24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir Fyrir nokkrum árum hugðist Davíð Oddsson þáverandi for- sætisráðherra ganga milli bols og höfuðs á Baugi. Við þurfum ekkert að tala neina sérstaka tæpitungu um það; við vitum þetta öll. Ég veit ekki út af hverju – kannski þeir Baugsmenn hafi ekki sýnt honum nægilega virðingu en í sumum inn- múruðum kreðsum er ,,rispetto“ hin æðsta dyggð, eins og við vitum. Nema hvað, einmitt þegar þeir Baugsmenn virtust standa höllust- um fæti og allt að ganga upp, þá kom babb í bátinn. Dómstólarnir virtust líta svo á að þeir væru sjálf- stæðir – herregud! – og gerðu ekki eins og foringinn vildi. Aftur og aftur voru sakborningar sýknaðir eða málatilbúnaður ákæruvaldsins talinn ófullnægjandi með öllu og kastað á haugana. Þetta vakti ekki gleði í forsæt- isráðuneytinu. Það var öllum aug- ljóst. Undarlegir menn Ef maður væri gefinn fyrir sam- særiskenningar, þá kynni jafnvel að hvarfla að manni að viðbrögðin við þessu áfalli hafi verið meðvituð, skipulögð og markviss. Það hafi beinlínis verið búin til áætlun um að sigrast á dómstólunum – innan frá. Úr því þeir létu ekki að stjórn, hvorki í Baugsmálinu né ýmsum öðrum málum, þá væri réttast að taka einfaldlega stjórn þeirra í sínar hendur. Og undarlegir menn fóru að skjóta upp kollinum í Hæstarétti landsins. Náfrændi Davíðs Oddssonar – maður sem stóð öðrum umsækjendum í það sinn langt, langt, langt að baki í hæfn- iskröfum en var ráðinn eigi að síð- ur. Svo búin til sú eftiráskýring að hann væri sérfræðingur í Evrópu- rétti og því ákjósanlegur í Hæsta- rétt. Hann reyndist hafa skrifað eina stutta ritgerð um Evrópurétt – það var nú öll sérfræðin. Og besti vinur Davíðs Oddsson- ar – maður sem að sönnu kunni ýmislegt fyrir sér í lögmennsku (sumir mundu segja fullmikið) en var þó umfram allt svo innmúr- aður og innvígður að seta hans í Hæstarétti mun með réttu eða röngu ævinlega vekja hugleiðingar um Trójuhestinn. Ekki einu sinni ,,vel hæfur“ Og nú er það sjálfur sonur Dav- íðs Oddssonar. Af umsækjendum um stöðu dómara í Héraðsdóm Norðurlands voru þrír taldir ,,mjög hæfir“ af sérstakri nefnd sem lagði mat á hæfni umsækjenda eftir kúnstar- innar reglum. Enginn var talinn ,,vel hæfur“ sem var næsta stig fyrir neðan. Þorsteinn Davíðsson var aftur á móti talinn ,,hæfur“. ,,Distant fourth“ mundi það heita á góðri íslensku. Enginn lét sér í alvöru til hugar koma að hann yrði ráðinn. Þeir þrír sem taldir voru honum svo miklu hæfari virtust hafa þvílíka reynslu og menntun að framhjá þeim öllum yrði aldrei gengið. Og – sem ekki var minnst um vert – Davíð er náttúrlega horfinn úr stóli forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Gamli lífvörðurinn hans óðum að þynn- ast. Augljóst hve mörgum sjálf- stæðismönnum er létt. Jafnvel farið að slakna svolítið á ,,omertunni“ um stjórnarhætti hans innan flokksins. Lengi lifir … En … lengi lifir í gömlum glæð- um! Yfir stöðuveitinguna var settur Árni Mathiesen sem hlaut sitt póli- tíska uppeldi við að kinka kolli á þingflokksfundum sjálfstæðis- manna og hlæja á réttum stöðum. Og hann lét sig hafa það! Til að lúta vilja síns gamla foringja. Leyfa honum að stíga nýtt skref í herferð hans gegn dómstólunum. Því ég held að þetta hafi ekki bara verið – eins og kannski mætti ætla við fyrstu sýn – barbabrella til að útvega Steina þægilega inni- vinnu áður en kallinn hættir alveg að hafa áhrif. Mér hefur nefnilega dottið í hug hvort þessi embætt- isveiting sé ekki síðustu skilaboðin til hæstaréttardómaranna áður en þeir kveða upp lokadóminn í Baugsmálinu. ,,Dæmið rétt eða ég fylli dóm- araplássin af mínum mönnum!“ Svo Árni gekk þvert gegn mats- nefndinni og afgerandi skoðun hennar á hæfni umsækjenda. Sendi seint og um síðir frá sér ,,skýring- ar“ sem voru – frómt frá sagt – bara hlægilegar. Í dómnefnd Bók- menntaverðlauna Tómasar Guð- mundssonar!! Og þegar mats- nefndin fyrtist við og sendir frá sér harðorða fordæmingu á vinnu- brögðum ráðherrans, þá bítur Árni hausinn af skömminni með því að senda frá yfirlýsingu eins og þá sem hann puðraði til fjölmiðla í fyrra- dag – og er, þótt stutt sé, sneisafull af augljósum, grófum og móðg- andi rangfærslum. Pólitískt harakíri Sú var tíðin að Árni Mathiesen var talinn foringjaefni í Sjálfstæð- isflokknum. Með því að veita Þor- steini Davíðssyni dómarastöðuna hefur Árni gert endanlega út um þær hugmyndir. Því þetta var svo yfirgengilegt, siðlaust og – já! – heimskulegt. Og núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins er mað- ur hógvær, siðlegur og langt frá því heimskur – svo hann mun átta sig á því að Árni er í raun búinn að vera í pólitík eftir þetta. Kjósendur geta ekki treyst honum framar. Ég hugsa raunar að Geir Haarde sé þegar farinn að líta í kringum sig eftir heppilegu starfi til að ,,bjóða“ Árna Mathiesen. Var þetta þess virði, Árni? Póli- tískt harakírí fyrir gamla foringj- ann? Tryggðin getur vissulega verið dyggð – en getur líka verið tóm tjara. Það er til dæmis beinlínis grátlegt að horfa upp á þann mæta mann Styrmi Gunnarsson eyða síðustu stundum sínum á ritstjóra- stóli Moggans í ömurlega vörn sína fyrir embættisveitingu Árna Mat- hiesen. En Styrmir er náttúrlega mað- urinn sem kom fram með orðalag- ið ,,innmúraður og innvígður“. Svo hann þekkir þetta. Skyldu dómstólarnir vera að hlusta? Var það þess virði, Árni? aIllugi Jökulsson skrifar um stöðuveitingar ,,Og núver- andi formað- ur Sjálfstæð- isflokksins er maður hóg- vær, siðlegur og langt frá því heimskur – svo hann mun átta sig á því að Árni er í raun búinn að vera í pólitík eftir þetta. Árni Matthiesen „Kjós- endur geta ekki treyst honum framar.“ Jeppadekk Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 12.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 70622 Nánar á jeppadekk.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Auglýsingasímar: Katrín Rúnarsd. 510-3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510-3722 kolla@24stundir.is fyrir auglýsinguna þína Hafðu samband og fáðu gott pláss 18. janúar 2008 MaturSérblað 24 stunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.