24 stundir


24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 50

24 stundir - 27.11.2007, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Dregið hefur verulega úr beiðnum til skólasálfræðinga og annarra sérfræðinga sem starfa við sér- fræðiþjónustu á fræðslusviði Hafnarfjarðarbæjar. Jafnframt eru vísbendingar um að dregið hafi úr hegðunarfrávikum í skólum bæj- arins. Árangurinn er einkum þakkaður forvarnar- og meðferð- arkerfi sem kallast SMT-skóla- færni og tekur á heildstæðan hátt á hegðunarfrávikum. Byggist á virtum rannsóknum SMT (School Management Training) er liður í stærra kerfi sem kallast PMT (Parent Manage- ment Training) og var upphaflega þróað í Oregon í Bandaríkjunum. Það gengur út á að fyrirbyggja al- varlega hegðunarerfiðleika og taka á hegðunarfrávikum barna með markvissum og jákvæðum hætti. „Þetta er úrræði sem bygg- ist á mjög virtum rannsóknum og fræðum og hefur verið margpróf- að bæði í Bandaríkjunum og víð- ar. Við sáum að þetta úrræði hafði upp á það að bjóða sem við vor- um að leita að,“ segir Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri PMT-foreldra- færni. „Þetta miðar að því að efla færni uppalenda og mæta öllum börnum, bæði börnum með hegðunarfrávik og börnum sem sýna minniháttar hegðunarfrávik og eru í áhættu á að þróa með sér alvarlegri frávik. Svo er ákveðinn grunnur sem á við um öll börn,“ segir hún. Fyrstu skólarnir hófu þátttöku í SMT-kerfinu árið 2002 og nær það nú til allra skóla í Hafnarfirði. Fleiri sveitarfélög áhugasöm „Skólarnir eru komnir mis- langt. Sumir eru nýbyrjaðir en aðrir eru komnir nokkuð langt á veg. Í þeim skólum þar sem við erum með gögn virðist draga verulega úr skráðum hegðun- arfrávikum,“ segir Margrét. Önnur sveitarfélög hafa jafn- framt sýnt verkefninu áhuga og hafa Margrét og félagar hennar staðið að þjálfun meðferðaraðila utan bæjarins. Á Akureyri er unn- ið að innleiðingu PMT-kerfisins með svipuðum hætti og í Hafn- arfirði og þjálfaðir hafa verið PMT-meðferðaraðilar fyrir Reykjavík og Húsavík. Þá eiga sveitarfélögin Garðabær, Seltjarn- arnes og Vogar í samstarfi um af- markaða þætti verkefnisins. Færri frávik í Hafnarfirði ➤ Allir grunnskólar Hafn-arfjarðar og sex leikskólar vinna nú í anda SMT- skólafærni. ➤ Gera má ráð fyrir að inn-leiðsla kerfisins taki þrjú til fimm ár. ➤ Starfsfólk skóla er meðal ann-ars þjálfað til að vinna að já- kvæðri og góðri hegðun nemenda. SMT-FORELDRAFÆRNI 24stundir/Frikki Árangursríkt úrræði Nýtt forvarna- og meðferðarkerfi gegn hegðunarfrávikum virð- ist skila árangri í Hafnarfirði. Tekið á hegðunarfrávikum í hafnfirskum skólum Minna virðist vera um hegðunarfrávik í skólum í Hafnarfirði eftir inn- leiðslu forvarnar- og meðferðarkerfis. Beiðn- um til skólasálfræðinga og annarra sérfræðinga hefur jafnframt fækkað. Nýtt stafrænt og gagnvirkt náms- efni var kynnt á ráðstefnu í Kenn- araháskóla Íslands í síðustu viku. Verkefnin eru 16 talsins í ís- lensku, dönsku, ensku og stærð- fræði. Námsefnið var unnið fyrir styrki frá menntamálaráðuneyt- inu og Verkefnisstjórn um upp- lýsingasamfélagið. Því er ætlað að mæta þörf fyrir námsefni í áföng- um sem færast milli skólastiga og auðvelda fyrstu skref við breytta námsskipan. Nánari upplýsingar má nálgast á menntagatt.is. Nýtt námsefni Árið 1996 hóf 2031 nemandi nám í fyrsta skipti á háskólastigi hér á landi. Árið 2006 höfðu 1426 úr hópi nýnemanna lokið námi á háskólastigi. Brautskráning- arhlutfallið er því 70,2% sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Hagstofan hefur reiknað brautskráningarhlutfall á há- skólastigi á síðasta ári. Það sýnir hlutfall nýnema sem ljúka há- skólanámi innan tiltekins tíma, í þessu tilfelli innan tíu ára. Um 70% ljúka háskólanámi LÍFSSTÍLLMENNTUN menntun@24stundir.is a Í þeim skólum þar sem við erum með gögn virðist draga verulega úr skráðum hegðunarfrávikum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.