24 stundir - 27.11.2007, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@24stundir.is
„Það er ósköp breytilegt hvað við
gerum á þessum dögum í kringum
jólin,“ segir Svanberg K. Jak-
obsson, talsmaður Votta Jehóva.
„Okkar fólk er nú flest í fríi yfir há-
tíðisdagana eins og aðrir og fjöl-
skyldufólk gerir þá gjarnan eitt-
hvað með börnunum. Sumir fara
til dæmis út úr bænum en það er
allur gangur á því.“
Aðeins ein hátíð lögboðin
Að sögn Svanbergs halda Vottar
aðeins einn dag hátíðlegan. „Eina
hátíðin sem er í raun lögboðin í
Biblíunni er minningarhátíð um
dauða Jesú en hann sagði læri-
sveinum sínum að minnast dauða
síns og ber þann dag yfirleitt upp
nálægt páskum. Við höldum held-
ur ekki neitt sérstaklega upp á
gamlársdag eða nýársdag og erum
ekki með nein hátíðarhöld í stað-
inn, þannig að það má segja að við
sleppum þannig við allt jólastress-
ið. Flestir reyna að leiða jólaund-
irbúninginn hjá sér en auðvitað fer
það ekki fram hjá okkur hvað er að
gerast í samfélaginu, en ég held að
flestir reyni að halda eðlilegu lífi
gangandi.“
Svanberg segir söfnuðinn ekki
koma sérstaklega saman á þessum
tíma. „Við erum með samkomur á
ákveðnum dögum og höldum
þeirri dagskrá í desember óháð há-
tíðisdögum. Ef aðfangadag eða
jóladag ber til dæmis upp á þriðju-
dag sem er eitt af samkomukvöld-
unum mæta allir á samkomu eins
og venjulega.“
Góð samvinna við skólana
Yngstu meðlimir í söfnuði Votta
Jehóva taka ekki þátt í jólaund-
irbúningnum í skólanum. „Yf-
irleitt hefur tekist góð samvinna
við skólana varðandi jólin. Krakk-
arnir fá jafnvel að gera eitthvað í
staðinn og þegar skólastarfið er
farið að snúast meira og minna um
jólaföndur þá fá börnin okkar jafn-
vel frí. En það er eflaust breytilegt
hvernig þetta leggst í þau. Foreldr-
arnir og söfnuðurinn reyna að
hjálpa börnunum að komast vel í
gegnum þetta og krakkarnir okkar
vita auðvitað af hverju við höldum
ekki jól. Þau vita að Jesús fæddist
ekki um þetta leyti og það er þeim
heilmikil hjálp í að bera höfuðið
hátt og þó að þau fái ekki jólagjafir
þá held ég að foreldrarnir í söfn-
uðinum séu ekkert óduglegri en
aðrir að gefa börnunum gjafir á
ýmsum tímum. Svo eiga börnin
líka vini innan safnaðarins sem
halda líka hópinn.
En hvort það er of langt gengið
með þessu jólahaldi er ekki okkar
að dæma þar sem við höldum ekki
jól. Maður heyrir þó oft á tali fólks
svona almennt að því finnst byrjað
of snemma og oft vera of mikið
stúss í kringum jólin.“
Halda aðeins minningardag um dauða Krists hátíðlegan
Jólin ekki lögboðin há-
tíð samkvæmt Biblíunni
➤ Virkir safnaðarmeðlimir eru330 á Íslandi, en skráðir 670.
➤ Vottar Jehóva halda hvorkiupp á jól né páska.
➤ Vottar telja að Jesús hafifæðst í kringum 1. október
eða á þeim árstíma sem hirð-
ar tóku hjarðir sínar ekki í
hús að næturlagi.
VOTTAR JEHÓVA
Vottar Jehóva halda ekki
jólin hátíðleg en sam-
kvæmt þeirra trú er jóla-
dagur ekki fæðing-
ardagur Jesú Krists og
fyrirskipaði hann aldrei
kristnum mönnum að
halda fæðingu sína hátíð-
lega.
Svanberg K. Jakobsson Segir
Votta Jehóva ekki halda jólin há-
tíðleg þar sem ekki sé um að
ræða fæðingardag Krists.
24stundir/Golli
Það er meira en nóg um að vera
í versluninni Iðu á aðventunni og
einhver uppákoma í hverri einustu
viku. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir,
eigandi Iðu, segir að það séu at-
burðir í Iðu allt árið um kring en
það verður markvissara strax í
byrjun nóvember. „Það er vit-
anlega svo margt að gerast í þjóð-
félaginu á þessum tíma og til að
mynda koma flestar íslensku bæk-
urnar á þessum tíma. Við erum
alltaf opin fyrir öllu og viljum helst
hafa einhvern bókarviðburð í
hverri viku.“ Auk þess verður
ljóðalestur, tónlist, tískusýning og
margt fleira á döfinni í Iðu í des-
ember. „Ef ég tek dæmi þá opnum
við formlega Cintamani búðina á
fimmtudaginn og bókin Postulín
verður kynnt, það er barna-
bókakynning frá Sölku 1. og 15.
desember, ljóðaupplestur með
djassundirspili 13. desember,
prjónakaffi 6. desember og margt
margt fleira,“ segir Arndís og hvet-
ur fólk til að fylgjast vel með við-
burðum Iðu. „Það er alltaf mikið
líf í Iðu, í desember sem og aðra
mánuði. Ég vona hálfpartinn að
það verði svolítið kalt í desember
því það myndast alltaf ákveðin
stemning þegar það er nokkurra
gráða frost og stilla. Við erum með
kaffihús hér uppi og fólk er duglegt
að flakka á milli og dunda sér hér í
rólegheitum. Svo er vitanlega
skemmtilegast ef hægt er að bjóða
upp á eitthvert jólaglens en hér er
alltaf opið frá 9 til 22 alla daga.“
Skemmtilegar uppákomur á aðventunni
Líf og fjör í Iðu í desember
Arndís Björg Sig-
urgeirsdóttir: „Við
erum með kaffihús
hér uppi og fólk er
duglegt að flakka á
milli og dunda sér
hér í rólegheitum.“
KYNNING
24 Stundir/Kristinn Ingvarsson
Jólagjöf fyrir þá
sem „eiga allt“
Gefðu hlýju og samveru um jólin!
Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott
frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem
er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér
hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin
er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni.
Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
87
7
Skeifan 8 - s. 568 2200
Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Jólagjafir
fyrir yngstu
börnin