24 stundir - 27.11.2007, Síða 51

24 stundir - 27.11.2007, Síða 51
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 51 Próf eru órjúfanlegur þáttur aðventunnar hjá námsmönnum þessa lands. Á meðan vinnandi fólk nýtur þess að sinna jólainn- kaupum í ró og næði og skreyta heimili sín hátt og lágt sitja námsmennirnir með sveittan skallann yfir skræðunum og mega vart um annað hugsa en námsefnið. Í tilefni þess að prófatímabil er framundan í skólum landsins tóku 24 stundir saman nokkur góð ráð fyrir námsmenn.  Skipuleggðu upplestrartíma- bilið vandlega fyrirfram og reyndu að halda þig við áætlun.  Ekki gleyma að hugsa um heilsuna. Gættu þess að fá nægan svefn og reglulega hreyfingu. Taktu þér stutta hvíld frá lestr- inum öðru hverju.  Borðaðu vel og reglulega. Prófatímabil er framundan í skólum landsins Nokkur góð ráð fyrir jólaprófin Undirbúningur mikilvægur Náms- menn þurfa að undirbúa sig vel fyrir próf og láta sér líða vel á líkama og sál. Hafðu frekar hollan mat á borð- um en eintóm sætindi.  Mættu tímanlega í prófið og notaðu síðustu klukkustundirnar áður en það hefst til að slaka á.  Byrjaðu á því að fara vel yfir prófið og reyna að áætla hve miklum tíma þú þarft að eyða í hvern hluta þess miðað við vægi. Ekki eyða of miklum tíma í liði sem hafa lítið vægi.  Lestu vel öll fyrirmæli áður en þú svarar. Smávægilegur mis- skilningur getur haft afdrifaríkar afleiðingar.  Leystu léttustu verkefnin fyrst. Það eykur sjálfstraust og gefur þér meiri tíma til að velta erfiðari verkefnum fyrir þér.  Skrifaðu hjá þér minnis- punkta eftir þörfum og reyndu að svara á skipulegan og hnitmið- aðan hátt. Rannsóknir & greining efna til kynningarfunda á niðurstöðum rann- sóknar á högum og líðan nemenda í 5.-7. bekk í Kópavogi á næstu dög- um. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Dagskrá: Hjallaskóli (27. nóvember), Digranesskóli (28. nóvember), Hörðuvallaskóli (fimmtudagur 29. nóvember), Lindaskóli (30. nóv- ember), Snælandsskóli (4. desember), Kársnesskóli (5. desember), Salaskóli (6. desember), Vatnsendaskóli (7. desember), Smáraskóli (11. desember) og Kópavogsskóli (12. desember). Líðan grunnskólanema í Kópavogi Hitt húsið stendur fyrir opnum fundi um tómstundir og afþrey- ingu ungs fólks í Pósthússtræti 3 í kvöld kl. 18. Markmið fundarins er að skoða vilja ungs fólks til skemmtunar og afþreyingar á kvöldin og um helgar. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) samþykkti nýlega ályktun um að skoða jákvæða aðkomu ungs fólks að skemmtanalífi í Reykja- vík um helgar. Var Hinu húsinu falið að hafa umsjón með ferlinu og skila hugmyndum til ÍTR. Ungu fólki á aldrinum 16-25 ára er boðið að koma og taka þátt í spjalli á léttu nótunum um þessi mál og þiggja léttar veitingar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á netfangið hitthisid@hitthusid.is eða í síma 411 5500. Afþreying og tómstundir ungs fólks í Reykjavík Skipulagsauglýsing-Borgarbyggð um breytingu á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis á Hvanneyri, Borgarbyggð. Borgarnesi 23. nóvember 2007 Verkefnastjóri skipulagsmála Borgarbyggðar. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagbreytingu: Breytingartillagan er sú að frá gildandi deiliskipulagi er bætt við 14 nýjum athafnalóðum austur af íbúðarhverfi Hvanneyrar. Á svæðinu eru nú þegar hús Stofnunga og verkstæði Jörfa ehf. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 27. nóvember til 27. desember og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 10. janúar 2008. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefndar í Ráðhús Borgarbyggðar Borgarbraut 14 311 Borgarnes. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir. Skipulagsauglýsing-Borgarbyggð um breyting á deiliskipulagi Hvanneyri svæði B, Borgarbyggð. Borgarnesi 23. nóvember 2007 Verkefnastjóri skipulagsmála Borgarbyggðar. Í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreitingar: Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi. Breytingin felst í því að við götuna Þrastarflöt er lóðum fyrir raðhús breitt í fjórar lóðir fyrir einbýlishús og að auki er bætt við fjórum einbýlishúsalóðum norðan við Þrastarflötina. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 27. nóvember til 27. desember og frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út 10. janúar 2008. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefndar í Ráðhús Borgarbyggðar Borgarbraut 14 311 Borgarnes. Hver sá sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir. Skipulagsauglýsing-Borgarbyggð deiliskipulag frístundabyggðar í landi Svartagils, Borgarbyggð. Borgarnesi 23. nóvember 2007 Verkefnastjóri skipulagsmála Borgarbyggðar. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagbreytingu: Tillaga skipulagsins nær til 94 ha. svæðis og tekur til 79 frístundalóða, einni íbúðarlóð á bæjarstæði Svartagils og einni lóð undir athafnasvæði. Svæði undir útivistar-, leiksvæði og götur er alls 50 ha eða 53% af heildarstærð skipulagassvæðis. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 27. nóvember til 27. desember og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 10. janúar 2008. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefndar í Ráðhús Borgarbyggðar Borgarbraut 14 311 Borgarnes. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.