24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLFERÐIR ferdir@24stundir.is a Okkur fannst miðjan eiga skilið að við gerðum þetta almennilega og við ákváðum því að endurtaka ferðina þegar skilyrðin verða betri. Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Ferðaklúbburinn 4x4 ferðast um landið allt árið um kring og slæmt veður er engin fyrirstaða. Agnes Karen Sigurðardóttir, formaður klúbbsins, var nýkomin úr enn einni ævintýraferðinni þegar 24 stundir náðu tali af henni. „Við komum í bæinn klukkan 7 í morg- un eftir ferðalag að miðju Íslands. Við snerum reyndar við um 10 km áður en við komum að miðjunni vegna þess að klukkan var orðin svo margt og færðin bauð ekki upp á lengri ferð að sinni.“ 60 manns að miðju Íslands Tilgangurinn með ferðinni var að vígja stuðlabergsstein sem farið var með á miðjuna í fyrra í við- urvist gesta. „Þeir sem sáu um að setja steininn upp fóru á undan okkur og hann verður því tilbúinn þegar við endurtökum ferðina. Okkur fannst ómögulegt að halda áfram og halda athöfnina í flýti. Okkur fannst miðjan eiga skilið að við gerðum þetta almennilega og við ákváðum því að endurtaka ferðina þegar skilyrðin verða betri.“ Hópur jeppaáhugamanna var með í för en meðal þeirra voru þau Siv Friðleifsdóttir, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Róbert Marshall og Ólafur Helgi, sýslumaður á Sel- fossi. Alls voru um 60 manns í ferðalaginu en öllum félagsmönn- um var boðið að koma með. Ferðir allt árið Jeppabakterían verður stöðugt algengari hér á landi enda býður landslagið upp á sérstaklega skemmtilegar leiðir. „Við í klúbbn- um ferðumst allt árið um kring og það er varla hægt að segja að það sé árstíðarbundið. Við erum með skipulagðar ferðir í klúbbnum sem eru árviss viðburður en þar á með- al er kvennaferðin sem verður stöðugt vinsælli og paraferðin sem kom ný inn á síðasta ári. Einnig er mikið um að einstaklingar innan klúbbsins skipuleggi ferðir á eigin vegum en það er til dæmis vinsælt að fara í ferðalag á milli jóla og ný- árs og á páskunum.“ Það er aldrei of seint fyrir jeppa- áhugamenn að komast inn í þetta samfélag enda þarf ekkert nema jeppa og ævintýraþrá til að teljast gjaldgengur. Veðurblíða Ekta ís- lenskt jeppaveður. Ferðaklúbburinn 4x4 fer ótroðnar slóðir Smitandi jeppabaktería Á meðan margir Íslend- ingar kvarta sáran yfir því að þurfa að moka bíl- inn út úr stæðinu á morgnana taka aðrir því sem merki um að nú sé kominn tími til að fara í ferðalag upp um fjöll og firnindi. ➤ Er ferðaklúbbur fyrir áhuga-fólk um jeppaferðir og ís- lenska náttúru. ➤ Er opinn öllum þeim sem hafaáhuga en hægt er að skrá sig og fá upplýsingar um gjöld á vefsíðunni www.f4x4.is. 4X4 Alþingiskonur Siv Friðleifsdóttir og Kol- brún Halldórsdóttir ásamt hundinum Tindi. Ferðafélagar Freyr Jónsson og Magni Þorvaldsson pumpa í dekkin. Jólafríinu er nýlokið en það er ekki seinna vænna að fara að huga að sumarfríinu. Um þessar mundir hrúgast bæklingarnir inn um bréfalúguna en flestar ferðaskrif- stofur bjóða upp á afslátt fyrir þá sem bóka sig fyrstir. Sólarlandaferðir eru yfirleitt fremur dýrar og því er alltaf gott að reyna að halda kostnaðinum í lág- marki með því að skoða vel hvað er í boði og vera duglegur við að bera saman verð. Annar kostur við að bóka sum- arfríið snemma er að þá er yfirleitt auðveldara að fá umbeðinn frítíma í vinnunni. Á meðan aðrir eru enn að jafna sig eftir jólin fær sá skipu- lagði besta tímann. Margar spenn- andi sumarleyfisparadísir eru í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. iris@24stundir.is Sumarfrísbæklingarnir eru byrjaðir að berast Sumarfrí á ströndinni Janúar færir sjaldnast mikla gleði í hjörtu Íslendinga enda með ein- dæmum myrkur og kaldur. Það er því enn mikilvægara en ella að finna upp á einhverju skemmti- legu til að stytta stundirnar. Fátt er skemmtilegra og notalegra en að fara með fjölskyldunni í sumarbústað þar sem hægt er að renna sér á snjóþotu og hafa það gott með heitu kakói. Flestir hafa aðgang að bústað í gegnum vinnustað eða verkalýðsfélag og því er um að gera að skella sér í helgarferð með fjölskyldunni. Helgarferð með fjölskyldunni Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 27. febrúar til 9. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst í síma 511-8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2006 eða fyrr. F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú TG E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2008 Gamlir starfsmenn og fastakúnnar Brauðbæjar ætla að hittast í Perlunni þann 16. febrúar á milli kl. 16-19. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þátttökugjald er 1.000 kr. Tilkynnið um þátttöku með tölvupósti til: fludir@icehotels.is eða maj@islandia.is. Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.