Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NORÐURLANDAÞJÓÐIRNAR fimm og Eystrasaltsríkin þrjú, þ.e.a.s. Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð, ásamt Eist- landi, Lettlandi og Litháen, eiga margt sameiginlegt. Meðal annars falla þau öll undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á smærri ríkj- um (ríki með innan við 10 milljónir íbúa). Engu að síður leika þessar þjóðir sumar hverjar mikilvægt hlut- verk á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og þær leggja mikið af mörkum til stofnana Sameinuðu þjóðanna og verkefna á vegum þeirra, og gildir þá einu hvort miðað er við höfðatölu eða ekki. Þúsundir karla og kvenna frá þessum löndum hafa starfað að friðargæsluverkefnum á vegum Sþ í áranna rás og þau hafa einnig átt mikinn þátt í fyrri tilraunum Sam- einuðu þjóðanna til umbóta á starf- semi sinni og uppbyggingu. Hafa skal hugfast að á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna, þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði, verða það ekki síst smærri ríkin sem munu ráða úrslitum í mót- un samtakanna á komandi árum. Á næsta ári gefst okkur tækifæri til þess að koma Sameinuðu þjóð- unum, og þar með sameiginlegum öryggismálum okkar, á rétta braut. Leiðtogafundur Sameinuðu þjóð- anna árið 2005, sem ber upp fimm árum eftir samþykkt þúsaldaryf- irlýsingarinnar, ætti að marka upp- haf þess að ráðist verði í þær breyt- ingar sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja að við verðum þess megn- ug að takast á við gamlar og nýjar ógnir við öryggi okkar með sam- hentum hætti. Að öðrum kosti mun- um við sitja uppi með veikara al- þjóðasamfélag, meiri óvissu og óöruggari veröld fyrir okkur öll. Ráðgjafahópur Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sþ, um stöðu og starfshætti samtakanna í breyttu ör- yggisumhverfi, hefur nú skilað til- lögum sínum. Með þeim fá aðild- arríki Sameinuðu þjóðanna alhliða grundvöll til þess að taka rökréttar ákvarðanir um umbætur á samtök- unum. Okkur er ljóst að það mun taka tíma að hrinda í framkvæmd raunverulegum breytingum. Hins vegar er ekki bara mögulegt heldur brýnt að taka mikilvægar ákvarð- anir um framtíðina til þess að hleypa ferlinu af stað. Við stöndum frammi fyrir fjöl- mörgum ógnum: átökum og óvild milli ríkja; borgarastyrjöldum, hruni þjóðríkja og þjóðarmorði; fátækt, gróðureyðingu og öðrum umhverf- isvanda í þróunarríkjum; sjúkdóm- um; útbreiðslu gereyðingarvopna; hryðjuverkum; og stórkostlegum vanda sem stafar af alþjóðlegri glæpastarfsemi. Hætturnar blasa við og þær vofa yfir, þær eru vaxandi og þær eru allt of alvarlegar og flóknar til þess að nokkur þjóð geti ráðið við þær ein síns liðs. Við verðum að beina umræðum okkar í árangursríkan farveg. Ákvarðanir okkar verða að fela í sér samtaka aðgerðir á sex sviðum ef vel á að takast til: 1) Fjölga ætti sætum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þannig að það öðlist víðara umboð og aukið lögmæti án þess að skilvirkni sé fórnað. En við megum ekki láta álitamál um stækkun Örygg- isráðsins tröllríða og jafnvel setja í uppnám þær víðtæku umbætur sem þörf er á. Öryggisráðið öðlast hins vegar ekki aukið lögmæti nema smærri ríki fái þar eðlilegt tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. 2) Þróunarstarf verður að vera fyrsta varnarlínan. Við verðum að kosta því til sem þarf til þess að bjarga þjóðum og fólki út úr fá- tækt. Hættan sem stafar frá hungri og fátækt, hrörnun um- hverfisins, menntunarskorti og skorti á aðgengi að heilbrigð- isþjónustu er raunveruleg. Þess vegna er óhjákvæmilegt að á leið- togafundinum árið 2005 lítum við yfir farinn veg og endurnýjum staðfestu okkar og viðleitni til þess að ná þúsaldarmarkmiðunum varðandi þróun. 3) Okkur er brýn nauðsyn að bæta aðstoð okkar við stríðshrjáðar þjóðir sem eru að feta sig á braut til friðar. Við verðum að efla sam- eiginlega getu okkar til þess að koma í veg fyrir átök, að gera frið- arsamninga sem halda og veita al- hliða aðstoð til þess að viðhalda varanlegum friði. Ekkert er hættulegra alþjóðlegu öryggi en fallvölt ríki. Slík ríki eru ekki að- eins miðstöðvar öryggisleysis og mannlegrar þjáningar. Þær geta líka verið gróðrarstía ofbeldis, glæpastarfsemi og hryðjuverka annars staðar í heiminum. Al- þjóðasamfélagið verður að koma sér saman um haldbærar og sam- ræmdar aðferðir til þess að byggja upp frið með áherslu á uppbyggingu stofnana, starfs- hæfni og þekkingu sem nauðsyn- leg er til þess að ríki geti orðið starfhæft. 4) Sameinuðu þjóðirnar mega aldrei framar víkja sér undan því að vernda saklausa borgara. Þegar við blasir að ríki vanrækir skyldur sínar gagnvart þegnunum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá. Hins vegar þurfum við að ná fram betri samstöðu um hverjar séu forsendur til slíkra sameiginlegra aðgerða. Við verðum að tryggja skjót diplómatísk viðbrögð til þess að koma í veg fyrir þörf á hern- aðaríhlutun. 5) Í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna er öryggisráðinu veitt full heimild til þess að takast á við þær fjöl- breyttu ógnir við öryggi sem ríki standa frammi fyrir. Hins vegar verðum við að sjá til þess að ör- yggisráðið vinni betur og af meiri festu og grípi til aðgerða áður en í óefni er komið. 6) Við þurfum að styrkja alþjóðlega samvinnu sem felst í að virða laga- legar skuldbindingar til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu og notkun gereyðingarvopna og berj- ast gegn skipulegri glæpastarf- semi, og ef þörf krefur verðum við að koma okkur saman um nýjar slíkar skuldbindingar. Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar árið 1945 á rústum heims- skipulags sem hafði brugðist ger- samlega með skelfilegum afleiðingum. Þá, eins og nú, var ör- yggi efst á forgangslistanum. Þá, eins og nú, fólst lausnin í að finna sameiginlega nálgun að sameig- inlegum vanda. Enginn annar kostur blasir við sem tekur fram betur skipulögðum og sterkari Sameinuðu þjóðum á öllum framangreindum sviðum ef við ætlum að takast á við þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir. Leiðtogafundur Sameinuðu þjóð- anna árið 2005 og skýrsla ráð- gjafahópsins gefa okkur bæði tæki og tækifæri til þess að grípa til af- gerandi aðgerða. Sem ráðherrar ut- anríkismála erum við staðráðin í að láta til okkar taka með virkum og af- gerandi hætti til þess að þetta tæki- færi verði nýtt til góðs. Við hvetjum starfsbræður okkar og -systur í öðr- um aðildarríkjum til þess að gera slíkt hið sama. Það er sameiginleg skylda okkar. Þegar Kofi Annan tilkynnti stofn- un ráðgjafahóps til að gera tillögur um skilvirkara starf samtakanna sagði hann, sem frægt er orðið, að við værum komin að vegamótum. Líkingin minnir svolítið á leikritið „Beðið eftir Godot“ eftir írska leik- skáldið Samuel Beckett. Í leikritinu sitja tveir menn undir tré við veginn og tala endalaust um hvað þeir ættu að gera. Leikritinu lýkur með því að þeir segja, fullir áræðis: „Förum!“ Í leikleiðbeiningum stendur hins veg- ar einfaldlega „þeir hreyfa sig ekki“. Sjáum til þess að allsherjarþinginu á næsta ári verði ekki, að því er varðar umbætur á Sameinuðu þjóðunum, líkt við þetta listaverk absúrdismans um aðgerðarleysi. Kristiina Ojuland, utanríkisráðherra Eistlands Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands Davíð Oddsson, utanríkisráðherra Íslands Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands Antanas Valionis, utanríkisráðherra Litháens Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar Umbætur á Sameinuðu þjóðunum og sameiginlegt öryggi þjóða heims ’Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna árið 2005 ogskýrsla ráðgjafahópsins gefa okkur bæði tæki og tækifæri til þess að grípa til afgerandi aðgerða. Sem ráðherrar utanríkismála erum við staðráðin í að láta til okkar taka með virkum og afgerandi hætti til þess að þetta tækifæri verði nýtt til góðs.‘ Per Stig Møller Artis Pabriks Laila Freivalds Davíð OddssonErkki Tuomioja Jan PetersenAntanas Valionis Kristiina Ojuland Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Gætið þess að kerti séu vel stöðug og föst í kertastjakanum. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.