24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 21
KYNNING
Þegar Þróunarfélag Keflavík-
urflugvallar var stofnað á haust-
mánuðum 2006 höfðu um 900 störf
verið lögð niður og gamla varn-
arsvæðið breyst í sannkallaðan
draugabæ. Hvert sem litið var mátti
berja augum ljóslausa glugga og
tóm bílastæði. Þessi sjón kallaði
beinlínis á aðgerðir til að koma í veg
fyrir að þessi mannvirki yrðu tóm-
leikanum að bráð. Farið var í ít-
arlega þarfagreiningu sem síðan var
fylgt eftir með markaðsherferð til að
kynna svæðið og möguleika þess.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa
þrátt fyrir skiptar skoðanir um
möguleika svæðisins til að ganga í
endurnýjun lífdaga. Tækifærin voru
fjölmörg og þau þurfti að grípa og
þróa áfram.
Margar þeirra hugmynda sem fram
komu um nýtingu voru góðra
gjalda verðar og jafnvel auðfram-
kvæmanlegar, en að sama skapi ekki
til þess fallnar að mæta markmiðum
um lágmörkun neikvæðra áhrifa
fyrir nágrannasveitarfélögin, eða há-
mörkun möguleika gamla varn-
arsvæðisins.
Með stofnun Keilis, miðstöðvar vís-
inda, fræða og atvinnulífs, var því
stigið stórt skref í þá átt að byggja
upp þekkingarstarfsemi á svæðinu. Í
framhaldinu var boðið upp á stúd-
entaíbúðir til leigu fyrir háskóla-
nemendur af höfuðborgarsvæðinu
og í samstarfi við Reykjanesbæ var
komið á strætóferðum til höf-
uðborgarsvæðisins fyrir leigjendur
þessara íbúða.
Framundan eru jafnframt spenn-
andi tímar. Mikil þróunarvinna
liggur að baki fyrsta kvikmyndaveri
á Íslandi „Atlantic Film Studios“
sem mun hefja starfsemi á næstu
vikum. Fyrirtækið Verne hyggst
byggja upp stórt netþjónabú og hef-
ur viljayfirlýsing verið undirrituð
um þróun á svæði og kaupum á
byggingum undir fyrsta græna „data
center“ á Íslandi. Það hefur orðið
mikil breyting frá því að tómleikinn
réði ríkjum fyrir um ári. Í dag búa
um 1100 manns á svæðinu og um
300 einstaklingar hafa annaðhvort
hafið eða hefja störf á næstu mán-
uðum. Áhugasamir aðilar, uppfullir
af frumkvæði og framboði á fersk-
um hugmyndum, eru hvattir til að
kynna sér starfsemi Þróunarfélags-
ins á vefsíðunni www.kadeco.is .
Þróunarverkefni í Keflavík
Að blása lífi í draugabæ
Mannlíf Innan skamms munu alls 1400 manns starfa og búa á svæði Þró-
unarfélagsins og þar eru starfrækt hátt á fjórða tug fyrirtækja.
Til að aðlagast hröðum lífsstíl nú-
tímamannsins í þéttbýlisumhverfi
hefur hönnuðurinn Werner Aiss-
linger hannað ferningshús, fyrir
fólk á faraldsfæti. Werner hugsaði
sér að húsin, sem kallast Loftcube,
yrðu ofan á húsþökum og myndu
þannig nýtast sem tímabundin
heimili. Húsið myndi líka henta
þeim sem flytja reglulega því auð-
velt er að flytja það með sér með
aðstoð lyftingakrana eða þyrlu.
Helsti kostur hússins er vafalaust
útsýnið sem yrði magnað af háum
byggingum í fjölmennri borg.
Hægt er að velja á milli um 40 fer-
metra eða 55 fermetra húss þar
sem hvert hús er með sitt eigið eld-
hús, baðherbergi auk aðstöðu til
svefns og leiks. Aðstöðuna innan-
húss má auk þess laga að íbúanum.
Frekari upplýsingar um þessi ein-
stöku hús má finna á síðunni
www.loftcube.net.
Þakhús sem má
flytja með sér
Svo virðist sem nýjar íbúðarbygg-
ingar rísi í hverjum mánuði á höf-
uðborgarsvæðinu og eitt eiga þær
flestar sameiginlegt. Það er ann-
aðhvort engin geymsla eða bara
örlítil kompa. Í eldri blokkum eru
nánast undantekningarlaust
geymslur í kjallaranum en nú er
það svo að ef um kjallara er að
ræða þá eru þar íbúðir og inni á
heimilinu er kannski smá kompa
en oftar en ekki hefur henni verið
breytt í herbergi vegna þess að það
er varla á færi nokkurs að kaupa
stærra húsnæði. Þeir sem til þekkja
vita að erfitt er að koma sér fyrir á
heimili með engri geymslu og því
ættu þeir sem eru að byggja sér
heimili að gefa þessu máli sér-
stakan gaum. Meðalstór geymsla er
nauðsynleg á hverju heimili, ann-
ars verður allt í drasli.
Ekki gleyma
geymslunni