24 stundir - 27.11.2007, Side 58
Helstu rökin okkar eru hvað Bandaríkin hafi fært
okkar mikið, bæði í poppmenningu og annarri menn-
ingu. Einnig hvernig þau björguðu Evrópu eftir seinni
heimsstyrjöld og endurreistu efnahaginn.
24ÚTI Á LÍFINU
utialifinu@24stundir.is
Verzlingar mæla með Bandaríkjunum
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@24stundir.is
Verzlunarskólinn atti kappi við
Kvennaskóla Reykjavíkur í 16-liða
keppni Morfís og fór með sigur
af hólmi. Umræðuefnið var land
tækifæranna, Bandaríkin, sem
lið VÍ mælti með. „Helstu rökin
okkar eru hvað Bandaríkin hafi
fært okkar mikið, bæði í popp-
menningu og annarri menningu.
Einnig hvernig þau björguðu
Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld
og endurreistu efnahaginn,” segir
Árni Már Þrastarson, forseti nem-
endafélags Verzlunarskóla Íslands.
Það munaði 93 stigum á liðum
skólanna en við þann mun mega
verzlingar vel una og sigla nú
ótrauðir áfram í þessari mælsku-
listarkeppni framhaldsskólanna.
„Það er skemmtilegt að segja frá
því að í lokaorðunum á einni ræð-
unni okkar fengum við kvintett úr
Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á
svið sem spilaði þjóðsöng Banda-
ríkjanna,” segir Árni Már og vakti
það mikinn fögnuð viðstaddra.
Hátíðarsalur Verzlunarskólans troðfullur Bandaríski fáninn var dreginn upp og
látinn flökta undir æstum stríðsöskrum.
Friðrik Dór Jónsson Ræðukappinn knái þuldi upp staðreyndir og grín.
Lið VÍ og stuðningsfólk Æstu áhorfendur upp og mynduðu stemningu.Hafsteinn Gunnar Hauksson Var prúðbúinn í tilefni keppninnar.
VERÐUR ÞÚ
Í DAG?
MILLJÓN
MÆRINGU
58 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 24stundir
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Mjög haldgóður, samt mjúkur í CDEF
skálum á kr. 2.350,-
buxur í stíl á kr. 1.250,-
Nýr og flottur í BC skálum á kr. 2.350,-
buxur í stíl á kr. 1.250,-
Létt fylltur og rosa gott snið í BC
skálum á kr. 2.350,-
buxur í stíl á kr. 1.250,-