Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 11 FRÉTTIR Mörkinni 6, sími 588 5518. Sláið saman í gjöf handa ungu stúlkunni, mömmunni, ömmunni og langömmunni Ullarkasmírkápur Pelskápur Dúnúlpur Rúskinnsjakkar Leðurjakkar Hattar og húfur Kanínuskinn Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Opið sunnudaga frá kl. 12-17 31 2 Verslunin KAFFIBOÐ ● á horni Grettisgötu og Barónsstígs ● sími 562 1029 ● www.kaffibod.is Cappuccino-vélar í úrvali! Kaffikvarnir og kaffiþjöppur. 1. kr. 23.900 2. kr. 53.900 3. kr. 54.900 Silvia frá Rancilio Diva frá Bugatti Koala frá Vice Versa Kynningarverð á Koala og Silvia ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir samtökin vera alveg sammála Sigurði Ein- arssyni, stjórnarformanni KB-banka, að núverandi gengi íslensku krónunnar fái ekki staðist og sam- ræmist ekki raunstærðum í hagkerfinu. Sigurður sagði á ráðstefnu um gengi krónunnar í fyrradag að hefja þurfi veikingu krónunnar hið fyrsta. „Menn hafa búist við því að krónan yrði sterk núna um skeið, og jafnvel næstu misserin, en við teljum að það gengi sem við sjáum núna sé klárt yfirskot og að það fái ekki samrýmst jafnvægi í efnahagslífinu,“ segir Ari, „enda sjáum við það bæði af gríðarlegum viðskiptahalla og stöðu samkeppnisatvinnuveganna að það sverfur að samkeppnisatvinnuvegunum og það er mikið ójafnvægi í utanríkisviðskiptunum.“ Væntingar ráða miklu „Þetta hlýtur að leiðréttast,“ segir Ari ennfremur. „Þó menn séu að spá því að vegna þeirra fram- kvæmda sem framundan eru verði gengið áfram sterkt, þá lítur mað- ur líka til þess að væntingar ráða miklu um gengið. Þegar krónan styrktist þá gerði hún það fyrr en menn töldu vera bein rök fyrir. Auðvitað getur vel verið að það verði á sama veg, þegar hún fer niður þá gerist það hraðar og í meira mæli en menn hafa reiknað með. Mér finnst það vera mjög áhættusamt að jafnvel einstaklingar velji þann kostinn í dag vegna húsa- kaupa að fjármagna sig með erlendu láni. Með því hlýtur að vera tekin mjög mikil áhætta, a.m.k. til skamms tíma litið, á að krónan falli gagn- vart erlendum gjaldmiðlum, að maður tali nú ekki um gagnvart gjaldmiðili eins og dollaranum,“ segir Ari. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Gengi sem ekki fær staðist Ari Edwald PÁLL Pétursson fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra hlaut á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands æðstu viðurkenningu Rauða kross Ís- lands, heiðursmerki úr gulli. Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti Ís- lands veitti Páli viðurkenninguna. Í rökstuðningi fyrir veitingunni segir að Páll hafi sem félagsmála- ráðherra ákveðið að bjóða árlega, að undanskildu einu ári, hópum flóttamanna frá gömlu Júgóslavíu til Íslands, alls 218 manns. Einnig hafi Páll á ráðherraferli sínum beitt sér fyrir stofnun Fjölsmiðj- unar, sem er verkþjálfunarsetur fyrir ungt fólk, og látið málefni geðfatlaðra til sín taka. Afhendingin fór fram í tilefni af 80 ára afmæli RKÍ, en við það sama tækifæri afhenti Einar Sveinsson, formaður menning- arsjóðs Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra, RKÍ tvær milljónir króna til ungmennahúsa, sem deildir félagsins hafa haft for- göngu um víða á landsbyggðinni. Þá afhentu Ellen Kristjáns- dóttir og bróðir hennar KK Rauða krossinum gjafabréf um afnotarétt félagsins á laginu „When I think of angels“, en myndband með laginu hefur verið notað á vegum Rauða krossins hér á landi og víða um heim und- anfarið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Páli Péturssyni, fyrrver- andi félagsmálaráðherra, æðstu viðurkenningu Rauða kross Íslands í gær. Veitt æðsta viður- kenning RKÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.