24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 4
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Einn þriggja eigenda ólöglegs íbúð- arhúsnæðis í Hafnarfirði sem loka átti í gær vegna ófullnægjandi eld- varna tilkynnti að hann væri búinn að koma leigjendum í annað húsa- skjól. Hinir tveir, sem leigja út her- bergi til búsetu, báðu um frest til að leysa málin. „Við gefum slaka ef fólk ætlar að leysa sín mál. Leigjendurnir þarna eru 22. Þetta eru fjórir Pólverjar og átján Íslendingar eftir því sem við vitum best,“ segir Bjarni Kjartans- son, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins. Fresturinn sem eig- endur ólöglega íbúðarhúsnæðisins fá til að rýma það verður vænt- anlega þrjár vikur, að sögn Bjarna. Eigendurnir fengu viðvörun um lokun fyrir jól. Eftir áramót var tekin ákvörðun um að loka hús- næðinu og var þá veittur tveggja vikna frestur af tillitssemi við íbúana. Nú er aftur veittur frestur. Bullandi vöxtur Þegar Jónas Helgason, eldvarnaeftirlitsmaður hjá slökkviliðinu, kom á svæðið nú eft- ir áramót var verið að innrétta her- bergi á öðrum stað í iðnaðarhús- næðinu. „Þeir sem fengu frest voru að stækka. Það má ætla að það hafi verið til búsetu,“ segir Jónas. Við kortlagningu slökkviliðsins á ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hafnar- firði í janúar 2007 var ólögleg bú- seta á 15 stöðum. „Við könnun nú í desember hafði stöðunum fjölgað í 35. Þetta sýnir að það er bullandi vöxtur í þessu,“ bendir Bjarni á. Slökkviliðið getur ekki gert kröf- ur um úrbætur þegar um ólöglegt húsnæði er að ræða. Bráðabirgða- ákvæði sem sett var inn í lög um brunavarnir og heimilar slökkvi- liðsstjóra að gera kröfu um úrbæt- ur þótt notkun húsnæðisins stang- ist á við skipulag stangast nefnilega sjálft á við ákvæði í lögum um skipulags- og byggingarmál. „Þar sem við teljum íbúa í mik- illi hættu vegna ófullnægjandi eld- varna boðum við lokun. Síðan get- um við veitt mönnum svigrúm til að leysa málin. Auðvitað er lokun neyðarúrræði,“ tekur Bjarni fram. Fengu frest til að loka gildrunum  Fjórir Pólverjar og átján Íslendingar í brunagildrum á Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði  Þriggja vikna frestur veittur til að leysa málin ➤ Líklegur fjöldi íbúa í ólögleguhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu var í upphafi ársins 2007 rúmlega 1200, þar af 175 í Hafnarfirði. ➤ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirðiíhuga að skilgreina eitt iðn- aðarsvæði sem athafnasvæði. Á slíkum svæðum er leyfilegt að hafa starfsmannabústaði. ÓLÖGLEGAR ÍBÚÐIR Árvakur/Frikki Ólögleg búseta Eigendur húsnæðisins hafa fengið frest til að leysa málin. 4 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir „Eins og við tækjum það óstinnt upp ef atvinnurekendur færu að skipta sér af því hverja við skip- um í stjórnina þá skiptum við okkur ekki af því hverja þeir skipa,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, um setu Kaup- mannasamtaka Íslands í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, en þau luku hlutverki sínu á vinnu- markaði árið 1999. ejg Gunnar Páll Pálsson Þeirra mál Hægt er að kjósa nýj- an formann á auka- fundi milli aðalfunda. Aðalfundur er haldinn í október en boða skal til aukafundar fari 5 aðild- arfélög fram á slíkan fund eða aðalstjórn taki ákvörðun um hann, að sögn Emils Thorodd- sens, varaformanns Ör- yrkjabandalagsins. ,,Við munum boða aðalstjórn- arfund 30. janúar næstkomandi,“ greinir Emil frá. ingibjorg@24stundir.is Öryrkjabandalag Ís- lands hefur auglýst eftir nýjum framkvæmda- stjóra en gengið var frá starfslokasamningi við Hafdísi Gísladóttur, frá- farandi framkvæmda- stjóra, í síðustu viku. Hún sagði upp stöðu sinni þegar Sigursteinn Másson sagði af sér for- mennsku í bandalaginu þann 11. janúar síðastliðinn. Í síðustu viku var einnig gengið frá starfsloka- samningi við Sigurstein. Öryrkjabandalag Íslands Aðalstjórnarfundur í lok mánaðarins Ljósin á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæ- brautar komust í lag í gær eft- ir tíu daga bilun. Unnið var að viðgerð ljósanna alla vikuna en ekkert dugði þar til í gær þegar filter fyrir rafmagnið var settur upp. Er tilgátan sú að utanaðkomandi rafmagn hafi truflað ljósin svo þau slokknuðu en orsök bilunar- innar verður rannsökuð á næstu dögum. Ljósin á þess- um gatnamótum eru með ljós- díóðum en ekki glóperum. Slík ljós eru á 26 gatnamótum í borginni og fer fjölgandi, að sögn Guðbjarts. Þau fyrstu þessarar gerðar voru sett upp árið 2003. þkþ Ljósin loks í lag Umferðarljós Sæbraut – Kringlumýrarbraut Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var verðkönnun á tvöföldum kaffi latte á kaffi- húsum. 22% verðmunur er á bollanum þar sem Café Kondi- tori er með lægsta verð en Kaffi París með hæsta verð. Athugið að ekki er tekið tillit til gæða. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 22% munur á kaffi latte Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Tvöfaldur kaffi latte Veitingastaður Verð Verðmunur Café Konditori Kringlunni 320 Bláa kannan, Akureyri 330 3,1 % Veitingahúsið Energia, Smáralind 330 3,1 % Kofi Tómasar frænda, Laugavegi 340 6,3 % Kaffitár, Keflavíkurflugvelli 340 6,3 % Perlan, kaffitería 380 18,8 % Kaffi París, Austurstræti 390 21,9 % NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA ATVINNUBLAÐIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.