24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 15 Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNA LAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 ALLTAF FRÁBÆRT VERÐ! Formannsslag-urinn í Framsókn er haf-inn og „verð- ur af skítugri gerðinni,“ segir á Eyjubloggi í tilefni af fatafári Guðjóns Ólafs Jónssonar, fyrrverandi þing- manns, og Björns Inga Hrafns- sonar borgarfulltrúa. Svo virðist sem þvættingurinn sem borinn er á borð um hið meinta fata- hneyksli sé upphafið að einhverju stærra. Samt er fyndið að sjá hóp vel klæddra kappa í stjórnmálum og fjölmiðlum ræða fatamálið í þaula eins og viðburð í sjálfu sér. Framsóknarflokkurinn er vamm- lausari en almennt er talið ef það spilltasta sem þar hefur gerst eru ný jakkaföt á Björn Inga. Þótt fataspuni GuðjónsÓlafs sé ekkert verðlauna-stykki í spunafræðum fær hann síaukið vægi eftir því sem fleiri pólitíkusar nú- verandi og fyrrver- andi tjá sig. Halldór Ásgrímsson bregst við frá Danmörku, Birni Inga til varnar, en Bjarni Harð- arson þingmaður vonast til að „kaleikurinn“ Björn Ingi verði tekinn frá flokknum. Formað- urinn lýsir trausti á Björn Inga sem er svo hörundsár að íhuga stöðu sína í Framsókn út af fata- bullinu. Hnífasettið úr baki Guð- jóns fannst svo í nýrri skylm- ingahöll sem Björn Ingi og Björgólfur Guðmundsson opn- uðu. Þar blikaði á rýtingana. Margar kenningar eru á lofti um hver stingur hvern í bakið næst. Framsóknarmenn af gamlaskólanum hafa áhyggjur afímynd flokksins vegna skylminga hinna yngri. Þeir við- urkenna þó að rýt- ingar og hnífasett séu engin ný bóla í Framsókn. For- ystumenn flokksins eru tregir til að leggja mat á það sem Ómar Ragnarsson kallar fatapóker Framsóknar. Þeir hafa enga skýringu á æsingnum og bera ýmist við utanlands-, jeppa- eða skíðaferðum. Því er svo fleygt að framganga Björns Inga, sem skipti um meirihluta í borginni og íhugar nú stöðu sína, sé farin að minna nokkuð á taugatitring sem landlægur var í kringum Kristin H. Gunnarsson í Fram- sókn og á vistaskipti hans í stjórn- málum. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Listamanninn Erró þarf ekki að kynna. Hann var staddur hér á landi um nýliðna helgi í tilefni af út- komu bókarinnar Erró í tímaröð – líf hans og list. Það er óhætt að segja að Erró hafi fengið hlýjar móttökur sem sýna hug samlanda hans í hans garð, því langar biðraðir mynduð- ust bæði við verslunina Mál og menningu og í Hafnarhúsinu þar sem Erró áritaði bækurnar. Það sannast á heimsborgaranum Erró, sem hefur fyrir löngu lagt heiminn að fótum sér með kynngimagnaðri myndlist sinni, að „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“, því heimalandið hefur sannarlega staðið hjarta hans nær alla tíð. Ómetanleg listaverkagjöf Árið 1989 færði hann Reykjavík- urborg ómetanlegt safn eigin lista- verka og verður sú gjöf aldrei full- þökkuð. Voru það um 2000 listaverk sem spönnuðu feril lista- mannsins frá æskuárum til þess tíma. Erró hefur sífellt verið að bæta við með því að senda listaverk, skjöl ofl. til safnsins. Það er stórkostlegt að Íslendingar skuli eiga slíkan fjölda verka eftir Erró, því hann hef- ur lengst af búið erlendis og eru verk hans eftirsótt í mörgum lönd- um. Við fáum notið verka hans í Hafnarhúsi og með reglulegu milli- bili eru settar upp stærri sýningar á verkum hans. Nú, þegar aðgangur að listasöfnum Listasafns Reykjavík- ur er ókeypis, er ástæða til að hvetja alla til að fara og skoða sýninguna á verkum Errós. Í framtíðinni hljót- um við að tryggja að listaverkin fái varanlegan sess í Errósafni þar sem hægt verður að njóta þeirra allt árið. Borgaryfirvöld hétu því á sínum tíma að Korpúlfsstaðir yrðu gerðir upp til að hýsa safn listamannsins Errós svo því mikla safni væri sýnd- ur sá sómi sem því ber. Slíkt safn yrði sannarlega aðdráttarafl fyrir er- lenda ferðamenn og væri okkar stolt eins og Mirósafnið í Barcelona, Pi- cassosafnið í París og fleiri. Við eig- um ekki heldur að ætlast til þess að Erró gefi okkur fullskapað safn, þjóðinni ber að festa kaup á nýrri sem og eldri verkum hans til að eiga heildarmynd af þróun listsköpunar þessa merka listamanns. Guðmundusjóðurinn Erró hefur einnig stutt listsköpun á Íslandi. Hann stofnaði Listasjóð Guðmundu S. Kristinsdóttur til að heiðra minningu Guðmundu móð- ursystur sinnar frá Miðengi. Sjóðn- um er ætlað að efla og styrkja list- sköpun kvenna sem þykja skara fram úr og hvetja þær til frekari dáða. Árlega er úthlutað úr sjóðn- um og um helgina var það gert í 9. skipti í tilefni af komu Errós. Þær listakonur sem áður hafa hlotið við- urkenningu úr sjóðnum eru Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þórsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir og Hekla Dögg Jóns- dóttir. Við þekkjum þessi nöfn enda hafa þær allar lagt mikið af mörkum til íslenskrar listsköpunar. Listakon- an sem hlaut viðurkenningu að þessu sinni er Hulda Stefánsdóttir. Hún fæddist í Reykjavík 1972, lauk prófi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1997 og MFA- gráðu frá The School of Visual Arts í New York árið 2000. Verk Huldu samstanda oft af mörgum málverk- um í mismunandi stærðum, sem mynda eina heild. Þau eru yfirleitt máluð á mismunandi efni, svo sem ál, tré, striga og pappír. Einnig notar hún ljósmyndir, ljósrit og hreyfi- myndir sem hluta af verkum sínum. Verk hennar hafa þróast á spenn- andi hátt á síðustu árum og hún hefur náð að mótað sér sterkan, sjálfstæðan stíl. Viðurkenningin verður þessari efnilegu listakonu vonandi hvatning til að halda áfram á þeirri braut sem hún hefur mark- að sér. Erró er einhver besti sonur sem þjóðin hefur alið. Metum hann sem slíkan og látum hann finna á meðan hann lifir hversu mikilvægt æviverk hans er íslenskri þjóð. Höfundur er formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur Listamaðurinn Erró VIÐHORF aMargrét Sverrisdóttir Erró er ein- hver besti sonur sem þjóðin hefur alið. Metum hann sem slíkan og lát- um hann finna á meðan hann lifir hversu mikilvægt ævi- verk hans er íslenskri þjóð.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.