24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Mikil neysla koffíns á meðgöngu, hvort sem það er í formi kaffis, tes, kóladrykkja eða kakós, eykur hættu á fósturláti, samkvæmt nið- urstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. „Þessi rannsókn styrkir sam- bandið á milli koffíns og hættu á fósturláti vegna þess að hún úti- lokar þá ágiskun að sambandið sé vegna minnkaðrar neyslu koffíns hjá heilbrigðum óléttum konum,“ segir De-Kun Li, einn rannsak- enda. Áður hefur verið sýnt fram á þessi tengsl en þetta er fyrsta rann- sóknin þar sem tekið er tillit til ýmissa mikilvægra þátta sem hafa áhrif á sambandið, s.s. morgunó- gleði og koffínóþols. Þar með er hafnað þeirri tilgátu að heilbrigðar konur finni frekar til ógleði, drekki minna kaffi og missi því síður fóstur en aðrar konur. Tvöfalt meiri hætta Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að meiri hætta sé á fóst- urláti hjá þeim konum sem ein- hvers koffíns neyta, miðað við þær sem ekkert koffín fá. Hjá þeim sem neyta 200 mg (2-3 kaffibollar) eða meira af koffíni daglega er hættan tvöföld á við hættuna hjá hinum. Í rannsókninni breytti engu hvort konurnar fengu koffínið úr kaffi eða einhverju öðru. Hvað mikið er of mikið? „Best er að drekka ekki meira en sem svarar einum til tveimur bollum af kaffi eða þremur til fjórum bollum af tei á dag,“ segir í Mat og meðgöngu, bæklingi sem Miðstöð mæðraverndar, Umhverfisstofnun og Lýðheilsu- stöð gáfu út árið 2004. „Í þessum niðurstöðum eru meginskilaboðin til óléttra kvenna þau að þær ættu líklega að hugleiða að hætta allri koff- ínneyslu á meðgöngu,“ segir Li. Í rannsókninni var fylgst með 1063 óléttum konum á árunum 1996-1998. Upplýsingum var safnað um ýmis atriði sem geta aukið líkur á fósturláti, s.s. áfeng- isnotkun, koffínneyslu og reyk- ingar. Rannsóknin var gerð af Kaiser Permanente Division of Research og birtist í nýjasta vefhefti Am- erican Journal of Obstetrics and Gynecology. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Koffín eykur líkur á fósturláti  200 mg af koffíni á dag tvöfaldar líkur á fósturláti sama í hvaða formi skv. nýrri banda- rískri rannsókn  Óléttar konur ættu að sleppa koffíni alveg, segir rannsakandinn Koffín Meira má drekka af þunnu kaffi en sterku. KOFFÍNMAGN Í DRYKKJUM ➤ Rannsakendur miðuðu við150 ml af hverjum drykk og áætluðu að í 150 ml af kaffi væru 100 mg af koffíni (2 mg í koffínlausu kaffi), 39 mg í sama magni af tei, 15 mg í 150 ml af kóladrykk og 2 mg í bolla af heitu súkkulaði. ➤ Með heimalagaða drykki ervert að muna að koffínmagn fer eftir styrkleika drykkjar- ins. Arðsemi eigin fjár vegna Kára- hnjúkavirkjunar er 13,4%, samkvæmt nýju arðsemismati sem Landsvirkjun kynnti í gær. Upphaflegt mat gerði hins vegar ráð fyrir tæplega 12% arðsemi. Meginástæðan fyrir þessu er að tekjurnar eru töluvert hærri en gert var ráð fyrir og munar þar mestu um hærra álverð. Kárahnjúkavirkjun Meiri arðsemi Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höf- uðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstu- dag, ellefu á laugardag og fimm á sunnudag. Þrettán voru teknir í Reykjavík og tveir í Kópavogi og Hafn- arfirði. Þetta voru fimmtán karlar á aldrinum 17-53 ára og tvær konur, 18 og 36 ára. Á sama tímabili tók lögreglan fjóra ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna. Höfuðborgarsvæðið Sautján teknir ölvaðir á bíl Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrí- tugsaldri í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa á þriðja hundruð grömm af hassi og tæpt gramm af kók- aíni undir höndum. Fíkniefnin fundust í húsleit, sem lögreglan gerði í mars á síðasta ári. Dómurinn gerði einnig fíkniefnin upptæk. Héraðsdómur Skilorð fyrir fíkniefnabrot Versti dagur ársins var í gær samkvæmt kenningu vísinda- mannsins Cliff Arnall. Þetta má sjá á jöfnu sem Arnall setti upp fyrir nokkrum árum þar sem veður, skuldir og svikin ára- mótaheit fara saman, á mánudegi að sjálfsögðu. Arnall hefur jafnan verið titlaður vísindamaður við Cardiff-háskólann, en þar á bæ kannast menn ekki við hann að öðru leyti en að hann starfaði þar sem aðstoð- armaður kennara um tíma. aak Versti dagur ársins Veður, skuldir og svikin heit

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.