24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Í úthverfum gengur fólk af göflunum, í það minnsta í kvik- myndum og sjónvarpsþáttum,“ segir Bryndís og nefnir kvik- myndir eins og Edward Scissor- hands og sjónvarpsþættina Desperate Housewives. „Þar ríkir ákveðin sátt um hegðun og yf- irbragð. Undir fallegu yfirborð- inu kraumar þó eitthvað mis- jafnt,“ bætir hún við. „Íbúarnir þola illa við í andrúmslofti sem leyfir engin frávik og finna sér iðulega eitthvað misjafnt til að dunda sér við. Algeng iðja er framhjáhald, leynimakk og jafn- vel morð.“ „Það var ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld sem út- hverfin tóku að breiða úr sér af krafti. Vöxturinn tengist m.a. því þegar einkabíllinn varð almenn- ingseign,“ segir Pétur H. Ár- mannsson. „Í Bandaríkjunum hefur öflug úthverfamenning haldist vegna þess að Banda- ríkjamönnum hefur tekist að halda bensínverði lágu. Enda er einkabíllinn forsenda þessa lífs- stíls. Úthverfið er einangrað frá umheiminum og þar er hafin upp til skýjanna ákveðin hug- mynd um fjölskyldulíf. Þessar fjölskyldueiningar eru innan ákveðins ramma og þar rúmast ekki frávik.“ Pétur segir sögu af prófessor í arkitektúr sem fór í göngutúr um úthverfi í Texas þar sem hann var gestkomandi. „Gang- andi maður skar sig verulega úr og áður en langt var um liðið var lögreglubíll farinn að veita honum eftirför. Enda, hvað er maður að gera á gangi um út- hverfi án þess að hafa eitthvað misjafnt í huga? Frávik eru ógnandi í út- hverfum og þar er erfiðara fyrir þá að búa sem bregða út af formi kjarnafjölskyldunnar.“ Bryndís fór einnig í göngu- ferðir um úthverfi Texas-fylkis við rannsóknarvinnu sína. „Úthverfin einkennir ákveðin hula,“ segir hún. „Oft litu húsin veglega út, hlaðin úr múrsteini með voldugum súlum við dyra- gættina. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að súlurnar voru úr plasti og holar að innan og múr- hlaðningin var þunnt skraut, bara klæðning utan á spóni og gifsi. Fólk er fast innan ákveðins ramma. Í úthverfum er enginn kjarni og þar getur fólk ekki safnast saman. Þar af leiðandi getur það ekki haldið mótmæla- fundi.“ Bryndís telur varasamt að verslunarstöðvar verði miðjur úthverfa því þar verður fólk að lúta ákveðnum hegðunarreglum enda ekki um opinbert rými að ræða. Úthverfavæðing „Úthverfin eru talin vera fjöl- skylduvæn og gera þau því slíka kröfu til fólks. Lífið í úthverfinu getur reynst sumum erfitt því langanir fólks eru ekki alltaf fjöl- skylduvænar, “ segir Bryndís. Pétur er sammála og segir út- hverfavæðingu einkenna höf- uðborgarsvæðið og nálæga þétt- býliskjarna. „Höfuðborgarsvæðið er dreift og í því er ekki stór kjarni. Sam- göngur eru erfiðar og vegalengd- ir miklar. Í nýjum hverfum, til dæmis í Kópavogi, er ekki mikið um opinbert rými þar sem leiðir fólks liggja saman. Versl- unarrými er það lifandi rými sem fólk sækir í og auðvitað hagar fólk sér öðruvísi í þannig rými. Það verður að hlíta reglum verslunareigandans. Einkenni út- hverfa á Íslandi eru hin sömu og í Bandaríkjunum, þó að þau séu ekki eins ýkt. Þeir sem búa í út- hverfum eyða tíma sínum heima við og taka minni þátt í borg- arlífinu.“ „Auðvitað er það val hvort þú býrð í úthverfi og það á ekki að ræða þessi mál til þess að vekja fordóma í garð þeirra sem kjósa að búa í úthverfum, heldur á markmiðið að vera að bæta líf þeirra og draga úr þeirri ein- hæfni sem einkennir þetta bú- setumynstur. Það væri hægt að þróa skipu- lagið í þá átt að færa marg- breytileiki borgarlífsins nær út- hverfunum, þannig að byggðin verði samverkandi heild og tæki- færi til samskipta fjöbreytilegri.“ Árvakur/Ómar Er úthverfamenning þrúgandi fyrir þjóð? Gengið af göflunum í úthverfum Örvænting í úthverfum: Er úthverfamenning þrúgandi fyrir þjóð? Og hvers vegna er hún ávallt leiksvið hreinnar illsku og breyskleika manna í dægurmenningu? Er Reykjavík úthverfaborg? Hvað einkennir úthverfi? Pétur H. Ármannsson arkitekt og Bryndís Björgvinsdóttir, meist- aranemi í þjóðfræði, sem hefur gert bandarísk út- hverfi og menningararf að rannsóknarverkefni sínu, ræða um úthverfi. Úthverfin sveipuð hulu Bryndís rannsakar ímynd út- hverfa í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þeir sem búa í eigin húsnæði vita að það líður aldrei langur tími án þess að eitthvað bili. Það getur verið heimilistæki, ofn eða pípu- lagnirnar. Konur sem búa einar eru oft í stökustu vandræðum þegar slíkt kemur upp enda hefur þeim verið talin trú um að þær geti ekki gert við án þess að vera með iðn- próf eða karlmann upp á vasann. Vantar bara réttu tólin Það er þó ekki raunin að konur geti þetta ekki enda eru konur jafn færar um að sinna léttum heim- ilisviðgerðum og skrifstofublókin í næsta húsi. Það eina sem þarf eru réttu verkfærin og kannski léttar leiðbeiningar frá sölumanni heim- ilistækjanna. Gott dæmi um eitthvað sem konur geta miklað heilmikið fyrir sér er að skipta um lás á útidyra- hurðinni. Staðreyndin er samt sú að til þess að skipta um lás þarf að- eins að kaupa nýjan lás, skrúfa burt tvær skrúfur, skipta um lás og skrúfa handfangið aftur á. Getur ekki verið minna mál. Það þarf heldur ekki prófgráðu til að skipta um hitastilli á ofnum enda er bara ein skrúfa undir still- inum sem þarf að losa og þeim nýja er svo smellt á. Það sama má segja ef sjónvarpið og DVD-spilarinn virka ekki rétt. Þá er einfaldlega byrjað á því að athuga hvort allar snúrur eru í sambandi á réttum stöðum og tengdar við rafmagn og ef það dugar ekki þá má nær alltaf finna lausninga í bæklingnum sem fylgir með. iris@24stundir Konur eru oft hræddar við léttar heimilisviðgerðir Ekkert mál að skipta um lás Auðvelt Konur geta það sem þær vilja. Smiðjuvegur 50 (rauð gata), 200 Kópavogur, s 520 3100 Sérhæfðar heildarlausnir í fjarstýringum fyrir bílskúrs- og iðnaðarhurðar. Fjölrásasendar henta vel fyrir stór og lítil kerfi upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda tiska

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.