Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Finndu muninn! Hefurðu bragðað einhverjar af þeim girnilegu nýjungum sem Osta- og smjörsalan kynnti til leiks á árinu? Á myndinni hér til vinstri má sjá hluta af þeim. Á hægri myndinni höfum við svo breytt 8 atriðum. Fleiri nýjungar hafa bæst við og sumum höfum við skipt út. Nýjungarnar eru ýmist nýjar vörur, nýjar bragðtegundir í vinsælum vörulínum, nýjar umbúðir, ný framsetning á vinsælum vörum eða blanda af einhverjum þessara þátta. Merktu við atriðin átta sem hafa breyst á hægri myndinni, klipptu myndina og seðilinn út og nefndu okkur eina nýjung frá Osta- og smjörsölunni. Fylltu síðan út nafn, heimilisfang og símanúmer og sendu á eftirfarandi póstfang: Finndu muninn, Osta- og smjörsalan, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík Tíu heppnir þátttakendur sem finna öll átta atriðin og geta nefnt eina nýjung fá glæsilegar gjafakörfur með öllum nýjungunum sem Osta- og smjörsalan hefur kynnt í ár. Góða skemmtun! Skilafrestur er til 31. desember 2004. Nöfn vinningshafa verða birt á vefslóðinni www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA STÓRA spurningin varðandi kosn- ingarnar sem eiga að fara fram í Írak 30. janúar nk. tengist þátttöku súnníta. Öruggt má telja að meirihluti fulltrúa á þingi muni koma úr röðum sjíta – enda eru um 60% Íraka sjítar – en margir óttast að súnnítar, sem eru um 35% landsmanna, muni í ríkum mæli sitja heima og að afar fáir súnn- ítar verði því kjörnir til þingsetu. Þetta gæfi súnnítum tilefni til að líta nýtt þing og nýja stjórn, sem kjörin verður af þinginu, hornauga; sem aft- ur gæfi skæruliðum, sem flestir koma úr röðum súnníta, byr undir báða vængi í baráttu þeirra gegn banda- ríska hernámsliðinu. Það virðast ekki líkur á því að orðið verði við kröfum nokkurra áhrifamik- illa súnníta, þ. á m. Adnans Pachachis, eins af þekktari stjórnmálamönnum Íraks, um að kosningunum verði frestað þar til öryggisástandið í land- inu – og verst er öryggisástandið ein- mitt í súnníta-þríhyrningnum svokall- aða, svæðinu vestan við Bagdad – verður betra. Benda menn á í því sambandi að engin sérstök ástæða sé til að ætla að öryggisástand verði t.d. orðið eitthvað betra í apríl 2005. En raunar hafa sumir leiðtogar ar- abískra súnníta (hér ber að muna að hluti Kúrda í Írak er einnig súnní- múslímar) gengið lengra, hvatt trú- bræður sína til að hunsa kosningarn- ar. Ekki sé hægt að halda lögmætar kosningar á meðan erlent hernámslið sé í landinu og bráðabirgðastjórn við völd sem skipuð var að frumkvæði Bandaríkjamanna (þeirri spurningu er látið ósvarað hvernig nokkur stjórn eigi að hljóta lögmæti nema með kosningum). Grundvallarvandinn er sá að mik- ilvægt er að hið nýja þing – sem fær það verkefni að skrifa nýja stjórnar- skrá fyrir Írak en síðan yrðu aðrar kosningar haldnar á grundvelli henn- ar seint á næsta ári – verði álitið lög- mæt stofnun, réttkjörinn hópur full- trúa allrar írösku þjóðarinnar. Súnnítar – sem öllu réðu í tíð Sadd- ams Husseins – verða því að vera inn- anborðs, ella er hætta á að klofningur írösku þjóðarinnar verði gerður erf- iðari, varanlegri. Borgarastríð er ekki útilokað. Við gerð nýrrar stjórnarskrár kæmu aukinheldur til álita ýmis mál sem snerta beint hagsmuni súnníta. Verða trúarlög sjíta tekin upp sem landslög? Verða lögð drög að því að meirihlutavald gildi framvegis á íraska þinginu eða yrði t.d. búin til eins konar efri deild, þar sem súnn- ítar fengju hlutfallslega meiri áhrif? Ef svarið við spurningum sem þessum yrði súnnítum í óhag þá skap- aði það þannig aðstæður, að hætta væri á að átök og ofbeldi undanfar- inna mánaða yrðu varanlegt ástand, eins og Juan Cole, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Michigan-há- skóla, bendir á 28. nóvember sl. á bloggsíðu sinni. Landið verður eitt kjördæmi Víst er að sjítar í Írak hafa fullan hug á því að tryggja áhrif sín eftir kosningar, telja líklega tíma til kom- inn að þeir fái að ráða. Þetta sést m.a. af fréttum um að tvær stærstu hreyf- ingar sjíta hafi sameinast um einn framboðslista í kosningunum; þ.e. Ísl- amska byltingarráðið og Dawa-flokk- urinn en Abdul Aziz al-Hakim, leið- togi þess fyrrnefnda, er einmitt í efsta sæti á lista þeim sem kosningabanda- lagið, Bandalag sameinaðra Íraka, hefur kynnt. Íraska þjóðarráðið, flokkur Ahmeds Chalabis, á einnig aðild að þessu bandalagi (aðild að bandalaginu eiga alls 23 flokkar) og síðan nýtur það stuðnings hins áhrifa- mikla sjítaklerks, Alis al-Sistanis. Al-Sistani hafði einmitt lagt mikla áherslu á að kosningabandalag þetta yrði gert, hann hefur líka sagt það skyldu manna að mæta á kjörstað á kosningadaginn. Ekki er því hægt að halda því fram að kosningar þessar hafi verið boðaðar í algerri óþökk írösku þjóðarinnar, hvað sem líður af- stöðu manna til upphaflegrar innrás- ar Bandaríkjamanna í Írak og veru herliðs þeirra í landinu í dag. Tveir helstu leiðtogar Kúrda, Jalal Talabani og Massoud Barzani, hafa einnig ákveðið að bjóða sameiginlega fram og hafa auk þess fengið aðra, minni flokka Kúrda til liðs við sig. Bendir þetta til að menn telji best að tryggja stöðu tiltekinna hópa (sjítar, Kúrdar í N-Írak og svo súnnítar, taki þeir þátt) í samfélaginu með sameig- inlegu átaki. Þetta mat er ekki út í hött, allt Írak verður nefnilega eitt kjördæmi í kosningunum. Skipta súnnítar um skoðun? Alls hafa nú 190 flokkar boðað þátt- töku í kosningunum en nokkrir munu sjálfsagt stilla saman strengi sína líkt og stóra kosningabandalagið, sem hér hefur verið rætt um. Stuðningsmenn Ghazi al-Yawers, forseta Íraks frá því í júní, eru m.a. að undirbúa framboð og sömuleiðis hyggst Iyad Allawi, for- sætisráðherra írösku bráðabirgða- stjórnarinnar, bjóða fram. Hugsanlegt er að áðurnefnt kosn- ingabandalag sjíta (taka ber fram að raunar eru nokkrir súnnítar og Kúrd- ar á framboðslistanum) verði til þess að hafa áhrif á afstöðu leiðtoga súnníta, þeir gætu álitið það gæfu- legra að taka þátt. Einhverjar vís- bendingar eru um þetta nú þegar, einn helstu flokka súnníta, Íraski Ísl- amsflokkurinn, hefur lagt fram fram- boðslista, jafnvel þó að leiðtogar flokksins hafi farið fram á að kosning- unum verði frestað. Segja fulltrúar flokksins að þeir vilji áskilja sér rétt- inn til að bjóða fram, fari svo að beiðn- um þeirra um frestun verði hafnað. Enginn velkist í vafa um að róttæk- ir uppreisnarmenn – sem andsnúnir eru veru Bandaríkjahers í Írak og hverjum þeim kosningum sem haldn- ar eru af írösku bráðabirgðastjórn- inni – reyni að hafa áhrif á venjulega kjósendur, ógna þeim og koma í veg fyrir að þeir mæti á kjörstað. Ýmislegt gæti því enn farið úr- skeiðis og því miður er líklegt að blóð- ið fái að renna í stríðum straumum allt fram á kjördag og jafnvel lengur. Óvissa um afstöðu al-Sadrs Og annar óvissuþáttur tengist per- sónu hins róttæka sjíta-klerks Moqt- ada al-Sadr. Al-Sadr á ekki aðild að stóra kosningabandalaginu, hann hafnaði þátttöku og er sagður vilja bíða og sjá hvernig hvernig málum lyktar. Er hann sagður hafa metið stöðuna þannig að ekkert sé því til fyrirstöðu að bjóða einfaldlega fram í kosningunum að ári. Hann gæti einn- ig metið stöðuna þannig er fram líða stundir að meira væri upp úr því að hafa að snúast gegn þeirri stjórn, sem skipuð verður eftir kosningar. Al-Sadr, sem á dyggan hóp stuðn- ingsmanna, gæti því enn átt eftir að leika stóra rullu í stjórnmálum Íraks, þó að hann kjósi að taka ekki beinan þátt í kosningunum nú. Taka súnnítar þátt í kosningunum í Írak? Stærstu flokkar sjíta í Írak hafa myndað kosningabandalag vegna kosninganna sem eiga að fara fram 30. janúar nk. Davíð Logi Sigurðsson veltir stöðunni fyrir sér. AP Írakar ganga fram hjá veggmynd af sjíta-klerknum Ali al-Sistani í Bagdad. Sistani beitti sér fyrir kosninga- bandalagi helstu flokka sjíta og hann hefur hvatt Íraka til að neyta atkvæðisréttar síns í kosningunum. david@mbl.is  Meira á mbl.is/itarefni ’[…] sjítar í Írak hafafullan hug á því að tryggja áhrif sín eftir kosningar, telja líklega tíma til kominn að þeir fái að ráða. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.