24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Nú er verið að steypa veggi og gólfplötur á götuhæð hússins, og í þessum mánuði er húsið byrjað að rísa vel af grunninum sem er tíu metra djúpur,“ segir Þórhallur um framvinduna. 43 metrar á hæð Þórhallur segir tónlistar- og ráðstefnuhús, sem er skamm- stafað TRH, verða um 28.000 fer- metrar að stærð. Það verður 43 metrar á hæð frá götu (Hall- grímskirkjuturn er 76 metrar). Í TRH verður stór tónlistarsalur sem rúmar 1800 gesti, æfingasal- ur með 450 sætum og ráð- stefnusalur er rúmar um 750 gesti. Þá verður fjöldi annarra fundarsala í húsinu fyrir tón- leikahald og fundi. Þar á meðal arsalir og verslanir. Nýsir hf. er eig- andi viðskiptamiðstöðvarinnar og hafa umboð frá og samvinnu við World Trade Center International. Útibú þessi má finna víðsvegar um heim. Þá byggir Landsbanki Ís- lands höfuðstöðvar sínar syðst á byggingarlóðinni. Hverjir byggja? Á byggingarlóðunum eru viða- miklar framkvæmdir og á sömu lóð verða þýðingarmiklar við- skiptamiðstöðvar og menningar- mannvirki. Bygging og rekstur TRH er einkaframkvæmd sam- kvæmt samningi milli Portusar og Austurhafnar. Í einkaframkvæmd felst að hið opinbera gerir samning einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu. Eigandi TRH og rekstr- araðili er Portus en ríki og borg greiða árlega ákveðna upphæð samkvæmt samningi í 35 ár. Eignarhaldsfélagið Portus hf. er að jöfnu í eigu Landsbanka Íslands og Nýsis hf., en Nýsir hf. stendur að byggingu World Trade Center Reykjavík. 30.000 rúmmetrar af steypu í tónlistarhús við höfnina Menningarmannvirki rís af grunni ➤ Meðan á framkvæmdum stóðvar dælt upp úr grunninum sex milljónum tonna af sjó. ➤ Í bygginguna fara um 30.000rúmmetrar af steypu. ➤ Utan um grunn hússins erualls 500 metra löng stálþil. FRAMKVÆMDIRFramkvæmdir við tónlist- ar- og ráðstefnuhús ganga vel, að sögn Þór- halls Markússonar, mark- aðsstjóra Portus hf., er stendur að framkvæmd- unum. Kostnaðurinn við bygginguna verður 14 milljarðar og húsið verð- ur opnað í desem- bermánuði árið 2009. Á sama stað rís 16.000 fer- metra viðskiptamiðstöð, World Trade Center Reykjavík og höfuðstöðv- ar Landsbankans. Glæsilegt menningar- mannvirki Á þessarri tölvu- mynd sést fyrirhugaður gler- hjúpur hannaður af Ólafi Elíassyni. 200 manna smærri salur. Húsið verður fyrsta sérhann- aða tónlistar- og ráðstefnuhúsið af þessari stærð hér á landi. Ólafur Elíasson og Reykjatorg Hinn þekkti listamaður og hönnuður Ólafur Elíasson hannar glerhjúp sem umlykur húsið ásamt því að koma að tengingu hússins við nánasta umhverfi sitt svo sem með fyrirhuguðu vatnstorgi „Reykjatorgi“ sem mun standa sem stórfenglegt listaverk eitt og sér. Þá er húsið hannað af Henning Larsen arkitektum í Kaupmanna- höfn. Undirverktaki þeirra á Ís- landi er Batteríið í Hafnarfirði. Teiknistofan hannaði meðal ann- ars Óperuna í Kaupmannahöfn sem var vígð í janúar 2005. World Trade Center Reykjavík Byggingarlóðin er alls 60.000 fermetrar að stærð og á henni verður einnig byggt glæsilegt hótel, einnig hannað af Henning Larsen arkitektum. Þá verður bílastæða- hús undir öllu svæðinu með 1600 stæðum og arkitektarnir láta einn- ig til sín taka við hönnun við- skiptamiðstöðvarinnar World Trade Center Reykjavík sem verður stór bygging. 16.000 fermetrar að stærð. Þar verða skrifstofur, fund- SAN Cable Kit Rafmagns gólfhitakerfi Einföld uppsetning. Lagt í flísalím eða flotað ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.