Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 34
Elín Helga Þráinsdóttir hefur starfað sem grunnskólakennari í Helsinki í Finnlandi í ellefu ár. Að hennar mati fá börn í Finnlandi góða menntun, eins og niðurstöður PISA-rannsóknarinnar gefa til kynna, en þar varð Finnland í 1.-5. sæti af 41 landi þegar árangur 15 ára grunnskólanemenda í 41 landi var rannsakaður á vegum OECD. „ÞAÐ ER ekki af því að finnskir kennarar búi við svo góð kjör að finnsku börnunum gengur svona vel,“ segir Elín Helga Þráinsdóttir en bætir við að í kjölfar birtingar rannsóknarnið- urstaðnanna sé hafin umræða um að bæta kjör kennara í Finnlandi. Skólaárið þar í landi er 190 dagar og kennsluskylda á viku er 24 kennslustundir. Skólaárið er frá miðjum ágúst og fram í byrjun júní líkt og á Íslandi. Kennaranámið í Finnlandi hefur nýlega ver- ið lengt úr fjórum árum í fimm á háskólastigi og hefur kennari með þá menntun rétt til að kenna í neðri bekkjum grunnskóla (1.–6. bekk). Kenn- arar í efri bekkjunum (7.–9. bekk) verða að hafa sömu menntun og menntaskólakennarar, þ.e.a.s. háskólamenntun og að auki uppeldis- og kennslufræði, og eru á sömu launum og þeir. Skólaskylda við sjö ára aldur Finnska skólakerfið er um margt ólíkt því ís- lenska. Í Finnlandi hefst skólaskylda við 7 ára aldur og forskólinn er innan leikskólakerfisins enn sem komið er en breytingar á því standa fyrir dyrum, að sögn Elínar Helgu. Áður en börn byrja í 7. bekk í Finnlandi, þ.e. 8. bekk skv. íslenska kerfinu, geta þau valið sér svið eftir áhuga. Þau geta valið að setjast í skóla þar sem áhersla er lögð t.d. á stærðfræði, raun- greinar eða listgreinar og íþróttir. Elín Helga segir að margir skólar hafi valið að leggja áherslu á raungreinar. Einnig er hægt að velja almenna línu. Í Finnlandi þykir ekki tiltökumál að börn taki sama bekk aftur, ef kennurum og foreldrum finnst sem þau hafi ekki náð nægi- legum þroska eða skilningi sem nauðsynlegur er til að halda áfram. Elín Helga segir að þetta sé ekki mjög algengt en alls ekki svo óalgengt heldur. Algengara er að upphafi skólagöngu sé slegið á frest um eitt ár og barnið fái að þrosk- ast í ró og næði. Hún segir að engin skömm þyki að þessu og hún hafi ekki orðið vör við að börn verði fyrir aðkasti ef þau sitja sama bekk aftur. Sjálf kennir Elín Helga 9 og 10 ára börn- um í skóla fyrir sænskumælandi börn og í þeim litla skóla eru nokkur dæmi um að börn taki bekk aftur. PISA-rannsóknin tók aðallega til stærðfræði í þetta skiptið, en einnig lesturs og nátt- úrufræði. Elín Helga bendir á að í stærðfræði- kennslu í finnskum skólum sé mikið lagt upp úr rökhugsun og skilningi barnanna á viðfangs- efnunum. Teikningar, kubbar, spil og fleiri áþreifanleg hjálpartæki eru notuð við kennsl- una. „Börnin tala sjálf um að það sé auðveldara að læra stærðfræði þegar þau sjá dæmið fyrir sér,“ segir hún. Skemmtileg nálgun í náttúrufræði Talsverð áhersla er lögð á náttúrufræði í finnskum skólum og segir Elín Helga að um- hverfið bjóði upp á skemmtilega nálgun í þeirri námsgrein. Vettvangsferðir eru tíðar, allt frá leikskólaaldri og upp í unglingadeildir. Algengt er að börnin fari á ákveðna staði og fylgist með þróuninni á þeim, jafnvel með tíðum ferðum. Slíkt vettvangsnám getur lagt grunn að góðum skilningi á náttúrunni, að mati Elínar Helgu. Hvað lesturinn varðar, standa finnsk börn einnig vel að vígi. Elín Helga telur að það skýrist aðallega af því að finnska er hljóðrétt mál, líkt og íslenska, þ.e. orðin hljóma eins og þau eru skrifuð, fram- burðurinn er ekki frábrugðinn stafsetningunni. Ekki er lögð mikil áhersla á lestrarnám í for- skóla en strax í skólabyrjun er byrjað að kenna börnunum að lesa og þá í atkvæðum. Þá þegar er einnig byrjað að kenna málfræði- og réttrit- unarreglur samhliða skriftarkennslu. Elínu Helgu líkar vel í Finnlandi, hún hefur búið þar í sextán ár og þar eru börnin hennar fædd og uppalin. Átta ára sonur hennar, Axel, skrifar finnsku rétt og hefur gengið vel að læra að lesa. Dóttir hennar, Sonja, þrettán ára, valdi ekki neina sérhæfingu en í hverfisskóla þeirra er áhersla lögð á fjölmiðlafræðslu og leikræna tjáningu. Að sjá dæmið fyrir sér Elín Helga Þráinsdóttir segir að finnska skóla- kerfið sé að mörgu leyti ólíkt því íslenska.  MENNTUN | steingerdur@mbl.is 34 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans. púlsmælar í alla hreyfingu! Úrsmíðaverkst. Halldórs Ólafssonar Glerártorgi Akureyri Guðmundur V. Hannah Keflavík • Útilíf • Markið • Hreysti hlaup.is • Guðmundur B.Hannah Akranes • Töff Sími: 565 1533 • www.polafsson.is Villibráð alls konar er vinsæl áveisluborðum og eftir aðrjúpan hvarf af jólaborðinu fyrir tveimur árum hafa margir velt fyrir sér öðrum möguleikum. Sumir fá fuglinn nýskotinn beint frá veiði- manni og þurfa þá að gera að hon- um. Einhverjum kann að hrjósa hugur við slíku en í rauninni er lítið mál að verka andfugl, því sama að- ferð á við, hvort sem um endur eða gæsir er að ræða. Vanir menn nota gjarnan þá að- ferð að reyta og svíða gæsina sem fyrst eftir veiðar, frysta hana síðan strax og láta hana svo þiðna og meyrna í ísskápnum í 1–2 sólar- hringa áður en hún er elduð. Að láta andfugla hanga í fiðrinu með öllum innyflum er óþarfi og þegar best lætur er það vandmeðfarin verkun. Ef hitastig er síbreytilegt eins og oft vill verða á haustin eru meiri líkur en ekki á að fuglinn skemmist hreinlega. Margir taka þann kost að ham- fletta fuglinn og er það vissulega einfaldari verkunaraðferð en gerir sannarlega lítið úr góðum mat og jafnvel þó hamurinn sé ekki borð- aður þá verða bragðgæði fuglsins allt önnur og betri ef hann er eld- aður í hamnum. Verkunaraðferðin sem hér er lýst á ekki að taka nema um klukkustund. Ef verkaðir eru fleiri en einn fugl í einu er best að reyta þá og svíða alla fyrst hvern af öðrum og taka síðan fætur, haus og innyfli úr þeim öllum í einu á eftir. Við reytinguna er best byrja á því að skera eða höggva vængina af fuglinum en opnið fuglinn ekki og takið ekki haus og fætur af fyrr en síðar. Reytið svo fiður og fjaðrir af öllum fuglinum og vel upp á háls- inn. Ágætt er að reyta fuglinn beint ofan í stóran plastpoka svo fiðrið þeytist ekki um allt og sumir úða það örlítið með vatni til að hemja það frekar. Þegar búið er að reyta fuglinn er hann hengdur upp og dúnn og ann- að laust fiður sviðið af hamnum. Einfalt verkfæri til að svíða með er 300 gramma kósangasbrúsi með flötum spíss. Hvorutveggja fæst á bensínstöðvum. Gætið þess að brenna ekki haminn en hann má gjarnan dragast svolítið saman. Síðan er fuglinn burstaður með grófum uppþvottabursta, fætur og haus tekin af og kviðarhol fuglsins opnað og innyfli fjarlægð. Takið frá hjarta, lifur og háls ef nýta á þetta til sósu- og patégerðar. Skolið fugl- inn vel að utan og innan með köldu vatni og hreinsið brjóstholið. Gætið vel að öllu hreinlæti eftir að fuglinn hefur verið opnaður og þar til gengið hefur verið frá honum í frysti eða ísskáp. Setjið fuglinn nú beint í frysti- poka og hraðfrystið. Takið tím- anlega úr frysti fyrir eldun og látið þiðna í ísskáp í 1–2 sólarhringa. Ef ætlunin er að matreiða fuglinn í beinu framhaldi af verkun er rétt að gera það sólarhring fyrr og láta hann svo meyrna í ísskápnum í sól- arhring. Verkun villigæsar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tilbúin til matreiðslu.Óþarft er að láta gæs hanga lengi áður en hún er verkuð. Allar fjaðrir þarf að reita vel af. Dúnninn sviðinn af hamnum. Gott að bursta á eftir með grófum bursta. Vængir teknir af áður en fuglinn er reittur.  JÓLAMATUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.