Morgunblaðið - 11.12.2004, Page 51

Morgunblaðið - 11.12.2004, Page 51
bersýnilega gaman af því að klæða þig upp og gera þig fína. Þið afi vor- uð svo sannarlega myndarleg og fal- leg hjón. Heimili ykkar bar einnig vott um mikla alúð, hlýju og snyrti- mennsku í hvívetna. Handverk þitt var einnig áberandi á heimilinu, sem og fjölskyldunnar, en þú varst af- bragðs handavinnukona og vandvirk í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Gjafmildi þín var líka alveg ein- stök. Í hvert skipti sem þú steigst upp á land varstu ekki róleg fyrr en þú varst búin að dreifa gjöfum til allra barnabarnanna og barnabarna- barnanna. Alltaf þótti þér jafngaman að gleðja aðra og hlýnaði manni allt- af um hjartarætur þegar þið afi kom- uð í heimsókn á Hjallabrautina. Eft- irvæntingin á jólunum er okkur einnig minnisstæð því alltaf var mest spennandi að opna gjafirnar frá ykk- ur afa. Í þeim var alltaf eitthvað fal- legt og þeim alltaf vandlega og fal- lega innpakkað af þinni einstöku lagni. Það var blessun að þú skyldir loks fá hvíldina eftir þessi erfiðu veikindi. Við kveðjum þig með virðingu, þakk- læti og kærleik og kveikjum á kert- um fyrir þig dag hvern. Guð blessi þig, elsku amma. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Við elskum þig, Harpa og Hlín. Elsku amma. Nú er komið að leiðarlokum og okkur systur langar að minnast þín í nokkrum orðum. Fyrst leiðir hugann að árunum í eyjum fyrir gos, þar áttum við marg- ar góðar og ánægjulegar stundir heima hjá ykkur afa á Ásaveginum. Þið áttuð svo myndarlegt og fallegt heimili. Þú passaðir okkur alltaf þegar mamma var að vinna og oftar en ekki fengum við hringi í skál eða afgang af kremi og þá sátum við í horninu góða í eldhúsinu. Við minnumst þín einnig við saumavélina þar sem þú saumaðir allt milli himins og jarðar. Þú kennd- ir okkur að prjóna og hekla. Það var þér að þakka að við fengum oftast 10 í einkunn fyrir handavinnu. Jólin hjá ykkur afa voru yndisleg, þú eldaðir heimsins besta hamborg- arhrygg og spiluð var sólóvist á öll- um borðum nema í eldhúsinu, þar spiluðum við börnin manna. Í gosinu keyptuð þið afi íbúð í Hraunbænum, mikið var notalegt að koma til ykkar með strætó og fá að gista, það var mikið sport. Oft feng- um við pylsur en afa fannst það nú ekki mikill matur. Minnisstætt er það þegar þið flutt- uð aftur til eyja eftir gos, hjálpuðu mamma og pabbi ykkur og við með. Þá var skrítið að koma til eyja og sjá ekki húsin okkar, allt í hrauni og vikri. Gaman var að fá að koma til ykkar og vera hjá ykkur á sumrin. Bæði til að hjálpa þér, passa fyrir Rúnu og vinna í humri. Kom það fyrir að við bættum aðeins á okkur því alltaf var nóg af kræsingunum. Mikill var spenningurinn þegar von var á jóla- eða afmælispökkun- um, þá biðum við systurnar á póst- húsinu eftir stóra pakkanum. Þá þurfti mamma ekki að biðja okkur að fara út á pósthús. Okkur fannst svo- lítið mikið límband á sumum pökk- unum. Einnig var mikil tilhlökkun að fá þig og afa til Reykjavíkur sem oft var í kringum afmælið þitt, þá var mikið spilað og hlegið á Jörfabakk- anum. Mikið þótti okkur gaman að til- kynna þér um stórar fréttir í lífi okk- ar, eins og t.d. þegar við áttum von á okkur, giftum okkur, keyptum fyrstu íbúðina, eða bara vorum að fara í útilegu. Alltaf samgladdist þú okkur innilega. Það stóð ekki á því að hekla handa okkur milliverk og sauma hjóna- sæng þegar við byrjuðum að búa með strákunum okkar. Eru þetta stórhátíðarsettin okkar og notalegt verður að leggjast undir þau um jólin og finna fyrir ást þinni og hlýju sem þú gafst okkur svo mikið af. Síðasta eitt og hálft árið hefur ver- ið okkur þungbært að geta ekki hringt í þig og sagt þér fréttir af okk- ur og fjölskyldum okkar. Þetta er nú bara smábrot af minn- ingum okkar um þig. Við minnumst þín sem yndislegrar ömmu, takk fyr- ir allar góðu stundirnar okkar sam- an, símtölin og það sem þú kenndir okkur í gegnum tíðina. Kveðja, Stellurnar þínar. Anna og Sigrún Inga. Það er gott og hollt hverri sál að mega rifja upp kynni, sem voru þátt- uð sterkum, góðum strengjum. Kynni okkar Önnu voru þó sprottin af ógnvænlegum atburðum í lífi hennar. Foreldrar hennar fluttu til Nes- kaupstaðar 1924 með þau systkini Önnu og Guðjón. Jóhann Karl fædd- ist árið eftir. Þau bjuggu þar í fyrstu við lífsbaráttu og hamingju alþýðu- fólks. Snögglega veiktist Sigríður móðir barnanna, varð að leggjast á sjúkra- hús á Seyðisfirði og átti ekki aftur- kvæmt, en lézt þar úr berklum 1929. Eftir stóð Sigurður með þrjú ung börn. Dugnaður Sigurðar var alkunnur. Hann reyndi að halda heimili, en sá, að við svo búið mátti ekki standa. Hann átti góðan, sterkan og sam- stæðan garð frænd- og tengdafólks, sem bauð fram aðstoð sína. Dreng- irnir fóru í fóstur í Neskaupstað, en Ingigerður föðursystir Önnu í Vest- mannaeyjum og maður hennar Þor- steinn, foreldrar mínir, tóku hana í fóstur. Fóstursystir mín og frænka kom til Eyja í lok maí 1930. Í þeirri viku flutti fjölskyldan að Þingeyri við Skólaveg og þar fæddist Kristín, annað barn hjónanna, í lok sömu viku. Það má því segja, að mikið hafi gerzt þá dagana og hefði nýjabrumið mátt dreifa sorgum munaðarleys- ingjans. Svo varð þó ekki. Hún var altekin einsemd og sorg. Svo erfitt var barninu, að þau hjón töldu rétt að heimsækja heimaslóðir hennar með henni árið eftir. Þar hitti hún föður sinn og bræður. Í lok ferðar- innar kaus hún að fara með fóstur- foreldrunum og smám saman varð lífið henni bærilegra. Mér var hún alltaf sem bezta systir. Átján ára fór hún í vist að Odds- stöðum til hjónanna Guðrúnar og Guðjóns enda hafði verið nokkur samdráttur með þeim Guðlaugi syni þeirra. Anna sýndi af sér sérstakan myndarskap og staðfestu. Þau Guð- laugur bjuggu alla tíð af rótgrónum og látlausum glæsileika enda bæði mikil snyrtimenni og áberandi list- feng. Bar heimili þeirra um það ljós- an vott. Anna varð fyrir heilaáfalli fyrir allmörgum árum og náði sér aldrei til fulls. Á það bættist svo hrörnun, sem leiddi smám saman til endalok- anna. Við Fríða nutum vináttu þeirra hjóna og er hún þökkuð af alúð. Við sendum Guðlaugi og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Víglundur Þór Þorsteinsson. Elsku amma, við viljum kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu og skemmtilegu minningar, sem við eigum um þig. Það var alltaf svo gaman þegar þið afi komuð til Reykjavíkur, því þá voru alltaf jólin. Það brást ekki, við fengum öll pakka, enda varstu oft kölluð heilsársjóla- sveinninn af okkur börnunum og fjölskyldunni. Þegar við komum til Vestmannaeyja varstu búin að baka pönnukökur og þið afi tókuð svo vel á móti okkur. Það var alltaf svo gaman þegar þú fórst í skápinn í leikher- berginu og náðir í Prins póló og gafst okkur og við trúðum því að það yxi í skápnum. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund og þú hefur fengið hvíld frá þjáningum þínum. Þú varst hetj- an okkar. Við biðjum góðan Guð að veita afa styrk á þessum erfiðu tíma. Hugur okkar er hjá þér, elsku afi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíl í friði, elsku amma. Þín ömmubörn Guðlaugur Stefán, Árdís og Anna Lilja. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 51 MINNINGAR Það er skrítið að setjast hér niður og skrifa örfá orð um hann Elvar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er mynd af litlum fallegum dreng með alhvítt hár, þannig munum við hann best, og þá með Þráni bróður sínum sem var tveimur árum yngri en Elvar, tveir hvíthærðir drengir sem oftast voru eins klæddir. Þeir bræður voru á sama reki og dætur okkar Telma og Tinna, og dingluð- um við ungu mæðurnar oft saman með litlu frændsystkinin fjögur. Í þá daga hefði ekki hvarflað að okk- ELVAR FANNAR ÞORVALDSSON ✝ Elvar FannarÞorvaldsson fæddist á Sauðár- króki 18. júní 1983. Hann lést af slysför- um á heimili sínu að morgni 4. desember síðastliðins. Foreldr- ar hans eru Ólöf Harðardóttir, f. 11.12. 1962, og Þor- valdur Steingríms- son, f. 8.3. 1959. Systkini Elvars eru Þráinn, f. 13.10. 1985, og Sunna Ósk, f. 10.6. 1989. Útför Elvars verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur að tvö þessara litlu frændsystkina myndu deyja svona ung. Eftir að Elvar komst á unglingsár hittum við hann ekki oft, leiðir okkar skilja þegar við flytjum suð- ur. Fyrir nokkrum misserum dvaldi Elvar í nokkurn tíma hjá frændfólki sínu á Kjal- arnesinu, Sirrý, Steina og börnum, þá hitt- umst við oftar, þótt samskiptin væru ekki mikil. Elsku Teddi, Lóa, Þráinn og Sunna. Hvað við biðjum og vonum að þið komist í gegnum þennan erfiða tíma sem nú fer í hönd og að þið komið auga á ljósið sem skín í fjarlægð, þrátt fyrir allt. Friðrik, Steinvör, Telma Ýr og Dagný Ýr. Elvar Fannar Guð mun taka á móti þér, Tinna tekur á móti þér. Hún og Guð munu leiða þig. Ég gleymi aldrei góðu árunum sem ég hitti þig. Þú ert í hjarta mínu, ég mun aldrei gleyma þér. Þín frænka Dagný Ýr. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, BJARNA ÓLAFSSONAR, Framnesvegi 15 Reykjavík. Alda Magnúsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Ivette Bjarnason, Erna Björg Bjarnadóttir, Markús Bjarnason, Andri Freyr Halldórsson, Michelle Frandsen Ólafsson, Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, Bjarni Jósef Ólafsson, Frank Niculás Ólafsson, Leander Magnús Ólafsson, Haukur Ólafsson, Björg Friðriksdóttir, Hrefna Ólafsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMANN JÓNSSON, Strandgötu 21a, Eskifirði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Austur- lands, Seyðisfirði, laugardaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 11. desember kl. 14.00. Arnheiður Klausen, Sólveig Kristmannsdóttir, Árni Þ. Helgason, Alrún Kristmannsdóttir, Gísli Benediktsson, Herdís Kristmannsdóttir, Páll S. Grétarsson, Guðrún Kristmannsdóttir, Gungör Tamzok, Kristmann Kristmannsson, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Þorgeir Heiðar Kristmannsson, Drífa Jóna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, HREIÐAR ÞORSTEINN GUNNARSSON, Sólheimum, Grímsnesi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 7. desember. Útförin verður auglýst síðar. Systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN M. EINARSON (Dysta), lézt aðfaranótt föstudagsins 10. desember. Magnús Finnsson, Bryndís Brynjólfsdóttir, Helga Finnsdóttir, Sigurður Örn Hansson og barnabörn. Okkar ástkæri, LÁRUS ÓSKAR ÞORVALDSSON vélfræðingur, Frostafold 14, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 9. desember. Jarðarförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. desember kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Parkinsonsamtökin. Sveinbjörg Eiríksdóttir, Sigríður Ósk Lárusdóttir, Þorsteinn Alexandersson, Logi Guðjónsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Barði Ingvaldsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.