24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 37
24stundir LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 37 Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Ég lít upp til náins ættingja sem er sér- lega heilsteypt manneskja. Hver er þín fyrsta minning? 4 ára tók ég ein strætó. Ég var svo lítil að ég náði ekki upp í bjölluna og því gargaði ég: stopp! Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Að hafa ekki eignast fleiri börn. Hvað í samfélaginu gerir þig dapra? Allir gervipeningarnir í samfélaginu og hvursu ósjálfstætt og óöruggt fólk getur verið. Leiðinlegasta vinnan? Þegar ég vann í vörugeymslu Landflutn- inga í 2 daga, brrr … Það var mjög kalt. Uppáhaldsbókin þín? Ég er mikill bókaunnandi og get ekki gert upp á milli ánægjustundanna með þeim. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokk- ur? Ég elda yfirleitt það sem bragð- og lykt- arskyn kallar fram og engum hefur orðið meint af því hingað til. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Dætur mínar þrjár en ég myndi sjálf taka atriðin á efri árum. Að frátaldinni húseign, hvað er það dýr- asta sem þú hefur fest kaup á? Land Rover Discovery-jeppinn minn, ár- gerð 2000. Mesta skammarstrikið? Þegar ég keypti fimmaurakúlur fyrir peninga sem ég tók frá ömmu minni. Ég fékk mikla skammir. Hvað er hamingja að þínu mati? Að vera sáttur við hlutskipti sitt og eiga gott samneyti við sína nánustu. Hvaða galla hefurðu? Óstundvísi (það er að lagast), fljótfærni og ég eyði of mikilli orku í óþarfa hluti. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Að láta allar góðar óskir og væntingar í heiminum rætast. Hvernig tilfinning er ástin? Djúp, hlý, heit, yndisleg. Hvað grætir þig? Allt fallegt og hreint og beint en líka óréttlæti og yfirgangur. Hefurðu einhvern tímann lent í lífs- hættu? Já, nokkrum sinnum. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Allar nótnabækurnar sem ég hef þurft að læra utan að. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Skelli fram matarveislu með góðu og skemmtilegu fólki! Hverjir eru styrkleikar þínir? Að vera bara ég sjálf í einu og öllu. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítil? Hjúkrunarkona og söngvari. Er gott að búa á Íslandi? Dásemd, hvernig sem viðrar. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Ég er ekki alveg viss. Hvert er draumastarfið? Ég er á kafi í draumastarfinu. Hvað ertu að gera núna? Undirbúa nýárstónleika með Bergþóri Pálssyni og Tríói Reykjavíkur. Þeir verða í Hafnarborg sunnudaginn 20. janúar kl. 20.00. Þetta verður skemmtidagskrá með óperettu-, söngleikja- og Vínartónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, hefur verið á ferð og flugi allt síðasta ár auk þess að stíga á svið Íslensku óperunnar nú síð- asta ár eftir 8 ára hlé. Þar söng hún í Óperuperlum við mikinn fögnuð gesta. Diddú er mikill matgæðingur og finnst það sinn lífselixír að elda góðan mat handa góðu fólki. Um þessar mundir undirbýr hún nýárstónleika ásamt Bergþóri Pálssyni og Tríói Reykjavíkur í Hafnarborg. a 4 ára tók ég ein strætó. Ég var svo lítil að ég náði ekki upp í bjölluna og því gargaði ég: stopp! 24 stundir/Kristinn Ingvarsson 24spurningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.