24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 18
• Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Með eða án hjóla Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 18 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Það er mjög líklegt að einkavæð- ingarferli sænsku ríkisstjórnarinn- ar verði frestað að hluta vegna slæmra markaðsskilyrða sem rekja má til hinnar alþjóðlegu lána- og lausafjárkeppu,“ segir Henrik Ekenman, sérfræðingur Glitnis banka í sænska markaðnum. Með lagabreytingu sl. vor var ríkisstjórninni gert kleift að selja fyrirtæki og hluti í fyrirtækjum fyr- ir um 200 milljónir sænskra króna – eða rúma 2 milljarða íslenskra króna. Yrði það stærsta einkavæð- ingarferli sögunnar í Svíþjóð. Er lagabreytingin var gerð gaf ríkisstjórnin það út að söluféð yrði notað til greiða niður skuldir rík- issjóðs. Andstæðingar einkavæð- ingarinnar bentu hins vegar á að skuldir ríkissjóðs væru einungis um 40% af landsframleiðslu, sem er með með því lægsta í Evrópu. Ekenman segir að selji ríkis- stjórnin nú muni hún þurfa að gefa kaupendum talsverðan „afslátt“. Markaðsvirði fyrirtækjanna sem á að einkavæða hljóti að hafa lækkað mjög ef marka má sambærileg fyr- irtæki sem skráð eru í kauphöllum víða um heim – jafnvel um allt að 50% – og erfitt sé fyrir hugsanlega kaupendur að fá lánsfé á góðum kjörum við núverandi aðstæður. „Ég myndi ekki vilja vera í stöðu seljanda um þessar mundir.“ Ekenmann telur sérstaklega lík- legt að sölu ríkisins á húsnæðis- lánastofnuninni SBAB og hlut hennar í bankanum Nordea verði frestað. „Málið er þó mjög erfitt fyrir stjórnvöld og líklegt að þau vilji forðast að gera einkavæðinguna að kosningamáli,“ segir Ekenman, en þingkosningar verða næst haldnar árið 2010 í Svíþjóð. „Ég tel að stjórnvöld vilji að almenningur hafi gleymt einkavæðingunni að því marki sem hægt er áður en að henni kemur.“ Absolut vodki sér á báti „Það bendir allt til þess að sala Vin & Sprit verði á áætlun,“ segir Ekenman, en til stendur að selja 100% hlut ríkisins í vínframleið- andanum, sem framleiðir m.a. Ab- solut vodka, á fyrri hluta þessa árs. Heimsþekktir vínframleiðendur hafa sýnt áhuga á Vin & Sprit, en samkvæmt sænskum fjölmiðlum er talið að hvorki áhugi á fyrirtæk- inu né verðmæti þess hafi minnk- að. Absolut sé það eftirsótt vöru- merki að verð Vin & Sprit ætti að haldast þrátt fyrir óhagstæðar markaðsaðstæður. Absolut Vin & Sprit er líklega eina rík- isfyrirtækið sem ekki hefur fallið í verði. Einkavæðingu líklega frestað  Svíar gætu þurft að fresta einkavæðingu vegna slæmra markaðs- skilyrða  Vilja forðast að einkavæðing verði að kosningamáli ➤ Talið er að ríkisstjórninsænska muni fresta sölu á 5 fyrirtækjum, m.a. í fjármála- og fjarskiptageiranum, vegna slæmra markaðsskilyrða. ➤ Ekki er talið að fresta þurfisölunni á vínframleiðand- anum Vin & Sprit. ➤ Þá hefur verið bent á að skyn-samlegt væri að fresta einka- væðingu á danska orkufyr- irtækinu Dong Energy. EKKI TÍMINN TIL AÐ SELJA MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                                   : -   0 -< = $ ' >5?4?@?A3 BB3A3B554 3B3C>3BBA 4>@D@A4?4 55@?D3D3C ??5B?BB4 >A3@4AB>5 >4453CBAA@ 4>3?4CA44 >A@5?455A B@DA54CB> ?>@A5B33B 3BBB@4>A CDB3AC> >44>45B> A A 5>CD5?@ >A3?44>4 DB5AA 533@>5? , , , , B?DD5AAA , , DE5? 5AE4A >?EA? >AEA5 >CE45 3AEA5 B4E35 @>4EA 3AEC5 C4E4A 4E4A >3E>3 5E@C C?EDA >EC? 4E@3 >@DEA >>C> ?5AEA AE55 >3CE5 3E53 B3EBA , , B@A5 , , DE5D 5>E>A >?EA5 >AEA@ >CE@A 3AE?5 B4E4A @>DEA 3>EBA C@E@A 4E4? >3EB? 5ED4 C5EDA >EC4 4E@D >DAE5 >B?3 ?4CEA AE54 >?5EA 3E5D , , , B@?5 , 4E5A /   - B3 BD 5? @5 5C C C >?C ?5 >? D> 53 >B 3 5 , , >@ >? > 33 , , , , 3 , , F#   -#- B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD >@>BAAD >D>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD B>>BAAD >@>BAAD C>BAAD 4>BBAA@ BBDBAA@ B>>BAAD >A>BAAD >?>BAAD ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi banka, fyrir 1,6 milljarða króna. ● Engin hækkun varð á hluta- bréfum í gær en bréf Flögu Group stóðu í stað. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Sparisjóði Reykjavíkur, 10,57%. Bréf í P/F Atlantic Petroleum lækkuðu um 7,86%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,86% og stóð í 5.317,80 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 2,37% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 5,3%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 5,5% og þýska DAX-vísitalan lækkaði um 7,2%. Deila norska olíufélagsins StatoilHydro og yfirvalda í Níger- íu var leyst með vopnavaldi í síð- ustu viku. Réðust skattayfirvöld inn í höfuðstöðvar fyrirtækisins í Lagos og nutu við það liðsinnis vopnaðra lögreglumanna. Var StatoilHydro gert að gera skuld sína upp á staðnum. Reiddu stjórnendur fyrirtækisins fram jafnvirði 53 milljóna króna, frekar en að láta lögregluna loka skrifstofum sínum. aij Þungvopnuð skattheimta „Finnland er eina Norður- landið sem hefur tekið upp evruna, og það er ástæðan fyrir því að við hófum til- raun okkar til að leggja undir okkur Norðurlöndin [þar].“ Þetta er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í grein í finnska vefritinu Virtual Finland. Greinarhöfundur gerir innrás íslenskra fjármála- fyrirtækja á finnskan markað að umfjöllunarefni. Segir hann innrásina vera undarlega í ljósi fámennis íslensku þjóðarinnar, en auk Landsbankans hafa Kaupþing banki, Glitnir og Straumur-Burðarás keypt sig inn á finnska fjár- málamarkaðinn. Niðurstaða greinarhöfundar er sú að sökum þess að Finnar tóku fyrst- ir Norðurlandaþjóða upp evruna noti íslenskir fjárfestar Finnland sem stökkpall yfir í alþjóðleg verkefni. hos Nota Finnland sem stökkpall Tillaga Novator um að fá tvo menn í stjórn finnska fjarskipta- félagsins Elisa var felld á stjórn- arfundi í gær, en Novator eign- aðist nýverið meirihluta í Elisu. „Þessi niðurstaða kom okkur ekki á óvart því við töldum ólík- legt að fá okkar fram í fyrstu lotu,“ var haft eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni að loknum fundinum. „Hins vegar erum við undrandi á að finnskir fjárfestar vilji standa í vegi fyrir því að langstærsti hluthafinn í félaginu eigi sæti í stjórn þess.“ hos Hissa á að fá ekki sæti „Verð hlutabréfa víðsvegar í heiminum hélt áfram að lækka í viðskiptum [gærdagsins] og var dagurinn raunar einn sá versti síðan hryðjuverkaárásirnar í New York áttu sér stað árið 2001.“ Með þessum orðum hefjast Hálf- fimmfréttir sem greiningardeild Kaupþings banka sendi út í gær. Greiningardeildin segir að vænt- ingar um minni einkaneyslu í Bandaríkjunum, sem rakin er til lausafjárkreppunnar, séu ástæðan fyrir lækkun gærdagsins. hos Einn versti dag- ur síðan „9/11“ FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Ég myndi ekki vilja vera í stöðu selj- anda um þessar mundir.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.