Morgunblaðið - 30.12.2004, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
INNRÁSIN í Írak var í upphafi
réttlætt með því að Írakar ættu
gereyðingarvopn og að þáverandi
ráðamenn landsins tengdust Al
Kaida, og þar með hryðjuverk-
unum á Bandaríkin í
september 2001.
Hvort tveggja reynd-
ist rangt, en þá er í
umræðu hér á landi
vísað til víðtæks
stuðnings við innrás-
ina í báðum lönd-
unum, Bandaríkjunum
og Írak og sérstaklega
við það að velta Sadd-
am Hussein úr valda-
stóli. Það er því full
ástæða til þess að
skoða sannleiksgildi
þessara fullyrðinga og
það verður best gert
með því að athuga kannanir sem
virt fyrirtæki hafa gert í báðum
löndum og varpa ljósi á viðhorf al-
mennings. Bretar eru einnig ger-
endur í þessu stríði ásamt Banda-
ríkjamönnum, en þar hefur almenn
andstaða verið við stríðið eiginlega
frá upphafi og er ekki skoðað frek-
ar hér.
Ekki réttlætanleg,
skaðleg og herinn fari
Gallup gerði könnun í Írak í mars
og apríl síðastliðnum fyrir USA
Today og CNN. Alls voru 3.444
Írakar spurðir, viðtalið fór fram
heima hjá hverjum og einum og
tók það að meðaltali um 70 mín-
útur. Alls voru spurningar 23 og
varpa svörin skýru ljósi á afstöðu
írösku þjóðarinnar til ýmissa mála
tengdum innrásinni. Skýr meiri-
hluti svarenda, eða 57%, telur að
herlið Bandaríkja-
manna og Breta eigi
að fara strax (á næstu
mánuðum) og aðeins
36% vilja að það verði
lengur. Að öllu sam-
anlögðu telja 46% að
innrásin hafi verið
skaðleg (unnið meiri
skaða en það gagn
sem af innrásinni hef-
ur leitt) en 33% telja
að hún hafi verið til
góðs. Þá segja 39% að
á engan hátt sé hægt
að réttlæta siðferði-
lega hernaðaraðgerðir
Bandaríkjamanna og Breta og 13%
segja að afar litla réttlætingu sé
hægt að finna. Aðeins 12% telja að
aðgerðirnar séu réttlætanlegar og
19% eru á þeirri skoðun að aðgerð-
irnar séu að einhverju leyti réttlæt-
anlegar. Úr þessu má lesa að
meirihluti Íraka telur skorta sið-
ferðilega réttlætingu fyrir hern-
aðaraðgerðunum. Til viðbótar þá
lítur 71% Íraka á herlið bandalags-
þjóðanna sem hernámslið en aðeins
19% telja það frelsisher. Þegar inn-
rásin var gerð voru jafnmargir sem
litu á innrásarherinn sem frelsislið
og sem hernámslið, þannig að
breytingin er mikil á viðhorfi Íraka
til herliðsins. Fáir Íraka styðja
Saddam Hussein og 61% svarenda
telur að þrátt fyrir erfiðleikana,
sem þeir hafi mátt þola síðan inn-
rásin var gerð, sé það þess virði að
vera lausir við hann.
Meginniðurstöður könnunarinnar
eru þessar: meirihluti Íraka vildi
losna við Saddam Hussein, en telur
ekki hægt að réttlæta innrásina og
á heildina litið hafi hún verið skað-
leg, litið er á herinn sem her-
námslið og hann eigi að fara strax.
Þetta eru hinir skýru megin-
drættir, sem koma fram þegar
Írakar meta málið í heild. Innrásin
verður ekki réttlætt að mati Íraka,
með því að koma Saddam Hussein
frá völdum, það er athyglisverð
niðurstaða. Ólíklegt er að stuðn-
ingur Íraka við innrásina hafi vaxið
síðan könnunin var gerð, fremur er
líklegt að andstaðan hafi aukist hjá
almenningi.
Meirihlutinn ósammála innrás
Viðhorf almennings í Bandaríkj-
unum verður æ neikvæðara til inn-
rásarinnar og stríðsrekstursins eft-
ir því sem átökin standa lengur.
Nýlegar skoðanakannanir staðfesta
það. Í könnun sem Gallup gerðir
fyrir CNN/USA Today í þessum
mánuði mælast þeir í fyrsta skipti í
meirihluta sem eru ósammála
þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar
að fara í stríð við Írak í marsmán-
uði 2003. Alls er 51% ósammála en
48% sammála. Mælingar Gallup
hafa til þessa sýnt að um 61–63%
hafa verið sammála því að fara í
stríðið. Þá eru 47% á þeirri skoðun
að staða Bandaríkjamanna í Írak
hafi versnað frá því fyrir ári, en að-
eins 20% telja að staðan hafi batn-
að. Tvær kannanir nú í desember
sýna að Bandaríkjamenn telja
stríðið ekki þess virði að heyja það.
ABC/Washington Post létu gera
könnun og spurðu hvort menn
teldu að öllu samanlögðu, kostnað
Bandaríkjanna borinn saman við
ávinning þeirra, að það væri þess
virði að heyja stríðið í Írak. Já
svöruðu aðeins 42%, en nei sögðu
56%. Í apríl síðastliðnum sögðu
70% já en aðeins 27% nei. Á aðeins
8 mánuðum hefur rúmur fjórð-
ungur þjóðarinnar skipt algerlega
um skoðun. NBC News/Wall Street
Journal spyr hvort manntjónið og
kostnaðurinn við stríðið hafi verið
þess virði að steypa Saddam Huss-
ein af stóli. Aðeins 43% svarenda
telja svo vera en 48% ekki. Þar
með eru bæði Bandaríkjamenn og
Írakar sammála um það að það
réttlæti ekki innrás að koma Sadd-
am Hussein frá völdum. Að lokum,
í framhaldi af þessu sýnir könnun
Quinnipac University, sem gerð var
7.–12. desember, að 52% Banda-
ríkjamanna telja að það hafi verið
rangt að fara í stríð við Írak. Að-
eins 42% telja það rétta ákvörðun.
Meginniðurstaðan er sú að Banda-
ríkjamenn eru komnir á þá skoðun
að rangt hafi verið að gera innrás
og eru ósammála því að fara í stríð
við Írak og að tilkostnaður sé svo
mikill að ávinningur, sem vera
kann, svo sem að að koma Saddam
frá völdum, réttlæti ekki hann.
Þetta er í raun sama viðhorf og
fram kemur hjá Írökum. Kjarninn í
viðhorfi almennings í báðum lönd-
unum er þessi: að öllu samanlögðu
var það röng ákvörðun að fara í
stríðið. Það verða menn að horfast
í augu við.
Innrásin í Írak var
röng ákvörðun
Kristinn H. Gunnarsson
fjallar um stríð ’Meginniðurstaðan ersú, að Bandaríkjamenn
eru komnir á þá skoðun
að rangt hafi verið að
gera innrás …‘
Kristinn H.
Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Í MÖRGUM vestrænum ríkjum
hefur stjórnunarlegt umhverfi há-
skóla breyst mikið á síðustu árum
(OECD, 2004). Í opinberri umræðu
er fjallað um hvort
þessar breytingar hafi
áhrif á hlutverk há-
skóla sem er einkum
þrenns konar, þ.e.
kennsla, rannsóknir og
þjónusta við sam-
félagið. Sjálfstæði há-
skóla og frelsi innan
þeirra í rannsóknum,
kennslu og námi er for-
senda fyrir því að þeir
ræki hlutverk sitt sem
best. Háskólar eiga að
vera siðferðilega og
fræðilega óháðir sér-
hagsmunum og taka
langtímahagsmuni
fram yfir skammtíma-
hagsmuni. Hugmyndir
um breytingar á hlut-
verki háskóla eru m.a.
afleiðing af kröfum um
að taka á móti auknum
fjölda nemenda en
einnig koma til sög-
unnar auknar vænt-
ingar til háskóla. Fjöldi
háskólastúdenta tvö-
faldaðist í Írlandi, Sví-
þjóð og Íslandi frá 1990
til 2000. Þessi þróun
virðist halda áfram hér
á landi, t.d. jókst fjöldi
nemenda við Háskól-
ann á Akureyri um
100% á árunum 2000 til
2003. Stjórnvöld líta í
auknum mæli til há-
skóla til að aðstoða við
að uppfylla sam-
félagsleg markmið. Hér er m.a. átt
við markmið sem fást við sí- og end-
urmenntun, samfélagslega þátttöku
almennings, þróun efnahagslífs,
byggðaþróun og menningar-
starfsemi. Að sjálfsögðu er jákvætt
fyrir háskólasamfélagið að væntingar
almennings og stjórnvalda til þess
aukist en vandi fylgir vegsemd
hverri. Starfsumhverfi háskóla verð-
ur flóknara en áður var. Hér gætu
leynst hættur fyrir háskólann sem
stofnun. Er t.d. hætta á að háskólar
reki af leið, frá meginstarfsemi sinni
sem er rannsóknir og kennsla, til að
uppfylla væntingar stjórnvalda um
pólitísk og efnahagsleg markmið? Er
hætta á að háskólar slaki á hefð-
arhelguðum fræðilegum kröfum til að
mæta óskum nemenda um menntun
sem strax verði í askana látin?
Breytingar á fjármögnun
Á síðustu öld voru flestir háskólar
undir stjórn og fjármagnaðir af rík-
isvaldinu. Sú er ennþá raunin en í
sumum ríkjum er verið að draga hlut-
fallslega úr fjárveitingum hins op-
inbera til háskóla. Í Ástralíu minnk-
aði framlag hins opinbera til háskóla
sem hlutfall af tekjum þeirra úr 69%
árið 1990 í 43% árið 2001. Kostnaður
á hvern nemenda í Háskólanum á Ak-
ureyri hefur lækkað úr 1 mkr árið
1997 í 580 þúsund árið 2003. Háskólar
afla í auknum mæli tekna með því að
leita eftir styrkjum til rann-
sóknaverkefna og selja þriðja aðila
rannsóknaverkefni eða aðra þekk-
ingu. Þessi leið er þó takmörkunum
bundin t.d. fjármagna rann-
sóknasjóðir yfirleitt aðeins bein út-
gjöld vegna rannsókna en ekki það
sem stofnunin kostar sjálf til af innra
starfi sínu til þeirra.
Í alþjóðlegu samhengi er tilhneig-
ingin sú að auka sjálfstæði háskóla.
Samhliða þessu hefur ríkisvaldið gert
auknar kröfur til háskólanna um
meiri ábyrgð sem felur í sér kröfur
um meiri upplýsingagjöf, öflugra
gæðaeftirlit, heilsuvernd og öryggi
starfsmanna, að jafnrétti sé tryggt
o.s.frv. Áður fyrr var háskóla-
menntað fólk að finna, fyrst og
fremst, innan háskólanna sjálfra og í
þröngum hópi embættismanna. Nú
er fjöldi háskólamenntaðs fólks á
vinnumarkaði í fyrirtækjum og stofn-
unum utan háskóla og vinnur rann-
sókna- og sérfræðistörf
sem oft jafnast á við
vinnu fræðimanna í há-
skólum. Mikil sam-
keppni ríkir á mark-
aðnum í dag um
háskólamenntað starfs-
fólk, fyrirtæki og stofn-
anir sjá sér hag í að
tengjast háskólum m.a.
til að afla sér nýrrar
þekkingar og til að auka
framboð á vel menntuðu
fólki á starfssviði fyr-
irtækisins. Hið mik-
ilvæga hlutverk, þjón-
usta háskóla við
samfélagið, felst ekki í
því að bíða eftir áreitum
frá umhverfinu til að
bregðast við. Þjónusta
háskóla felst í því að
velja þá þætti úr kennslu
og rannsóknastarfsemi
sem líklegastir eru til að
hafa áhrif og gera al-
menningi kleift að nýta
sér þá. Á þennan hátt
getur háskólastarfsemin
haft mótandi áhrif á
samfélagið. Í síbreyti-
legum heimi verða há-
skólar að stýra starf-
semi sinni þar sem
markmið verða flóknari,
fjármögnun óvissari en
um leið þurfa þeir að
halda fram sérstöðu
sinni í umhverfi þar sem
samkeppnin eykst sí-
fellt.
Endurskoðun laga
Sú krafa samtímans að aðlaga stjórn-
un háskóla að breyttum aðstæðum
kallar á nýtt lagaumhverfi þar sem
afstöðu þarf m.a. að taka til eftirfar-
andi atriða: Auka fjárhags- og rekstr-
arlegt sjálfstæði opinberra háskóla
annaðhvort með breyttum laga-
ákvæðum eða með því að breyta op-
inberum háskólum í sjálfseign-
arstofnanir. Háskólar þurfa að geta
átt eigin sjóði og ráðstafað þeim og
stofnað fyrirtæki eða átt hluti í fyr-
irtækjum í eigin nafni. Háskólum
þarf að vera gert kleift að innheimta
skólagjöld, m.a. af erlendum nem-
endum, nemendum í framhaldsnámi
og í greinum þar sem markaðslegar
forsendur eru til þess að innheimta
slík gjöld. Greina þarf á milli innri og
ytri stjórnar háskóla. Innri stjórn
sem stýrt er af fulltrúum háskóla-
samfélagsins stýrir málefnum og
stoðkerfi kennslu og rannsókna. Ytri
stjórn er skipuð áhrifafólki úr þjóðlífi
sem Háskólinn tilnefnir sjálfur með
eða án samráðs við stjórnvöld. Hlut-
verk ytri stjórnar er stefnumótun til
langtíma, umsjón með fjáröflun og
fjármálastýringu og tengsl við þjóð-
lífið. Starfsmannamál opinberra há-
skóla heyri ekki lengur undir lög um
réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna en starfsöryggi og frelsi
hæfra háskólakennara til kennslu og
rannsókna hvort sem er í opinberum
eða einkaháskólum verði tryggt í lög-
um um háskóla. Gæðakröfur allra
skóla á háskólastigi í landinu lúti við-
urkenndum viðmiðunum. Til að gera
samanburð mögulegan verða háskól-
ar að starfa eftir sambærilegu gæða-
eftirlitskerfi sem er á vegum þriðja
aðila.
Samhliða þessari endurskoðun
þarf að aðlaga innri starfsemi háskóla
að breyttum aðstæðum án þess að
missa sjónar á meginhlutverkum há-
skóla.
Stjórnun háskóla,
breytt hlutverk,
breyttar kröfur
Þorsteinn Gunnarsson fjallar
um stjórnun háskóla
Þorsteinn Gunnarsson
’Í síbreyti-legum heimi
verða háskólar
að stýra starf-
semi sinni þar
sem markmið
verða flóknari,
fjármögnun
óvissari en um
leið þurfa þeir
að halda fram
sérstöðu sinni í
umhverfi þar
sem samkeppn-
in eykst sífellt.‘
Höfundur er rektor við Háskólann
á Akureyri.