24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 1
Enn var gerð bylting í borgar- stjórn Reykjavíkur í gær, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F- listans, náðu samkomulagi um nýj- an meirihluta. Meirihluti F-listans með Samfylkingu, Vinstri-grænum og Framsóknarflokki, sem féll í gær, var sá skammlífasti í sögunni. Samið var um hann á þremur og hálfum klukkutíma 11. október síðastliðinn og hann sat því að völdum í 102 daga. Samkvæmt samkomulagi flokk- anna verður Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fyrri hluta þess tíma, sem eftir er af kjörtímabilinu, „að minnsta kosti næsta árið“ eins og hann sagði sjálfur á blaðamanna- fundi á Kjarvalsstöðum í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum 24 stunda hófust viðræður milli Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, og Ólafs fyrir nokkrum dögum. Ástæðan er sögð sú að sjálfstæðismönnum hafi borist til eyrna óánægja Ólafs með meiri- hlutasamstarfið frá í haust. Þar var m.a. deilt um Reykjavíkurflugvöll og friðun húsa við Laugaveg. Á blaðamannafundinum í gær nefndi Ólafur flugvöllinn sérstaklega, en tiltók einnig að F-listanum hefði gengið illa að fá sæti í nefndum og ráðum í samræmi við kjörfylgi sitt. Flugvöllurinn ekki færður Á blaðamannafundinum las Ólafur upp stutta málefnaskrá, sem F-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu samið um. Fráfarandi meiri- hluti hafði enn ekki lagt fram mál- efnaskrá. Í yfirlýsingunni er m.a. tekið fram að ekki verði tekin ákvörðun um flutning Reykjavík- urflugvallar á kjörtímabílinu. Þar segir að fasteignaskattar verði lækkaðir á árinu. Ólafur F. Magnússon lagði áherslu á að málefnaskráin endur- speglaði mjög áherslur F-listans. „Ég er stoltur af því að hafa komið okkar málum svo rækilega á dag- skrá,“ sagði hann. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði á blaðamannafundinum að sam- starfið væri myndað á traustum mál- efnalegum grunni. „Það er svo margt, sem hér kemur fram, sem þessir flokkar eiga sameiginlegt, hvort sem það er í samgöngumálum, umhverfismálum, málefnum eldri borgara eða velferðarmálum al- mennt,“ sagði Vilhjálmur. Á meðan Ólafur er borgarstjóri verður Vilhjálmur formaður borg- arráðs. Þeir hafa svo stólaskipti eft- ir rúmlega ár. Nýr meirihluti mun óska eftir því að borgarstjórnarfundur verði haldinn á fimmtudag til að skipta formlega um meirihluta. Í dag 102 DAGAR  Skammlífasti borgarstjórnarmeirihluti sögunnar fallinn  Ólafur F. Magnússon borg- arstjóri a.m.k. næsta árið  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekur við á ný í lok kjörtímabilsins ➤ Eftir borgarstjórnarkosningarnar 2006 ræddu F-listi og Sjálfstæð-isflokkur fyrst saman um meirihlutasamstarf en þeim viðræðum var slitið skyndilega er sjálfstæðismenn tilkynntu samstarf við Fram- sóknarflokkinn. ➤ Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk 11. októbersíðastliðinn vegna deilna um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. ÞRIÐJI MEIRIHLUTINN Á KJÖRTÍMABILINU verður að sögn Vilhjálms sest niður við að skipa í ráð og nefndir borg- arinnar. Margrét ekki með Margrét Sverrisdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi F-listans, lýsti því yfir í gær að hún styddi ekki nýjan meirihluta. Margrét sat um tíma í borgarstjórn í veikindum Ólafs F. Magnússonar. Er Ólafur var spurður á blaða- mannafundinum í gær hvort hann treysti sér til að gegna borgarstjóra- embættinu og hvað myndi gerast ef hann yrði veikur aftur, sagði hann spurningarnar óviðeigandi. „Ólaf- ur er jafntraustur til að taka við embætti borgarstjóra og ég var,“ sagði Vilhjálmur. Aftur við völd Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er nú aftur í meirihluta í borgarstjórn, en þarf að bíða meira en ár eftir borgarstjórastólnum, sem Ólafur F. Magnússon sest í síðar í vikunni. Árvakur/Kristinn ÓLAFUR NÝR BORGARSTJÓRI»2 24stundirþriðjudagur22. janúar 200814. tölublað 4. árgangur Kaupandi má almennt treysta því að draugar fylgi ekki með í kaupum á fasteign, segir Sigurður Helgi Guð- jónsson, formaður Húseigenda- félagsins, í grein um drauga- gang í húsum. Draugar fylgja ekki HÚSBYGGJANDINN»28 Erró er um þessar mundir að und- irbúa stórar sýningar í París og í Kan- ada og er nýkominn frá Kína. Hann segist vera heppinn og hafa gaman af því sem hann er að fást við. Hann rat- aði á rétta braut. Rataði á rétta braut KOLLA»31 Stjörnublaðamaðurinn Damir Matkovic í Króatíu hefur gjaldfært ríflega 3 milljónir vegna tannviðgerða á sjón- varpsstöðina sem hann vinnur hjá til að aðdáendur hans þurfi ekki að fara á mis við sólskinsbros hans á skjánum. Þurfti Matkovic að fara í með- ferð vegna tannholdsbólgu. „Ég horfi bara á fréttatímann vegna hans. Ég gæti ekki ímyndað mér hann tann- lausan, að geta ekki sýnt þetta yndislega bros sitt,“ segir Mirka Radicovic í Zagreb. aij Brosið kostar skildinginn 4 3 2 4 6 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 128,02 ÚRVALSVÍSITALA 5.318 SALA % USD 66,89 3,32 GBP 130,28 2,66 DKK 13,00 1,96 JPY 0,633 4,96 EUR 96,91 1,95 2,41 -3,86 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 22%munurá kaffi latte NEYTENDAVAKTIN 14 Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! Engin fasteignasala í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX Dorothea E. Jóhannsdóttir Sölufulltrúi 898 3326 dorothea@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali Ertu að spá í að selja? Frítt söluverðmat FRAMÚRSKARANDI SÖLUFULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.