24 stundir - 12.01.2008, Page 62

24 stundir - 12.01.2008, Page 62
Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þetta er óþarfa vesen og ég nenni ekki að vera að aðlaga mig að tölvu. Það kemur ekki til greina,“ segir sjónvarpsmaðurinn góð- kunni Helgi Seljan. Helgi og Katrín Rut Bessadóttir, sambýliskona hans, eignuðust á dögunum dóttur sem þau ætla að nefna Indíönu Karítas Seljan Helgadóttur. Babb kom í bátinn þegar þau sendu Þjóðskrá nafnið, en tölva hennar ræður ekki við að skrá nafn sem er lengra en 32 stafir með stafabilum. Nafn dóttur Helga og Katrínar er 34 stafir og stafabil. Fjölmargir breyta vegna tölvu „Ég velti fyrir mér hvort ég eigi að vísa málinu til umboðsmanns barna eða umboðsmanns Alþing- is,“ segir Helgi sem hefur kynnt sér málið undanfarið og komist að því að á milli 100 og 200 manns hafa beygt sig undir limbóstöng tölv- unnar og stytt nöfn barna sinna. Það ætlar Helgi ekki að láta bjóða sér. „Ef það er ekki til einhver stofnun í landinu sem getur varið mann fyrir svona bullstjórnsýslu þá þarf hún að vera til nú þegar. “ Helgi hefur þá kosti í stöðunni að annaðhvort fella niður eitt nafna dóttur sinnar eða skipta því út fyrir upphafsstaf þess. „Ég veit ekki til þess að mannanafnanefnd hafi leyft einhverjum að heita K,“ segir hann. „Ég ætla ekki að fara að brjóta mannanafnalög til að þókn- ast tölvu í Borgartúni. Það kemur ekki til greina. Hvers vegna í ósköpunum getur Hagstofa, sem á að halda utan um allan mannfjölda landsins, ekki verið í stakk búin fyrir þetta? Það eru engin lög um lengd nafna á Íslandi, það verður að laga tölvuna að því – ekki fólkið að tölvunni.“ Unnið að endurbótum Skúli Guðmundsson, skrif- stofustjóri Þjóðskrár, segir að verið sé að vinna að heildarendurskoðun Þjóðskrár, en getur ekki sagt til um hvenær breytingar ganga í gegn. „...lengd nafna er eitt atriði sem verður tekið á,“ segir hann. „Þótt lengri nöfn komist ekki fyrir í tölvukerfi sem er í almennri dreif- ingu þá fær fólk fullt nafn inn á vottorð, vegabréf og annað. Þetta er eingöngu svona í þeirri tölvu sem er verið að nota til póstáritana og annars.“ Helgi Seljan ætlar ekki að stytta nafn dóttur sinnar „Nenni ekki að að- laga mig að tölvu“ Þjóðskrá getur ekki skráð nöfn sem eru lengri en 32 stafir með stafabilum. Nafn dóttur Helga Seljan og Katrínar Bessadóttur er 34 stafir en þau neita að stytta. 24 stundir/Steinar Hugi Helgi Seljan Ósáttur við gamaldags tölvu- kerfi Þjóðskrár. ➤ Helgi Seljan er sjónvarps-maður í Kastljósinu og Katrín Rut Bessadóttir, sambýlis- kona hans og barnsmóðir, er sjónvarpskona í Íslandi í dag. ➤ Indíana Karítas Seljan, dóttirþeirra, kom í heiminn 15. des- ember klukkan 8:55. HELGI OG KATRÍN 62 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 24stundir Útsala 30-70% afsláttur Laugavegi 44 - s:561 4000Diza N ýt t ko rt at ím ab il „Vegagerð ríkisins minnir mig oft á staða belju sem gerði mér lífið leitt þegar ég var kúasmali. Það var ómögulegt að koma henni úr stað ef hún hafði ákveðið eitthvað – hversu heimskulegt sem það var. Ef hún vildi ekki af básnum út í góða veðrið – þá var nánast ómögulegt að hnika henni.“ Hallur Magnússon hallurmagg.blog.is „Engan þarf að undra þótt Moha- med Zaidi hafi orðið hlessa og móðgast er hann áttaði sig á lyk- ilorðinu sem Orange-símafyr- irtækið úthlutaði honum er hann tengdi verkstæði sitt í Pessac í Gi- ronde Internetinu. [...] lykilorðið „salearabe“, sem útleggja mætti sem „arabadurtur“. Ágúst Ásgeirsson franseis.blog.is „Ekki hérna í gegn kallinn minn... Þetta voru orðin sem maður fékk að heyra frá örygg- isvörðunum í Kastrup þegar ég ætlaði í gegnum öryggishliðið. Þú ferð ekki með þessar byssur hérna inn og ég skildi ekkert fyrr en hann greip í upphandleggina á mér á glotti;)“ Logi Geirsson logi-geirsson.de BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Árið 2007 reyndist Hannesi Smárasyni erfitt. En til að kóróna allt saman var það ekki bara FL Group sem rann á hausinn, heldur Hannes sjálfur. Í einu jólaboði fína fólksins milli jóla og nýárs, vildi ekki betur til en svo, að þegar Hannes kom inn úr kulda og snjó, rann hann til á marmaralögðu gólfinu og rak hausinn í svo úr blæddi. Táknrænn viðburður, sem kannski lýsir ári Hannesar í hnotskurn … tsk Tónlistarmaðurinn og ritstjóri Monitor, Birgir Örn Steinarsson, best þekktur sem Biggi í Maus, ætlar sér að ganga í það heilaga í sumar, nema sú heppna, Kolbrún Magnea Kristjánsdóttir, „kjósi að mæta ekki í kirkjuna“ eins og Birgir sagði sjálfur í samtali við blaðamann. Dagsetning er þegar ákveðin, 19. júlí, og fer brúðkaupið fram í kirkju einni í Eyja- fjarðarsveit … tsk Sara Dögg Ásgeirsdóttir er á hraðri leið upp á stjörnuhimininn. Hún leikur aðalhlutverkið í Pressu, sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir, og átti góða innkomu sem starfsmannastjóri í Næturvakt- inni þar sem hún lét Georg Bjarnfreðarson heyra það. Nú velta menn fyrir sér hvaða hlutverk hún tekur að sér næst og gárungarnir vona að það verði í sjónvarpi þar sem það virðist eiga vel við hana. afb „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er spurður: Karlinn minn, þú ætlar þó ekki að reyna að komast inn með þetta? Svo kleip hann í bíseppinn og sagði: Hingað og ekki lengra, þú ferð ekki með þessar byssur í gegn og glotti,“ segir handboltakappinn Logi Geirsson, sem leikur með þýska liðinu TBV Lemgo og ís- lenska landsliðinu. Logi var á leiðinni í gegnum Kastrup-flugvöll í Danmörku þeg- ar spaugsami öryggisvörðurinn varð á vegi hans. „Ég skildi byss- urnar eftir og tek þær með í leið- inni til Noregs,“ segir hann og kímir. Logi hefur jafnan verið talinn með líkamlega sterkari leik- mönnum íslenska landsliðsins og sögur um að hann taki mest allra leikmanna liðsins í bekkpressu hafa loðað við hann. Barátta í liðinu Logi segist ekki viss um hvort einhver leikmaður landsliðsins sé farinn að lyfta meira en hann á bekknum. „Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað því – en ég ætla að vona ekki,“ segir hann. „Það er ágætiskeppni innan hópsins um hver er að pumpa mest.“ Evrópumótið í Noregi hefst 16. janúar næstkomandi og undirbún- ingur landsliðsins er í fullum gangi. Logi segist hlakka virkilega til að takast á við verkefnið. „Við erum búnir að setja á okkur mikla pressu sem við verðum að standa undir. Við erum með heims- klassalið og ætlum að reyna að vinna alla leiki.“ atli@24stundir.is Danskur öryggisvörður stríddi Loga Geirs Stoppaður með „byssur“ í tollinum Sterkur Logi hefur „byssurnar“ umdeildu til lofts. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 6 4 5 9 1 8 3 2 8 2 3 7 4 6 1 9 5 1 5 9 8 2 3 6 4 7 3 1 8 9 6 2 5 7 4 4 7 5 1 3 8 9 2 6 6 9 2 4 7 5 3 1 8 9 8 1 2 5 4 7 6 3 2 3 7 6 8 9 4 5 1 5 4 6 3 1 7 2 8 9 Sæl fröken, ég er Einar spæjó. Hringdirðu út af týndum ketti? 24FÓLK folk@24stundir.is a Það er ágætis hugmynd. Sundsvall-konurnar eru greinilega alvöru konur. Geiri, á ekki að kaupa sér sundlaug? Ásgeir Davíðsson er eigandi Goldfinger, en mikil umræða hefur orðið undanfarna daga um baráttu sænskra kvenna í Sundsvall fyrir að mega bera brjóst sín í sundlaugum. Slíkt er leyfilegt hér á landi, en stripp og súludans liggur undir ámæli femínista.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.