24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 25 Það er nauðsynlegt að hafa gott og vel skipulagt þvottahús á stórum heimilum, enda getur farið töluverður tími í þess háttar stúss. Gott er að huga að þvottahúsinu þegar verið er að teikna upp húsið og skipuleggja hvernig það skal vera. Með því að gera ráð fyrir skápum og hirslum er vinnan við þvottinn óneitanlega gerð auðveldari. Eins er mjög gott að í herberginu sé rými til að brjóta saman þvott. Þægileg þvottahús Lúxus Það eru ekki allir sem hafa mögu- leika á svo stóru þvottaherbergi en þetta er óneitanlega lúxus. Ef þvottaherbergið er af þessari stærð er tilvalið að gera ráð fyrir nægri aðstöðu til að brjóta saman þvott, geyma flíkur og annað þess háttar. Eins er mikilvægt að hirslurnar séu næg- ar og á ́réttum stöðum til að auðvelda vinnuna. Lítið Fyrir þá sem hafa minna pláss fyrir þvottahús má útbúa lítil herbergi inn af eldhúsi þar sem pláss er fyrir þvottavél og þurrkara. Herbergið þarf ekki að vera stórt, heldur er nægilegt að tækin komist fyrir og nokkrir skápar. Svo herbergið verði ekki áberandi er tilvalið að hafa lok- aðar dyr á því og herbergið líkist þá bara skáp. Pláss Skipulag í þvottaherbergi getur skipt höfuðmáli enda fer töluverð vinna þar fram á stóru heimili. Þegar húsið er teiknað er því mikilvægt að gera ráð fyrir góðu skápaplássi svo hægt sé að geyma þvottaefni, mýkingarefni, föt og fleira. Eins er tilvalið að hafa slá í þvotta- herberginu fyrir skyrtur og annað. Það getur verið að sumum þyki gaman að pensla en hinir láta okkur PÓLÝHÚÐA og þurfa svo ALDREI að pensla S: 544 5700 - www.polyhudun.is - Smiðjuvegi1 - 200 Kópavogur PÓLÝHÚÐUN Á ALLA MÁLMA LANG STERKASTA LAKKHÚÐ SEM VÖL ER Á

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.