24 stundir - 12.01.2008, Blaðsíða 64
24stundir
Helgi Seljan og Katrín
Rut Bessadóttir, sam-
býliskona hans, eign-
uðust dóttur fyrir ára-
mót. Parið hyggst nefna
hana Indíönu Karítas
Seljan Helgadóttur en
tölvan í Þjóðskrá ræður
ekki við lengd nafnsins.
Helgi segir að tölvan
þurfi að laga sig að fólki
– ekki fólkið
að tölvunni.
Seljan styttir ekki
«62
Gerlach-bíllinn, sem er einn fágætasti bíll
heims, hefur ratað á götur Reykjavíkur að
nýju. Ekki er vitað um marga sams konar bíla
í jafngóðu ásigkomulagi
Nasistabíll á Íslandi
«58
Kraftajötunninn og Mosfellingurinn Hjalti
„Úrsus“ Árnason og Halla Heimisdóttir
íþróttakona hafa opnað líkamsræktarstöð í
Mosfellsbæ. Tæki stöðvarinnar eru fullkomin
að öllu leyti, segir Hjalti.
Úrsus opnar stöð
«58
Stefnið þið í úrslitin með lag
Dr. Gunna „Hvar ertu nú“ í
Laugardagslögum
í kvöld? „Já, engin spurning.
Evrópa bíður eftir einhverjum
eins og okkur til að vekja sig
hreinlega. Við erum búnir að
æfa sjómannadans sem við
ætlum að sýna í kvöld og svo
höfum við verið í sambandi við
serbneskar spákonur sem segja
að allt líti út fyrir að Íslendingar
eigi séns,“ segir Óttarr Proppé
í Dr. Spock, bjartsýnn á að
þjóðin kjósi þá áfram.
Evrópa bíður
„Á maður ekki alltaf að stefna
sem hæst?“ svarar Hafdís Huld
Þrastardóttir, söngkona og
lagahöfundur, aðspurð um lagið
„Boys and perfume“ sem hún
flytur í Laugardagslögum í
kvöld. „En svo veit maður aldrei
því lagið er ekki þetta týpíska
Eurovisionlag. Þetta er lag sem
ég er mjög ánægð með og þyk-
ir vænt um og hvernig sem fer í
kvöld þá er bara gaman að fá
að syngja það fyrir
þjóðina.“
Stefnir hátt
Umsjón: Ellý Ármanns
elly@svidsljos.is
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
„Það þýðir ekkert að borða
eitthvert rusl og þess vegna
kem ég hingað til Ingvars á Sal-
atbarinn til að borða hollan
mat,“ segir Rakel Dögg Braga-
dóttir, 21 árs fyrirliði kvenna-
landsliðsins í handbolta. „Það
þarf alltaf að huga vel að mat-
aræðinu og þá sérstaklega í
nokkra daga fyrir mikilvæga
leiki. Þá er nauðsynlegt að
borða næringarríkan mat. Ég
mæli hiklaust með hollustu eins
og grænmeti og ávöxtum.“
Sjáðu viðtalið við þau
á Sviðsljós.is.
Ekkert ruslfæði
STÓR
H E I L S U R Ú M
ÚTSALA
REKKJUNNAR
Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.is
10-50% AFSLÁTTUR!