24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Caddy – góður vinnufélagi Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og vinnuaðstöðu fyrir bílstjórann. Caddy er með hleðsluhurðir báðum megin og tvöfalda afturhurð. Stigalúga að aftan er staðalbúnaður. Heildarflutningsrýmið er 3,2 m3. Bíllinn er afar vel búinn: ASR spólvörn, ABS hemlalæsivörn og hljómflutningstæki með geislaspilara er staðalbúnaður. Fjöldi véla í boði: 1,4 l bensín 80 hö., 1,6 l bensín 102 hö., 2,0 l SDI 70 hö., 1,9 l TDI® 105 hö. (fáanlegur með sjálfskiptingu) og 2,0 l EcoFuel 109 hö. Nýtt verð 1.790.000 kr. með vsk. eða 27.440 kr. á mánuði* * Miðað við bílasamning SP til 60 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 6,93%. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Tvær milljónir Breta eiga sér annað heimili, annað hvort í heimalandinu eða utan þess, og er talið að þeim muni fara ört fjölg- andi á næstu þremur árum. Fólk sér hag í því að kaupa fasteignir er- lendis og í því felst betri fjárhagsleg trygging á efri árum heldur en reglubundnum sparnaði. Á sama tíma hefur einnig aukist að fólk kaupi hús erlendis til að leigja og talið er að sótt verði um lán fyrir meira en hálfri milljón slíkra fast- eigna árið 2011. Kósí og heimilislegt Það skiptir mestu að fasteignin sé þægileg og heimilisleg ætli fólk sér að leigja hana út. Í Englandi hefur fólk nýtt sér svokallaða hús- gagnapakka setta saman af fag- mönnum, en í þeim er allt sem þarf til að gera heimilið notalegt. Fjárhagslega séð getur jú verið skynsamlegt að festa kaup á fast- eign fari fólk oft eða gjarnan í frí á sama stað hvert ár. Sá möguleiki er þá einnig fyrir hendi að geta leigt íbúðina út. Eins finnst mörgum notalegra að eiga sitt eigið afdrep erlendis þar sem fjölskyldan getur gengið að hlutunum vísum og átt saman gott frí. Vinsælt Spánn hefur verið eitt vinsælasta landið hjá Bretum til að kaupa sér annað heimili í en kannanir hafa sýnt að um 30% fyrirspurna varð- andi slík kaup eru um spænskar eignir á móti 14% fyrirspurna um franskar eignir. Önnur vinsæl sumarfríslönd í Evrópu hafa einnig verið vinsæl en nú eru lönd eins og Tyrkland einnig farin að sækja í sig veðrið svo og lönd í austur- Evrópu. Tækifærin liggja víða og ýmiskonar tímarit til þar sem lesa má um slíkar fjárfestingar. maria@24stundir.is Sífellt fleiri Bretar kaupa sumarleyfishús erlendis Spánn vinsælastur Vinsælt hjá Bretum að kaupa sér sumarleyfishús erlendis, t.d. á Spáni og í Frakklandi. Ef þú hyggur á húsbyggingu getur verið gott ráð að byrja á því að byggja upp sérfræðiþekkingu þína áður en þú ræður nokkurn til verksins eða ferð að eyða pen- ingum. Lestu þér til í bókum og tímaritum og fáðu góð ráð frá fólki í kringum þig sem hefur staðið í slíkum framkvæmdum. Þegar því er lokið er fyrsta verk að búa sér til raunhæfa kostnaðaráætlun og reyndu að sýna skynsemi í slíku. Sérfræðingar í húsbyggingum Þegar keypt er hús eða íbúð í smíð- um þarf að gæta sérstaklega að ákveðnum hlutum, til viðbótar þeim sem getið er um varðandi kaup á tilbúnum húsum. Gera verður skriflegan kaupsamning og síðan afsal þegar húsið er afhent, rétt eins og með fullbúið hús. Kaupsamningur er þó með öðrum hætti því seljandi skuldbindur sig til að byggja hús og afhenda það í ákveðnu ástandi. Það þarf því að vera á hreinu í hvaða ástandi kaup- andinn fær húsið. Það er mikilvægt að lesa vel þá samningsskilmála sem seljandi leggur fram því venju- lega er það seljandinn eða sá fast- eignasali sem vinnur verkið fyrir seljandann sem gengur frá kaup- samningnum. Þegar um nýbygg- ingar er að ræða er talað um að kaupa fokhelt hús eða hús tilbúið undir tréverk. Hugtökin fokhelt og tilbúið undir tréverk hafa ákveðna merkingu og áður en ákveðið er að kaupa hús þarf að kanna nánar í hverju það felst og hvað er ná- kvæmlega verið að kaupa. Lýsing eins og fokhelt eða tilbúið undir tréverk án frekari skýringa er ekki nægjanleg lýsing á eign. Á heima- síðu Neytendasamtakanna má finna frekari leiðbeiningar og góð ráð áður en fjárfest er í húsi í smíð- um. Að mörgu að hyggja

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.