24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þá er viðtalið skreytt með myndum frá Ís- landi, þar sem ég var að spila á Gauki á Stöng og merki Gauksins sést vel á myndinni, þeir hafa gaman af því auðvitað. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Illugi Magnússon, best þekktur sem DJ Platurn, er á forsíðu nýjasta tölublaðs DJ Times, sem er elsta og virtasta tímarit sinnar tegundar, en það fjallar um allt er viðkemur plötusnúðum og menningu þeirra, svona einskonar Vogue plötusnúð- sins. Illugi fær stóra umfjöllun og því um töluverða upphefð að ræða, en Illugi kom meðal annars fram á hinu sögufræga Mirage hóteli í Las Vegas fyrir áramót og hefur getið sér gott orð ytra. Frábært tækifæri „Þetta tölublað var tileinkað „House“ tónlist og „Scratch“ plötu- snúðum, en við sem spilum ekki bara tónlist með því að ýta á play heldur höldum alvöru sýningu fyrir áhorfendur, erum deyj- andi stétt. Okkur finnst mik- ilvægt að halda heiðrinum uppi enda um milvægt og merkilegt listform að ræða,“ segir Illugi og við- urkennir að umfjöll- un DJ Times sé líkt og að detta í lukkupottinn. „Þetta er lang-, lang- stærsta tækifærið sem ég og við í Oakland Faders höfum fengið. Þá er viðtalið skreytt með myndum frá Íslandi, þar sem ég var að spila á Gauki á Stöng og merki Gauksins sést vel á myndinni, þeir hafa gaman af því, auðvitað.“ Ragnhildur Magn- úsdóttir, systir Illuga, tók upp heimild- armyndina „From Oakland to Iceland: A hip hop homecom- ing“, árið 2006. Mynd- in fjallar um heimsókn Illuga hingað til lands og þá hip hop menningu sem hér er við lýði. Samningaviðræður hafnar Ragnhildur segir myndina til- búna eftir um átta vikur en þegar hefur eitt bandarískt fyrirtæki sent Ragnhildi fyrirspurn. „Við erum að skoða með framhaldið en ég get ekki sagt mikið um það nánar á þessu stigi, því það er ótímabært. Þetta gæti orðið skemmtilegt- samstarf og gaman að menn sýni þessu áhuga þegar myndin er ekki einu sinni tilbúin!“ sagði Ragnhild- ur að lokum. Forsíðustrákurinn Illugi á forsíðu DJ Times. Illugi Magnússon klifrar upp plötusnúða-metorðastigann Á forsíðu Times Illugi Magnússon prýðir forsíðu bandaríska tíma- ritsins DJ Times, elsta og virtasta plötusnúða- pésans þar vestra og þó víðar væri leitað. Illugi er þekktur sem DJ Platurn. Stóra systir Ragnhildur segir heimildamyndina á næsta leiti. að verða að hans helsta vöru- merki, líkt og framkoma Alfreds Hitchcock í eigin myndum. Myndin geldur þó ekki fyrir þetta frekar en aðrar myndir, en leikur Hilmis í Brúðgumanum er með því besta sem hann hefur sýnt í bíómynd. Í raun er ekki hægt að kvarta undan neinum hvað frammistöðu varðar, nema Ólafi Agli Egilssyni, en persóna hans var einna ýktust og óraunsæjust. Margrét Vilhjálmsdóttir fékk ef- laust bitastæðasta hlutverkið, en jafnframt það erfiðasta og leysti það ágætlega af hendi. Brúðgum- inn er ein fárra íslenskra kvik- mynda sem kæmist upp með að skarta hinum alþekkta sviðsleik, enda handritið þess eðlis. Þó var slíkur leikur í lágmarki, sem betur fer. konar farsi, þar sem hrærast sam- an allar tilfinningar sem í mann- inum búa. Það fer Baltasar vel að gera litlar og sætar kvikmyndir sem þessar, þar sem nostrað er við túlkun, tónlist og framvindu af kostgæfni. Enn fáum við að sjá Hilmi Snæ á besefanum, sem er Nýjasta afurð Baltasars Kor- máks, Brúðguminn, er lítil og sæt saga er gerist í Flatey á Breiðafirði. Myndin er lauslega byggð á leik- verkinu Ivanoff eftir Anton Tsje- kov og segir í tvennu lagi af há- skólaprófessor á fimmtugsaldri, Jóni Jónssyni, sem er kominn með gráa fiðringinn. Annars vegar er fjallað í fortíðarstíl um samband hans og hinnar snar-geðveiku eig- inkonu hans, Önnu, sem fær hann þó til að flytja búferlum til Flat- eyjar, þaðan sem hún er ættuð, til að hefja nýtt líf, nýtt upphaf. Hins vegar gerist sagan í nútímanum, þar sem hinn áttavillti og auðnu- lausi Jón hyggst gifta sig fyrrum nemanda sínum sem er 18 árum yngri en hann sjálfur. Til veisl- unnar býður hann sínum besta og feitasta vini og úr verður eins Vinsæll Brúðguminn er fimmta stærsta frumsýning íslenskrar kvikmyndar. Flottur farsi og fínn leikur í fallegri Flatey Brúðguminn Bíó: Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó og Sam- bíóin Keflavík og Selfossi. Leik stjóri: Baltasar Kormákur Að al hlut verk: Hilmir Snær Guðnason, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Laufey Elíasdóttir. Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ Í kvöld klukkan 20:00 sýnir Kvikmyndasafn Íslands myndina Apocalypse Now frá árinu 1979 í leikstjórn Francis Ford Coppola. Sögusvið myndarinnar er Víet- namstríðið og hún segir sögu Ben- jamins L. Willards höfuðsmanns, sem sendur er inn í frumskóginn til að ráða af dögum ofursta í sér- sveit bandaríska hersins, Walter E. Kurtz. Leikarar í myndinni eru meðal annars Marlon Brando, Martin Sheen og Robert Duvall. Kvikmyndasafn Íslands er stað- sett í Bæjarbíói á Strandgötu 6 í Hafnarfirði og telst vera elsti sýn- ingarsalur landsins. Þar hafa verið sýningar síðan 1945, en um miðjan áttunda áratuginn lögðust þær þó af. Á þeim tíma áttu kvikmynda- hús erfitt uppdráttar og var helsti keppinauturinn sjónvarpið sem þá var að auka vinsældir sínar. Sýningar hófust aftur árið 2002 og hafa verið allar götur síðan. Sýnt er á þriðjudögum klukkan 20:00 og á laugardögum klukkan 16:00 og miðaverð er 500 krónur. Hægt er að nálgast allar upplýs- ingar á kvikmyndasafn.is. heida@24stundir.is Apocalypse Now í Bæjarbíói Britney-vísitalan hækkaði um 1,2% í gær eftir að þær fréttir bárust að hún hefði fengið nálg- unarbann á ljósmyndarann sem hún hafði slegið sér upp með og eytt öllum stundum með síðustu vikur. Þetta er fyrsta hækkunin á þessu ári, en greiningardeild 24 stunda telur að frekari hækkun sé ekki á næsta leiti. BRITNEY-VÍSITALAN 2006 2007 2008 22. 01. 2008 -8.2531,2% Fyrsta hækkun ársins 2008 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is NÝTT: Gjafahaldarar, flottir fyrir og eftir: Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Styður vel og er flottur í D,DD,E,F skálum á kr. 5.990,- buxur fást í stíl Mjúkir og æðislegir í D,DD,E,F skálum á kr. 5.990,- buxur fást í stíl Sexí og BARA sætur í D,DD,E,F skálum á kr. 5.990,- buxur fást í stíl HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.