24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 17
Fólkið situr eftir, fangar í því sem einu sinni var talin verðmæt fasteign, fangar í skuldasúpunni og gjald- þrot þessa fólks er óhjá- kvæmilegt. Stjórnvöld skulda Íslendingum góð og haldbær rök. Voru ekki á sínum tíma sett lög og reglur um stjórn fiskveiða? Hvert var mark- miðið í upphafi með upptöku kvótakerfisins, sem átti einungis að vera til bráðabirgða? Hefur kvótakerfið skilað því sem það átti að gera? Hér fyrir neðan birti ég útdrátt úr lögum um stjórn fiskveiða. I. kafli. Almenn ákvæði.1. gr.: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýt- ingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land- inu. Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þetta er alveg á hreinu ekki satt? Hvernig rökstyður Einar K Guðfinnsson þá þetta sem ég tel upp hér fyrir neðan? Hverju hefur þessi svokallaða vernd fiskistofna skilað? Hverju hefur þessi svokallaða hagkvæma nýting skilað? Hverju hefur þessi svokallaða traust atvinna byggða í landinu skilað? Bágborið ástand Staðreyndirnar eru eftirtaldar: Verndun fiskistofna hefur til dæmis leitt til þess að veiðar úr þorskstofninum eru einungis lítið brot af því sem var áður en til- raunakerfið (kvótakerfið) var tek- ið upp. Þorskurinn léttist sem aldrei fyrr vegna ætisskorts í haf- inu, samt skal haldið áfram og ætíð veitt frá honum með gegnd- arlausum loðnuveiðum. Flestir vita að ástand loðnustofnsins er frekar bágborið. Karfastofninn er í lélegu ástandi og meira mætti tína til. Hagkvæm nýting er ekki til í merkingu þess orðs, fiskiskip af Suðurlandi eru send norður fyrir land og stunda veiðar í fjörum og flóum, fiskinum er síðan keyrt landshornanna á milli, allt í þágu hagkvæmrar nýtingar. Stór hluti flotans er á stanslausum flótta undan þorski, sem er bannvara hjá flestum útgerðum vegna gríð- arlegs niðurskurðar ár eftir ár á mjög svo hæpnum forsendum. Verðlitlum fiski hent í stórum stíl, allt í þágu hagkvæmrar nýtingar tilraunakerfisins (kvótakerfisins). Fangar í skuldasúpu Traust atvinna og byggð í land- inu er einungis orðatiltæki sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Aflaheimildir eru fluttar á milli landshluta með tilheyrandi hörmungum. Fiskvinnsla og út- gerð leggst af á þeim stöðum sem heimildirnar eru fluttar frá, sem aftur gerir fasteignir fólks verð- lausar í stórum stíl. Fólkið situr eftir, fangar í því sem einu sinni var talin verðmæt fasteign, fangar í skuldasúpunni og gjaldþrot þessa fólks er óhjákvæmilegt. Blá- saklaust fólk lendir á svörtum listum lánastofnana, þetta fólk sem er jafnvel komið yfir miðjan aldur á sér tæpast viðreisnar von. Allt í þágu tilraunakerfisins (kvótakerfisins). Skuldir yfir 300 milljarða Úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þetta er sérstak- lega athyglisvert. Staðreynd máls- ins er að sameign þjóðarinnar sem myndar ekki eignarrétt ein- stakra aðila, er skuldsett þannig að vandséð er hvernig sú gríðar- lega skuldsetning verði borguð. Skuldir sjávarútvegsins eru komnar yfir 300 milljarða meðan útflutningstekjur eru ekki nema um það bil 77 milljarðar. Hvernig má það vera að aðilar sem hafa ekki eignarrétt yfir afla- heimildunum geti veðsett það sem þeir eiga ekki? Nýtingarrétt- ur gefur ekki þeim sem hann hafa leyfi til veðsetninga, eða er það? Þetta er svipað og ef ég myndi veðsetja allar fasteignir í götunni hjá mér, sem ég á ekkert í. Raunverulegt verðmæti Eins og sjá má eru skuldir sjáv- arútvegsins gríðarlegar. Ef við síðan reynum að átta okkur á því hvernig raunveruleg verðmæti aflaheimilda eru sem búið er að veðsetja, kemur upp hræðileg staðreynd. Verðmæti aflaheimilda eru um það bil 112 milljarðar reiknað út frá arðsemi veiða. Ef ekki á að reikna raunveruleg verðmæti út frá arðsemi, hvað á þá að nota? Þetta er kannski verk- efni fyrir sprenglærða hagfræð- inga, í raunveruleikanum virkar þetta svona eða hefur einhver aðra skoðun á því? Er ekki komið að því að stjórn- völd þessa lands komi með hald- bær rök fyrir þessari tilrauna- stefnu (kvótastefnu) sinni, sem eins og sjá má hefur algjörlega brugðist? Höfundur er sjómaður Óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi UMRÆÐAN aHallgrímur Guðmundsson Arðsemi Verðmæti afla- heimilda eru um það bil 112 milljarðar reiknað út frá arðsemi veiða. 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 17

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.