubrests hætti Leifur til sjós á stærri skipum 1965 og hóf störf við Rifshöfn, fyrst sem hafn- arvörður og síðar hafnarstjóri og gegndi því starfi til 70 ára aldurs. Samhliða störfum við Rifshöfn gerði hann alla tíð út lítinn bát, Andra SH 255, til grásleppuveiða og síðustu árin í félagi við Unnar son sinn. Leifur starfaði mikið að félagsmálum, málefni slysavarna- og björgunarfélaga voru honum afar hugleikin, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Nes- þinga þar sem hann starfaði til hinsta dags. Útför Leifs verður gerð frá Ingj- aldshólskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Leifur kvæntist 31.12. 1957 Ingibjörgu Kristínu Kristjáns- dóttur, f. á Hvallátrum 18.5. 1923. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Eyrún, f. 29.1. 1954, maki Skarphéð- inn Gíslason, eiga þau þrjú börn. 2) Unnar 10.6. 1956, maki Guð- rún Gísladóttir, eiga þau þrjú börn. 3) Hall- dóra, f. 26.8. 1957, d. 16.11. 1982, unnusti Þorsteinn K. Magn- freðsson. Þau eignuð- ust eitt barn. Fyrir átti Ingibjörg þrjú börn, Sigríði Karlsdóttur, f. 12.1. 1947, maki Einar Karl Kristinsson, eiga þau tvö börn; Kristján Jóhannes Kalsson, f. 28.10. 1948, maki Hafdís Berg Gísladóttir, þau eiga fjögur börn; Kristínu Sigurbjörgu Karls- dóttur, f. 12.1. 1950, maki Snæ- björn Kristófersson, þau eiga eitt Látinn er elskulegur tengdafaðir minn, Leifur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri og hafnarstjóri frá Rifi til margra ára. Með honum er genginn einn sá besti drengur sem Ísland hefur alið af sér. Í mínum huga er hann einstakt eintak eins og ég sagði alltaf við hann í gamni. Fjölskyldan var hon- um alltaf efst í huga að ógleymdri eiginkonu hans, sem hann annaðist af natni í þau 10–15 ár sem veikindi hennar hafa staðið yfir. Leifur var einstakt ljúfmenni, blíður, góður, hjálpsamur, hugulsamur og hafði allt það til að bera sem gerði hann að góðum syni, bróður, mági, frænda, eiginmanni, föður, afa og langafa og vini. Félagsmálin höfðuðu sterkt til hans. Lions, slysavarnadeildin og björgunarsveitin. Aðalhvatamaður var hann að öllum ólöstuðum til að fá fyrsta slysavarnabátinn Gísla J. Johnsen á Rif í Snæfellsbæ. Líka undir forustu hans hjá Lionsklúbbi Nesþinga sem var móðurfélag, reistu og stofnuðu þeir kvennaklúbb- inn Lionessur sem síðar urðu Lions. Við eigum erfitt með að sleppa af honum hendinni, en við vitum að hann er hjá guði og góðum englum. Elsku guð minn, gefðu Ingu minni styrk þinn og okkur hinum til að tak- ast á við sorgina. Þín tengdadóttir Hafdís Berg Gísladóttir. Elsku afi minn, nú hef ég kvatt þig í hinsta sinn. 29. nóvember er dagur sem ég mun geyma í hjarta mínu, því það er sá dagur sem ég átti með þér áður en þú varðst héðan að hverfa. Fyrir mér verður þú alltaf trausti, yndislegi afi minn og margar eru þær stundir sem ég get yljað mér við þegar ég hugsa til þín. Þær voru ófáar ferðirnar með þér í Land Rover-jeppanum, þvílíkur æv- intýrabíll að mér fannst, niður á höfn í vinnuskúrinn sem tilheyrði höfn- inni og hinar ýmsu ferðir. Ég heyri enn hljóðið í gírunum þegar þú skipt- ir um gír. Eitt lítið ör á ég á þumalfingri sem minnir mig á þig. Því eitt sinn var ég með þér eins og svo oft áður úti í bíl- skúr þar sem þú varst eitthvað að dunda og ég að sniglast í kringum þig. En mér tókst að fikta í smergel- tæki sem ég ekki mátti og skar mig í puttann. Þær voru stórar áhyggj- urnar sem ég olli þér og ömmu þá og skömmustuleg varð ég, en ekki var ég skömmuð, fékk bara heilmikla ást og umhyggju. Í dag er ég ánægð með óþekktina í mér þá því þetta er áþreifanleg minning um þig, elsku besti afi minn. Hvíl í friði. Þín Eygló. Elsku besti afi minn. Nú ertu far- inn frá okkur svo snögglega. Mikið er nú sorglegt að þetta skuli hafa gerst, ég hélt nú að við myndum hafa minnst tíu ár í viðbót saman því þú varst svo unglegur og hraustur. Mik- ið varstu nú duglegur maður, elsku afi minn, og þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa öllum, ég gleymi því nú ekki þegar Þorsteinn maðurinn minn var nýbyrjaður að smíða girðingu í kringum húsið okkar og hafði hann lítinn tíma því hann var mikið til sjós og þá vorkenndir þú honum af því hann var búinn að vera að róa stíft svo þú mættir deginum eftir í vinnu- fötum með verkfæri og kláraðir að smíða girðinguna, svo hjálpsamur varstu. Ég er svo þakklát fyrir hvað þið amma tókuð vel á móti stjúpdóttur minni, henni Alexöndru Ýri, þið komuð fram við hana eins og eitt af barnabarnabörnunum ykkar. Ég met það mikils. Þú varst svo góður afi og varst svo hrifinn af öllum börn- unum þínum. Ég er glöð að börnin mín náðu aðeins að kynnast þér og ég mun segja þeim frá þér. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman, ég mun aldrei gleyma þér. Elsku amma mín, megi guð veita þér styrk í sorg þinni. Þín sonardóttir, Ingibjörg Kristín Kristjánsdóttir. Nú er hann elskulegi afi minn í Rifi farinn. Hann Leifur afi var eitt af því góða sem ég fékk í arf með fósturföður mínum honum Unnari. Afi var alltaf svo góður og glaðlynd- ur. Hann tók mér strax sem einu af sínum eigin og verð ég honum ávallt þakklát fyrir það. Unnar Freyr litli fékk tækifæri til að kynnast honum langafa sínum og verða þær stundir ávallt ríkar í minningunni, við Hugi munum sjá um að halda henni við. Elsku afi, þín er sárt saknað. Góð- ar minningar um þig eigum við þó ávallt í hjarta okkar. Biðjum við Guð að gefa henni ömmu, börnunum ykk- ar og okkur öllum, styrk og trú til að takast á við söknuðinn og sorgina. Sigrún Kapitola Guðrúnar- dóttir, Hugi Einarsson og Unnar Freyr Hugason. Minningin er það eina sem við eig- um um þig nú þegar þú ert farinn frá okkur og við söknum þín mjög mikið. Þú verður alltaf hjá okkur og átt eft- ir að hjálpa okkur pabba á gráslepp- unni eins og alltaf. Þú ert hjá okkur þó við sjáum þig ekki. Þú ert kominn á betri stað þar sem þú fylgist með okkur og gætir okkar. Bros þitt og gleðin þín situr fast í hjarta okkar. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú ert besti afi í heimi og við mun- um aldrei gleyma þér. Halldóra Kristín Unnarsdóttir og Rebekka Unnarsdóttir. Við viljum minnast mágs okkar Leifs Jónssonar. Leifur var sveitungi okkar og gekk í barnaskóla (farskóla) með nokkrum af okkur systkinum. Við kynntumst honum betur er hann hóf sambúð með Ingu systur okkar. Hjónaband Leifs og Ingu einkennd- ist af virðingu, hlýju og umhyggju. Leifur gekk börnum Ingu í föðurstað og saman eignuðust þau þrjú börn. Yngstu dóttur sína Halldóru misstu þau aðeins 25 ára gamla. Fyrir rúmum 20 árum reistum við systkinin sumarhús þar sem bernskuheimili okkar stóð á Hval- látrum. Leifur og Inga dvöldust þar á hverju sumri. Þau nutu dvalarinn- ar á Látrum og Leifi var umhugað um að staðnum sem var honum svo kær væri sýndur fullur sómi. Hann vildi varðveita sem best minningu foreldra okkar sem bjuggu allan sinn búskap á Látrum. Þetta viljum við af einlægni þakka. Leifur var einstaklega vandaður og orðvar maður og þægilegur í allri umgengni. Við vottum Ingu systur okkar, börnum hennar, barnabörnum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Systkinin frá Heimabæ. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinar míns Leifs Jónssonar sem svo skyndilega hefur verið kall- aður í burt úr okkar litla samfélagi hér á Rifi. Fráfall hans var svo sann- arlega óvænt þar sem að hann virtist vera við góða heilsu. Það var ekki oft sem maður fór sinna erinda hér í Rifi án þess að rekast á Leif. Leifur var virkur þátttakandi í uppbyggingu þessa samfélags, hvort heldur sem var í atvinnulífinu fyrst sem fengsæll skipstjóri og síðan hafnarstjóri Rifs- hafnar í áratugi, eða sem mikilvægur og dyggur liðsmaður í félagsstörfum. Leifur var um árabil forystumaður í Slysavarnardeildinni Björgu og á að öðrum ólöstuðum einn stærsta þátt í hversu vel hefur tekist til við upp- byggingu björgunarsveitarinnar. Er það ómetanlegt fyrir íbúa sjávar- þorps sem þessa að geta reitt sig á starfsemi sveitarinnar og óeigin- gjarnt framlag manna eins og Leifs Jónssonar. Leifur var einn af stofn- endum lionsklúbbs Nesþinga og gegndi þar mörgum trúnaðarstörf- um allt til dánardags. M.a. stýrði hann jólaleikfangahappdrætti fé- lagsins alla tíð eða í 34 ár og man ég vel þá daga þegar maður var barn og gekk upp á sviðið og sótti vinninga úr hendi hans. Undanfarinn áratug eða svo hef ég verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að starfa með Leifi í eldriborg- aranefnd lionsklúbbsins. Eitt af helstu viðfangsefnum nefndarinnar er að sjá um svokallað kúttmaga- kvöld, en það er skemmtikvöld fyrir eldri borgara hér í Snæfellsbæ. Þar er boðið upp á ýmsan þjóðlegan mat og skemmtun á eftir. Útheimtir þetta að vonum mikinn og langan undirbúning, m.a. við verkun kræs- inganna. Þar var Leifur svo sann- arlega á heimavelli, örugg handtök kunnáttumannsins, snyrtimennska og frábær skipulagning einkenndu hans framgöngu þar sem annars staðar. Hans verður svo sannarlega sárt saknað í undirbúningi næsta kúttmagakvölds sem og í öðrum störfum klúbbsins. Undanfarin ár hefur Inga kona Leifs átt við mikil veikindi að stríða og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hversu vel hann hefur annast hana í þeim. Ég vil að endingu votta henni, börnum þeirra og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Missir þeirra er mik- ill. Ásbjörn Óttarsson. Á sjötta áratug síðustu aldar kom hópur ungra manna til skipstjórnar á íslenska fiskiskipafloanum. Margir af þeim áttu það sameiginlegt að hafa alist upp við sjósókn í æsku á árabátum og eða opnum trillum. Þessir menn fengu í hendurnar fullkomnari og stærri skip, nýja tækni, fiskileitartæki, fjarskiptabún- að og nýja gerð veiðarfæra- og bún- að. Giftusamlega tókst til og á nokkr- um árum urðu íslensku fiskiskipin betur búin og fullkomnari en skip annarra. Íslenskir skipstjórnarmenn og sjómenn voru ótrúlega fljótir að tileinka sér nýja tækni. Kannski hef- ur uppeldið stuðlað að gleggri sýn á verkefnin sem varð að leysa. Leifur Jónsson í Rifi var einn í þessum hópi. Hann flutti hingað á Snæfellsnesið frá Patreksfirði árið 1953. Var fyrst í Ólafsvík en flutti svo í Rif og var einn af þeim fyrstu sem hófu róðra frá hinni nýju Rifshöfn. Hann var fyrst með 50 tonna svokall- aðan blöðrubát, sænskbyggðan sem hét Hólmkell en tók svo við nýjum 100 tonna báti, smíðuðum í Noregi. Sá hét Arnkell. Samstarf okkar Leifs var alla tíð mjög gott. Fyrstu árin nokkuð náið bæði við hann og fjölskyldu en síðan jafnan í góðu samstarfi eftir að hann varð hafnarstjóri í Rifi, félagi minn í útgerð og nú hin síðari ár sem fé- lagar í Lionsklúbbi Nesþinga. Leifur var frumherji eða land- námsmaður í Rifi. Hann var eins og áður segir í hópi fyrstu skipstjórnar- manna sem sóttu sjó frá hinni end- urreistu og nýju Rifshöfn. Hann og fjölskylda hans var einnig með þeim fyrstu sem fluttu á staðinn og settust þar að og hafa búið þar síðan. Slysavarnadeildin okkar naut for- ustu Leifs í mörg ár og styrktist mjög á þeim tíma. Hann var öflugur lionsfélagi og var jafnan leiðandi í undirbúningi að kúttmagakvöldi sem Lionsklúbbur Nesþinga stóð að ásamt fleiri félögum fyrir eldri borg- ara í Snæfellsbæ. Þegar Leifur tók við hafnarstjórn Rifshafnar var hafin barátta við það að hefta sandfok sem þá olli miklum vandræðum á hafnarsvæðinu. Hann leiddi þessa baráttu til fullkomins sigurs. Hafnarsvæðið í Rifi ber nú svip gróðursældar. Þá stöðu eigum við fyrst og fremst Leifi Jónssyni að þakka. Góður samferðamaður er fallinn frá. Ég og fjölskylda mín þökkum honum samfylgdina. Við vottum Ingibjörgu og öllum aðstandendum innilega samúð. Skúli Alexandersson. Við félagar í Lionsklúbbi Nes- þinga kveðjum hinn ágætasta Lions- félaga Leif Jónsson fyrrverandi skipstjóra og hafnarvörð frá Rifi í Snæfellsbæ. Ekki hvarflaði það að okkur félög- unum í Lionsklúbbnum að Leifur yrði allur tveimur dögum eftir að við gengum saman um Hellissand og Rif og seldum jóladagatöl til fjáröflunar líknarsjóði Lionsklúbbsins. Leifur var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Nesþinga hinn 29. nóv- ember 1970. Hann var ávallt reiðubúinn eins og sannur Lions- maður að taka að sér störf fyrir klúbbinn. Leifur gegndi öllum mik- ilvægustu trúnaðarstörfum innan klúbbsins og ávann sér traust innan hans með störfum sínum og heiðar- leika. Leifur var trúr meðbræðrum sín- um og ósérhlífinn við þau störf sem klúbburinn tók sér fyrir hendur. Hann hélt sinni styrku hendi um starfið, eins og stýrið á fleyi sínu sem hann sigldi út í sortann til veiða og heim aftur að kveldi. Við Lionsfélagar sendum fjöl- skyldu hans og ástvinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minning hans lifa í hjörtum okkar allra. F.h. Lionsklúbbs Nesþinga. Guðmundur Jón Jónsson, formaður. Við fregnina um andlát Leifs Jónssonar kom fyrst upp í huga okk- ar félaganna í björgunarsveitinni þakklæti og hlýhugur vegna hans þrautseiga og óeigingjarna starfs í þágu sveitarinnar okkar og viljum við minnast hans með nokkrum orð- um. Til fjölda ára var Leifur formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Hellissandi og átti stóran þátt í að byggja upp og efla slysavarnastarfið í sveitinni. Þegar menn hafa starfað að slysa- varnamálunum í áratugi eins og Leifur gerði í slysvarnadeildinni og björgunarsveitinni Björg, af eins miklum áhuga og krafti, er öruggt að starfið ber þess merki lengi. Í hans tíð var t.d. fyrsti slöngubát- ur sveitarinnar keyptur og fyrsti bíllinn, einnig var að hans tilstuðlan björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen staðsettur í Rifi en það var vísir að þeirri starfsemi björgunarbáts sem er í Rifi í dag. Til marks um hans fórnfúsa starf í þágu slysavarnamála var Leifur sæmdur gullmerki Slysavarnafélags Íslands árið 1997. Eftir að Leifur dró sig í hlé gátum við sem yngri vorum samt sem áður alltaf leitað til hans ef menn voru í vafa með einhver atriði í starfsemi björgunarsveitarinnar, þá átti hann oft einfaldar lausnir á flóknum vandamálum. Við félagarnir í Björg Hellissandi minnumst Leifs sem öflugs slysa- varnamanns og viljum votta að- standendum dýpstu samúð okkar. Félagar í Björgunarsveitinni Björg, Hellissandi. LEIFUR JÓNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.