24 stundir - 27.11.2007, Side 46

24 stundir - 27.11.2007, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Jólin sjálf fyrir mér eru rólegur tími með fjölskyldu og vinum,“ segir Sunna. „Desember er fyrir mér friðsæll mánuður, reyndar fyrir utan vinnuna,“ bætir Sunna við. „Ég er búin að kaupa gjaf- irnar og undirbúningi flestum lokið. Ég kann vel við mig í myrkrinu, fagna því meðan aðrir bíða þess að það birti upp. Þegar það er dimmt allan sólarhringinn nýt ég mín best. Enda stórgaman að skreyta og lýsa upp myrkur.“ Hvað er óvenjulegasta jóla- skraut sem þú hefur séð? „Fyrir mér er ekkert til sem heitir óvenjulegt jólaskraut. Þetta er árstíminn þar sem allt er leyfilegt í skreytingum, hvort sem það er heima hjá manni eða á manni sjálfum. Mér finnst að fólk eigi að grípa tækifærið og leika sér svolítið.“ Hvað er dýrasta jólaskrautið í versluninni? „Hér fæst ótrúlega fallegur hnotubrjótur, hand- gerður úr viði í líki Svarthöfða úr Stjörnustríði. Hann er með leðurskikkju og allt saman.“ Hvað langar þig helst í úr versl- uninni? „Ég hef augastað á jóla- sveinum sem hér eru. Finnst þeir fallegir. Annars er ég heppin að vinna hér og vera innan um allt þetta fallega dót. Væri ég ekki að vinna hér væri ég líklegast búin að kaupa það allt saman og færa heim í hús.“ Er margt fólk að versla utan jólatíðar? „Já, hér er straumur af fólki. Ferðamenn koma hingað og þá hafa margir sem eru að safna jólaskrauti komið hingað reglulega til að kaupa í safnið. Fæstum dugar að bæta einum hlut í safnið árlega, enda tæki mörg ár að fullkomna það. Þá koma börn hingað mikið og dást að ævintýralegu skrauti.“ Morgunblaðið/Golli Alltaf jól hjá Sunnu í Jólahúsinu Hnotubrjótur í líki Svarthöfða Hjá Sunnu Guðmunds- dóttur eru jólin árið um kring. Hún starfar í Jóla- húsinu, Skólavörðustíg, innan um hnotubrjóta sem koma skemmtilega á óvart, glitrandi trjáskraut og eilíflega, ríkulega skreytt jólatré. Hlýlegur vinnustaður Sunna er umkringd jólaskrauti allt árið Glæsilegt par Sunna og Svarthöfði. 24 stundir/Golli Þó svo að sá jólasveinn sem við þekkjum flest í dag sé góðlegur, hvíthærður og skeggjaður maður í rauðum búningi, sem gefur börn- um gjafir, er sú útgáfa af sveinka fremur nýleg og runnin undan rifj- um Kóka kóla-samsteypunnar. Eldri útgáfur af jólasveininum eru þó æði misjafnar eftir löndum og ekki alltaf jafn góðlegar, eins og við þekkjum af þjóðsögunum um ís- lensku jólasveinana. Enska orðið yfir jólasvein, Santa Claus, er dregið af hollenska orð- inu Sinterklaas, sem aftur er dregið af nafninu Sankt Nikolaus sem fæddist í Litlu-Asíu (sem er nú Tyrkland) einhvern tímann á milli 270 og 300 eftir Krist, og komst hann í dýrlingatölu og var gerður að biskupi vegna góðgerðastarfa sinna. 6. desember er hátíðisdagur Sankti Nikuláss og er hann víða haldinn hátíðlegur. Dýrlingurinn Sankti Nikuláss hafði samt í raun ekkert með jólin að gera. Samkvæmt hollenskum þjóð- sögum kemur jólasveinninn frá Madríd á Spáni og siglir þaðan til Niðurlanda - jafnvel þótt langt sé í næstu höfn frá Madríd sem er í miðju landi. Frá bátnum kemur sveinki ríðandi á hvítum hesti og gefur góðum krökkum gjafir en tekur óþekku börnin og stingur þeim í pokann sinn. Aðstoðar- maður hans er kallaður Svarti Pét- ur og sér um að smeygja sér niður strompana í stað sveinka. Hann er dökkur á hörund, en vera má að ástæða þess sé einfaldlega sú að hann sé ataður út í sóti. Hollenski jólasveinninn er engum líkur Kemur siglandi frá Madríd Sveinki með aðstoðarmanninum Svona líta jólasveinninn og Svarti Pétur út í Hollandi. stundir Áman ehf • Háteigsvegi 1 • 105 Reykjavík Sími: 533 1020 • aman@aman.is • www.aman.is Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 0 3. 0 0 4 Jólagjöf víngerðarmannsins • Barsett • Koktelhristarar • Sjússamælar (3cl) • Upptakarar • Vasapelar • Lofttæmipumpur Gjafavara í miklu úrvali Myndavéla- viðgerðir Skipholti 50B sími 553 9200 www fotoval.is - mail: fotoval@ fotoval.is Myndavélar, mikið úrval kynntu þér verðin á fotoval.is Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.